16.1.2011 | 10:21
Dönsk yfirvöld skipa gyðingum að hylja sig
Í gær (15.1. 2011) birtist grein í danska dagblaðinu Berlingske Tidende eftir blaðamanninn og sagnfræðinginn Bent Blüdnikow um skrif mín í tímaritið Rambam, sem ég ritstýri. Rambam er ársrit sögufélags gyðinga, Selskabet for Dansk Jødisk Historie, í Danmörku og Blüdnikow er reyndar formaður þess félags. Í nýjasta árgangi ritsins eru margar merkar greinar sem fjalla um mjög mismunandi efni, allt aftur frá 18. öld fram á okkar daga.
Í inngangsorðum að Rambam 19/2010 greindi ég frá stuttum kvikmyndabút, sem nýlega var dreginn fram í dagsljósið vegna rannsóknar á aðild danska SS-mannsins Søren Kams að morðum í Danmörku og brottflutningi handsamaðra gyðinga frá Danmörku í fangabúðirnar Theresienstadt árið 1943. Dómsmálaráðherrann, sem árið 2007 var Lene Espersen, lét rannsaka aðild Kams að aðförinni gegn gyðingum í Danmörku árið 1943. Þá var fyrrgreindur kvikmyndabútur, sem aldrei hafði áður verið birtur/sýndur í Danmörku, dreginn fram í dagsljósið á Borgarskjalasafninu í Kaupmannahöfn og afhentur lögreglunni í Kaupmannahöfn sem sá um rannsókn málsins í samvinnu við saksóknara Kaupmannahafnar.
Þar sem mér þótti opinber skýrsla um rannsóknina sem birt var í lok árs 2008 mjög lítilfjörleg, bað ég strax um að fá aðgang að öllum gögnum. Mér var ítrekað neitað um það. Nú hef ég eftir öðrum leiðum fengið að sjá skýrslu lögreglumannanna sem rannsökuðu málið. Einn þeirra sýndi mér hana sjálfur á eigin ábyrgð, þar sem honum er einnig annt um að allur sannleikurinn komi fram í máli Kams.
Rannsóknarlögreglan í Danmörku fékk upphaflega stafrænt afrit af kvikmyndabútnum, en notuðu það ekki til ályktunar við rannsókn sína, sem verður að teljast ófullnægjandi rannsóknarferli. Furðu sætir einnig að skýrsla þeirra var greinilega stytt verulega af saksóknaranum í Kaupmannahöfn eða réttara sagt mjög ósamvinnuþíðum aðstoðarmanni hans Bo Bjerregaard. Simon Wiesenthal Center i Jerúsalem, sem beðið hafði um rannsóknina ásamt gyðingasöfnuðinum í Kaupmannahöfn, fékk því mjög yfirborðskennda niðurstöðu, (sem send var ódagsett sem viðhengi við tölvubréf dags. 6.11.2008), þar sem því var slegið föstu, að ekki hefði fundist afgerandi tengsl á milli þess sem er vitað um gerðir Kams og aðfararinnar gegn gyðingum í Danmörku árið 1943. Kvikmyndin frá Horserød var hins vegar alls ekki nefnd í skýrslu danskra yfirvalda.
Þegar ég heyrði um kvikmyndabútinn af Ríkisskjalasafninu í Danmörku í fyrra fyrir hreina tilviljun, keypti ég myndina dýrum dómum til að birta myndir úr þessari áður óþekktu kvikmynd, sem danskur nasisti í þjónustu Þjóðverja, Poul Hennig, tók í október 1943. Poul Hennig hafði ásamt öðrum rænt lista yfir meðlimi gyðingasafnaðarins í Kaupmannahöfn í ágúst 1943. Þann lista notuðu Þjóðverjar til að smala saman þeim gyðingum sem ekki hafði tekist að flýja til Svíþjóðar. Hennig sagði við réttarhöld yfir honum eftir stríð, að Søren Kam hafi verið með honum við ránið á listanum á skrifstofu formanns gyðingasafnaðarins safnaðarins. Søren Kam, er enn á lífi í Þýskalandi, verndaður af ESB-ríkinu Þýskalandi.
Við vildum auðvitað birta þessa merkilegu, áður óþekktu heimild í Rambam. En það máttum við ekki gera á eðlilegan hátt, þ.e. velja ákveðin myndskeið og birta myndir af þeim eins og þau eru. Nei, ég varð samkvæmt fyrirmælum Ríkisskjalasafnsins í Kaupmannahöfn að hylja andlit gyðinganna sem sáust á kvikmyndinni á einn eða annan hátt.
Útkoman var eins og þið sjáið. Í riti um sögu danskra gyðinga, þar sem yfirvöld fyrirskipa að hylja þurfi andlit gyðinga, birtum við t.d. mynd af schechter (kosher)-slátrara í Kaupmannahöfn, þar sem hann var viðstaddur trúarathöfn, eftir að hann var kominn heim heilu og höldnu frá fangabúðunum í Theresienstadt. Ef við hefðum birt mynd af honum frá fangabúðunum í Horserød árið 1943, hefðum við þurft að fylgja reglum Ríkisskjalasafnsins og hylja andlit hans. Hann mátti ekki þekkjast.
Rabinowitch slátrari ásamt konu sinni í Horserød 1943, eins og dönsk yfirvöld vilja að við sjáum þau árið 2011. Hér fyrir neðan er hann í samkunduhúsinu í Læderstræde í júni 1945, á mynd sem birtist í Rambam 2010.
Þrátt fyrir þetta furðulega bann, tók ég mér það bessaleyfi að gleyma að hylja ásjónu SS-manns sem stendur í dyrum eins skálans í Horserød. Í skýrslu rannsóknarlögreglunnar í Kaupmannahöfn kemur ekkert fram sem bendir til þess að rannsakað hafi verið hvaða SS-maður stóð í dyragættinni í Horserød og vinkaði vingjarnlega til ljósmyndarans, Paul Hennig, sem rændi lista þeim sem gerði Þjóðverjum kleift að smala saman gyðingum. Sú spurning hefur vaknað, hvort það sé ef til vill Søren Kam sem sést á myndinni. En það rannsökuðu dönsku yfirvöld sem sagt ekki og Lene Espersen gaf þess vegna, án þess að vita það, ekki rétta mynd af því efni sem tengir mál Søren Kams við atburðarásina við aðförina að gyðingum árið 1943.
Þar sem Ríkisskjalasafnið fyrirskipaði að kvikmyndin sem ég keypti yrði að vera stafrænt afrit af öðru miklu betra afriti af myndinni sem gert var í Hollandi fyrir nokkrum árum, þá eru gæði myndarinnar mjög léleg. Rannsókn á frummyndinni gæti væntanlega leitt í ljós hvaða maður stendur og vinkar til Paul Hennigs. Farið verður fram á rannsókn kvikmyndarinnar með tilliti til þess.
Fleira merkilegt birtist í nýjum Rambam Til dæmis birtum við í fyrsta sinn mynd af gyðingastjörnu (sjá ofar), sem danskir nasistar límdu á hús gyðinga í Kaupmannahöfn í byrjun árs 1942. Þetta er stjarna af nákvæmlega sömu gerð og sú stjarna sem Reinhard Heydrich leiddi í lög þ. 19. september 1941, og sem var sett á föt gyðinga í Þýskalandi, Frakklandi, Belgíu og Hollandi árið 1942. Stjörnurnar í Kaupmannahöfn voru úr pappír, en stjörnur sem saumaðar voru á föt voru eins og kunnugt er ekki leiddar í lög í Danmörku, líklega vegna þess að Danir voru svo samvinnuþýðir við hernámsliðið og útveguðu morðsveitum þeirra mat - og græddu meira segja á því margir hverjir. Það hafa menn í bakspeglinum kallað Samarbejdspolitik, en aðrir kalla þetta meira neikvæðu orði: kollaboration, sem er orð sem oftast er notað um samvinnu við óvininn og svik við þjóðina. Margir Danir telja sig þó ekki hafa svikið eitt eða neitt, og sjá ekki hvernig samstarf þeirra við þriðja ríkið efldi níðingsverk nasista annars staðar. Sama fólk telur oft því allt til foráttu að danskir hermenn starfi við friðargæslu í Afganistan og Írak og líkja því ósmekklega við hersetu nasista í Danmörku.
Í grein minni í Rambam 19/2010 (sem lesa má hér), segi ég frá því hvernig Kristján 10. og gyðingarnir í Danmörku voru misnotaðir í dönskum áróðri á stríðsárunum og síðar. Ég greini m.a. frá heimild, sem nýlega hefur birst í mikilli bók um Kristján 10. Þar kemur fram að að Kristján 10. á að hafa stungið upp á almennri notkun gyðingastjörnunnar í Danmörku ef Þjóðverjar færu fram á einhverjar atgerðir gegn gyðingum í landinu. Þetta á konungurinn að hafa skrifað 9 dögum áður en lög nasista um stjörnur á klæði gyðinga voru birtar í fyrsta sinn. Furðulegt, ef satt er, en enn furðulegra er, að Ríkisskjalasafnið í Kaupmannahöfn vildi ekki veita tímaritinu Rambam fyrirgreiðslu við að birta ljósmynd af því sem konungurinn skrifaði. Skjalasafnið neitaði að senda umsókn tímarits um sögu gyðinga áfram til Kabinetssekretariatet, skrifstofu hennar hátignar Margrétar Þórhildar Danadrottningar. Fyrir hönd Danadrottningar bannar Ríkisskjalasafnið í Kaupmannahöfn því gyðingum að sjá hve fallega afi Margrétar 2. skrifaði um gyðingana í dagbók sína árið 1941.
Svo notuð séu orð Williams Shakespears í Hamlet : Something is rotten in the state of Denmark. Danmörk er víst eina landið í heiminum, ef til vill fyrir utan Íran, þar sem ekki má birta myndir af gyðingum, þegar þeir voru niðurlægðir af nasistum.
Meginflokkur: Sagnfræði | Aukaflokkar: Gyðingdómur, Helförin, Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 12:08 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.10.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Hallelujah þú drapsmaður
Krists - gottmar er ótruandi - þið eruð svo vond þið sem notið truna til að fegra ykkar svörtu sálir
nolli (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 12:43
" Kannski er komið í tísku í Danmörku að láta gyðinga hverfa? Spurning sem einnig vaknar er, hvort að Danir eigi erfitt með að heyra um og sjá ljóta hluti frá fortíð sinni?"
Vonandi borgar útvalda þjóðin þér vel fyrir greiðana.
Witek, 17.1.2011 kl. 03:10
Ég er ekki kristinn "nolli", svo ekki get ég verið morðingi þíns guðs og annarra kristinna.
"Witek", ég fæ ekkert borgað. Ritstjórnarstörf mín er ólaunuð, og Íslendingar greiða mér ekkert.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 17.1.2011 kl. 05:13
Það voru líka ofsóknir gegn Gyðingum hér á Ísland, og hatur gegn þeim er mikið, sérstaklega hjá pólsku verkafólki. Þeim líkar ekki við Zionista. Haltu áfram að rannsaka og birta söguna. Guð blessi þig.
Aðalbjörn Leifsson, 22.1.2011 kl. 13:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.