Leita í fréttum mbl.is

Veislan í skíđaskálanum

Rosa Partí

Egill Helgason er greinilega orđinn alveg uppiskroppa međ efni.  Áróđurstarfiđ fyrir ríkisstjórnina gengur greinilega ekki allt of vel.  Madame Joly hefur t.d. snúist dálítiđ í höndum á spunameistaranum. Nú hefur Egill brugđiđ á ţađ ráđ ađ birta myndir úr íslenskum veislum sem hann geymir í silfri sínu. Í dag dró hann upp úr hattinum algjöra partí-partí mynd úr skíđaskálaveislu Jóns Ásgeirs frá 2007, sem hann notađi sem sönnunargagn fyrir tengslum Landsbankans og Baugsveldisins. Sigurjón Kúlulán og Banka-Ella eru eins og loftbelgir ţarna á međal fallega og ríka fólksins. En ekki er ég viss um ađ niđurstađa Egils sé rétt. Menn geta veriđ í partí án ţess ađ vera ađ braska eitthvađ saman.

Undir áhrifum frá stóra manninum á Eyjunni birti ég einnig eina góđa, hörkupartímynd, sem var tekin í febrúar 1964.  Myndina er hćgt ađ stćkka međ ţví ađ smella á hana. Allir eru greinilega ađ djúsa. Ţarna er Banka-Ella, Elín Sigfúsdóttir ađ ţamba Sínalcó (efst fyrir miđju). Kúlulániđ hefur örugglega leikiđ viđ marga á myndinni. Yfirtaka á stórri rjómaköku hefur nýlega fariđ fram. 

En hver annar ţekktur mađur, fyrir utan Banka-Ellu ćtli hafi veriđ í ţessu partí? Jú, hver annar en einn valdamesti mađur Íslands, partíkóngurinn sem situr ţarna neđst í tröppunum blćs í rör og er međ kók og romm í flösku: Ykkar einlćgur, eigandi ţessa blogs. Vonandi sér Egill Helgason ekki meira út úr myndinni er siđlegt er, en Ella var nágranni. 

Myndgreining Egils í dag á Eyjunni er einhver sú skrýtnasta blađamennsku sem ég hef séđ, ef yfirleitt er hćgt ađ kalla slíkt blađamennsku. Ef einhver á myndir af Agli Helgasyni í partí, mega ţeir birta hana hér í athugasemdum.

1737-svhv1
Partímynd Egils

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jćja, manni dettur helst í hug ađ veislan á tröppunum hafi veriđ „a moveable feast“ og hvur veit hvert hún hefur boriđ hana Ellu og ađra sem hana sátu. Verst hvađ sínalkó er orđiđ sjaldfengiđ. Alveg er ég viss um ađ glađbeitta liđiđ á ljósmyndinni sem var kannski tekin áriđ 2006 og kannski ekki og var kannski tekin í skíđaskála og kannski ekki hefur veriđ ađ fagna ámu af sínalkói.

Er ekki stúlkan til vinstri í tröppunni fyrir ofan hinn rommsötrandi og rörblásandi ungmafíós á fornmyndinni örugglega Eva Joly?

Kristján Sveinsson (IP-tala skráđ) 18.2.2010 kl. 13:57

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Margblessađur Kristján bóndi. Sínalcósins er sárt saknađ af mörgum. Ţađ var stórt gos á Ísland, jafnvel ţađ stćrsta eftir landnám. Sjá dálítiđ um gos ţetta hér: http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/585482/

Ekki er ţetta Eva Joly. Líklegast einhver önnur Ella, kannski af dönskum ćttum og lćtur sig dreyma um Jolly Cola, sjá augnaráđiđ.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 18.2.2010 kl. 18:41

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Já, ţađ var sannarlega tími til kominn ađ afhjúpa ţessi illmenni.

Ragnhildur Kolka, 18.2.2010 kl. 19:36

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband