Leita í fréttum mbl.is

Fornleifavernd Ríkisins sinnir ekki skyldum sínum

Salerni á Stöng

Í síđustu viku var ég á Íslandi og brá mér m.a. í Ţjórsárdalinn til ađ kanna ástand rústanna á Stöng. Í dalnum var snjókoma og ekki var nú glćsilegt um ađ litast á Stöng. Međan Fornleifavernd Ríkisins dreymir um 700 milljón króna framkvćmdir á Stöng, lekur inn í miđaldarústina á ţeim stöđum ţar sem ekki var haldiđ áfram viđ viđgerđir á rústinni eftir 1996. Fornleifavernd Ríkisins ber ábyrgđ á ţessu hrćđilega ástandi, ábyrgđ á ţví ađ fornleifar liggja nú undir skemmdum.

Ég skrifađi nýlega um ćvintýraleg áform Fornleifaverndar Ríkisins, ţar sem dr. Kristín Huld Sigurđardóttir forstöđukona hefur komist ađ ţví ađ ţađ kosti 700.000.000 króna ađ gera fornminjunum á Stöng hátt undir höfđi til frambúđar. Ţessa upphćđ kennir hún nú herskara af fornleifafrćđingum, arkitektum og verkfrćđingum um. Nú er ţetta dćmi forstöđukonunnar, eins og ég taldi mig vita, áform um ađ reisa steinsteypuhöll yfir rústir á Stöng og leggja rústina í ćvarandi vínanda eins og gerst hefur međ rúst eina í Reykjavík. Slíkt er út í hött, og allir vita ađ 700.000.000 kr. eru ekki til í íslensku ţjóđfélagi og verđa ţađ ekki á nćstunni. Ţađ er heldur ekki hćgt ađ reisa ţunga byggingu yfir Stöng. Stöng hvílir ekki á klöpp.

Vandamáliđ er bara, ađ Kristín Huld Sigurđardóttir vill ekki láta 700.000.000 kr. skýrslu allra sérfrćđinganna sinna af hendi. Ég hef beđiđ um skýrsluna, en undirmađur hennar á Fornleifavernd Ríkisins bađ ţá um tvö eintök af skýrslu minni um Stöng, sem menn hafa geta lesiđ hér á blogginu síđan 11. október og sem hefur reyndar líka veriđ í höndum Fornleifaverndar síđan í febrúar í ár. Annar undirmađur Fornleifaverndar Ríkisins sagđi áform Kristínar óraunhćf, en Kristín svarađi loks, án ţess ađ svara erindi mínu á eđlilegan hátt:

Sćll og blessađur Vilhjálmur Örn,
Hér gćtir einhvers misskilnings hjá ţér. Talan 700 milljónir byggir á útreikningum fornleifafrćđinga, arkitekta og verkfrćđinga og snertir ekki bara viđhald á Stangarrústinni, heldur gerđ nýs húss til ađ verja minjarnar, rannsókn sem ţyrfti ađ fara fram í tengslum viđ gerđ hússins, viđhald og skýli yfir fjós og smiđju, gerđ miđlunarefnis, endurbćtur á ađgengi og ađstöđu fyrir ferđamenn og fleira.
Niđurstöđur skođanakannana verđa gerđar ađgengilegar á netinu á nćstu vikum.
mbk,
Kristín Huld Sigurđardóttir

General Director Fornleifaverndar Ríkisins, en svo ţýđa menn virđulegt embćtti forstöđumanns Fornleifaverndar yfir á ensku, segir ađ skođanakannanir sem gerđar voru á Stöng í sumar, verđi gerđar ađgengilegar, en hún svarađi engu ósk minni um ađ fá ađ sjá útreikninga fornleifafrćđinga, arkitekta og verkfrćđinga í einhverju ćvintýraverkefni, ţar sem greinilega er ćtlunin ađ halda mér, sérfrćđingi um minjar í Ţjórsárdal, sem í árarađir stundađi rannsóknir á Stöng, frá verkefninu og frekari rannsóknum á Stöng. (Hér getiđ ţiđ lesiđ ritaskrá mína um fornleifar í Ţjórsárdal).

Ef forstöđukona Fornleifaverndar Ríkisins vill ekki afhenda ţessa makalausu úttekt sérfrćđinga sinna, verđ ég ađ láta reyna á titilinn General Director, en af honum geta menn í siđmenntuđum löndum ekki státađ af, nema ţeir heyri undir hćrra stjórnsýslustig. Ég vill ekki ţurfa ađ hafa samband viđ Katrínu Jakobsdóttur til ađ fá skýrslu, ţar sem komist er ađ ţeirri niđurstöđu ađ ţađ kosti 700.000.000 ađ vernda rústir á Stöng í Ţjórsárdal.

En á međan eru rústirnar látnar grotna niđur! Sjón er sögu ríkari. Eyđileggingin er á ábyrgđ Kristínar Huldar Sigurđardóttur. Allir eiga rétt á ţví ađ sjá 700.000.000 króna skýrslu hennar, međan ađ fornleifar eru virta ađ vettugi á Stöng í Ţjórsárdal. Fornleifavernd Ríkisins er ekki einkabisness frúarinnar.

munur
 Hér sést munur á árangri viđgerđa 1996 og ţar sem ekki var haldiđ áfram viđ ţćr
Gat
Gat er inn í rústina undir skýlinu yfir stofunni. Hér lekur verulega mikiđ inn, ţví ekki var haldiđ áfram viđgerđum eftir 1996.

 

Gat og vatn mun renna inn
Í suđausturhorni skálans lekur inn um gat. Hér var heldur ekki klárađ viđ viđgerđir áriđ 1996.

 

Snjóar inn
Inni viđ vesturgafl stofu snjóađi inn í síđustu viku!

 

Hér er allt í lagi enda lagfćrt 1996
En ţar sem var gert viđ á síđasta áratug 20. aldar er allt í góđum málum, og ber vott um gćđi vinnu Víglunds Kristjánssonar hleđslumanns.

 

Hér lekur líka inna end ekki lokiđ viđ viđgerđir
Hér í suđvesturhorni skálans fossar inn á veturna og vorin, enda ekki haldiđ áfram viđgerđum áriđ 1996.

 

Viđgert og óviđgert
Viđgerđir sem verndađ hafa rústina og handan viđ horniđ lekur inn ţar sem ekki var lokiđ viđ viđgerđir. Og svo eru menn ađ hugsa um 700.000.000 kr.

 

Baukur Vina Stangar
Vinir Stangar hafa tekiđ yfir baukinn sem ég nefndi í fyrri fćrslu minni um Stöng. Ţá ţekki ég ekki og vona ađ ţeir vilji Stöng vel og ţađ séu ekki ţeir sem eru ađ kćfa umhverfiđ viđ Stöng í ćđisgenginni birkirćkt. Vinir Stangar safna nú í Stangarsjóđ í bauknum frćga á Stöng. Hann er reyndar ekki lćsur. Vinir Stangar eru mínir vinir. Ţeir mćttu gjarna hafa samband viđ mig. 
Anddyri á Stöng
Anddyriđ á Stöng er orđiđ heldur lúiđ og ţar fennir nú einnig inn og rignir í gegnum stór göt, međan Fornleifavernd dreymir vota drauma um 700 milljóna króna dćmi. Martröđ, trúiđ mér, ţađ er bara martröđ.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sćll Vilhjálmur,

ljótt er og illa fyrir ţessum merkilegu fornleifum komiđ.Ţađ er undarlegt ađ lesa ađ forleifarverndarstýran skuli vera svo upptekin af einhverri forleifaverndarpólitík ađ hún kalli ekki til okkar reyndustu og bestu fornleifafrćđinga eins og ţig til ađ halda áfram ţví góđa starfi sem unniđ var í Ţjórsárdal á árum áđur og nú liggur undir stórskemmdum.

Stöng er og verđur ein af merkilegustu fornleifum norđurlanda og ţađ ţjóđarskömm hvernig ţetta grotnar niđur ár eftir ár og svo komiđ ađ mađur fer varla međ ferđamenn lengur ţangađ enda líkist hluti minjana frekar gömlu fjárhúsi en fornminjum frá ţjóđveldisöld.

Já ţá var öldin önnur er Gaukur  bjó á Stöng og generalissimo Fornleifaverndar ríkisins ćtti ađ sjá sóma sinn í ţví ađ sinna verkefni sínu og vernda en ekki eyđileggja, sé sá sómi fyrir hendi.

Sveinn Úlfarsson (einn af stofnendum veitingarhússins Gaukur á Stöng í R.vík)

Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráđ) 27.10.2010 kl. 12:10

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband