Leita í fréttum mbl.is

Kalda stríđiđ í Danmörku

Spćjarar

Eru ţetta danskir KGB njósnarar? Eđa bara heitfengir Kratar?

Nú liggja tveir einstaklingar, blađamađur á danska dagblađinu Politiken og prófessor viđ háskólann í Ođinsvéum (Syddansk Universitet) undir grun um ađ hafa birt upplýsingar um ađra einstaklinga, sem ţeir hafa fengiđ ađgang ađ í skjalasafni Dönsku Leynilögreglunnar (Politiets Efterretningstjeneste, sem oftast er kölluđ PET). Blađamađurinn og sagnfrćđingurinn Hans Davidsen Nielsen og prófessorinn Bent Jensen hafa báđir fengiđ ađgang ađ gögnum frá Kaldastríđsárunum, sem aflétt hafđi veriđ leynd á. En nú viđra yfirmenn PET möguleikann á ţví ađ lögsćkja ţessa góđu menn, sem ég ţekki báđa lítillega, vegna ţess ađ haldiđ er fram ađ ţeir hafi birt nöfn einstaklinga og upplýsingar - sem ekki mátti birta.

Hćgan, hćgan. Ţađ er eitthvađ sem ekki passar alveg hér. Fyrst eru heimildir gerđar ađgengilegar og skjalasöfn opnuđ, og svo er bannađ ađ vitna í ţćr ađ fullu. Ég hef reyndar lent í sömu hringavitleysunni, ţegar ég uppgötvađi ríkisglćpi danskra yfirvalda, sem sendu flóttamenn í klćrnar á nasistum 1943-45. Alls kyns hömlur voru settar til ađ hindra vinnu mína. Mér var í raun bannađ ađ birta nöfn fórnarlambanna, en virti ţađ ađ vettugi, ţađ sem ţćr hömlur var ekki hćgt ađ rökstyđja međ lögum.

En Kalda Stríđiđ lćtur ekki ađ sér hćđa. Kitlandi spurningar um hverjir af kommunum voru njósnarar fyrir Sovét geta ekki veriđ leyndarmál endalaust. Sérstaklega ţegar búiđ er ađ veita ađgang ađ heimildunum um ţessar miklu byltingahetjur. Hvađ halda yfirvöld eiginlega; ađ sagnfrćđingar verđi rosalega glađir yfir ţví ađ fá heimildaađgang, en ađ ţeir óski ekki eftir ţví ađ miđla ţeim upplýsingum sem í heimildunum er ađ finna? Hvers konar ídjót eru ţetta í dönsku leynilöggunni?

Hans Davidsen Nielsen tekur tíđindunum um ađ PET vilji fara ađ rannsaka bók hans afar létt. Hann segist m.a. hafa birt sömu mannanöfn (njósnaranna) og prófessor Bent Jensen hefur gert. En Jensen hefur veriđ húđskammađur fyrir ađ gera ţađ og nú hefur honum meira ađ segja veriđ stefnt afblađamanninum Jřrgen Dragsdal, sem Bent Jensen segir hafa veriđ njósnara KGB í Danmörku.Hans Davidsen Nielsen hefur í nýrri bók sinni skrifađ ađ samkvćmt gögnum PET, hafi Dragsdal ţessi veriđ talinn vera “Mađur Nr. 1” í Danmörku af KGB.

Gamlir kommar og aflóga ćsingahippar ganga berserksgang ţessa dagana út af ţessu máli. Bent Jensen tekur ćsingi ţeirra međ stillingu (sjá góđa grein í Berlingske Tidende).  Hans Davidsen Nieslen segir, ađ ef hann verđi fundinn sekur um ađ hafa misnotađ heimildir, nánar tiltekiđ sömu heimildir sem Bent Jensen og sérfrćđingar á Dansk Institut for Internationale Studier (DIIS) hafa notađ og birt, ţá hlakki hann til ađ spila ţriggja manna vist viđ Bent Jensen og stjórnanda DIIS rannsóknarinnar í fangaklefanum. Kannski gćtu Lenínistarnir á myndinni hér ađ ofan fengiđ ađ spila međ.

Dönsk yfirvöld verđa ađ taka ţví ađ margir gamlir Kratar munu verđa afhjúpađir sem Rússanjósnarar í Kalda Stríđinu. En vandamáliđ í Danmörku er, ađ völd Kratanna eru óhemjuleg, einnig á stofnun eins og PET.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

Voru engir menn hlerađir ţarna úti í Baunalandi? Spurning ađ viđ Íslendingar sendum ykkur Guđna Th. til ađ afgreiđa ţađ mál. Eđa Jón Ólafsson Moskvufara til ađ slökkva á ţví?

En vođalega eru gömlu kommarnir tregir til ađ viđurkenna, ađ ţeir störfuđu fyrir Rússa. Eru ţeir farnir ađ skammast sín fyrir öreigaríkiđ í austri, ţađ sem ţeir dásömuđu sem mest áđur?

Og eru ţetta ekki sömu mennirnir, svo gott sem sem töluđu sem hćst fyrir ţví ađ danskir nasistar, erindrekar ţeirra ţýsku, yrđi rannsakađir og dćmdir?

Snorri Bergz, 7.2.2007 kl. 17:19

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband