12.6.2012 | 19:05
Smekkleysan í Úkraínu
og enn tekur RÚV virkan þátt í lygaherferðinni, eins og í gær þegar snillingar á fréttastofu RÚV báru okkur fréttir af landsliðsþjálfara Úkraínu í fótbolta. Hann segir að ekki sé neitt kynþáttahatur í Úkraínu. Sjá hér. Myndin efst er tekin í Úkraínu árið 2007 og ekkert hefur breyst.
Það rétta er að mannréttindi eru fótum troðin í Úkraínu. Landið er heltekið af spillingu og eitraðir stjórnmálamenn og hóruhúsaparadís er það sem Úkraína er mest þekkt fyrir þessa dagana. Þeir sem þroskast hafa meira til fótanna en höfuðsins og eru nú að horfa á Evrópukeppni í fótbolta hafa greinilega minnstar áhyggjur af því. Úkraínski vændisherinn, sem mun vera álíka sterkur og sá Rauði forðum daga, situr hins vegar örugglega fyrir öllum atvinnuleysingjunum frá Evrópu sem flykkst hafa til flatneskjunnar í austri og mun sjúga síðustu evrurnar úr pungi karlskaufa sem svala fótboltaþorsta sínum í Úkraínu.
Í borginni Lviv (sem einnig hefur kallast Lemberg), hefur í nokkur ár verið rekinn veitingastaður sem ber nafnið Hjá Gyllta Rósinni". Gyllta Rósin var nafn á frægu samkunduhúsi gyðinga í Lviv sem var rústað í Síðara stríði. Í dag er boðið upp á gyðinglega menningu" í þessu veitingahúsi, þar sem menn eiga að prútta um verðið og haga sér eins og gyðingar. Gestirnir geta fengið hatta með áföstum peyot, (bænakrullum heittrúaðra gyðinga), til að komast í rétta fílinginn. Fyrst tóku Úkraínumenn virkan þátt í fjöldamorðum á gyðingum en í dag þéna og dansa þeir á minningu fórnarlambanna. Og svo eru þeir greinilegar hreyknir af smekkleysu sinni. Sjá hér
Til að halda upp á Evrópumeistaramótið tóku einhver illmenni þessa auma lands sig til um daginn og eyðulögðu minnismerki um 17.500 gyðinga sem myrtir voru í borginni Rivne. Stuðningsmenn knattspyrnuliðsins Karpaty Lviv eru væntanlega slegnir minnisleysi nú . En fyrir nokkrum árum veifuðu þeir nasistafána. Landsliðsþjálfari Úkraínu man greinilega ekki að hann tjáði sig á rasískan hátt um þeldökka leikmenn. Ekki eru nema sex ár síðan að hann lét hafa eftir sér þennan ósóma:
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Helförin, Íþróttir, Mannréttindi | Breytt 14.6.2012 kl. 16:03 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 1352296
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 53
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Ég sá í kvöld heimilda mynd fra PANORAMA með Chris Rogers í sænska sjónvarpinu, um kynþáttahatur og nasisma á meðal fótboltaáhangenda í Póllandi og Úkraínu. Nasistadýrkunin er algjör og gyðingum er kennt um allt - alveg eins og í Passíusálmunum .
Enginn hefur og enginn virðist vilja læra af mistökunum sem gerð hafa verið í Evrópu.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 12.6.2012 kl. 21:05
Í norska Morgunblaðinu var grein um antisemitisma og fótbolta í tilefni Panorama þáttarins. Þar kom fram að það eru fleiri lið sem þurfa að hlusta á antisemitiska söngva á meðan þeir spila. Til dæmis Tottenham í Englandi og Ajax í Hollandi.
Grímur (IP-tala skráð) 13.6.2012 kl. 10:25
Ég sé það, nafni, að þú, eins og svo margir aðrir, þar á meðal nasistar, talar um gyðingahatur sem „kynþáttahatur“, en það felur í sér að menn ímynda sér að það hvíta fólk, sem aðhyllist gyðingdóm sé af öðrum „kynþætti“ en annað hvítt fólk. Ótrúlega margir telja að hægt sé að telja þennan trúflokk sambærilegan við t.d. Ástralíu- frumbyggja eða Andaman- eyarskeggja sem annan „kynþátt“. Þessi fáránlega þráhyggja upprunnin í höfði þýskra mennta- og háskólamanna á 19. öld gengur aftur hvarvetna enn í dag. Allir geta hætt að vera múslímar, búddistar eða gyðingar og fjölmargir hafa gert það í aldanna rás. Til dæmis snerist meginhluti spænskra gyðinga til kristni vegna aðgerða rannsóknarréttarins og hvarf síðan sporlaust inn í spænsku þjóðina. Aðeins lítill minnihluti, sem hélt fast við gyðingdóm flúði land. Enginn getur hætt að vera búskmaður eða dverg- svertingi. Sá munur er líffræðilegur, ekki trúarlegur, en þessi nasista- þráhyggja að gyðingar séu „kynþáttur“ er ótrúlega lífseig.
Vilhjálmur Eyþórsson, 13.6.2012 kl. 16:35
Æi, ég nenni varla að hafa svona bloggvin eins og þig, Vilhjálmur Eyþórsson. Ertu ekki bara rasisti?
Bíólógískt kynþáttahatur á gyðingum, hatur á þeim sem kynþætti blómstraði vissulega upp á 19. öld, en hann var einnig til fyrr. Trú var ekki eina ástæðan til þess að menn hötuðu gyðinga. Útlit þeirra, kyneinkenni og stereotýpur voru teknar til í hatursáróðrinum á miðöldum, alveg eins og hjá nasistum og kommúnistum á 20. öld. Í hatri gegn gyðingum á 17. öld í Hollandi var ástæðan ekki trú gyðinga. Þeir nutu trúfrelsis í hluta Niðurlanda. Sjá t.d. hér. Hatrið beindist þá að gyðingum fyrir meint völd þeirra og yfirburði í viðskiptum, sem þeir höfðu reyndar verið neyddir til að sinna, þar sem gildakerfi miðalda bannaði gyðingum í Evrópu að sinna flestum störfum sem gildin höfðu einkarétt á.
Þú veist afar lítið um þessa sögu og virðist vera drifinn áfram af hatri.
Gyðingahatur er í dag fyrst og fremst kynþáttahatur, því blessuð kirkjan er að mestu hætt að predíka gyðingahatur sitt, nema kannski á Íslandi þar sem men drekka í sig Passíusálmana með blessun kirkjunnar, og kannski líka í austurkirkjunni þar sem menn hafa greinilega mikla þörf fyrir að hatast út í gyðinga.
Sá ósómi sem þú sérð í A-Evrópu er ekkert annað en rasismi, hjá illa menntuðu fólki, sem sumt ólst upp undir hæl sovétsins sem líka ól á kynþáttahatri. Nýja kynslóðin hyllir nú nasistana vegna þess að þeir börðust við kerfið sem hélt þjóðinni niðri í svaðinu í áratugi. Þetta fólk á bágt, en það er engin afsökun fyrir því að þeir baði sig í óhuggnarlegu hatri gegn þjóð og trú þjóðarinnar, sem sumir forfeður þessa fólks í Úkraínu og Póllandi tóku þátt í að útrýma.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 14.6.2012 kl. 06:04
Grímur, satt er það. Þegar ég fór snemma í vor með son minn Ruben sem er 9 ára og tvo skólafélaga hans á leik Brøndby gegn Odense, sá ég að verstu Brøndby-bullurnar, sem höfðu ákveðinn stað á áhorfendapöllunum, heilsuðu á ákveðinn hátt sem minnti mig óneitanlega á nasistakveðu blandaða saman við sósíalistakveðju,því sumri voru með krepptan hnefann (eins og Breivik) meðan aðrir voru alveg eins og nasistar, og mér heyrðist aumingja fólkið gelta "Brøndby til vi dør". Brøndby bullur eru svo vitlausar, að ég efa að þær vissu hvað gyðingur er.
Dæmið um Ajax er flóknara. Upphaflega var Ajax, þegar faðir minn var að alast upp í Norður-Amsterdam (Amsterdam-Noord), og bjó rétt hjá þáverandi heimavelli Ajax, klúbbur þar sem stór hluti leikmanna höfðu verið gyðingar að trú eða af gyðingaættum, sem fluttst höfðu frá fátækrahverfum inni í miðborg Amsterdam. Gyðingastimpillinn hefur loðað við og sumir stuðningsmenn Ajax bera með sér ísraelskan fána á leiki, meðan andstæðingarnir hrópa "Ajax er gyðingalið", eða "Við ætlum að veiða gyðinga", og þeir segjast ekki meina neitt með þessu... en 91% allra gyðinga í Hollandi voru myrtar.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 14.6.2012 kl. 06:50
Lesið:
http://www.timesofisrael.com/avram-grant-escorts-england-players-visiting-auschwitz-ahead-of-euro-2012/
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 14.6.2012 kl. 08:14
Það er ljóst, nafni, að þú ert á sömu skoðun og sumir ónefndir, nefnilega að fólk sem aðhyllist gyðingdóm sé einhvers konar „kynþáttur“ eins og t.d. dverg- svertingjar. Þeir eru flökkuþjóð sem hefur að miklu leyti gifst innbyrðis og hefur vissulega tiltekin „þjóðareinkenni“. Mjög erfitt er að festa hendur á slíkum „þjóðareinkennum“, en þau eru vissulega til. T.d. efast enginn um að t.d. Finnar hafi önnur þjóðareinkenni en Ítalir. Þó er ómögulegt að fullyrða hvort einhver tiltekinn einstaklingur sé Finni eða Ítali, enda af sama kynþætti.
En að halda því fram, að t.d Kirk Douglas, (sem er mjög sanntrúaður gyðingur og hefur leikið víking í frægri mynd ásamt öðrum gyðingi, Tony Curtis) sé af einhverjum öðrum „kynþætti“ en annað hvítt fólk er furðulegt og fráleitt. Sama gildir (þótt aðeins sé rætt um bandaríska leikara) um t.d. Judy Garland, Barböru Streisand, Goldie Hawn o. fl. o.fl. Menn geta auðveldlega hætt að vera gyðingar. Engin getur hætt að vera Ástralíu- frumbyggi. Þar er munurinn víraður inn í sjálfa líkamsvefina.
Vilhjálmur Eyþórsson, 14.6.2012 kl. 12:09
Vilhjálmur Eyþórsson, þetta fer út fyrir allan þjófabálk hjá þér.
Judy Garland var aldrei gyðingur, og ég held að Goldie geti víst ekki flokkast sem gyðingur trúarlega, frekar en t.d. Poul Newman, þar sem ljóst litarhaft þeirra var ekki úr gyðinglegri ætt þeirra. Það er aðeins í huganum á þér. að gyðingar þurfi að vera dökkir á brún og brá.
Á miðöldum voru gyðingar í Portúgal auðeygðir, þar sem þeir voru yfirleytt ljósari á hár og húð en Portúgalar. Í Úkraínu og Ungverjalandi voru þeir oft kallaðir hinir Rauðhærðu. Kirk Douglas sem er af úkraínskum og litháískum gyðingaættum lítur út eins og margir gyðingar á þeim slóðum og svo var hann víst rauðhærður en ekki ljóshærður eins og þú heldur. Háraliturinn er ekki nauðsynlega vegna þess að kósakki nauðgaði ömmu hans, þó maður útiloki ekki neitt. Hann hét fyrir nafnbreytingu í andgyðinglegu þjóðfélagi Bandaríkjanna, Issur Danielovitch Demsky og fæddist í New York fyrir nær 96 árum. En hjá Hitler hefði það ekki breytt neinu. Börn sem voru ljóshærð og bláeygð, sem Issur er reyndar ekki, enduðu sína daga í Auschwitz, Sobibor og Treblinka vegna gyðingahaturs. Forfeður þeirra voru myrtir á götum Evrópu í aldaraðir - og nú situr karlfauskur á Íslandi og segir að menn geti "auðveldlega hætt að vera gyðingar en ekki Ástralíu-frumbyggjar".
Þú ert meiri rugludallur Vilhjálmur Eyþórsson en ég hélt, og minnir mig dálítið á manninn sem vildi kæra Ísfólkið í Þýskalandi forðum, enda þið af sama ættgarði . Þú gengur með stereótýpu um gyðinga í höfðinu og getur greinilega ekki komið því inn hjá þér að gyðingar geti verið ljóshærðir, án þess að vera nauðblandaðir. Sumir einstaklingar á Skagaströnd geta líkst Ítölum, þó ekki sé dropi af ítalablóði í æðum þeirra. Þú verður greinilega að læra dálítið um fenó- og genótýpur og láta af líffræði 3. Ríkisins. Það er löngu hætt að kenna hana en það ríkir samt enn gyðingahatur, því ólæsi er víða ríkjandi í heiminum.
Lestu svo þetta um kvikmyndahetjuna okkar hann Kirk. Stúlkan sem hann var skotinn í, Ann Brown, vildi ekki fara á lokadansleikinn með Issur. Hún upplýsti ástæðuna sem þetta: “Because you're a Jew and your father's a ragman!” Sweet little Ann flokkaði gyðinga eins og Hitler, eða faðir hennar fyrir hana. Alveg sama hvort Issy kallin var sætur og blond!
Skilur þú nú, nafni. Nöfn og jafnvel útlit breyta engu. Rautt og ljóst hár bjargaði ekki öllum gyðingum í síðara stríði. Kirk Douglas er og hefur valið að vera stoltur gyðingur, og ég er viss um að DNA-ið úr honum er alveg eins einsleitt og í slöngukrullugyðingi frá svörtustu Rúmeníu.
Næsta bók mín fjallar um rauðhærðan og bláeygan gyðing frá Varsjá, doktor í sagnfræði, sem kom til Danmerkur árið 1939 til að læra dönsku. Danir (ekki Þjóðverjar) hentu honum út 1941 og hann var myrtur í Gross Rosen í nóvember það ár. Útlit hans, sem var ekki "gyðinglegt" breytti engu um hatrið í garð hans. Einn helsti sérfræðingur Dana í Kierkegaard-heimspeki, sem var Úkraínumaður sem starfaði fyrir Þjóðverja, bjó í sama leiguhúsnæði fyrir stúdenta og sagnfræðingurinn. Kierkegaard-heimspekingurinn vildi ekki vera í sama herbergi þegar menn hittust á herbergjum, vegna þess eins að Pólverjinn var gyðingur.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 14.6.2012 kl. 16:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.