Leita í fréttum mbl.is

Biblían er fölsuð

Fake Anbasifrun

þessi frétt gleður alla vantrúaða og ætti einnig að gleðja þá sem trúa, og jafnvel mest þá sem eru auðtrúa. Hér er ég að tala um blýbiblíuna sem heimsfjölmiðlar greindu nýlega frá og sem ég skrifaði færslu um, sem vantrúaðir sóttu í eins og flugur í mykjuskán.

Breskur sérfræðingur sem var beðinn að gefa álit sitt á grískri áletrun á "bronskápu" einnar  "blýbókarinnar", sem nú hefur verið sýnd umheiminum, hefur sýnt fram á að áletrunin er gerð af manni sem ekki kunni grísku. Maðurinn sem gert hefur bókarkápuna hefur fundið textann á grafsteini frá Madaba í Jórdaníu sem hefur verið til sýnis á Þjóðminjasafninu í Amman síðustu 50 árin.

Falsarinn hefur afritað áletrunina, sem er frá árinu 109 e.meintan Kr., og sett setninguna á bronsplötuna, án þess að vita hvað hún þýddi. Áletrunin, sem bæði er að finna á fornum legsteini á safni í Amman og nú á bronsplötu, sem á að hafa fundist með "blýbókunum", hljóðar svo: Selaman 

sem útleggst:

Heil þér Saleman, sem varst drengur góður og einstakur, vertu sæll! Abgar, einnig þekktur sem Eision, sonur Monoathosar, gerði þessa gröf frábærs sonar síns (Salemans), á þriðja ári héraðsins.

Áletrunin á bronsplötunni er út í hött og er greinilega afritun af áletrun á forngrip í Amman.

Þannig endaði sagan um Wallah Billa Anbar-bíblíuna, habibi!

Lesið meira hér: http://neveryetmelted.com/2011/04/04/lead-codices-are-fakes/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nauts, fölsuð biblía; Hverjum hefði dottið það í hug ha...
Biblían er fölsk frá a-ö, allt ein stór lygasaga, sama má segja um kóran.

Menn þurfa helst að vera vanvitar, eða haldnir sjálfselsku dauðans til að taka þessar fáránlegu skruddur trúanlegar.

doctore (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 11:05

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Rangt hjá þér doctore, biblían er nokkuð góð sagnfræðileg heimild, sem fornleifafræðin staðfestir æ oftar.  

Hvort menn trúa svo á Jesús eða aðra góða menn sér til heilsubótar, er þeirra einkamál, sem þú átt greinilega erfitt með að skilja og virða vegna einhverrar frumstæðni og gelgjulegrar tregðu.

"sjálfselska dauðans" er frekar gott heiti á því fyrirbæri sem þú dýrkar. Vona ég af skepnuskap mínum að þegar allt líf er úr þér gengið að þú í stað þess að verða ókræsileg ormaveisla, lendir í himnaríki og verðir slepjulegur engill nærri Jesús eða Múhammeð. Til vara, að þú verðir plötusnúður í hommadiskói í kjallaranum í helvíti, þar sem aðeins eru spilaðir sálmar þegar ekki er lesið upp úr uppljóstrunum Wikileaks.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.4.2011 kl. 11:27

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Viðeigandi að við hinir upplýstu setjum inn eina litla háðsglósu.

Ég var nú búinn að geta mér til um þetta í síðustu færslu þinni. Þótti það ekki mikið risk miðað við sögu slíkra stjörnufunda.Kristnin er jú í grunninn loddaraskapur og lygi, svo enginn ætti nú að missa úr slag við þessa frétt. En hún mun þó ekki koma í veg fyrir að auðtrúa vinglar gleypi við næstu stórfrétt úr heimi fornleifa í miðausturlöndum, hversu absúrd sem hún verður.

Eins og ég segi...Kaþólikkarnir hafa ekki einkaleyfi á geistlegum fölsunum, þótt þeir séu sennilega blygðunarlausastir allra. Frasiskusarforleifafæðingarnir eru efni í sitcomseríu og hafa nánast gert fræðigrein þína að svona non-diciplin í ætt við theologiuna. Fabúlufræði.  Gott að þú kemur henni til varnar.

Biblían mannar annars ekki lygi og falsanir. Bara að menn ljúgi upp á náungann einhverju, sem hann er ekki sekur um. (Já og svo að láta húsdýr annarra eiga sig eins og uxa, asna og eiginkonur)

 Þetta er ekkert bundið svokallaðri vantrú Villi. Þetta er bara spurning um heiðarleika, sanngirni og réttlætiskennd.  Hann finnur þú ekki í trúarbrögðunum. Menn verða að segja sig frá ansi mörgum altruískum  grunngildum til að vera gjaldgengir í þeim geira.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.4.2011 kl. 11:38

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég tek til baka að þú sért góður í að verja fræðin þín eftir athugasemdina til Doktorsins. Að Biblían sé góð sagnfræði eru slík öfugmæli að þú getur vart gengið lengra í fabúlunni. Að fornleifafræðin staðfesti það er einfaldlega stórbrotin lygi og það veistu.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.4.2011 kl. 11:42

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég hangi samt í þeirri von að þetta sé sagt með háðskum broddi eins og þér er svo blessunarlega lagið.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.4.2011 kl. 11:46

6 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Biblíufornleifafræði er um margt misjöfn fræðigrein. Ef menn stunda hana einvörðungu til að sanna og staðfesta það sem biblían segir, eru það að stunda fornleifafræði af þeirri gerð sem margir sagn- og íslenskufræðingar á Handritastofnum vilja frekast að íslenskir fornleifafræðingar stundi.

Fornleifafræði í Ísrael (meðal gyðinga) er fyrir utan nokkra einstaklinga ekki lengur staðfestingarfornleifafræði. Fornleifafræðin staðfestir hins vegar fjöldann allan af upplýsingum í Biblíunni. Svo einfalt er það nú.

Staðhæfing þín, Jón Steinar, um að biblían sé ómarktæk á ekki við stoð að styðjast og reyndu líka sjálfur heiðarleikann, þegar þú ert að fárast yfir forneskjunni og heiftinni í ritningunni. Þetta var skrifað fyrir löngu og allir virðast vita það nema þeir sem hártogast í bókstafstrúarlegum hanaslag.

Hins vegar væri miklu nær að fárast yfir þýðingum á gamla Testamentinu (Tanach), þar sem þær eru fyrir neðan allar hellur og valda því að þú og þínir líkir getið skemmt ykkur konunglega yfir hlutum sem eru oft þýðingarvillur.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.4.2011 kl. 11:57

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Bókstafstrú as opposed to Geðþóttatrú?

Ég veit annars ekki hvað þú átt við þegar þú talar um "fjöldan allan" af staðfestingum. Þú gætir kannski dregið til dæmi? Áttu við að einhver staðarnöfn eigi sér landfræðilega stoð eða er eitthvað meira sem fornleifafræðin hefur staðfest sem varla telst til sagnfræði. 

Bara að skrattast smá í þér Villi minn. Þegar þeir fundu Troju loksins, þá var það ekki staðfesting á því að Hómerskviður væru sagnfræði spjaldanna á milli. Það er þó væntanlega í andi staðfestingarforleifafræði eins og þú kallar það. Munar ekki stóru á hvort þú ert með Biblíuna eða Tóruna í annarri og garðskófluna í hinni. Gyðingar leika alveg sama leik þarna niðurfrá.

Hvað er það akkúrat, sem er sannleikanum samkvæmt og staðfest af fræðigreininni?  Eitt tvö dæmi væru ágæt til að byrja með.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.4.2011 kl. 12:12

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég meina kurteislega...hjálpaðumér í fáfræði minni.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.4.2011 kl. 12:13

10 identicon

Sorry Villi, þú ferð með rangt mál með það að biblían sé sagnfræðileg/söguleg heimild; Þessu er einmitt öfugt farið... þetta vita allir, prestar og þú líka Villi; Bara sjálfselska dauðans sem hindrar ykkur í að segja sannleikann um þessar hlægilegu galdrabækur.

Þeir sem eru í afneitun koma með.. þýðingarvillur og aðrar lágkúrulegar afsakanir, allt þetta rugl, svo drepast biblíuáhangendur eins og aðrir.. BANG dauður, game over, no gawd, no eternal life in luxury, bara Þetta eina líf og því sóað í fáránlegar galdrasögur fornmanna

doctore (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 13:30

11 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Harðbrjósta ertu í dag, Vilhjálmur að dæma dottore til vistar á hommadiskói, hvort sem það nú er í kjallara helvítis eða Rosenbergs. Það væri vikilega til að æra óstöðugan.

Ragnhildur Kolka, 5.4.2011 kl. 14:51

12 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ragnhildur, ég gerði það af gamaltestamentlegri sjálfselsku um leið og ég fór með galdraþulu. Greinilegt er að það virkar, því doctore er þegar kominn með tilvistarkreppu - og er viss til að fara að tína saman þær hotpants og leðurpjötlur sem hann á í skápnum í efra.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.4.2011 kl. 15:07

13 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Jón Steinar vill fá facts.

Um fall Jerúsalems á dögum Sedekía (ca. 588 f. Kr.) segir svo í Jeremía (39:1-3):

Á níunda stjórnarári Sedekía Júdakonungs, í tíunda mánuðinum, hélt Nebúkadresar, konungur í Babýlon, gegn Jerúsalem með allan her sinn og settist um hana. 2Á ellefta stjórnarári Sedekía, á níunda degi fjórða mánaðarins, var borgarmúrinn rofinn. 3Þá komu allir herforingjar konungsins í Babýlon og settust niður í miðhliðinu, þeir Nergalsareser, höfðingi yfir Sím Magír, Nebúsarsekím hirðstjóri, Nergalsareser, yfirmaður embættismanna, og aðrir herforingjar konungsins í Babýlon.

Fyrir nokkrum árum, þegar sérfræðingar voru að fara yfir texta á leirtöflum frá Babýlon, sem varðveittar eru á British Museum lásu þeir þetta (í minni þýðingu):

‘(Varðandi) 1.5 minas (0.75 kg) af gulli, eign Nabu-sharrussu-ukin, yfirgeldings, sem hann sendi með hjálp Arad-Banitu geldings í [musterinu] Esangila: Arad-Banitu hefur afhent það til Esangila. Í nærveru Bel-usat, sonar Alpaya, konungslegs lífvarðar, [og] Nadin, sonar Marduk-zer-ibni. [Á] XI mánaði, 18. degi og 10. ári ríkis Nebuchadnezzar, konungs Babýlons.’

A clay tablet

Nebúsarsekím er sama nafn og Nabu-sharrussu-ukin. Er það tilviljun að maður sem nefndur er í Jeremía, sem aukapersóna við hirð Nebúkadnesar, sé nafni manns í Babyloníuríki sem ritar leirkvittun vegna flutnings á gulli nokkrum árum áður en Nebúkadnessar settist um Jerúsalem með herjum sínum? 

Sjá: http://www.telegraph.co.uk/news/uknews/1557124/Tiny-tablet-provides-proof-for-Old-Testament.html

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.4.2011 kl. 16:01

14 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hér er nokkuð góð og hlutlaus samantekt á staðfestingum á upplýsingum í Gamla Testamentinu: http://agards-bible-timeline.com/q9_historical_proof_bible.html

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.4.2011 kl. 16:06

15 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þér er varla alvara Villi minn. Nú eða þá að þú ert kominn á level með Mofa og copy peisti hans af Answers in Genesis.com.

Bara sem dæmi, þá byrjar síðasti linkurinn þinn svona:

"We are going to consider five eras for historical proof of the Bible.  The first era, creation, was covered in the last issue."

Hlutlaus????

Jón Steinar Ragnarsson, 5.4.2011 kl. 23:47

16 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég veit nú ekki hve góð og hlutlaus grein sem byrjar svona getur verið! "Scientists will argue on both sides for and against a world wide flood, the tower of Babel and more."

Svo varðandi biblíuna sem heimild, þá verður maður til að byrja með að venja sig af því að tala um "biblíuna", enda eru þetta mismunandi bækur. Og það er mikill munur á því hvort þú ert að tala um innrásina í Kanan eða einhverja síðari tíma konunga.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 5.4.2011 kl. 23:49

17 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvernig var það annars með Exodu? Var forleifafræðin búin að grafa einhverjar staðfestingar upp um vistina í Egyptalandi og hrings´´olið um Sínaískagann?  Þeir hafa kannski fundið afsalið fyrir fyrirheitna landinu þrykkt í blý af þeim sem ekki má nefna?

Give me a break.....

Jón Steinar Ragnarsson, 5.4.2011 kl. 23:51

18 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Jón Steinar, lestu bók Oxford-fræðimannsins James Karl Hoffmeiers (2005) um Sínaí "Anicient Israel in Sinai" . Ég veit vel hve lítið hefur fundist um veru Ísraels í Egyptalandi, en þrælar fá ekki og geta ekki skilið mikið eftir sig veraldlegar leifar í stórveldum sem þeir yfirgefa. Meðal fyrstu Íslendinganna var fólk sem var blandað Sömum (Löppum). Ekki var ritað svo mikið um það og fornleifar eru af skornum skammti. Bein fyrstu Íslendinganna staðfesta hins vegar að Íslendingar hljóta að vera blandaðir Sömum.

Greinin sem ég vitnaði í gefur þrátt fyrir inngangsorð um sköpunarsöguna, Babelturn og flóð er greinin harla gott yfirlit yfir fornleifafræði sem staðfestir upplýsingar Mósebókanna.  

Biblían þín Hjalti, heitir hjá öðrum Cumash og Tanakh og jafnvel Memar Markha (Mósebækur Samarítana) sem er skrifuð á fornhebresku (með stafagerð fenginni frá Fönikíumönnum). Hér er ég eingöngu að tala um biblíu Gyðinga og Bene Yisroel. Þú ert hins vegar sem Íslendingur með lélegt þýðingarsamsull úr grísku, latínu, þýsku, dönsku og ensku. Ég samhryggist þér. 

Hvað finnst ykkur netafneiturum um kvittunina frá Babýlon. Er hún bara babýlonsk skækja?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.4.2011 kl. 06:31

19 identicon

Fastlega geri ég ráð fyrir að Hjalti viti þetta sem þú ert að þylja upp Villi því hann lærði þetta með mér í tímum hjá honum Jóni Ma. í Guðfræðideild.

En ég fatta annars ekki hvers vegna trúleysingjar ættu sérstaklega að fagna því að þetta sé fölsun. Ég varð smá spenntur þegar ég las þessar fréttir fyrst þó efinn um ektaheitin hafi verið mikil og síðan enn meiri þegar ég las mér til um þó fræðimenn sem vitnuðu um gildi bókarinnar.

Ef bókin hefði verið ekta þá hefði það að sjálfsögðu verið gott. Fleiri heimildir eru betri fyrir þá sem leita að þekkingu. Það er ekki eins og að Jesús hefði allt í einu orðið guð þó við hefðum fundið eldri heimildir um frumkristna söfnuði.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 08:01

20 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Gneisti minn, kannski er ég ekki of trúaður á hann Jesús ykkar. En ég virði trú manna á hann, sama hvort hann hefur verið til eða ekki. Boðskapurinn í sínu hreina formi, án misnotkunar er nógu andskoti fallegur.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.4.2011 kl. 09:20

21 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Vilhjálmur, ég skil ekki alveg hvað þú ert að reyna að segja. Punkturinn minn var bara sá að alhæfingar eins og "biblían er áreiðanleg heimild" eða "allt sem biblían sagði gerðist ekki" eru vafasamar þar sem bækurnar sem eru í þessu ritsafni eru mismunandi. Það er t.d. nokkuð ljóst að Jósúabók er skáldskapur á meðan þú finnur ýmislegt sagnfræðilegt í bókum sem fjalla um síðari tíma.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 6.4.2011 kl. 13:11

22 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Vilhjámur, hvaða "hreina form" er það? Inniheldur þetta hreina form þitt að guð hendi fólki í eldsofn? Inniheldur það spádóma um að heimsendir hafi verið yfirvofandi á fyrstu öld?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 6.4.2011 kl. 13:13

23 identicon

Ég er viss um það Villi minn, að guð verður rosalega ánægður með það að þú trúir því að hann sé fáviti og fjöldamorðingi með hor og slef.

Það er akkúrat það sem fólk gerir sem trúir biblíu.. það er statement um guð, að hann sé það sem ég sagði

doctore (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 15:04

24 identicon

Brennu-Njáls saga er líka góð sagnfræðileg heimild. En það þýðir samt ekki að menn hafi getað hoppað hæð sína afturábak og áfram í fullum herklæðum eða klofið menn í herðar niður með bitlausu sverði í einu höggi fyrir 1000 árum.

Páll (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband