Leita í fréttum mbl.is

Skuldabaggi Hollendinga

Razzía gegn gyđingum 1942

Er hćgt ađ kenna öllum Hollendingum um ţá glćpi sem sumir Hollendingar, (ja, nokkur ţúsund Hollendinga), frömdu í Síđari heimsstyrjöld? Nei. Ţađ er heldur ekki hćgt ađ kenna öllum Íslendingum um ţá glćpi sem nokkrir Íslendingar frömdu í Hollandi í nafni Icesave, sjúklegrar íslenskrar sjálfsánćgju og ofmetnađs.  

Ég hef tekiđ eftir ţví ađ Hollendingar vilja ekki heyra sannleikann um sjálfa sig, frekar en sumir Íslendingar. Á fjölmörgum umrćđusíđum, hollenskum, hef ég bent á hve skuld Hollendinga viđ gyđinga Hollands var seint greidd og af hverju Hollendingar greiddu ekki út eignir og innistćđur gyđinga sem myrtir höfđu veriđ. Skuld Hollendinga verđur vissulega aldrei greidd ađ fullu. 90% allra gyđinga í Hollandi voru myrt og áttu Hollendingar vissulega ţátt í ţví, beint og óbeint. Ţótt margir Hollendingar hafi hjálpađ löndum sínum af gyđingatrú- eđa ćttum og jafnvel misst líf sitt vegna ţess, voru ţó flestir tilbúnir ađ líta til hliđar og jafnvel ađ hjálpa til viđ morđ og ofsóknir á nágrönnum sínum. Í Hollandi var stćrsti nasistaflokkurinn utan Ţýskalands. Ţetta var skrítiđ land. Jafnvel voru til fjölskyldur, ţar sem menn, sem voru kvćntir gyđingakonum, voru einnig nasistar. Ţeim var refsađ fyrir ţađ eftir stríđ, jafnvel ţó ađ ţeir hefđu bjargađ fjölskyldmeđlimum af gyđingćttum. En ţeir sem stunduđu skipulagt rán úr húsum og íbúđum gyđinga sem sendir höfđu veriđ til Westerbork, Vught, Amersfoort og víđar, og áfram í dauđann til Theresienstadt, Sobibor og Auschwitz, gengu margir hverjir níđingslega fram viđ samlanda sína.

Hrottaskapur í Vught
SS-liđi og hollenskur lögreglumađur tuska fanga (gyđing?) til í fangabúđunum í Vught í Hollandi áriđ 1944. Já, slíkt gerđist ekki bara í Póllandi og Rússlandi. Myndin efst er frá 1942 og sýnir ţýska hermenn og hollenska lögreglumenn ađ loka af hverfi í Amsterdam til ađ smala saman gyđingum.

 

Í dag er búiđ ađ heilaţvo Hollendinga og heiminn međ Önnu litlu Frank. Ţađ voru til ţúsundir stúlkna eins og Anna Frank í Hollandi. Anna Frank friđţćgir vonda samvisku Hollendinga. Hollendingar gleyma hins vegar Puls (Pulsen) vögnunum, frá fyrirtćki A. Puls, sem óku um götur Amsterdam og Haag og tćmdu íbúđir gyđinga sem sendir höfđu veriđ í búđir eđa voru í felum, eftir ađ hollenska lögreglan var búin ađ leita ţađ upp og stinga byssustingjum sínum í gegnum gólfin til ađ fullvissa sig ađ engin fćli sig í íbúđunum. Ţá kom flutningafyrirtćkiđ Puls sem tćmdi hús gyđinga.

Puls
Flutningafyrirtćki nasistans Abrahams Puls tćmdi íbúđir gyđinga í Hollandi

 

Hollendingar eru nú búnir ađ vera međ Ţjóđverjum lengi í ESB, en samt heldur Ţýskaland hlífđarhendi yfir hollenska böđlinum Klaas Karel Faber sem gekk í rađir SS og myrti gyđinga og ađra í fangabúđunum Westerbork í Hollandi. Hvađ gera Hollendingar til ađ fá hann framseldann? Lítiđ sem ekkert. Níđingurinn Faber lifir í vellystingum í ESB-Ţýskalandi. Hvađ gerir ESB til ađ lögsćkja gyđingamorđingjann Klaas Karel Faber? Ekkert!

Í hvert sinn sem ég skrifa um ţessa skuldseigu ţjóđ, Hollendinga, sem átti erfitt ađ borga skađabćtur fyrir ţćr eignir sem hollenska ríkiđ nćldi sér í eftir ađ gyđingar höfđu veriđ myrtir, ţá hefur athugasemdin ekki veriđ birt, eđa fjarlćgđ á hollenskum rabbsíđum. Ţađ var nefnilega ţannig ađ Hollendingar byrjuđu ekki ađ greiđa skuldir sínar aftur og skila eigum gyđinga, sem bankar höfđu tekiđ traustataki, fyrr en upp úr 1994, og ţađ tók nokkur ár. Nóg var rausađ og sumir stjórnarliđar vildu minnka upphćđina. Minnst af ţeim greiđslum sem loks voru inntar af hendi fóru til ţeirra sem lifđu af eđa ćttingja ţeirra, mest í als kyns sjóđi fyrir gyđingasöfnuđu í Hollandi, söfn, rannsóknarverkefni og ţvíumlíkt.

130160-hi

 Gyđingabörn frá Hollandi, sem myrt voru í Helförinni. Ţetta er ekki Anna Frank til hćgri.

01338

 Gyđingum frá landsbyggđinni í Hollandi smalađ í lestir til fangabúđanna í Westerbork.

Hollendingar eru annálađir fyrir ráđsíu og jafnvel nísku. Ţađ er jafnvel hćgt ađ segja ađ um ţjóđareinkenni sé ađ rćđa. Ekki var laust viđ ađ hún kćmi í ljós ţegar ríkisstjórn landsins, sem á síđustu 60 árum hefur oftast veriđ undir stjórn krata, ćtti erfitt međ ađ greiđa skuld sína. Ţađ tók ţá 50 ár ađ hefja greiđslur. Ekki nóg međ ţađ, engin ríkisstjórn Hollands hefur nokkru sinni haft manndóm í sér til ađ koma međ opinbera afsökunarbeiđni til gyđinga Hollands fyrir ţá međferđ sem ţeir fengu á stríđárunum og eftir stríđ. Slíkan nánasahátt er vart hćgt ađ finna annars stađar á byggđu bóli.

Ţađ er alveg hćgt, og ekki siđlaust ađ líkja Icesave skuldinni viđ skuld Hollendinga viđ gyđinga. En vert er ađ benda á tvennt: 90% gyđinga í Hollandi voru myrtar. Icesave varđ víst engum, hollensku áhćttufíklunum sem á eigin ábyrgđ vildu setja fé sitt í hendur Icesave-glćpamannanna ađ bana. Icesave-bankamenn frá Íslandi voru í raun ekki ósvipađir nasistum í hugsunarhćtti. Flaskađir upp á ţeirri meinloku ađ Íslendingar vćru bestir í heimi og gćtu yfirstigiđ allt. Ţađ er eina, sameiginlega synd margra Íslendinga, ţetta helvítis ofmat á getu sína og hćfni.

Íslendingar eru fórnarlömb grćđgi, ekki kapítalisma, heldur grćđgi, sem ekki er flokksbundinn eiginleiki eins og menn sjá vonandi vel á Íslandi. Nú er hin venjulegi Íslendingur líka orđinn fórnarlamb taumlausrar grćđgi okurlánara á Hollandi, sem sjálfir hafa aldrei gert almennilega upp viđ söguna og sína skuldunauta.

66085-hi

Setella Steinbach, sígaunastúlka frá Hollandi, á leiđ í dauđann. Ţessi mynd var eitt sinn notuđ af manni á Vestfjörđum á bloggi sínu til ađ lýsa eymd byggđarlags síns vegna kvótamála á Íslandi, og ţađ var vel ađ merkja fyrir hrun. Hvernig ćtli sé fyrir vestan nú?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur Ţórđarson

Ţú ert góđur Vilhjálmur.

Fólk hugsar alltof oft eins og hjörđ og fylgir sauđnum.  Virkilega óhugguleg mynd af "fullfrískum mönnum" sem eru ađ níđast á gamalmenni.  Hvađ er ţađ sem fćr fólk til ađ gera svona? Hvađ er ţađ sem fćr fólk til ađ pynta og jafnvel drepa börn?  Ég nenni ekki ađ leita ađ lýsingarorđi yfir helförina. Manni fallast einfaldlega  hendur og kjálki.

Ţá komum viđ ađ spurningunni. Myndi kollektíf refsing yfir Ţjóđverjum, Hollendingum eđa öđrum ná fram réttlćti. Svariđ er auđvitađ nei.

Siđlausar ofsóknir á hendur gyđingum voru međal annars réttlćttar međ ţví ađ "gyđingarnir" hafi gert hitt eđa ţetta. Hvađa gyđinga var fólk ađ tala um?  Grr..........................

Sigurđur Ţórđarson, 16.2.2010 kl. 20:42

2 identicon

Ţađ má líka líkja múginum viđ sauđfé á fjalli sem rennur til eftir ţví hvernig hóađ er á ţađ eđa hundinum sigađ.

Jóhannes (IP-tala skráđ) 16.2.2010 kl. 23:17

3 Smámynd: Sigurđur Haraldsson

Samlíkingin er hrikaleg en samt gott ađ hún komi fram takk fyrir ađ birta ţetta.

Sigurđur Haraldsson, 17.2.2010 kl. 00:18

4 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Frábćr pistill!

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 17.2.2010 kl. 00:50

5 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Ţakka frábćra grein, sem vekur mann til umhugsunar.
Áfram Vilhjálmur!

Ólafur Jóhannsson, 17.2.2010 kl. 21:11

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ţessi saga má ekki gleymast og ţví er dapurlegt ađ heyra ađ ţessi lánlausi Vestfirđingur skuli reyna ađ gjaldfella hryllinginn međ lágkúrulegri samlíkingu.

Ragnhildur Kolka, 18.2.2010 kl. 19:55

7 Smámynd: Sigurđur Ţórđarson

Ég ţekki ţennan "lánlausa Vestfirđing" ekkert og ég veit ekki hvort hann ţekkir nokkuđ til sögu sígauna stúlkunnar. Síđastur manna myndi ég réttlćta helförina ekki frekar en Vilhjálmur sem leyfđi sér ađ koma hér međ samlíkingu sem fékk fólk til ađ hugsa.

En ţađ eru framin mannréttindabrot á hverjum degi međ kvótakerfinu á Íslandi, ţar sem leiguliđar eru mergsognir. Ţađ er lánleysi sumra Íslendinga ađ geta ekki séđ rusl í eigin garđi. 

Sigurđur Ţórđarson, 19.2.2010 kl. 11:18

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband