Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
16.2.2007 | 16:55
Bænir gefa engan styrk
Heittrúaðir gyðingar geta margir hverjir hlaupið í spik við lestur, þótt heilinn sé þaulþjálfaður.
Framtaksamur maður í Ísrael hefur opnað heilsurækt fyrir heittrúa gyðinga, þar sem þeir geta losað sig við aukakílóin eða styrkt líkamann - án þess að horfa upp á stinnar meyjar, sem leika sér af huga Adams eins og Lilith forðum, áður en Herrann skapaði Evu.
Þetta er auðvitað eitthvað annað en þegar ég var í öftustu röð í steppi hjá Hrafni og Ágústu. En þá fékk maður nú oft á tíðum opinberun beint upp í andlitið.
Those were the days.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 16:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2007 | 16:26
Dráp, eyðilegging og ofstæki
Jerúsalem fyrir daga Íslams. Samkvæmt öfgamönnum mega fornleifafræðingar ekki rannsaka leifarnar eftir þá mismunandi menningarstrauma, sem ráðið hafa ferðinni í hinni helgu borg.
Nú boðar snarvitlaus leiðtogi Íslamista í Palestínu 3. Intíföduna. Greinilegt er, að menn eru ekki búnir að fá nóg af morðæðinu, sem hefur herjað síðan um aldamótin. Nú á greinilega að drepa enn fleira saklaust fólk. Sprengja rútur, sprengja saklaust fólk á veitingastöðum, sprengja allt og alla í Ísrael. Tylliástæðan fyrir nýja uppþotinu er fornleifarannsókn Ísraelsmanna á musterishæð, sem ég skrifaði um í gær.
Í mörg ár hafa múslimir sjálfir eyðilagt fornleifar á Musterishæð. En allt verður svo vitlaust vegna rannsókna sem fram fara í tengslum við framkvæmdir á göngubrú. Nú er gyðingum hótað dómsdegi af Sheikh Raed Salah, sem er leiðtogi Íslamistasamtaka Palestínu. Hann sagði meðal annars í ræðu í dag um gyðinga: Þeir vilja reisa musteri sitt meðan blóð okkar er á fötum þeirra, á dyrastöfum þeirra, í mat þeirra og vatni.
Hvenær fær hinn vestræni heimur nóg af þessum yfirgengilega miðaldabarbarisma? Af hverju styðja heilvita menn, jafnvel trúlausir vinstrimenn, svona frávita öfgar? Musterishæð köllum við þetta svæði, kristnir og gyðingar. Þetta er helgur staður fyrir okkur. En öfgaklerkar Palestínu hafa verið beðnir um að hefja nýja Intífödu í kjölfarið á skálmöldinni á milli öfgahópanna sem berjast um völdin í Palestínu. Því er borið við að hættulegir fornleifafræðingar séu að grafa undir göngubrú. Hvað geta ekki svona fornleifafræðingar leitt í ljós. Þeir gætu kannski eyðilagt máttarstoðir kreddunnar. Brjálæðið er löngu gengið úr böndunum. Múslimir líta á Musterishæð sem sína eign. Gyðingum og kristnum skal úthýst. Sheikh Raed Salah lýsir því yfir að hann vilji sjá höfuðborg nýja Wahab-Klífatsins (Stórríkis múslima) í Jerúsalem.
Og hvað þýðir það? Það þýðir að Ísraelsþjóð skal útrýmt, vegna þess að trúarofstækið knýr hatrið, en gyðingahatur er ekki nein nýleg uppfinning nasista, ef einhver heldur það. Mottó öfgamúslima er því miður er orðið: Við erum fórnarlömb heimsins. Heimurinn er aðeins vondur við okkur. Þetta er reyndar ekki neitt sem stendur í Kóraninum eða öðrum ritum. Þetta er viðlag sem mig grunar að vinstrimenn á Vesturlöndum hafi fyrst og fremst kennt öfgamúslimum. Þess vegna kemur þeim svo vel saman.
Félaginu Ísland-Palestína ber tafarlaust að fordæma yfirlýsingar Palestínuaraba um 3. Intíföduna. Eða ætla menn að taka þátt í nýjum hildarleik og bera í bætifláka fyrir enn eitt blóðbaðið.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 16:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2007 | 17:02
Tvískinnungur á Musterishæð
Fornleifum úr "framkvæmdum" múslima á Musterishæð er kastað niður í Kidrondal. Sárt að verða vitni að slíkum skemmdaverkum.
Mikið fjaðrafok er nú vegna fornleifarannsóknar í Jerúsalem, í grennd við Al Aksa moskuna, þ.e.a.s. á Musterishæð gyðinga, þar sem moskan var reist á sínum tíma og reyndar í leyfisleysi.Ísraelar ætla að endurnýja gamla göngubrú úr tré, upp á Musterishæðina. Því var ákveðið að rannsaka undir brúarstæðinu. Þetta gera múslimir að bitbeini og gjörvallur heimur múhameðstrúarmanna er nú í uppnámi og ásaka gyðinga um vanhelgun á því næstheilagasta í Íslam. Tyrkir vilja nú senda hóp sérfræðinga til Jerúsalem til þessa að skoða rannsóknina og hafa þeir verið boðnir velkomnir af Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraelsríkis.
Það er heldur ekkert að fela. Rannsóknin gæti hins vegar aukið þekkingu okkar á þessum merka stað. Það verður hins vegar ekki sagt um allar þær vafasömu framkvæmdir sem hafa verið við Musterishæð á vegum múslima á síðustu árum. Waqf , eða æðstaráð múslima í Jerúsalem hefur gefið leyfi til fjölmargra framkvæmda og látið eyðileggja fornleifar við og á Musterishæð. Vélskóflur hafa verið notaðar, án fornleifarannsókna, og uppgröfnu efni hefur m.a. verið kastað niður í Kidrondal. Ísraelsmenn og gyðingar kvarta og kveina yfir skemmdarverkunum, en þau eru gerð í nafni Allah með blessun Waqf, svo lítið er að gera. Lesendur geta kynnt sér skemmdarverk Waqf á þessari vefsíðu.
Aldrei er að vita hvort tyrkneskir kollegar mínir rannsaki líka skemmdarverk trúbræðra sinna á Musterishæð, um leið og þeir líta niður til fornleifafræðinganna undir brúnni. Sömuleiðis væri það umhugsunarefni fyrir ýmsa starfsbræður mína um heim allan, að spyrja sjálfa sig af hverju þeir æsa sig út af fornleifarannsókn gyðinga undir göngubrú, þegar þeir þegja þunnu hljóði yfir skemmdaverkum múslimaklerka á einum helgasta stað Gyðingsdóms, Kristni og Íslams.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2007 | 19:28
Þorskur dagsins, og maður
Dr. Jón Bragi Bjarnason er maður dagsins. Hann hefur drepið kvefið og fuglaflensu með þorski, (með smá fyrirvara þó). Geri aðrir betur!!!!
Mér sýnist á öllu að það þurfi að breyta skjaldamerkinu til eldri gerðar.
Íslenskt lyf gegn fuglaflensu og kvefi væntanlegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 19:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2007 | 18:47
Hvalræði
Norska dagblaðið VG greinir frá því að hvalurinn Snow, sem var með kálfi, hafi verið drepinn af risafarþegaskipinu Dawn Princess. Þetta gerðist reyndar fyrir 6 árum. Í gær var eigendum skipafélagsins, sem á Dawn Princess, gert að punga út 750.000 bandaríkjadölum fyrir morðið á hnúfubaknum Snow.
Kviðdómendur voru allir sammála. Skrúfur farþegaskipsins voru alblóðugar og lögmenn O J Simpsons áttu ekki sjans í málið. Nelson Cohen, ríkissaksóknari í Alaska, skýrði dómsorðið á þá vegu að hvalir væru þjóðargersemar sem yrði að vernda fyrir komandi kynslóðir. Við verðum að vernda þá gegn glæpsamlegum og óábyrgum verkum mannanna og stórra fyrirtækja, sagði Nelson Cohen við Fréttastofu AP.
Það er greinilegt að Nelson dómari hefur í hyggju að eignast 10 tonna uppeldisson þarna úti í höfunum. En hvað með Sævar skjaldböku, Bobba marsvín og Tommy túnfisk, sem allir lentu í slæmum árekstri við skip á síðasta ári - eða alla hina fiskana. Hver hugsar um þá? Hver sér um hagsmuni fjölskyldu Smára smokkfisks? Hvar er manngæskan?
Nelson Cohen fær Hvalinn, verðlaun PostDocsins, fyrir nýjan vinkil á lögfræðinni.
Trúmál og siðferði | Breytt 4.2.2007 kl. 01:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.1.2007 | 20:01
San Demon og fjósið
Þennan púka tókst Margit Sandemo á við á Stöng, en tókst ekki að kveða hann niður. Nú er hann kominn með blogg á Mbl. og vinsældirnar aukast líkt og hjá Sandemo. Leyndarmálið er kynlíf (sjá færsluna á undan)
Á eftir er heimildakvikmynd í Ríkissjónvarpinu um norska súpermetsöluhöfundinn Margit Sandemo. Ég get ekki séð þáttinn í sjónvarpinu mínu, en ég get hins vegar sagt sögu af Margit Sandemo. Ég hitti þessa merku konu fyrir 21 ári að Stöng í Þjórsárdal, þar sem ég var að grafa upp rúst kirkju frá 11.-12. öld og tilheyrandi grafir ábúenda á staðnum, sem höfðu verið tæmdar (fluttar) eftir eldgos í Heklu árið 1104 (sjá nánar um það hér). Sandemo kom þarna með íslenskum fararstjóra á miklum trukk, alveg upp í hlað. Frú Sandemo sneri honum um fingur sér og skipaði honum mikið fyrir. Fjótlega féll konan í eins konar trans og gekk kringum holuna okkar eins og hún væri að leita einhvers. Ég spurði bílstjórann, hvort hún þyrfti á læknishjálp að halda. Hann svaraði með lotningu, en hvíslaði eins og hann vildi ekki trufla Sandemo, að hún fyndi fyrir tilvist ungrar konu, sem hefði orðið undir hrauninu í gosinu og dáið í skálanum á Stöng. Ég hvíslaði til baka, að enginn hefði orðið undir hrauni á staðnum. Ég kunni engin deili á Sandemo, og vissi ekkert um vinsældir hennar á Íslandi þegar þetta gerðist. Sandemo hélt áfram og vappaði alveg fram á brún uppgraftrarins. Skyndilega hrein hún á nær óskiljanlegri norsku nærri 4 metrum yfir hausamótunum á mér: Det er et fjøs, det er et fjøs, du står i, et fjøs unge mand. Ég svaraði um hæl á heimatilbúinni, sönglandi norsku: Nej, det ein kirkje og du står oven på de døde, og svo glotti ég stríðnislega.
Sandemo gaf mér illt augnaráð og hélt áfram sálarannsóknum sínum, eins og ekkert hefði í skorist. Bílstjórinn hennar trúði henni frekar en mér og taldi það af og frá að við hefðum fundið kirkju, þar sem greinilega hafði verið fjós.
Trúmál og siðferði | Breytt 5.12.2008 kl. 17:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2007 | 20:26
27. janúar
Þessi börn lifðu Helförina af.
Ég leyfi mér að minna á að á laugardag, þ. 27. janúar, er Helfararinnar á gyðingum minnst í mörgum löndum. Þessi minningardagur er ýmist kallaður Auschwitz-dagur eða Holocaust-dagur.
Við höfum ekkert slíkt á Íslandi og fáum líklega ekki í bráð. Allt í lagi virðist að afneita Helförinni á Íslandi og hef ég séð bloggara á blog.is, sem eru að velta samsæriskenningum fyrir sér. Þeir eiga líklegast erfitt með að trúa því, hve grimm mannskepnan getur verið.
Þessir hollensku gyðingar gerðu það ekki.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 20:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.1.2007 | 16:24
Felix kom í heimsókn
Felix á leik við Rúben, son minn
Hann Felix kom í heimsókn til mín í nóvember. Það væri ekki í frásögur færandi, ef Felix hefði ekki fæðst í Reykjavík árið 1936 og verið fyrsti gyðingurinn sem fæddist á Íslandi. Honum var reyndar vísað úr landi með foreldrum sínum, Hans og Olgu, og systur árið 1938. Fjölskyldan Rottberger fékk að fara í land í Kaupmannahöfn. Það gátu þau þakkað C.A.C. Brun sendiráðsritara í Danska sendiráðinu, en um þann merka mann má einnig lesa hér og hér. Um sögu Rottberger fjölskyldunnar efter 1938 má lesa í bók minni Medaljens Bagside, sem út kom í Danmörku árið 2005. (Saga þeirra á Íslandi hefur m.a. verið sögð af Einari heitnum Heimissyni og Þór Whitehead).
Næstu árin eftir brottvísunina frá Íslandi voru ekki dans á rósum. Flóttamenn, og sér í lagi gyðingar, máttu ekki vinna, og þeim voru settar alls kyns skorður. Fjögur barna Rottberger fjölskyldunnar urðu viðskila við foreldra sína, sem neyddust til að flýja án barnanna til Svíþjóðar í október 1943. Börnunum var komið fyrir á barnaheimili á Fjóni. Þar sem eitt ríkasta bæjarfélagið í Danmörku, Søllerød, sem sett hafði börnin í fóstur á Fjóni, þótti sárt að sjá af fé til uppihalds barnanna, stakk barnaverndarnefndin upp á því að þau yrðu send til Þýskalands árið 1944. Lögreglusaksóknari nokkur í Kaupmannahöfn, sem var velviljaður gyðingum, kom sem betur fer í veg fyrir það.
Eftir stríð héldu erfiðleikar fjölskyldunnar í Danmörku áfram. Danir vildu lítið fyrir ríkisfangslausa gyðinga gera. Danska bæjarfélagið, sem ætlaði sér að losa sig við Rottberger börnin til Þýskalands árið 1944, rukkaði skuldir og framfærslufé sem það taldi Hans Rottberger skulda sér. Hans Rottberger neitaði að borga, enda var það eindæmi að slíkt væri tekið til innheimtu. Málið fór alla leið til hæstaréttar Danmörku, þar sem einn dómari sá loks fáránleika málsins. En þótt málinu væri vísað frá, hafði Rottberger fjölskyldan ákveðið að yfirgefa Danmörku og setjast að í Þýskalandi. Hún var búinn að fá nóg.
Hans og Olga gengu út úr Kaupmannahöfn með stóran hóp barna og með tveggja hæða barnavagn, sem Hans Rottberger hafði útbúið fyrir yngstu meðlimi fjölskyldunnar. Fjölskyldan settist að í Konstanz í Þýskalandi. Felix Rottberger býr nú í Freiburg í Þýskalandi, þar sem hann umsjónamaður grafreits gyðinga og samkundhúss borgarinnar. Nú eru flestir þeir gyðingar, sem búa í Freiburg, frá Sovétríkjunum fyrrverandi.
Felix kom í þetta skipti til Danmörku sumpart fyrir minn tilstuðlan. Hann hélt stutta ræðu í samkunduhúsi gyðinga í Kaupmannahöfn á minningardag um Krystalnóttina 1938. Hann talaði einnig við börn í grunnskóla gyðinga í Kaupmannahöfn. Hann hélt sömuleiðis fyrirlestra á eyjunum Møn og Fjóni. Felix talar dönsku eins og menn gerður á 5. áratug síðustu aldar og hefur engu gleymt. Það birtist viðtal við Felix í danska vikublaðinu Hjemmet (Nr. 1, 2007), sem margar íslendingar kaupa enn, en sem ég hef enn ekki séð.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.1.2007 | 17:15
Al Quaida ofsækir gyðinga í Jemen
Þegar al Quaida er ekki að sprengja í okkar heimshluta, eru þessi illmenni að eltast við örfáa gyðinga í Jemen. Allahu Akbar! Al Quaida telur, eins og kunnugt er, alla gyðinga réttdræpa, hvar sem þá er að finna.
Gyðingar í Jemen eru nú aftur í lífshættu. Saudi Arabíska blaðið Al Watan og ísraelska blaðið Jerusalem Post greina frá því, að gyðingar í þorpi norður af borginni Saana hafi neyðst til að flýja heimili sín. Það er al Quaida og öfgamúslimir sem valda þessum flótta. Danskur dándipiltur, giftur færeyskri konu, var nýlega að sinna erindum fyrir þennan félagsskap í Jemen og lenti í fangelsi, grunaður um smygl.
Gyðingar hafa búið í Jemen síðan á dögum Salómons konungs. Hebreska, sú sem töluð er í Jemen, er talin vera ein upphaflegasta gerð tungumálsins. 45.000 gyðingar voru fluttir til Ísraels 1940-50 í björgunaraðgerð sem kölluð var Hið fljúgandi Teppi. Örfáir gyðingar eru hins vegar enn í Jemen, en flestir eru of fátækir til að geta yfirgefið landið. Heittrúaðir gyðingar í New York hafa á síðari árum misnotað neyð jemenítísku gyðingana og lokkað þá til New York, misnotað vinnukraft þeirra og jafnvel stolið börnum þeirra, sem þeir ættleiða og ala upp og neyða foreldrana til að yfirgefa BNA. Menning gyðinga í Jemen má muna sinn fífil fegri.
Nú er líklega kominn tími til að þeim síðustu verði hjálpa að yfirgefa landið, svo þeir geti haldið til Ísraels.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 17:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 49
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007