Leita í fréttum mbl.is

Dönsk yfirvöld skipa gyđingum ađ hylja sig

Hors 1  mask
 

Í gćr (15.1. 2011) birtist grein í danska dagblađinu Berlingske Tidende eftir blađamanninn og sagnfrćđinginn Bent Blüdnikow um skrif mín í tímaritiđ Rambam, sem ég ritstýri. Rambam er ársrit sögufélags gyđinga, Selskabet for Dansk Jřdisk Historie, í Danmörku og Blüdnikow er reyndar formađur ţess félags. Í nýjasta árgangi ritsins eru margar merkar greinar sem fjalla um mjög mismunandi efni, allt aftur frá 18. öld fram á okkar daga.

Forside 2
Rambam 19/2010. Forsíđumyndin er af sjörnu ţeirri sem danskir nasistar límdu á hús gyđinga
í Kaupmannahöfn í byrjun árs 1942.

Í inngangsorđum ađ Rambam 19/2010 greindi ég frá stuttum kvikmyndabút, sem nýlega var dreginn fram í dagsljósiđ vegna rannsóknar á ađild danska SS-mannsins Sřren Kams ađ morđum í Danmörku og brottflutningi handsamađra gyđinga frá Danmörku í fangabúđirnar Theresienstadt áriđ 1943. Dómsmálaráđherrann, sem áriđ 2007 var Lene Espersen, lét rannsaka ađild Kams ađ ađförinni gegn gyđingum í Danmörku áriđ 1943. Ţá var fyrrgreindur kvikmyndabútur, sem aldrei hafđi áđur veriđ birtur/sýndur í Danmörku, dreginn fram í dagsljósiđ á Borgarskjalasafninu í Kaupmannahöfn og afhentur lögreglunni í Kaupmannahöfn sem sá um rannsókn málsins í samvinnu viđ saksóknara Kaupmannahafnar.

Ţar sem mér ţótti opinber skýrsla um rannsóknina sem birt var í lok árs 2008 mjög lítilfjörleg, bađ ég strax um ađ fá ađgang ađ öllum gögnum. Mér var ítrekađ neitađ um ţađ. Nú hef ég eftir öđrum leiđum fengiđ ađ sjá skýrslu lögreglumannanna sem rannsökuđu máliđ. Einn ţeirra sýndi mér hana sjálfur á eigin ábyrgđ, ţar sem honum er einnig annt um ađ allur sannleikurinn komi fram í máli Kams.

Rannsóknarlögreglan í Danmörku fékk upphaflega stafrćnt afrit af kvikmyndabútnum, en notuđu ţađ ekki til ályktunar viđ rannsókn sína, sem verđur ađ teljast ófullnćgjandi rannsóknarferli. Furđu sćtir einnig ađ skýrsla ţeirra var greinilega stytt verulega af saksóknaranum í Kaupmannahöfn eđa réttara sagt mjög ósamvinnuţíđum ađstođarmanni hans Bo Bjerregaard. Simon Wiesenthal Center i Jerúsalem, sem beđiđ hafđi um rannsóknina ásamt gyđingasöfnuđinum í Kaupmannahöfn, fékk ţví mjög yfirborđskennda niđurstöđu, (sem send var ódagsett sem viđhengi viđ tölvubréf dags. 6.11.2008), ţar sem ţví var slegiđ föstu, ađ ekki hefđi fundist afgerandi tengsl á milli ţess sem er vitađ um gerđir Kams og ađfararinnar gegn gyđingum í Danmörku áriđ 1943. Kvikmyndin frá Horserřd var hins vegar alls ekki nefnd í skýrslu danskra yfirvalda.

Ţegar ég heyrđi um kvikmyndabútinn af Ríkisskjalasafninu í Danmörku í fyrra fyrir hreina tilviljun, keypti ég myndina dýrum dómum til ađ birta myndir úr ţessari áđur óţekktu kvikmynd, sem danskur nasisti í ţjónustu Ţjóđverja, Poul Hennig, tók í október 1943. Poul Hennig hafđi ásamt öđrum rćnt lista yfir međlimi gyđingasafnađarins í Kaupmannahöfn í ágúst 1943. Ţann lista notuđu Ţjóđverjar til ađ smala saman ţeim gyđingum sem ekki hafđi tekist ađ flýja til Svíţjóđar. Hennig sagđi viđ réttarhöld yfir honum eftir stríđ, ađ Sřren Kam hafi veriđ međ honum viđ rániđ á listanum á skrifstofu formanns gyđingasafnađarins safnađarins. Sřren Kam, er enn á lífi í Ţýskalandi, verndađur af ESB-ríkinu Ţýskalandi.

Viđ vildum auđvitađ birta ţessa merkilegu, áđur óţekktu heimild í Rambam. En ţađ máttum viđ ekki gera á eđlilegan hátt, ţ.e. velja ákveđin myndskeiđ og birta myndir af ţeim eins og ţau eru. Nei, ég varđ samkvćmt fyrirmćlum Ríkisskjalasafnsins í Kaupmannahöfn ađ hylja andlit gyđinganna sem sáust á kvikmyndinni á einn eđa annan hátt.

Útkoman var eins og ţiđ sjáiđ. Í riti um sögu danskra gyđinga, ţar sem yfirvöld fyrirskipa ađ hylja ţurfi andlit gyđinga, birtum viđ t.d. mynd af schechter (kosher)-slátrara í Kaupmannahöfn, ţar sem hann var viđstaddur trúarathöfn, eftir ađ hann var kominn heim heilu og höldnu frá fangabúđunum í Theresienstadt. Ef viđ hefđum birt mynd af honum frá fangabúđunum í Horserřd áriđ 1943, hefđum viđ ţurft ađ fylgja reglum Ríkisskjalasafnsins og hylja andlit hans. Hann mátti ekki ţekkjast.

Rabinowitch maskeret 2010
 

Rabinowitch slátrari ásamt konu sinni í Horserřd 1943, eins og dönsk yfirvöld vilja ađ viđ sjáum ţau áriđ 2011. Hér fyrir neđan er hann í samkunduhúsinu í Lćderstrćde í júni 1945, á mynd sem birtist í Rambam 2010.

Lćderstrćde

Ţrátt fyrir ţetta furđulega bann, tók ég mér ţađ bessaleyfi ađ gleyma ađ hylja ásjónu SS-manns sem stendur í dyrum eins skálans í Horserřd. Í skýrslu rannsóknarlögreglunnar í Kaupmannahöfn kemur ekkert fram sem bendir til ţess ađ rannsakađ hafi veriđ hvađa SS-mađur stóđ í dyragćttinni í Horserřd og vinkađi vingjarnlega til ljósmyndarans, Paul Hennig, sem rćndi lista ţeim sem gerđi Ţjóđverjum kleift ađ smala saman gyđingum. Sú spurning hefur vaknađ, hvort ţađ sé ef til vill Sřren Kam sem sést á myndinni. En ţađ rannsökuđu dönsku yfirvöld sem sagt ekki og Lene Espersen gaf ţess vegna, án ţess ađ vita ţađ, ekki rétta mynd af ţví efni sem tengir mál Sřren Kams viđ atburđarásina viđ ađförina ađ gyđingum áriđ 1943.

Ţar sem Ríkisskjalasafniđ fyrirskipađi ađ kvikmyndin sem ég keypti yrđi ađ vera stafrćnt afrit af öđru miklu betra afriti af myndinni sem gert var í Hollandi fyrir nokkrum árum, ţá eru gćđi myndarinnar mjög léleg. Rannsókn á frummyndinni gćti vćntanlega leitt í ljós hvađa mađur stendur og vinkar til Paul Hennigs. Fariđ verđur fram á rannsókn kvikmyndarinnar međ tilliti til ţess.

Fleira merkilegt birtist í nýjum Rambam  Til dćmis birtum viđ í fyrsta sinn mynd af gyđingastjörnu (sjá ofar), sem danskir nasistar límdu á hús gyđinga í Kaupmannahöfn í byrjun árs 1942. Ţetta er stjarna af nákvćmlega sömu gerđ og sú stjarna sem Reinhard Heydrich leiddi í lög ţ. 19.  september 1941, og sem var sett á föt gyđinga í Ţýskalandi, Frakklandi, Belgíu og Hollandi áriđ 1942. Stjörnurnar í Kaupmannahöfn voru úr pappír, en stjörnur sem saumađar voru á föt voru eins og kunnugt er ekki leiddar í lög í Danmörku, líklega vegna ţess ađ Danir voru svo samvinnuţýđir viđ hernámsliđiđ og útveguđu morđsveitum ţeirra mat - og grćddu meira segja á ţví margir hverjir. Ţađ hafa menn í bakspeglinum kallađ Samarbejdspolitik, en ađrir kalla ţetta meira neikvćđu orđi: kollaboration, sem er orđ sem oftast er notađ um samvinnu viđ óvininn og svik viđ ţjóđina. Margir Danir telja sig ţó ekki hafa svikiđ eitt eđa neitt, og sjá ekki hvernig samstarf ţeirra viđ ţriđja ríkiđ efldi níđingsverk nasista annars stađar. Sama fólk telur oft ţví allt til foráttu ađ danskir hermenn starfi viđ friđargćslu í Afganistan og Írak og líkja ţví ósmekklega viđ hersetu nasista í Danmörku.

Í grein minni í Rambam 19/2010 (sem lesa má hér), segi ég frá ţví hvernig Kristján 10. og gyđingarnir í Danmörku voru misnotađir í dönskum áróđri á stríđsárunum og síđar. Ég greini m.a. frá heimild, sem nýlega hefur birst í mikilli bók um Kristján 10. Ţar kemur fram ađ ađ Kristján 10. á ađ hafa stungiđ upp á almennri notkun gyđingastjörnunnar í Danmörku ef Ţjóđverjar fćru fram á einhverjar atgerđir gegn gyđingum í landinu. Ţetta á konungurinn ađ hafa skrifađ 9 dögum áđur en lög nasista um stjörnur á klćđi gyđinga voru birtar í fyrsta sinn. Furđulegt, ef satt er, en enn furđulegra er, ađ Ríkisskjalasafniđ í Kaupmannahöfn vildi ekki veita tímaritinu Rambam fyrirgreiđslu viđ ađ birta ljósmynd af ţví sem konungurinn skrifađi. Skjalasafniđ neitađi ađ senda umsókn tímarits um sögu gyđinga áfram til Kabinetssekretariatet, skrifstofu hennar hátignar Margrétar Ţórhildar Danadrottningar. Fyrir hönd Danadrottningar bannar Ríkisskjalasafniđ í Kaupmannahöfn ţví gyđingum ađ sjá hve fallega afi Margrétar 2. skrifađi um gyđingana í dagbók sína áriđ 1941.

Svo notuđ séu orđ Williams Shakespears í Hamlet : Something is rotten in the state of Denmark. Danmörk er víst eina landiđ í heiminum, ef til vill fyrir utan Íran, ţar sem ekki má birta myndir af gyđingum, ţegar ţeir voru niđurlćgđir af nasistum.

Danish Masquerade
Hann er ekki gyđingur, sá sem hér heilsar á drottninguna í Danmörku, en best er samt ađ hylja hann og drottninguna líka, svo ekki sé fariđ á skjön viđ dönsk lög. Danir leyfa nú öfgahópnum Hizb-ut-Tahrir ađ halda stórsamkomu í Konunglega Bókasafninu í Kaupmannahöfn í Kaupmannahöfn. Bókasafniđ er steinsnar frá Ríkisskjalasafninu. Hizb-ut-Tahrir, sem stefnir ađ heimsyfirráđum Íslams, lýsti ţví yfir fyrir nokkrum árum, ađ samtökin hefđu ađ stefnu ađ drepa alla gyđinga, hvar sem ţeir fyrirfinnast. Kannski er komiđ í tísku í Danmörku ađ láta gyđinga hverfa? Spurning sem einnig vaknar er, hvort ađ Danir eigi erfitt međ ađ heyra um og sjá ljóta hluti frá fortíđ sinni?

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hallelujah ţú drapsmađur

Krists - gottmar er ótruandi - ţiđ eruđ svo vond ţiđ sem notiđ truna til ađ fegra ykkar svörtu sálir

nolli (IP-tala skráđ) 16.1.2011 kl. 12:43

2 Smámynd: Witek

" Kannski er komiđ í tísku í Danmörku ađ láta gyđinga hverfa? Spurning sem einnig vaknar er, hvort ađ Danir eigi erfitt međ ađ heyra um og sjá ljóta hluti frá fortíđ sinni?"

Vonandi borgar útvalda ţjóđin ţér vel fyrir greiđana.

Witek, 17.1.2011 kl. 03:10

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ég er ekki kristinn "nolli", svo ekki get ég veriđ morđingi ţíns guđs og annarra kristinna.

"Witek", ég fć ekkert borgađ. Ritstjórnarstörf mín er ólaunuđ, og Íslendingar greiđa mér ekkert.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 17.1.2011 kl. 05:13

4 Smámynd: Ađalbjörn Leifsson

Ţađ voru líka ofsóknir gegn Gyđingum hér á Ísland, og hatur gegn ţeim er mikiđ, sérstaklega hjá pólsku verkafólki. Ţeim líkar ekki viđ Zionista. Haltu áfram ađ rannsaka og birta söguna. Guđ blessi ţig.

Ađalbjörn Leifsson, 22.1.2011 kl. 13:58

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband