Leita í fréttum mbl.is

Hetjum er ekki alltaf treystandi

Brown Dukwitz

Í dag er sorgardagur í Danmörku og Noregi. Menn minnast innrásar Ţjóđverja, enda er enn góđ ástćđa til ţess. Ein ţjóđanna er í ESB. Nú eru 70 ár síđan ađ svínin ţrömmuđu í land hjá nágrönnum okkar. Stríđiđ er líka enn erfiđur biti ađ kyngja fyrir Dani, og ţađ virđist vera langt er í ţađ ađ ţeir geti horfst í augu viđ allar stađreyndir, t.d. ađ ţeir fóđruđu Wehrmacht, sáu drápsvél nasista fyrir mat og grćddu vel á ţví. Nú ríkir sú skođun á međal margra danskra sagnfrćđinga, ađ samvinnupólitík Dana hafi veriđ blessun og snilligáfa. Ţeir sem ekki fylgja ţeirri söguskođun eru úthrópađir sem móralistar. Ţađ á víst viđ fólk eins og mig, og ađra sem flett hefur óvart eđa skipulega ofan af skítverkum Dana í stríđinu.

Einn nasistinn, sem Danir hafa hafiđ til skýjanna í samvinnu viđ ţýsk yfirvöld, var Georg Ferdinand Duckwitz. Hann var á sínum tíma heiđrađur fyrir ađ hafa lekiđ upplýsingum um fyrirćtlanir Ţjóđverja međ danska gyđinga til stjórnvalda í Danmörku í lok september 1943.

Vasabćkur Duckwitz
Vasabćkur G.F. Duckwitz

Lengi var ekki hćgt ađ fá ađgang ađ skjölum um Duckwitz i utanríkisráđuneytinu í Ţýskalandi. Ađeins einn danskur sagnfrćđingur mátti vinna međ efniđ. Ég gat sýnt fram á einkennileg vinnubrögđ ţessa sagnfrćđings. Ég barđist í nokkur ár fyrir ţví ađ fá ađ sjá skjöl um Duckwitz og međ hjálp álţjóđlegra stofnana féllst ţýska utanríkisráđuneytiđ loks á ađ leyfa mér ađ sjá hvađ Duckwitz hafđi skrifađ. Sat ég í nokkra daga á skjalasafni utanríkisráđuneytisins í fyrrverandi Stasí-bíósal í Berlín haustiđ 2005 og rannsakađi undarlega dagbók hans, sem ég tel vera skrifađa löngu eftir stríđ, og vasabćkur hans sem menn vildu helst ekki láta frá sér. Lítiđ af ţví sem Duckwitz sjálfur sagđi samtímamönnum sínum virđist vera rétt. Skýrsla um hann hjá útlendingaeftirliti ríkislögreglunnar í Danmörku skođađi ég einnig fyrstur óbreyttra borgara. Ţar kom margt í ljós, sem ekki var vitađ áđur og sem ekki passar viđ ţađ sem Duckwitz og Krataráđherrar í Danmörku sögđu okkur um samvinnu ţeirra í milli. Allt ţetta getiđ ţiđ lesiđ um hér ( í danska tímaritinu RAMBAM 15, 2006) og um leiđ ćft ykkur í dönsku (greinin er vćntanleg á ensku).

Í  dagbókina sína frá stríđsárunum, fćrđi hann upplýsingar um tilrćđi gegn Hitler ţann 19. júlí, daginn áđur en tilrćđiđ átti sér stađ. Ţađ verđur ađ teljast vel af sér vikiđ.

Nazi Adlon
Hótel Adlon ţegar foringinn var hetja Ţýskalands

Eitt af ţví sem ţessi vafasama hetja hélt fram eftir stríđ, var ađ hann hefđi veriđ í Kaupmannahöfn 9. maí 1940 og horft sorgmćddum augum á landa sína ţramma um götur Kaupmannahafnar. Tárin virđast hafa runniđ alla leiđ til Berlínar, ţví í vasabók hans frá 1940 kom í ljós, ađ Duckwitz sat á Hótel Adlon í Berlín ţann 9. apríl 1940 og hitti ýmsar vćnar konur á kvöldin og toppnasista á daginn. Hann skemmti sér konunglega og vart hefur veriđ nokkur tími til ađ fella tár fyrir dönsku ţjóđina, ţar sem hann skemmti sér međ germönskum glćsikvendum á dýrasta hóteli Ţýskalands. Spurningin er, hvort hann hefur ekki einfaldlega tekiđ ţátt í undirbúningi innrásarinnar í Danmörku?

Hetjum er ekki alltaf treystandi. Myndin af Duckwitz efst er úr skrá ţýska nasistaflokksins, ţegar Duckwitz sótti um ađ gerast félagi í flokknum á unga aldri.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband