19.8.2011 | 07:32
Hinn bitri sannleikur um sykurinn
Hlustið á erindi barnalæknisins Robert H. Lustig (sem einnig er hægt að sjá hér), sérstaklega ef þið trúið því enn að þarmaskolun og stólpípur Jónínu á Krossinum séu allra meina bót eða eruð enn á Atkins kúrnum, sem er ágætur fyrir fólk sem stundar sjálfsblekkingu og sjálfsmeðaumkvun. Kolvetnisrík fæða er ekki óholl ef kolvetnið er náttúrulegt og fæðan inniheldur trefjar. Það er hins vegar vissar unnar sykurtegundir sem eru aðal skúrkurinn.
Styðjum íslenskan iðnað, en bara ekki gosdrykkja- og sykurríka framleiðslu, eða fyrirtæki sem selja svokallað heilsufæði, sem oft er fullt af hættulegri fitu, sykurefnum og öðru ólyfjan (t.d. hnetusmjör án innihaldslýsingar sem flutt er inn af einni heilsumadömmunni á Íslandi). Slíkur iðnaður drepur nefnilega á endanum fleiri Íslendinga en 10 álver. Það er auðvitað eitthvað mikið að í landi þar sem framleiðendur sushis taka upp á þeim dómadags ósóma að setja rjómaost í maki-rúllur og þar sem fólk skolar slíkum afbökunum á annars heilsusamlegu fæði niður með ógrynninu öllu af Coka Cola.
Kannski verður ekki mikið eftir að borða miðað við úrvali í íslenskum verslunum, ef menn ætla að forðast hættulegan sykur, en það er vel hægt að narta í epli, borða harðfisk, rófur og kál - nema að tennurnar séu orðnar rotnar af öllum sykrinum.
Ef yfirvöld lækkuðu toll matvöru og hráefni á matvöru sem innihéldu engan frúktósa, og þeirrar matvöru sem innihéldi ríkulegt magn trefja, myndu fituvandamálið hverfa að einhverju leiti. Það er auðvitað erfitt að lifa í landi þar sem sömu tollar eru settir á ávexti og grænmeti og á morðsykurinn í alls kyns söfum sem eru stundum jafnhættulegir og kókið og appelsínið. Ef þið gefið börnunum ykkar páskaegg, íslenskt súkkulaði (sem ógeðslega lélegt og hættulegt gervisúkkulaði og er mest súkkulaðifita), eða bara jógúrt sem er yfirfullt að hættulegum sykri, eruð þið hægt og bítandi að gera þau að sjúklingum.
Þeir sem dæla sykri í mat, sér í lagi iðnaðarframleiddann frúktósa, eru nefnilega að myrða fólk. Hættið að drekka gos og djús, eða borða morgunkorn sem eru full þessu eitri, þó það komi sjaldnast greinilega fram á umbúðunum.
Það er sér í lagi frúktósi sem er aðalskúrkurinn. Íslendingar hafa lengi notað fæðu sem inniheldur mikinn fruktósa sem huggunarefni í skammdeginu, ef þeir hafa ekki verið á enn sterkara eitri til að slá á deyfðina eða þunglyndið. Allir megrunarkúrar hafa bara ekki virkað, því aðalskúrkurinn, sykur, var notaður til að hugga sig, þegar reynt var að skera á fituna. Inntaka D vítamíns, magnesíums og kalks minnkar strax þessa sykurþörf. Byrjið strax í dag, auðvitað með nægri líkamlegri hreyfingu. En hugafarsbreyting er hins vegar best. Hættið að drekka gos og sykurríka fæðu í dag og látið börnin drekka vatn og hættið að kaupa endalausar dollur af "jógúrt"drullu og ís og þið munuð finna muninn eftir viku.
Jæja, nú verð ég að fara að hlaupa aka í ræktina.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Utanríkismál/alþjóðamál, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 07:50 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Trumpur Eyjajarl
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 10
- Sl. sólarhring: 29
- Sl. viku: 237
- Frá upphafi: 1353057
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 180
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Bíddu nú hægur, eru einhverjir enn svo vitlausir að trúa því að þarmaskolun Jónínu Ben sé eitthvað vitrænt.. ha?
Hvað með blessanir frá Gunnari Á krossinum, eru virkilega einhverjir í því í dag?
Ef svo er þá hljóta það að vera vanvitar og yfirvöld verða að grýpa inn í svo þau skötuhjú féfletti nú ekki þetta vesalings fólk meira en komið er
DoctorE (IP-tala skráð) 19.8.2011 kl. 08:39
DoktorE þú ert greinilega í sykursjokki? Of mikið Cherioos í morgun? Nema að þú sért búsettur í Tælandi.
Nú fjallaði þessi færsla mín minnst um sugarbeibið hans Gunnars, hana Jónínu, (þótt hún hafi verið nefnd vegna þess að hún er ein af þeim sem er annt um heilsufar Íslendinga) En þú komst því ekki lengra en í fyrst málsgrein. Kannski áttu erfitt með að halda þig við efnið vegna sykursýki2?
Heimurinn ferst ekki þótt einhverjir sæki á Krossinn og Jónína smali nokkrum auðtrúa sálum til Póllands til að hreinsa úr þeim ímyndaðan gamlan skít.
Hvað finnst þér svo um Dr. Lustig? Heldur þú að þetta sé rétt hjá honum. Kannski vill Jónína kommentera líka?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.8.2011 kl. 09:19
Takk fyrir þetta!
Carlos (IP-tala skráð) 19.8.2011 kl. 14:30
Takk fyrir þetta ...deildi þessu á Facebook hjá mér... kveðja Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 20.8.2011 kl. 01:02
Þakka sömuleiðis. Ég ætla að reyna að fylgja þessum reglum sem Dr. Lustig er að benda á, án þess þó að hann sé að slá sjálfan sig til gúrús. En það er erfitt. "Hryðjuverk" bandarísk matvælaiðnaðar hefur leikið Íslendinga og aðra grátt.
Sykur er nefnilega eiturlyf og svo þægilegt að taka í alls kyns formi, ef eitthvað bjátar á, jafnvel þegar maður er bara örlítið svangur.
Ég mæli með hafragraut eða hafragrjónum á morgnanna og öðru hvoru Weetabix, ef það fæst í verslunum á Íslandi, eða Huski.
"Weetabix á morgnanna og Husk á kvöldin". Næg hreyfing og gulrætur í stað gotts. Í raun allt mjög auðvelt. En það eru pusherar á hverju götuhorni og stundum alveg við kassann í versluninni.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.8.2011 kl. 07:27
Það er erfitt að æsa sig upp í að hafa skoðurn á þessum þarmaskolunum hennar Jónínu. Það má fá fólk til að trúa á allan fja****n og þarmaskolun er sýnu skárri en trúin á ESB-aðild, því hún leiðir hörmungar yfir blásaklaust fólk.
Ragnhildur Kolka, 20.8.2011 kl. 19:43
Málið er bara að gottið er svo gott en hollur matur svo vondur. Annars hef ég ekki hundsvit á mat og borða helst aldrei neitt.
Sigurður Þór Guðjónsson, 21.8.2011 kl. 15:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.