Leita í fréttum mbl.is

Ţegar byltingin var falleg og góđ

114

Ţessi frábćra mynd af ungum međlimi í lúđrasveit verkalýđsins, einhversstađar í Úsbekistan, er frá ţví ađ byltingin var ung og Stalínismanum var haldiđ á lofti eins og óspjallađri mey. Myndina valdi ég úr miklu safni mynda, ţví drengstaulinn međ horniđ svipar til mín, ţegar ég var ungur. Ég átti ţó ekki svona flottan búning né franskt horn.

Fleiri hundruđ mynda sem ţessa má sjá á síđu til heiđurs Max Pensons. Penson var gyđingur sem fćddist í Hvíta Rússlandi áriđ 1893. Hann hafnađi, međal annars vegna ofsókna á hendur gyđingum, alla leiđ austur í Úsbekistan og vann ţar mestan hluta ćvi sinnar sem ljósmyndari, eđa ţangađ til hann komst í ónáđ áriđ 1948 og missti leyfi til ađ ljósmynda áriđ 1949. Eftir ţađ var hann veikur mađur og niđurbrotinn. Hann dó áriđ 1959. Hér getiđ ţiđ skođađ fleiri hundruđ mynda Pensons, sem var mikill listamađur, ţó ađ hann hafi unniđ undir formerkjum sósíalrealisma Stalínismans. Myndirnar eru mjög góđar heimildir um lífiđ í Úsbekistan á 4. - 6. áratug síđustu aldar. Myndasafni Pensons var bjargađ af dóttur og tengdasyni, og hafđi ţađ nćr eyđilagst í miklum jarđskjálfta áriđ 1966. Íslandsvinurinn Roman Abramovitch kostađi áriđ 2006 heilmikla sýningu á verkum Pensons.

2241
Max Penson
2012
Moisei Glauberzon mágur Pensons les Pravda
1662
Úsbeki međ lúđur

Úsbekar hópmynd

1525

Austrćnt og vestrćnt hjá Stalín


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Frá ţví ég var lítill ađ skođa landakort hefur Úsbekistan veriđ mitt draumaland. Sérstaklega Ferganadalurinn. Hvađ vitum viđ um Úsbekistan? Er ţađ annars ekki ţar sem forsetinn hefur sođiđ andstćđinga sína í stórum potti?

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 1.2.2010 kl. 19:53

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sigurđur Ţór, sál ţín er örugglega gömul kamelsmalasál frá Samarkand. Ferganadalurin er vissulega fagur og frjósamur. Hvađ vitum viđ um Úsebekistan? Ţađ er harla lítiđ. Og hvađ vita Úsbekar um Ísland? Icesave, Björk, eđa Gudjhonhson? Nokkrir hafa líklega dansađ á samkomu hjá MÍR í gamla daga.

Mannréttindi eru fótum trođin enn, en ekki vissi ég ađ forsetinn hefđi sođiđ andstćđinga sína. Varla getur ţađ bragđist vel eđa veriđ halal. Menn fara ekki eins leynt í óskapnađinn nú eins og ţegar Stalín frysti andstćđinga sínum í stórri ískistu af tegundinni Síbería. Heimurinn er allur ađ opnast.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 2.2.2010 kl. 12:05

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Islam Karimov sagđi víst einu sinni ađ hann vćri til í ađ rífa af 200 höfuđ andstćđinga sinna til ađ bjarga "lýđveldinu". Hann telur Talíbana til helstu óvina sinna, og hver gerir ţađ ekki - nema VG og Samfylkingin? Hvort Karimov lét verđa af ţví veit ég ekki, en súpan gćti hafa orđiđ til viđ ţađ tćkifćri. Talibanasúpa međ gúrkumću og granateplum.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 2.2.2010 kl. 12:20

4 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Já, Samarkand er einhver ćfintýralegasti stađur í heimi eftir nafninu ađ dćma og ljóđum Goethes í West-Ostlicher Divan.

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 5.2.2010 kl. 13:01

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband