Leita í fréttum mbl.is

Fyrirgefning syndanna

Dulúđ
 

Nýveriđ móđgađist ég illilega fyrir hönd Bobs frćnda, ţegar Óttar Felix Hauksson setti fram nýja kenningu um nafn fćđingarbćjar meistara Bobs. Bćrinn sá heitir heitir Duluth og fyrirfinnst einhvers stađar í Minnesota. Ég gerđi líklegast heldur of mikiđ mál úr ţeirri skyndiskýringu Óttars, ađ Duluth ţýddi ţađ sama og dulúđ á íslensku. Ég býst fastlega viđ ađ Bob hefđi ekkert haft neitt á móti skemmtilegri hugslettu Óttars, ţví hann skapađi jafnan mikla dulúđ um ćsku sína og var lítiđ gefinn fyrir ađ segjast vera frá ţessu krummaskuđi eđa og ţađan af síđur holunni Hibbings, ţar sem hann ólst líka upp, langt á undan sinni samtíđ.

Óttar Felix, sem er drengur góđur og mikill Bobisti, eins og margir á okkar skeiđi, hefur sent mér afsökunarbeiđni út af ţessu í dag ţegar hann rak augun skrif mín. Aldrei skal óvarlega fariđ međ stađreyndir um Bob. Ég birti vitaskuld afsökunarbeiđnina, en ég er ekki rétti mađurinn til ađ gefa fyrirgefningu syndanna. Ég sendi ţví strax ţýđingu á afökunarbeiđni Óttars Felix til meistara Dylans. Dr. Bob svarađi stutt og ţurrt: „Will, I forgive Felix the cat". Meira var ţađ ekki. Mađurinn er afar fámćltur og sérlega hnitmiđađur eins og alkunna er, enda gćti hann ekki annars svarađ öllum tölvupósti sem hann fćr frá Peter, Poul and mér.

Ég vona ađ Dylan-konsertinn hafi gengiđ vel í Hörpu. Hér er svo pardonnement Óttars, sem var nú alger óţarfi. En menn taka vissulega meistarann alvarlega!:

Afsökunarbeiđni

Í útvarpsviđtali 6. apríl hélt ég ţví fram ađ fćđingarbćr Bob Dylan, Duluth, bćri sama heiti og alíslenska nafnorđiđ ´dulúđ´. Ţó ađ mér hafi ţótt ţetta skemmtileg tilgáta út frá samanburđarmálfrćđi og raunar trúađ vitleysunni sjálfur ţá er ţetta tómt rugl og stađleysa og hrein ,,fabúlering" og mér til minnkunar ađ trúa slíku á ófullnćgjandi forsendum. Dr. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson fornleifafrćđingur bendir á ţetta í bloggi sínu frá 7. apríl sem ég var ađ rekast á. Ţar leiđir hann jafnframt sannleikann í ljós, (ég hefđi betur flett upp Duluth á Wikipediu). Frakkinn Daniel Greysolon, Sieur du Lhut (ca. 1639 - 25 febrúar 1710) var fyrstur Evrópubúa til ađ kanna svćđiđ og ber bćrinn nafn hans. Mér til varnar, sem er ţó langt í frá réttlćtanleg, ţá hefur ţessu franska nafni ´du Lhut´ veriđ snúiđ í hiđ germanska ´Duluth´ og út frá ţví hafa illa grundađar hugmyndir mínar hafiđ sig á flug. En ég á mér enga raunverulega afsökun. Ég verđ ađ biđjast hennar. Ég biđst afsökunar. Lögmál gagnrýnnar hugsunar er, ađ ţađ sé rangt ađ trúa einhverju á ófullnćgjandi forsendum. Ég var ekki búinn ađ leggja á mig neina rannsóknarvinnu, ekki nokkurn skapađan hlut, bara bullađi. Ég er ţakklátur Villa fyrir ađ benda mér og öđrum sem vilja hafa ţađ sem sannara reynist á hiđ rétta í málinu.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jón Steinar Ragnarsson, 30.5.2011 kl. 22:56

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Ţađ er óţarfi ađ gera lítiđ úr ţeirri ágćtu borg Duluth viđ Superior-vatn.  Ađ vísu ráđlegg ég engum ađ fara ţangađ nema um hásumar. 

Hibbings hins vegar er réttilega algert krummaskuđ... en ţar tók ég ţessar myndir af húsi Zimmerman fjölskyldunnar ţar sem nafni minn ólst upp ţangađ til hann fór í high-school í Duluth.   http://public.fotki.com/Robert-Bjornsson/pictures_from_america/minnesota/dylans_house_in_hibbing/

Róbert Björnsson, 31.5.2011 kl. 16:35

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband