Leita í fréttum mbl.is

Beautiful Denmark

Dós

Oft er ţví haldiđ fram ađ Íslendingar séu barnalega ánćgđir međ sig og sitt. Hreinasta vatniđ, besta fólkiđ, fallegustu konurnar sem tala fallegasta máliđ viđ sterkustu karlanna – í heimi. Íslenski ţorskurinn hefur hćrri greindarvísitölu en sá norski, etc. Er nokkuđ ađ ţví, ef ţví sem er haldiđ fram er satt, eđa ađ mestu leyti satt?

Margir halda, ađ Íslendingar séu verr haldnir af svona sjálfsánćgju heldur en margar ađrar ţjóđir. Ég efast um ţađ. Í Miđevrópu og Ţýskalandi er ţjóđarmeđvitunin ţó bćldari en gengur og gerist. Heimsstyrjöldin síđari breytti ýmsu. En ekki er hćgt ađ alhćfa um ţessa hluti – nema ađ Íslendingar eru bestir. 

Danir eru alls ekki lausir viđ stolt. Ţađ kemur fram á ýmsan hátt og oft er glađst yfir litlu. Tökum sem dćmi kökudósina sem konan mín keypti um daginn. Beautiful Danmark stendur á lokinu. Svona fínar kökudósir hafa lengi veriđ ein besta landkynning Dana. Mér er sagt ađ oft hafi veriđ trođiđ kössum međ dósum af ţessum smjörbökuđum smákökum í gáma og flutningabíla, sem annars voru ađ flytja svínaskrokka og beikon á erlendan markađ. Kökurnar voru eins konar fylling og stuđningur viđ svínin á leiđ til útlanda. Mikiđ ţjóđarstolt er međal smákökuframleiđenda í Danmörku. Útlendingar, sem ađeins hafa nartađ í “Beautiful Danmark” eđa álíka afurđir, og aldrei til ţessa lands komiđ, halda líkast til ađ hér sé alt eins og í ćvintýri og ađ forsćtisráđherrann sé náungi sem heitir Hans Christian Andersen.

Skemmst er frá ţví ađ segja, ađ kökurnar í “Beautiful Denmark” dósinni voru óćtar. Ţađ var ţráabragđ af ţeim og ţó voru tveir mánuđir eftir af leyfilegum sölutíma. Svona er Beautiful Denmark.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband