Leita í fréttum mbl.is

Athyglisverđ grein í Ţjóđmálum

Gúttó
 

Prófessor Hannes Hólmsteinn Gissurarson er međ mjög athyglisverđa grein í nýjasta númerinu af Ţjóđmálum, sem nú er komiđ út.

Greinina kallar Hannes Gyđingastjarnan og Hakakrossinn; Örlög tveggja útlendinga á Íslandi.

Greinin fjallar um Henný Goldstein Ottósson og fjölskyldu hennar og nasistann og DDR-kommúnistann Bruno Kress og hvernig leiđir ţeirra skárust fyrir og eftir stríđ. 

Greinin er mjög góđ ţví hún vekur á einfaldan og sanngjarnan hátt athygli á hve ólík örlög manna voru í Síđara stríđi. Ţetta er mjög góđ greining á ţví hvernig menn í Ţýskalöndunum tveimur, og í ţessu tilfelli í DDR, gátu endurskapađ líf sitt, breitt yfir syndirnar og látiđ sem ekkert vćri. Önnur kynslóđ, börn nasistanna voru stundum ekkert betri í yfirbreiđslunni.

Ég veit ađ greinin var bođin Skírni til birtingar og furđa ég mig á ţví ađ hún hafi ekki veriđ birt ţar. Ég hlakka til ađ sjá skýringu ritstjóra Skírnis á ţví ađ grein Hannesar var ekki tekin til birtingar. Eitthvađ hlýtur ţar ađ liggja ađ baki.

Mćli ég međ ţví, ađ menn nái sér í númer af Ţjóđmálum og lesi greinina um Kress og Goldstein.

Ég man vel eftir Henný Ottósson er hún vann lengi hjá Innheimtudeild Sjónvarpsins. Ég var fyrir löngu sumarsendill hjá RÚV á Skúlagötunni, en Henný vann ţá inni á Laugvegi og ţurfti ég oft ađ ná í eitthvađ eđa fara međ til hennar. Afi minn ţekkti einnig heiđursmanninn Hendrik Ottósson.

Myndin efst er frá fyrstu guđsţjónustu gyđinga á Íslandi áriđ 1940, sem ég skrifađi um er ljósmynd Sigurđar Guđmundssonar ljósmyndara var afhent Ţjóđminjasafni á síđasta tug 20. aldar. Henný er ekki međ á myndinni en ţar má sjá bróđur hennar Harry, mann hennar og móđur. Henný átti veg og vanda ađ ţví ađ undirbúa athöfnina međ manni sínum Hendriki Ottóssyni.

Myndin hér fyrir neđan sýnir "afrek" SS-Ahnenerbe. Myndin er frá Natzweiler fangabúđunum, ţar sem bróđir Hennýar, Siegbert Rosenthal, var myrtur af einum af stofnendum Ahnenerbe, stofnunar sem Bruno Kress vann fyrir, vegna "mannfrćđirannsókna" á "óćđra" fólki. Sjá hér

image037

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ég sendi Halldóri Guđmundssyni ritstjóra Skírnis eftirfarandi erindi:

Sćll Halldór,

í gćr birti ég blogg, http://www.postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1228963/, ţar sem ég segi frá nýrri grein eftir Hannes Hólmstein Gissurarson, sem nú er komin út í Ţjóđmálum. Ég sá ţessa grein fyrst fyrir meira en ári síđan og skildist ţá á Hannesi ađ hann ćtlađi sér ađ senda hana Skírni til birtingar. Ţađ mun hann og hafa gert en fengiđ synjun.

Mér leikur forvitni á ađ vita, af hverju ritstjóri Skírnis taldi greinina óhćfa til birtingar í tímaritinu. Hvađ er ţađ í greininni, sem veldur ţví, ađ ekki var hćgt ađ birta hana í Skírni?

bestu kveđjur,

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 16.3.2012 kl. 07:17

2 Smámynd: Óskar Sigurđsson

Sćll Vilhjálmur.. Góđur.

Óskar Sigurđsson, 16.3.2012 kl. 09:28

3 Smámynd: Ţorsteinn Siglaugsson

Ćtli ástćđan sé ekki sú ađ ţeir ţora ekki ađ hvekkja dóttur mannvinarins, mannvininn Helgu Kress.

Ţorsteinn Siglaugsson, 16.3.2012 kl. 15:13

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ţorsteinn, afsakađu biđina. Helga Kress er ekki nefnd á nafn í greininni. Helga Kress ćtti varla ađ vera ástćđan fyrir ţví ađ ţeir sagnfrćđingar sem Halldór Guđmundssón ritstjóri Skírnis kallađi til til ađ dćma grein Hannesar, höfnuđu henni. Halldór vill reyndar ekki gefa nöfn sagnfrćđinganna upp eđa dóm ţeirra.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 22.3.2012 kl. 12:26

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband