Leita í fréttum mbl.is

27. janúar

 

Auschwitz-children_MEGA 

Þessi börn lifðu Helförina af.

Ég leyfi mér að minna á að á laugardag, þ. 27. janúar, er Helfararinnar á gyðingum minnst í mörgum löndum. Þessi minningardagur er ýmist kallaður Auschwitz-dagur eða Holocaust-dagur.

Við höfum ekkert slíkt á Íslandi og fáum líklega ekki í bráð. Allt í lagi virðist að afneita Helförinni á Íslandi og hef ég séð bloggara á blog.is, sem eru að velta samsæriskenningum fyrir sér. Þeir eiga líklegast erfitt með að trúa því, hve grimm mannskepnan getur verið.

 

 01338

Þessir hollensku gyðingar gerðu það ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

ætti að skylda fólk til að fara til Auschwitz það myndi kannski skilja söguna betur eftir það

Ólafur fannberg, 24.1.2007 kl. 08:26

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Máske ekki skylda; En enginn er samur maður eftir að hafa verið þarna. Ég tók "the grand tour": Auschwitz, Treblinka, Sobibor etc. með stofnun sem ég vann fyrir haustið 2001. Ég gleymi aldrei þessum stöðum. En mig langar ekki aftur. Ekki í bili að minnsta kosti. Fer kannski með börnin þegar þau verða eldri. 

Aðrir, sem betur koma því við, ættu að heimsækja sláturhúsin í Sovét og Gúlögin eða koma við í Kambodju.  Hér í Danmörku fara æ fleiri skólar með krakka allt frá 14 ára aldri til útrýmingabúðanna í Póllandi, eða til fangabúða í Þýskalandi. Ég er viss um að það eru ekki margir nýnasistar eða Helfararafneitarar í þeim bekkjum

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 24.1.2007 kl. 16:43

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég naut einu sinni þeirrar gæfu að kynnast og leika krikket með Karl Maier nokkrum í Noregi. Þetta var hóglátur og elskulegur maður, sem vildi alls ekki vinna leikinn heldur hafa gaman af þeim vináttuböndum, sem tengdust þessum leik. Hann minntist aldrei orði á fortíð sína né þa´staðreynd að hann væri Gyðingur.  Látleysi hans og elska var eftirminnileg og hrífandi og gleymi ég seint þeim góðu kynnum.

Það sem ég vissi ekki þa´var að hann hafði liðið skelfilegar ofsóknir og þjáningu í fangabúðum Nasista í Sachsenhausen, sem ég heyri sjaldan nefndar í þessu samhengi.  Fyrir utan illan aðbúnað, sjúkdóma og valdbeitingu, þá var honum nokkrum stillt upp til aftöku, þar sem annar hver maður var skotinn en slapp.  

Um hann var ritað lítið kver sem heitir Skomakeren fra Sachsenhausen og var mér sagt að honum hafi ekki verið ljúft að rifja upp þessa atburði fyrir höfundinum.

Þetta er merkileg lesning og fékk ég að heyra margt annað en ritað var frá ættingjum hans, sem eru mér tengdir. Gyðingar neyddust þarna líka til að beita sína eigin bræður ofríki í sjálfsbjargarviðleitni sinni. Og var allskyns niðurlæging hluti þess að brjóta niður þetta fólk.

Þetta minnir um margt á aðferðir bandarískra hermanna og verktaka þeirra í Abu Gahrib og Guantanamo, svo sagan endurtekur sig, þar sem saklaust fólk verður fyrir barðinu á sjúklegri fordæmingu og rænulausri hugsjónablindu og hatri.

Slík kúgun og skelfingarlíf er einnig viðhöfð fyrir botni miðjarðarhafs og eru allir aðilar sekir þar. Það að Gyðingar geri tilkall til Palestínu 2028 árum eftir að þeir voru hraktir þaðan er ein ástæða þessa og sýnir að þvingun og yfirgangur, kann aldrei góðri lukku að stýra, hver sem á í hlut.  Ofbeldi leiðir af sér ofbeldi, það er óhrekjanleg staðreynd og það sprettur aldrei af sjálfu sér án ögrunnar.

Til að Gyðingar fái frið í þessu heimalandi sínu þarf sátt um að deila þessum landskika jafnt og án mismununnar milli þeirra blóðskyldu íbúa, sem þar voru fyrir.  Ég styð þá tillögu forsetafrúarinnar að sameinuððu þjóðirnar taki að sér lögsögu í Jerúsalem og að trúfrelsi og stéttar og kynþáttajöfnuður verði hafður að leiðarljósi.  Þá mun vel farnast. Hógværð, sáttfýsi og fyrirgefning og bróðerni ríki meðal manna eins og í sálu Karl Maier heitins. 

Jón Steinar Ragnarsson, 25.1.2007 kl. 17:52

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Carl Maier var ekki gyðingur!Carl Maier, sem þú nefnir til sögunnar, kom sem flóttamaður til Noregs árið 1938. Hann var ekki gyðingur heldur Súdetaþjóðverji og krati, sem flýði vegna pólitískra skoðanna sinna, en ekki vegna uppruna síns eða trúar. Hann var Þjóðverji, sem ekki vildi vera undir oki Hitlers. Carl Maier var handtekinn af Gestapo í Noregi, enda á lista þeirra yfir pólitíska flóttamenn. Hann var dæmdur til dauða í Þýskalandi og það átti að hengja hann.  

Samkvæmt Bengt Callmeyer, höfundar bókarinnar um Maier, sem ég talaði við í dag, slapp Maier undan þeim örlögum á  næsta ótrúlegan hátt. Oft gerðist það ef menn lofuðu bót og betran. Ef Maier hefði verið gyðingur og krati hefði höfuðið fallið langt frá bolnum strax eftir dómskvaðninguna.

Maier endaði svo í Sachsenhausen árið 1941, en var þar ekki í þeim hluta búðanna, sem gyðingar voru hýstir. Þú veist kannski Jón, að þeir sem ekki voru gyðingar fengu miklu meira að borða en gyðingarnir í fangabúðum nasista. Þjóðverjar mældu allt og vógu. Maier var þar af leiðandi heldur ekki fluttur úr búðunum í október 1942, þegar gyðingarnir voru sendir í sína hinstu för. Maier lifði dvölina í Sachsenhausen af, vegna þess að það fréttist að hann væri ansi laginn bæklunarskósmiður. Meðal annarra nýtti einn góðvinur Himmlers sér hæfileika hans. Skósmíðarnar björuðu þ.a.l. lífi Maiers. Þar sem hann var Þjóðverji, var honum ekki bjargað til Noregs í lok stríðsins með Hvítu vögnunum (af Rauða Krossinum) til Noregs, en var sendur í dauðagöngu til Ravensbruck búðanna. Hann lifði hana af.  

En það er alrangt hjá þér að Maier hafi verið gyðingur. Ef hann hefði verið það, þá hefði hann ekki lifað til að segja sögu sína eða til leika krikket við þið. 

 

En að nota þessa sögu þína til að tengja við málefni Miðausturlanda fynnst mér afar ósmekkleg aðferð. Þú veltir þér reyndar upp úr samsæriskenningum og relatívisma og gefur í skyn, (sé ég í fyrri færslum þínum), að það sé eitthvað bogið við Helförina. Ég sé enga ástæðu til þess að tengja þig, krikketleik, Súdetaþjóðverjann Carl Maier, gyðinga, Ísraelsríki eða Palestínumenn saman. Þú blandar óskyldu saman. Eða viltu gefa í skyn, að Ísraelsmenn hafi beitt nokkurn sömu meðferð og Carl Maier og aðrir urðu fyrir í Sachsenhausen.

 

Röksemdafærslan verður að vera í lagi, þegar maður ræðir málin og maður verður líka að vera málefnalegur. En aðalatriðið er, að vita eitthvað um hlutina áður en maður málar fjandan á vegginn og segir gyðingum að sætta sig við örlög sín í 2. Heimsstyrjöld og friðþægjast við böðlana.

 Bið ég þig vel að lifa.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 26.1.2007 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband