Leita í fréttum mbl.is

700.000.000 króna rúst

Stöng 1991

Ţekktustu miđaldarústir á Íslandi liggja undir skemmdum og yfirvöldin sem bera ábyrgđ sjá ađeins 700.000.000 kr. lausn á vandamálinu.

Á sama tíma eru rústirnar sagđar vera frá víkingaöld (söguöld), ţótt ţađ sé arfavitleysa og haugalygi. Ábyrgđina á báđu ber Fornleifavernd Ríkisins, sem tekur ţátt í alţjóđlegu verkefni Destination Viking-Saga Lands, sem telur ferđafólki trú um ađ rústirnar sem sjást á Stöng séu frá Söguöld. Gott ef ekki er líka búiđ ađ klína ESB merki á rústina á Stöng.

Miklu fjármagni og mikilli vinnu var variđ í ađ lagfćra rústirnar á Stöng í Ţjórsárdal á árunum 1994-96 (sjá hér, ţađ tekur smá tíma ađ hala niđur). En ţeim viđgerđum var hćtt jafnfljótt og ţeir sem höfđu umsjón međ ţví verki hćttu báđir störfum á Ţjóđminjasafni Íslands áriđ 1996. Algjör stöđvun verksins var menningasögulegt slys, sem hafa veriđ mörg í fornleifavörslunni á Íslandi.

Viđgerđirnar á Stöng fyrir 15 árum síđan gerđu mikiđ gagn fyrir skálarústina á Stöng, sem er varin af skála sem reistur var á 6. tug síđustu aldar. En ţar sem ekki var lokiđ viđ verkiđ áriđ 1996, lekur enn inn í rústina vatn og á vetrum fennir inn í hana vegna ţess ađ skálanum yfir rústinni er ekki lćst. Hestapakkiđ sem ofríđur oft hlutunum utan ţjóđvega, hefur einnig, svo ég hef orđiđ vitni ađ, notađ rústina sem áningarstađ. Lausgangshestar og önnur dýr hafa gert sig heimakomin á Stöng. Ég hef eitt sinn komiđ af hjúum sem notuđu skálann til ástarleikja. Reiđhöll hefur Stöng ţannig einnig veriđ, og menn ganga ţar jafnvel örna sinna. Ţađ sćmir auđvitađ ekki Destination Viking.

Međan miđaldarústirnar á Stöng liggja undir skemmdum, eins og reyndar oft áđur, er nokkuđ furđulegt ađ sjá, ađ rústir á Stöng er auglýstar sem mikilvćgur ferđamannastađur, sem áhugamenn um víkinga eiga ađ sjá. En leiđinlegt er til ţess ađ hugsa, ađ fólk međ söguáhuga ţurfi ađ upplifa ömurlegt ástand rústanna á Stöng, svo ekki sé talađ um ađ Fornleifavernd Ríkisins kynnir rústina og aldur hennar gegn betri vitund.

Stöng 1996 eftir fyrsta áfanga viđgerđa
Yngsta skálarústin á Stöng eftir endurbćtur og viđgerđir 1996. Myndin efst er frá rannsókn 1991. Gulu örvarnar sýna hvar H-1 askan frá 1104 fannst hreyfđ í mannvistarlögum og undir mannvistarlögum.

 

Enn alvarlegra er ţegar Fornleifavernd Ríkisins kemst ađ ţví, ađ ţađ kosti hvorki meira né minna en 700.000.000 króna ađ gera eitthvađ almennilegt fyrir minjarnar á Stöng. Já ţiđ lesiđ rétt: sjöhundruđ milljónir króna !!!. Síđastliđiđ sumar lá spurningarblađ / viđhorfakönnun fyrir ferđamenn á Stöng međ ţessari tölu, sem er jafnvitlaus, óraunsć og eitthvađ rugl í útrásavíkingum međ deleríum fyrir hrun. Eru menn ekki međ jarđsamband hjá Fornleifavernd Ríkisins? Í viđhorfskönnuninni, sem upplýsti ţessa ćvintýralegu upphćđ, var greint frá ţví, ađ úttekt hefđi veriđ gerđ og ađ viđhald og viđreisn Stangar kostađi 700 millur. Voru menn beđnir ađ svara nokkrum spurningum og stinga ţeim svo í plastkassa frá Ikea.  Ég spyr mig ađeins, hvađ kostađi úttektin og hefđi ekki veriđ hćgt ađ gera eitthvađ sem ekki var lokiđ viđ áriđ 1996 fyrir ţessa "glćsilegu" úttekt?

Hér má lesa síđbúna áfangaskýrslu mína um fornleifar á Stöng og ástand rústanna ţar, sem ég skrifađi fyrr á ţessu ári. Ţar geta menn kynnt sér ýmsar helstu niđurstöđur rannsókna á Stöng og réttmćta gagnrýni á Fornleifavernd Ríkisins, sem yfirmađur ţeirrar stofnunar má ţó helst allra taka til sín. Yfirmađurinn er greinilega gefin fyrir töluna 700 eins og í „sjöhundruđ milljónum". Áriđ 2003 klagađi hún yfir ţví, ađ ekki vćru til neinir peningar í viđhald 700 minja á Íslandi, sem er líklega rétt. En 700.000.000, (33,6 milljónir danskra króna) er hins vegar tala sem eyđileggur allan framkvćmdavilja og áhuga, sérstaklega nú í kreppunni. Forstöđumađur Fornleifaverndarinnar er augsjáanlega enn í forkreppurugli.

Mig grunar ađ Fornleifavernd Ríkisins vilji vel og sé međ vota drauma um gler- stál og steinsteypućvintýri til ađ innsigla Stöng í í formalíndrullu og spritti, líkt og hefur veriđ gert viđ skála í Reykjavík. Hćgt vćri ađ hafa gluggana eftir Ólaf Elíasson. Stjórnmálamönnum líkar svoleiđis "fornminjar".

 

Gefiđ Gauki á baukinn

Ţessi betliađferđ á skrýtnu skilti, sem var hannađ af Guđmundi Ólafssyni, voru lengi einu skilabođin til ferđamanna á Stöng. Eitthvađ safnađist í baukinn, en einnig var rćnt úr honum, lásinn brotinn upp og greipar látnar sópa. Aldrei tókst mér ađ hafa upp á ţví hvert peningar úr bauki Gauks runnu. Jólaveisla starfsmanna Ţjóđminjasafnsins var ein kenningin sem ég heyrđi. Ađ gefa Gauki á baukinn er nú kannski í viđ betra en ađ gefa Gauki beint á hann međ 700.000.000 reikningi. Gaukur hefđi nú ekki skiliđ slíkt skotsilfur.

Ég held hins vegar, ađ hćgt sé ađ gera eitthvađ fyrir Stöng fyrir minna, og jafnvel hafa ţann fornleifafrćđing, sem líklegast er fremsti sérfrćđingur landsins um Stöng og rannsóknir ţar, međ í ráđum fyrir enn minna. Allt gćti gagnast túrismanum á endanum, sérstaklega ţegar menn fara ađ sćtta sig viđ ađ búsetu lauk á Stöng á 13. öld en ekki áriđ 1104. En ég ţakka ađ sjálfsögđu fyrir hlýhuginn hjá Fornleifavernd Ríkisins međ ţví ađ hugsa svo rausnarlega um ţann stađ, ţar sem fornleifarannsóknir mínar hafa mest fariđ fram. Ég bíđ eftir ţví ađ vera kallađur til starfa, ţegar stofnunin er búin ađ vinna 700 millur í happadrćttinu. En hingađ til hafa menn hjá Fornleifavernd Ríkisins ekki veriđ ađ hafa samband viđ mig, t.d. ţegar ţeir hafa veriđ ađ skrifa ruglingslega texta til ađ telja ferđamönnum trú um hitt og ţetta. En lesiđ nú skýrslu mína, sem ég veit ađ Fornleifavernd Ríkisins gerđi, áđur en hún stakk henni undir stól. 

Ég lćt ykkur svo vita, lesendur góđir, ţegar ég er búinn ađ fá vinnu viđ viđreisn Stangar í Ţjórsárdal. Ég ţarf ekki 300.000.000 í árlegar aukagreiđslur, ţví ég er bara atvinnulaus menntamađur - en raunsćr. Svo geta margir af ţeim ungu fornleifafrćđingum, sem búiđ er ađ offramleiđa viđ HÍ líka líka fengiđ vinnu viđ verkefniđ. Kannski er stađa yfirmanns Fornleifaverndar Ríkisins ađ losna fyrir einn ţeirra? Hvasegiđiđkrakkar?

Stöng Arnar Ólafsson
Lesiđ skýrsluna

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Dálítiđ heavy, og ţá sérstaklega ef boriđ saman viđ nćstu fćrslu á undan.  

Ragnhildur Kolka, 10.10.2010 kl. 12:22

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Tattú af Gnarr kemst fyrir á rasskinn, en ekki 700.000.000 kr.

700.000.000 eru mjög heavy mál og allur sá málaflokkur sem kallast fornleifafrćđi.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.10.2010 kl. 17:09

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband