5.9.2010 | 10:38
Trú friðar og umburðarlyndis skal vera velkomin
Ég skil ekkert í Íslendingum, sem vilja ekki mosku og mínarettur. Myndin hér að ofan er af mosku við Wagenstraat i den Haag í Hollandi. Húsið var áður eitt af samkunduhúsum gyðinga borginni. En þeir voru flestir myrtir vegna haturs og öfundar. Nú er hús gyðinganna miðstöð múslíma, en engin merki eru á lofti sem benda til þess að múslímar hljóti sömu örlög og gyðingar. Sumir múslímar hrópa nefnilega sömu slagorðin og þeir sem myrtu gyðingana. Það sá ég sjálfur í fyrsta skiptið árið 1976 í fyrrnefndri borg. Hvernig má þetta vera? Skýringin er einföld. Slagorðin eru ekki trúarbrögðin, heldur hluti af hatursbylgju, sem hefur tekið trúarbrögðin í gíslingu.
Ég er hlynntur moskum eins og öllum öðrum guðshúsum, ef þar fer ekki fram andleg og líkamleg nauðgun í gluggalausum kompum og boðun áróðurs gegn ákveðnum þjóðum, menningu og gildum annarra manna. Þegar þjóðkirkjuprestar á Íslandi nota pontuna til hatursáróðurs gegn þjóðum, og hefur það nýlega sést á Íslandi, á að svipta þá kjól og kalli eins fljótt og þá sem halda vilja hlífðarhendi yfir barnaníðingum.
Ég stæri mig gjarnan af því að vera fyrsti Íslendingurinn , sem mælti með mosku á Íslandi. Ef þetta er rangt, upplýsið mig sem fyrst um villu mína. Nýlega hrópuðu ungliðar VG á þörfina fyrir Mosku, en krakkarnir hafa ekki sömu ástæðu og ég til að vilja fá mosku. Ég stakk upp á mosku árið 1994. Ég reit í Moggann þann 14. des 1994, bls. 44: Það er ekki nóg að yrkja landið, fólkið verður einnig að fegra. Ég fagna þeim degi, að moska rís í Mosfellssveit eða sýnagóga á Selfossi og að bænir á Alþingi verði ekki aðeins kristnar".
Íslam sem trúarbrögð eiga að vera velkomin á Íslandi. En það er einn galli á gjöf Njarðar. Við vitum að Íslam á við mikil vandamál að stríða. Það er hatur í garð annarra trúarbragða og virðingarleysi, sem margir fylgjendur trúarbragðanna aðhyllast. Það er að bera í bakkafullan lækinn fyrir múslíma að neita því. Gjörvallur heimur múslíma, með örfáum undantekningum, hatast út í gyðinga, gyðingdóm og ríki gyðinga, Ísraelsríki. Kristnir og önnur trúarbrögð verða einnig fyrir barðinu. Hvernig má þetta vera? Ef það eru ekki gyðingar, þá eru það samkynhneigðir sem fá lexíuna, eða Bandaríkjamenn, eða Danir.
Hvað boðar þessi egypski klerkur, VG-stefnu eða Íslam?
Ef moskan er notuð til að boða hatur, dauða, vanvirðingu, þjóðrembu og imperíalisma, þá get ég aldrei stutt byggingu mosku á Íslandi.
Nei, allt þetta hatur, sem ég læt fylgja nokkur dæmi um, er fyrst og fremst vegna þekkingarleysis og menntunarskorts. Þegar ungliðar VG heimta mosku í Reykjavík er mér ekkert brugðið. Þeir eru fullir af þekkingarleysi, afneitun og falsi. Þeir vilja ekki leyfa byggingu mosku fyrir sömu sakir og ég. Þeim er skítsama um trúarbrögð. Þau gefa skít í Múhameð og Allah. Ungliðarnir í VG eru nefnilega flestir trúleysingar. En vegna haturs eiga þau samleið með öfgamönnum innan Íslams. Þeir eiga sameiginlega óvini og hatast út í Ísrael og BNA - af þekkingarleysi. Áhugi VG á moskum er því ekki hreinn. Hann byggist frekar á hatri en á trúnni á Guð eða Allah.
Ég vona ekki að moskan sem múslímar reisa fyrir fé sitt á Íslandi verði notuð til að boða hatur og dauða. Ég leyfi ég mér að ráðleggja íslenskum múslímum að halda sig langt frá ungliðum VG, og fólki sem lýsir frati á trúarþörf annarra og sem telur vantrú sína ofar öllum öðrum mannlegum eiginleikum.
Ég læt ég fylgja nokkur dæmi um hvers konar hatur ég meina, því vandamálið er stórt og svo mikið að oft er erfitt að sjá hvað er Íslam friðarins, og hvað er hatur.
Þessir prestar á Gaza virðast hafa einhver sambönd í hatrinu á Íslandi. Að minnsta kosti er nú víst að Eyjafjallajökli er stjórnað af Allah og dyntum hans. Er þetta Íslam eða fávisku, sem þessi menn þjóna?
Meginflokkur: Trúmál | Aukaflokkar: Fáfræði, Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 11:06 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 1352575
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Legg til að tungan verði skorinn úr þessum andhommamúffa og hann verði geltur til vara. Að öðru leyti LOVE AND PEACE.
Sigurður Þór Guðjónsson, 5.9.2010 kl. 21:17
Góður þessi með rússana sem setja múslimi í hakkavélar. Maðurinn deplaði ekki auga, þegar hann kastaði fram djóknum. Uppistandari af Allas náð.
Eyjafjallajökullssketchinn var líka góður. Alla gaf þeim þó ekki þá náð að geta borið nafnið fram. Þær ættu nú ekki að vera að kvarta með þennan líka rosalega volduga bandamann, sem heldur óvininum í skefjum. Ég myndi nú bara halla mér og dilla tánum upp í loft og láta hann um áhyggjuefnin, fyrst hann er svona mikið á þeirra bandi. Vei þessum efasemdarmönnum að vera að mjálma þetta í Moskum, með slíkt forræðisafl.
Gaman líka að heira hjá þessum hlæjandi hommahatara, sem réði sér ekki af kátínu yfir afhöfðun þeirra og öðrum skemmtilegum morðvaríasjónum. Hann talar um að Allah hafi snúið Sódómu á haus. Er hann þá ekki sami guðinn og heldur verndarhendi yfir gyðingum? Maður verður alveg ringlaður.
Gaman að sjá annars hvað þú ert skyldur mér í viðhorfum til trúarbragða. Er þetta nýskeð?
Jón Steinar Ragnarsson, 5.9.2010 kl. 23:07
Um leið og kristnar kirkjur rísa í Mekka er athugandi að moskur fái lóð í Reykjavík.
Guðrún Sæmundsdóttir, 6.9.2010 kl. 15:14
Þetta eru ótrúleg myndbönd. Að svona menn geti breitt út hatur sitt og fordóma í nafni trúarbragða, finnst mér virkilega dapurlegt.
Einnig fannst mér mjög sérstakt að þessi maður telur eldgosið í Eyjafjallajökli vera vegna alls óhugnaðarins hér í Evrópu. Annað en hinir heilögu múslimar.
Hvað með flóðin í Pakistan ? fyrir hvað var Allah að refsa ?
Þetta er bara kjánalegt. Að menn geti réttlætt ógeðslega fordóma sem og hryðjuverk, morð og nauðganir (giftingar stúlkubarna) með trúarbrögðum.
"nei hvahh.. það er allt í lagi að ég fái mér 11 ára eigin"konu". Múhammad gerði það".
Stúlkubarnið hét Aisha ef ég man rétt.
Sem betur fer eru margir múlslimar á Íslandi sem hafa samlagast íslenskum venjum. En það eru öfgamenn inni á milli og þeir eru margir.
Veit ekki með þessa mosku. - Það er nefninlega hætta á því að þeir hófsömu múslimar sem hér búa verði fyrir áhrifum og kúgunum þeirra sem lifa eftir sharia lögum og reglum.
Það þarf að koma þeim öfgamönnum úr landi, ef það kemur upp í þessari mosku að verið sé að boða hatur og annað í þeim dúr.
Vona að þeir "klerkar" sem munu vera í þeirri mosku sem hér rís, verði ekkert í líkingu við þá sem eru á þessum myndböndum...7,9,13 !!!
ThoR (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 14:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.