16.2.2010 | 09:58
Skuldabaggi Hollendinga
Er hægt að kenna öllum Hollendingum um þá glæpi sem sumir Hollendingar, (ja, nokkur þúsund Hollendinga), frömdu í Síðari heimsstyrjöld? Nei. Það er heldur ekki hægt að kenna öllum Íslendingum um þá glæpi sem nokkrir Íslendingar frömdu í Hollandi í nafni Icesave, sjúklegrar íslenskrar sjálfsánægju og ofmetnaðs.
Ég hef tekið eftir því að Hollendingar vilja ekki heyra sannleikann um sjálfa sig, frekar en sumir Íslendingar. Á fjölmörgum umræðusíðum, hollenskum, hef ég bent á hve skuld Hollendinga við gyðinga Hollands var seint greidd og af hverju Hollendingar greiddu ekki út eignir og innistæður gyðinga sem myrtir höfðu verið. Skuld Hollendinga verður vissulega aldrei greidd að fullu. 90% allra gyðinga í Hollandi voru myrt og áttu Hollendingar vissulega þátt í því, beint og óbeint. Þótt margir Hollendingar hafi hjálpað löndum sínum af gyðingatrú- eða ættum og jafnvel misst líf sitt vegna þess, voru þó flestir tilbúnir að líta til hliðar og jafnvel að hjálpa til við morð og ofsóknir á nágrönnum sínum. Í Hollandi var stærsti nasistaflokkurinn utan Þýskalands. Þetta var skrítið land. Jafnvel voru til fjölskyldur, þar sem menn, sem voru kvæntir gyðingakonum, voru einnig nasistar. Þeim var refsað fyrir það eftir stríð, jafnvel þó að þeir hefðu bjargað fjölskyldmeðlimum af gyðingættum. En þeir sem stunduðu skipulagt rán úr húsum og íbúðum gyðinga sem sendir höfðu verið til Westerbork, Vught, Amersfoort og víðar, og áfram í dauðann til Theresienstadt, Sobibor og Auschwitz, gengu margir hverjir níðingslega fram við samlanda sína.
Í dag er búið að heilaþvo Hollendinga og heiminn með Önnu litlu Frank. Það voru til þúsundir stúlkna eins og Anna Frank í Hollandi. Anna Frank friðþægir vonda samvisku Hollendinga. Hollendingar gleyma hins vegar Puls (Pulsen) vögnunum, frá fyrirtæki A. Puls, sem óku um götur Amsterdam og Haag og tæmdu íbúðir gyðinga sem sendir höfðu verið í búðir eða voru í felum, eftir að hollenska lögreglan var búin að leita það upp og stinga byssustingjum sínum í gegnum gólfin til að fullvissa sig að engin fæli sig í íbúðunum. Þá kom flutningafyrirtækið Puls sem tæmdi hús gyðinga.
Hollendingar eru nú búnir að vera með Þjóðverjum lengi í ESB, en samt heldur Þýskaland hlífðarhendi yfir hollenska böðlinum Klaas Karel Faber sem gekk í raðir SS og myrti gyðinga og aðra í fangabúðunum Westerbork í Hollandi. Hvað gera Hollendingar til að fá hann framseldann? Lítið sem ekkert. Níðingurinn Faber lifir í vellystingum í ESB-Þýskalandi. Hvað gerir ESB til að lögsækja gyðingamorðingjann Klaas Karel Faber? Ekkert!
Í hvert sinn sem ég skrifa um þessa skuldseigu þjóð, Hollendinga, sem átti erfitt að borga skaðabætur fyrir þær eignir sem hollenska ríkið nældi sér í eftir að gyðingar höfðu verið myrtir, þá hefur athugasemdin ekki verið birt, eða fjarlægð á hollenskum rabbsíðum. Það var nefnilega þannig að Hollendingar byrjuðu ekki að greiða skuldir sínar aftur og skila eigum gyðinga, sem bankar höfðu tekið traustataki, fyrr en upp úr 1994, og það tók nokkur ár. Nóg var rausað og sumir stjórnarliðar vildu minnka upphæðina. Minnst af þeim greiðslum sem loks voru inntar af hendi fóru til þeirra sem lifðu af eða ættingja þeirra, mest í als kyns sjóði fyrir gyðingasöfnuðu í Hollandi, söfn, rannsóknarverkefni og þvíumlíkt.
Gyðingabörn frá Hollandi, sem myrt voru í Helförinni. Þetta er ekki Anna Frank til hægri.
Gyðingum frá landsbyggðinni í Hollandi smalað í lestir til fangabúðanna í Westerbork.
Hollendingar eru annálaðir fyrir ráðsíu og jafnvel nísku. Það er jafnvel hægt að segja að um þjóðareinkenni sé að ræða. Ekki var laust við að hún kæmi í ljós þegar ríkisstjórn landsins, sem á síðustu 60 árum hefur oftast verið undir stjórn krata, ætti erfitt með að greiða skuld sína. Það tók þá 50 ár að hefja greiðslur. Ekki nóg með það, engin ríkisstjórn Hollands hefur nokkru sinni haft manndóm í sér til að koma með opinbera afsökunarbeiðni til gyðinga Hollands fyrir þá meðferð sem þeir fengu á stríðárunum og eftir stríð. Slíkan nánasahátt er vart hægt að finna annars staðar á byggðu bóli.
Það er alveg hægt, og ekki siðlaust að líkja Icesave skuldinni við skuld Hollendinga við gyðinga. En vert er að benda á tvennt: 90% gyðinga í Hollandi voru myrtar. Icesave varð víst engum, hollensku áhættufíklunum sem á eigin ábyrgð vildu setja fé sitt í hendur Icesave-glæpamannanna að bana. Icesave-bankamenn frá Íslandi voru í raun ekki ósvipaðir nasistum í hugsunarhætti. Flaskaðir upp á þeirri meinloku að Íslendingar væru bestir í heimi og gætu yfirstigið allt. Það er eina, sameiginlega synd margra Íslendinga, þetta helvítis ofmat á getu sína og hæfni.
Íslendingar eru fórnarlömb græðgi, ekki kapítalisma, heldur græðgi, sem ekki er flokksbundinn eiginleiki eins og menn sjá vonandi vel á Íslandi. Nú er hin venjulegi Íslendingur líka orðinn fórnarlamb taumlausrar græðgi okurlánara á Hollandi, sem sjálfir hafa aldrei gert almennilega upp við söguna og sína skuldunauta.
Setella Steinbach, sígaunastúlka frá Hollandi, á leið í dauðann. Þessi mynd var eitt sinn notuð af manni á Vestfjörðum á bloggi sínu til að lýsa eymd byggðarlags síns vegna kvótamála á Íslandi, og það var vel að merkja fyrir hrun. Hvernig ætli sé fyrir vestan nú?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Gyðingdómur, Helförin, Mannréttindi | Breytt 7.9.2010 kl. 10:37 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.9.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 1351604
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Þú ert góður Vilhjálmur.
Fólk hugsar alltof oft eins og hjörð og fylgir sauðnum. Virkilega óhugguleg mynd af "fullfrískum mönnum" sem eru að níðast á gamalmenni. Hvað er það sem fær fólk til að gera svona? Hvað er það sem fær fólk til að pynta og jafnvel drepa börn? Ég nenni ekki að leita að lýsingarorði yfir helförina. Manni fallast einfaldlega hendur og kjálki.
Þá komum við að spurningunni. Myndi kollektíf refsing yfir Þjóðverjum, Hollendingum eða öðrum ná fram réttlæti. Svarið er auðvitað nei.
Siðlausar ofsóknir á hendur gyðingum voru meðal annars réttlættar með því að "gyðingarnir" hafi gert hitt eða þetta. Hvaða gyðinga var fólk að tala um? Grr..........................
Sigurður Þórðarson, 16.2.2010 kl. 20:42
Það má líka líkja múginum við sauðfé á fjalli sem rennur til eftir því hvernig hóað er á það eða hundinum sigað.
Jóhannes (IP-tala skráð) 16.2.2010 kl. 23:17
Samlíkingin er hrikaleg en samt gott að hún komi fram takk fyrir að birta þetta.
Sigurður Haraldsson, 17.2.2010 kl. 00:18
Frábær pistill!
Sigurður Þór Guðjónsson, 17.2.2010 kl. 00:50
Þakka frábæra grein, sem vekur mann til umhugsunar.
Áfram Vilhjálmur!
Ólafur Jóhannsson, 17.2.2010 kl. 21:11
Þessi saga má ekki gleymast og því er dapurlegt að heyra að þessi lánlausi Vestfirðingur skuli reyna að gjaldfella hryllinginn með lágkúrulegri samlíkingu.
Ragnhildur Kolka, 18.2.2010 kl. 19:55
Ég þekki þennan "lánlausa Vestfirðing" ekkert og ég veit ekki hvort hann þekkir nokkuð til sögu sígauna stúlkunnar. Síðastur manna myndi ég réttlæta helförina ekki frekar en Vilhjálmur sem leyfði sér að koma hér með samlíkingu sem fékk fólk til að hugsa.
En það eru framin mannréttindabrot á hverjum degi með kvótakerfinu á Íslandi, þar sem leiguliðar eru mergsognir. Það er lánleysi sumra Íslendinga að geta ekki séð rusl í eigin garði.
Sigurður Þórðarson, 19.2.2010 kl. 11:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.