Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Menntun og skóli

Doktor Prime Minister

Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra Dana var nýlega á ferð í Ísrael. Þar var hann meðal annars sæmdur heiðursdoktorsnafnbót þann 28. maí sl. við háskólann í Haifa. Ráðherranum var boðið til Ísraels í tengslum við 60 ára afmæli Ísraelsríkis og titilinn og hattinn fékk hann fyrir störf sín að sviði umhverfismála og friðar.

Ekki veit ég hvort Fogh Rasmussen hefur stuðlað meir að umhverfismálum eða friði en aðrir. Ég tel að hann hefði getað fengið nafnbótina fyrir öllu merkilegra afrek. Árið 2005 baðst hann afsökunar fyrir hönd þjóðar sinnar og fyrri ríkistjórna á þeirri meðferð sem dönsk yfirvöld gáfu flóttafólki, gyðingum og öðrum, á 4. og 5. áratug síðustu aldar. Hann bað gyðinga afsökunar á því að gyðingar höfðu verið sendir í klær nasista fyrir tilstuðlan danskra yfirvalda. Rúmri viku áður en hann kom með þessa afsökun, hafði ráðuneyti hans beðið um bók mína Medaljens Bagside, og hjólaði ég stoltur með hana og afhenti hana á skrifstofu Anders Fogh Rasmussens. 

 

Dr Rasmussen I presume

                             © Jerry Bergman, Copenhagen

Danir vilja helst ekki heyra um þennan dökka kapítula í sögu sinni og dvelja frekar við, og stæra sig af, björgun gyðinga til Svíþjóðar í október 1943, þó svo að sú björgun hafi nú fyrst og fremst verið möguleg vegna þess að æðstu Þjóðverjarnir í Danmörku ákváðu að líta í aðra átt og gera minna úr aðgerðinni gegn dönskum gyðingum en upphaflega stóð til. Það gerðu þeir til að bjarga eigin skinni, því þeim var ljóst að stríðlukkan hafði snúist gegn Þjóðverjum.

Í Ísrael hafa menn enn ekki fengist til að meðtaka, að það var ekki bara giftusamleg björgun gyðinga árið 1943 sem hægt er að skrifa á sameiginlega sögu gyðinga og Dana. Sú saga inniheldur marga ljóta kapítula. 

Anders Fogh Rasmussen hefur, mér vitandi, ekki gert neitt sérstakt á sviði umhverfismála fyrir utan langtímaáætlun fram til 2025. Áætlun ríkisstjórnar hans í umhverfismálum er yfirveguð og raunsæ. Stjórnarandstaðan í Danmörku, eins og stjórnarandstöður víða annars staðra, virðist hins vegar halda  að hægt sé að frysta norðurpólinn og stöðva alheimshitnun ef vinstri menn komast til valda. Málið er ekki svo einfalt. Hér áður fyrr var þó mjög oft kalt í Gúlaginu, þar sem vinstri menn réðu öllu.

Fogh Rasmussen er einnig meðal þeirra leiðtoga sem sent hefur herlið til Írak og Afganistan. Menn geta lengi rætt hvort það er til góðs eður ei. Sjálfur tel ég það manninum til sóma. Friður kemst ekki á í þessum löndum meðan hryðjuverk eru faðirvorið.

Afsökunarbeiðni Anders Fogh Rasmussens árið 2005 var nægileg ástæða til að gefa honum doktorsnafnbót og sakna ég þess afreks í jarteiknaskrá Anders Fogh Rasmussens sem Háskólinn í Hafia hefur gefið út. Það hefði verið fullnóg ástæða til að gefa honum ferkantaða hattinn.

 

Kippa extra

Hér er bannað að reykja

  No fags on this blog  Period

Eitt sinn þótti mjög fínt að reykja. Gyðingafjölskyldan á myndinni hér fyrir neðan var engin undantekning. Allir reyktu, ef ekki tóbak, þá súkkulaðisígarettur.  Hér áður fyrri, þegar afi og amma voru ung, þótti jafnvel uppbyggilegt að reykja. Sígarettu- og vindlaframleiðendur lögðu sig í líma við að uppfræða ungdóminn um leið og hann sogaði til sín örlög sín.

Reykvíkingar

Í mörgum tegundum sígarettupakka var að finna lituð kort með myndum með als kyns upplýsingum. Þetta var að öllum líkindum fundið upp í Ameríku eins og svo margt annað gott. Sumir reyktu til að safna þessum myndum, aðrir söfnuðu og vonuðu að aðrir reyktu meira svo þeir gætu fengið myndirnar þeirra. Alls konar léttmeltanlegan, alþýðlegan fróðleik og skemmtan var að finna á þessum kortum. Þetta var eins og alfræðiorðabók. Nýr og óvæntur fróðleikur á 20. hverja sígarettu. Það var vinsæl iðja á meðal barna jafnt sem fullorðinna að safna þessum myndum.

Sum vindlingafyrirtæki létu fylgja með í pökkunum litlar silkimyndir með fánum, skjaldamerkjum, dýramyndum og ýmsu öðru.

Það var drengur í Niðurlöndum, sem átti þetta safn íslenskra fána, sem koma úr Turmac sígarettupökkum, sem vinsælir voru á fyrri hluta 20 aldar. Drengurinn reykti ekki, en sat um alla sem gerðu það til að svala söfnunaráráttu sinni. Markmið hans var að safna eins mörgum þjóðfánum og mögulegt var. Sameinuðu Þjóðarinnar urðu til í sígarettupökkum. Þessar sígarettur, Turmac, eru enn framleiddar i Belgíu og Sviss en fræðsluhlutverki sígarettna er fyrir löngu lokið. Engir fánar koma úr sígarettupökkunum nú, aðeins krabbamein

Ysland fánar Turmac

Turmac_belgian_version_orange_s_25_b_belgium

Teofani sígarettur, sem voru framleiddar á Englandi, voru líka seldar með myndum, t.d. af leikurum á milli 1930 og 1940. Slík "leikarasöfnun", sem stunduð var á Íslandi allt fram á 7. áratug síðustu aldar byrjaði fyrr. Það fyrirbæri að troða leikaralýð niður í sígarettur þekktist þegar um 1880 í Bandaríkjunum.

Þessi leikkona í peysufötum lenti til dæmis í pakka af Teofani. Veit einhver hver þetta er?

Peysufataleikari
Ekki kemur meira úr pípunni í þetta sinn. Tóbakið er orðið svo dýrt.
Pétur Pípa

„Neðanmálsfrétt"

 
Verðlaun HÍ

Leyfist manni að vitna í "sjálfan sig": „Nýjasta bókin mín fer brátt að koma út. Ég hef valið að gefa hana út sem "vefbók". Hún fjallar um "gæsalappir" („...") og notkun þeirra í "HÍ" gegnum "söguna". Ég vitna líklega ekki rangt í sjálfan mig, þegar ég segi: „Þetta er bók sem vitnað verður í". Ég vonast eftir því að fá hin „mjög svo "eftirsóttu" gæsalappaverðlaun "HÍ"  og Hæstaréttar Íslands "(HÍ)" fyrir." (Sjá mynd, þau ykkar sem ekki eru blind "sjónskert").

„Næsta bók mín verður "Neðanmálsgrein1"  Það er 845 blaðsíðna "verk", en 632 þeirra eru "neðanmálsgreinar". Bókin er mettuð af gæsalöppum og "upphrópunarmerkjum". "Neðanmálsgrein" hentar ekki til birtingar á "netinu", og vonast ég til að hún seljist grimmt. Ég tek það fram að ég er búinn að fá "leyfi" frá helstu "neðanmálsættum" landsins til að birta allar þessar greinar. Ég get líka upplýst, án þess að þið farið nú að vitna í það, að sumir að bestu vinum mínum eru "Hæstaréttadómarar" í og úr HÍ. Þeir hafa lesið bókina og gefið mér góð "ráð" en dýr2. " - eða er það svona.""2

  1. "Enska útgáfan "Notes" kom út í fyrra og rokseldist".
  2. "Launráð".

Brennum skólana !

 
Tingbjerg Skole

 

Að sögn yfirvalda í Danmörku hafa að minnsta kosti 10 skólar orðið eldi að bráð síðustu daga. Í gærkvöldi og í nótt hefur Tingbjerg Skole í Kaupmannahöfn brunnið og dagheimili í Árósum, svo eitthvað sé nefnt. Svo var líka kveikt í handan við hornið, þar sem ég bý.

Myndin hér að ofan er frá Tingbjerg Skole í Brønshøj. Börnin er greinilega flest innflytjendabörn.

Hér getið þið séð kynningarmynd nemendanna um skólann. Bakgrunnstónlistinn er gangsterrap innflytjendahljómsveitar sem kallar sig Block 27. Meðlimirnir hljómsveitarinnar eru allir fæddir í Danmörku og hafa verið í Tingbjerg Skole. Lagið sem þeir syngja "Nu er det min tur at kommet til tops" inniheldur t.d. þetta:  "for os er der ikke nogen lov" (engin lög gilda fyrir okkur), "det er os der har magten" (það erum við sem erum við völd) og "vi er på vej til tops" (við erum á leið á toppinn).  Hvaða aðferðir ætla þessir ungu menn að nota til þess að komast á toppinn. Menntun eða lögleysu?

Danska sjónvarpið sýndi í gær bókasafn í dönskum skóla. Brotist hafði verið inn í bókasafnið og bensíni hellt yfir þorra bókanna. Reynt var að kveikja í, en eldurinn var slökktur áður en hann náði að breiðast út. Fjöldi bóka var eyðilagður með bensíni. Þegar bækur eru brenndar, hugsa ég til bókabrenna nasista.

Múhameðsteikningar, lélegt uppeldi, danska þjóðfélagið eða eiturlyfjastríð? Mér er alveg sama hver ástæðan er. Bókabrennur og skólabrennur eru verk villimanna, sem ekki vilja skóla, menntun og lýðræði.

Gyðingar voru einu sinni flóttamenn/innflytjendur í Danmörku. Ekki fóru þeir um og kveiktu í. Víetnamar voru fyrir skemmstu flóttamenn í Danmörku. Ekki fara þeir um og brenna. Ungverjar voru til friðs og það sama er hægt að segja um Tamíla, og svo framvegis. Íslam er samnefnari þeirra sem nú brenna skóla í Danmörku.  Ekki útiloka ég að aðrir þættir séu fyrir hendi. En meginástæðan sem nú er gefin, þótt hún hafi verið önnur í byrjun, er birting mynda af Múhameð.  

Bókabrennur Bókabrennur nasista 

Þegar gyðingar voru flóttamenn í Danmörku á 4. og 5. áratug síðustu aldar voru ekki einu sinni til stjórnmálaflokkar sem heils hugar reyndu að koma í veg fyrir að þeim yrði vísað úr landi.

Nú er hins vegar öldin önnur. Allt ætlar að verða vitlaust þegar tveir Túnismenn eru handsamaðir. Handtaka þeirra er vegna meintrar tilraunar til að myrða skopmyndateiknara. Konur þeirra sem þeir hafa klætt í svarta poka í nafni trúarinnar, segja að þeir séu alsaklausir. En þær vissu víst ekki að þeir lifðu tvöföldu lífi meðan að útsýnið þeirra var skert undir kuflinum. .

Radikale Venstre, sá flokkur sem á heiðurinn að samvinnu Dana við nasista í síðari heimsstyrjöld, berst nú fyrir því að mennirnir frá Túnis fáið að vera áfram í Danmörku. Hryðjuverkamenn nasista voru líka boðnir velkomnir af Radikale Venstre.

Gyðingar hafa reyndar á síðustu árum verið lagðir i einelti í þeim hverfum þar sem óeirðirnar eru verstar nú. Mig minnir að stjórnmálamaður í flokki Radikale Ventre hafi mælt með því að gyðingar "ættu ekki að ögra með því að ganga með kollhúfur sínar" um götur borgarinnar. Er einhver sem leggur til múslíma með hnífi vegna þess að þeir ganga í fötum sem sýna trú þeirra?

Er verið að brenna danska skóla fyrir tvo vafasama karaktera frá Túnis eða ásjónu Múhameðs?

Hvað mynduð þið Íslendingar góðir, sem eruð svo skilningsríkir og eruð að eigin sögn svo góðir við útlendinga, gera ef skólarnir ykkar væru brenndir til kaldra kola vegna teikninga í dagblaði - eða bara einhvers annars????

HVAÐ MYNDUÐ ÞIÐ GERA? 

 


« Fyrri síða

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband