Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
7.5.2016 | 07:07
Gamla hvað?
Nú er lokaspretturinn baráttan um embætti forseta Íslands, á milli tveggja manna sem eru niðri á sama plani og sauðirnir í rofabarðinu. Það er reyndar barátta á milli reynslu og reynsluleysis og erfitt verður að velja. - Ja, nema að einhver finni eitthvað verulega gruggugt á bankareikningi tengdaforeldra Guðna, eða að kassahjólin sem Guðni ekur börnunum sínum í skólann á séu ekki öryggismerkt. Ég gæti kosið þá báða, en það er ekki hægt.
Ja, ef Trump verður ekki búinn að eyða jörðinni og mannkyninu áður með vinum sínum í ISIS og svíninu í N-Kóreu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.5.2016 | 11:10
Hættulegt að vera of lengi undir feldi
Menn eru farnir að spyrjast fyrir um hvar Guðni Th. sé. Hann lagðist undir feld fyrir nokkrum vikum síðan. Löngum hefur verið vitað, að það getur verið hættulegt að liggja of lengi undir feldi. Til forna voru slíkir menn kallaðir Feldmenn. Stuðningsmenn Guðna sem ég hafði samband við, upplýstu mig í morgun, að Guðni væri að nærlesa reglurnar fyrir forsetagjörninginn. Hann var sagður þreyttur í augunum, en liði annars vel. Þeir sendu mér þessa mynd af sínum manni. Hann virðist nærri því kominn undan feldinum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.4.2016 | 14:35
Samsærisheilar Íslands í fjórða gír
Sjúklegir samsærisheilar keppast nú við að sjá samsæriskenningar í milljónum lekinna skjala Mossack Fonseca, sem Morgunblað Suður-Þýskalands, Süddeutsche Zeitung bárust á alveg "svaaaakaleeeega gruuuuunsamlegan hátt" buuuuhuhuhuhuhu!!!
Bandaríkin, Rússar og gyðingar standa vitaskuld á bakvið fall SDG, ef trúa skal íslenskum samsærishausunum. Hávær krafa innan Framsóknarmanna um formannskjör er örugglega líka runnið undan rifjum útlendinga. Áhuginn á íslenskum forsætisráðherra, sem aldrei hefur gert neitt af gagni, nema að stinga upp á endurgerð Selfoss í miðaldastíl, er vitaskuld óhemjulegur út í heimi, og var það jafnt fyrir sem eftir endanlegt fall hans í íslenskum stjórnmálum. "Það hlýtur að vera einhver á bak við þetta" baula beljurnar í Suðursveit.
Egill Helgason veðjar á Mossad
Stóra-vitleysa, Egill Helgason, velti fyrir sér samsæriskenningum í gær enda hefur hann þegar sjálfur viðrað samsæriskenningu. Hann heldur að Mossad standi á bak við allt.
Þegar Egill skrifaði um daginn um fyrirtækið í Panama, kallaði hann það Mossad Fonsecka. Eftir gagnrýni og orð í eyra frá stjórnarmönnum á fjölmiðli þeim sem hann vinnur hjá, sem eru vitaskuld allir undir hæl CIA (og Mossad), þurfti karlfauskurinn að breyta þessu hið snarasta sama daginn. Ekki tókst þó betur til en svo að hann skrifaði enn nafn lekafyrirtækisins í Panama rangt: Mossach Fonsecka. Sérfræðingar út í löndum sem plana og plotta til að fella glæsilega íslenska stjórnmálasnillinga eins og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, útiloka þó ekki að Egill Helgason sé bara svo vitlaus og lesblindur, að hann geti ekki skrifað tvö orð á útlensku án þess að gera í þeim þrjár villur.
Best að útiloka ekkert. Aldrei er að vita hver stendur á bak við þetta blogg, sem þú lest nú, ef þú ert yfirleitt að gera það af frjálsum vilja. Ég er orðinn ansi hræddur um að það getir verið einhver annar en ég sjálfur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
8.4.2016 | 07:53
Siegesmund Mossack Gunnlaug Alles von Sekur
Frenólogía heita fjarstæðukennd fræði sem ganga út á að tengja útlit manna eðlisfari þeirra og jafnvel heiðarleika, eða vöntun á því síðarnefnda. Langt fram á 20. öld töldu áhangendur þessara gervivísinda að hægt væri að finna glæpamenn út frá andlitsfallinu og jafnvel nefinu. Ég er hræddur um að útlit stærstu glæpamanna sögunnar hafi afsannað þetta rugl.
Um daginn tel ég víst að BBC hafi ruglað saman fráfarandi forsætisráðherra og alsaklausum fréttamanni útvarpsins, Gunnari Hrafni Jónssyni. Þarna var dulin frenólógía á ferðinni, en þar sem Gunnar Hrafn, þessi öðlingur, er engum líkum nema einstaka drykkfelldum teiknimyndafígúrum, er þetta tómt rugl, enda fór BBC mannavillt og ruglaði saman Gunnari og milljónum Panama pappíra.
Hins vegar fá fylgismenn frenólogíunnar byr undir báða vængi þegar í ljós kemur að grútspilltur forsætisráðherrann fyrrverandi á Íslandi er steyptur í svipað mót og fjárhirðir hans í Panama, Jurgen Mossack. Sá er ekki af suðrænum ættum frekar en Sigmundur. Gæti Mossack verið fjósamaður úr hvaða afdal á Íslandi sem vera skyldi. Líkt og Sigmundur á vafasaman föður sem seldi sjálfum sér ríkiseignir fyrir slikk, þá á Jurgen blessaður einnig fína að, því faðir hans var í SS Totenkopf, sem var á sínum tíma álíka heimsbölvun og ISIS og Taliban eru okkur í dag. Jurgen getur þó vitaskuld ekkert gert að því að faðir hans var nasisti, frekar en að faðir Jurgens, SS-maðurinn gat gert að því að sonur hans yrði aðalhjálparhella stórþjófa heimsins á okkar tímum.
Frenólógían er vitaskuld rugl, eins og myndin af Gunnari Hrafni sýnir okkur best. En enn meiri vitleysa er þegar maður sér fólk sem tók Sigmund Davíð Gunnlaugsson í dýrðlingatölu, því hann hafði sig frammi í InDefence hópnum. Þessir tilbeiðendur forsætisráðherrans fyrrverandi geta fyrir enga muni skilið að Sigmundur Davíð var loddari sem hafnaði ESB og evru, boðaði tilbeiðslu á krónunni, sem allt er gott og ágætt - en fór svo sjálfur með peninga sína og kerlu sinnar og faldi þá úti í heimi á góðum dollarareikningum og evruvildarbréfum. Gaman væri að athuga hvort frenólógían passar á einfeldninga þá sem ærast á síðustu dögum vegna himnafalls dýrlingsins SDG, og trúa því einlægt að hann muni rísa upp frá dauðum eftir kosningar í haust.
Einn fremstur tilbeiðenda SDG er ofsatrúarmaðurinn Jón Valur Jensson, sem fór hamförum um daginn, gegn mér með fúkyrðum og staðlausum aðdróttunum fyrir að hafa skoðanir á SDG (sjá hér). Í þetta sinn var það ekki fyrir að ég var fyrsti Íslendingurinn sem á undan múslímum stakk upp á því að íslenskir múslímar reistu sér mosku sem fyrst.
Skoðum andlitið á Jóni Vali Jenssyni (sjá neðar) einum helsta sérfræðingi þjóðarinnar í "kynvillu", munnmökum og annarri "afbrigðilegri" hegðan. Þekkið þið aðra einfeldninga með öfgakenndar trúarskoðanir, sem eru líkir Jóni, sem umbreytast allir í framan eins og Kamelljón þegar pattaralegir englar sem hafa logið alla fulla falla af himnum? Ljótleiki þarf ekki að lýsa manninum undi skinninu, því oftast ef flagð undir fögru skinni, eins og við hin forljótu vitum öll. Hvað fær þennan fríðleiks og andans mann, Jón Val, sem tilbúinn er með skoðun og fordæmingu á öllu "afbrigðilegu", til að vera svo vondan og sakna manns sem hefur logið að honum?
Það er víst kölluð einföld trú. Frenólógían á víst engin svör við henni, nema að helgislepja og tvískinnungur lýsi sér á einhvern sameiginlegan hátt hjá líkamlega líku fólki.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.4.2016 | 12:25
More Disco Time = Muchos Dineros
Í tilkynningu forsætisráðuneytisins (Prime Disco) um daginn, sem stíluð var á hinn stóra heim, þar sem forsætisráðherra Íslands var settur á stall með stærstu þjófum og bófum veraldar, var sagt að platnaslagarinn Sigmundur færi í frí "for an unspecified amount of time".
Disco Brothers (DB, Dos Bananas) halda áfram. Showið er ekki búið. Þeir ætla að dansa og diska alveg fram á haust. Snúðarnir BB og Blaka og Cow Doggy Doctor eru þó greinilega komnir á síðasta snúning.
Fyrrverandi forsætissnúðurinn (og blessuð sé ekki minning hans), eða illa gefnir skósveinar hans eru greinilega ekki ritfærir á ensku í textasmíð sinni í rappinu. Og það þrátt fyrir sumarnámskeiðin í Cambridge. Vart hækkar sól Simma Sly Dinero á alþjóðavettvangi þegar alheimur les að tíminn á Íslandi sé veginn eins og dilkar eða kókaín, eða talinn eins þeir dollarar sem Simmy Sly felur með öðrum þjófum og bófum veraldar sem þénað hafa á Toyotum á ofurverði, konum sínum eða vopnasölu til hryðjuverkamanna.
Ég er viss um að ef Framsóknarmenn eru á annað borð talandi eða ritfærir á ensku, hefur það ávallt verið Pidgin-enska eins og hún er töluð á Tortólu og álíka eyjum, þó lítið sé þar skjalfest nema lygi. Svo álíta þeir tíma annarra vera peninga (amount of time), sem þeir stela og senda til Jómfrúaeyja, meðan þeir segja öðrum að lofsyngja og dansa kringum krónuna á vaxtalausum reikningum íslenskra banka. Því er enginn ástæða að gefa þeim tíma fram í október. Það verða dálaglegar summur sem tapast við það, a great period of money, eins og þeir segja á Tortólu. Nú verður framið efnahagslegt hryðjuverk (eyðslukeyrsla) í anda skyldleikaræktaða afdalafólksins sem vegna lélegs skilnings á íslensku kenndi sig við framsókn, þegar það í raun meinti afturhald, og sem segist hætta, þegar það heldur áfram. Slíkt fólk er hættulegt í umferðinni. Það kann engan mun á réttu og röngu. Þannig fólk hefur því miður stjórnað landinu, diskóóðu delluþjóðinni til algjörs ógagns. Það á ekki að hleypa DB brothers inn á aðaldiskóið við Austurvöll.
Gefum þessari sjálfskipuðu (ó)stjórn í diskótekinu Tortólu við Austurvöll, sem starfar á skjön við óskir almennings, engan frið. Það er þó óþarfi að kasta matvælum í ofalið liðið í örvæntingu sinni. Látið þá sjá um skítkastið. Það er þeirra sérgrein.
Stjórnin fái frið til að starfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.4.2016 | 07:22
Sigmundur er aðeins einn af X þúsundum svikahrappa á Íslandi
Mossack Fonseca, glæpafyrirtækið sem aðstoðað hefur um 600 Íslendinga við að vanvirða reglur lýðræðisríka, er ekki stærsta "fyrirtæki" á sínu sviði í okkar rotna heimi.
Dellufólk á Íslandi, sem fór að leika sér í bankaleik með glæpafasistum í Úkraínu, Pútín hinum siðlausa, vopnasölum og dauðakaupmönnum og ólíusheikum og hryðjuverkakaupmönnum í Arabíu, gæti alveg eins átt falið fé sem önnur fyrirtæki en Mossack Fonseca hafa falið fyrir þessa gráðugu kynslóð. Mossack Fonseca er 5. stærsta "fyrirtækið" á sínu sviði.
Íslenskir viðskiptavinir svikamyllunnar í Panama eru hugsanlega aðeins brot af þeim "Íslendingum" sem falið hafa fé sitt í sandinum á pálmaeyjum og í öðrum skattaskjólum. Jafnvel fjármuni sem íslenskir bankaræningjar rændu frá saklausu fólki.
Slíkt fólk borgar ekki fyrir landsins gögn og gæði. Það á því t.d., sem skattsvikarar engan rétt á því að fá ókeypis læknisþjónustu. Sennilegast er einnig að það leiti hennar annar staðar áður en það fer með stolnum gullvagninum beint til helvítis.
Eitt af verkum nýrrar ríkisstjórnar á Íslandi verður að láta hefja skipulega leit af þeim sem ekki vilja taka þátt í uppbyggingu landsins. Þeir hafa stolið frá fólkinu sem ekki á fyrir kvöldmatnum og getur ekki sent börnin sín í frístundarstarf. Þessir ræflar, sem fela jafnvel stolið fé, eiga sök á því að gamalmennin, sem alltaf greiddu sína skatta, deyja úr lungnabólgu á göngum spítalanna. Þessir verstu þjófar Íslandssögunnar hugsa aðeins um sjálfa sig. Hegðunarmynstur eins þeirra, sem á einhvern furðulegan hátt gat orðið forsætisráðherra eftir Hrunið, þótt hann hefði m.a. logið um nám sitt erlendis, sýnir okkur sjálfsánægju þessa fólks og ofmetnað. Nú upplifir það vonandi allt nemesis sitt eftir linnulaust hybris.
Virðing Alþingis er í molum, ásjóna Íslands í heiminum er illa farin og afskræmd vegna þessa fólks. Nú verður að lækna sárin og höfða til fólks sem veit upp á sig sakir um að láta sig hverfa frá löggjafasamkomu landsins. Þar á siðlaust fólk ekki að starfa.
Með dramatískustu dögum í pólitík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.4.2016 | 07:04
Spýtukarlinn í forsætisráðuneytinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fornleifaráðherra með meiru, hefur haft nægan tíma til að sanna að greiddir hafa verið skattar af því sem hann og frúin stungu undan í Panama. Gráthlægilegt vottorð frá vafasömu endurskoðunarfyrirtæki er engin sönnun fyrir einu eða neinu. Hann getur ekki verið undrandi á þeirri vafasömu heimsfrægð sem hann hlýtur nú og skákar þar með Björk, sem auðvitað greiðir skattana sína eins og það sé hluti af eðlilegu Human Behaviour. Vafasöm er sú frægð Munda og dregur SDG íslensku þjóðina hugsanlega með sér í svaðið. Líklega er best fyrir sveininn að segja af sér, og ganga frá sínum málum í réttarsal en ekki úr pontu á Alþingi Íslendinga.
Fólk, sem ekki greiðir skattana sína, hefur nefnilega ekki eðlilegan áhuga á lýðræði. Lýðræði felst fyrst og fremst í sameiginlegri ábyrgð. Án hennar verða ekki byggðir spítalar og engir peningar koma til t.d. löggæslu. Ábyrgðarleysi SDG sýnir ekki lýðræðisvilja. Furðulegt er því að sjá að maður, sem lýsir frati á samábyrgð lýðræðisríkja, geti skipað lögreglunni í landi sínu að urra á norska blaðamenn sem vilja spyrja ráðherrann eðlilegra spurninga. SDG hefur í raun engan rétt til að leita til lögreglunnar, því hann greiðir ekki til hennar eins og aðrir þegnar þjóðfélagsins -- nema að hann geti sýnt okkur eitthvað annað en gúmmívottorðið frá endurskoðunarfyrirtæki með langan glæpaferil í fjölda landa.
Oft hef ég skrifað um undarlegt athæfi SDG fornleifaráðherra á blogginu Fornleifi (sjá t.d. hér). Maðurinn hefur í raun rústað minjamálum á Íslandi með brennuvargi sem stjórnar Þjóðminjasafninu. Því kemur mér það ekki á óvart að hann sé til vandræða annars staðar en í því sem ég þekki best. Ég tel mig vera örlítið til hægri við miðju í stjórnmálaskoðunum,en ég get ekki svarið af mér kratablóð í báðum ættum. Ég er einnig fullviss um að Sigmundur sé hvergi í stjórnmálum. Hann er þar bara fyrir sjálfan sig.
Ræða hæfi Sigmundar Davíðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.2.2016 | 08:28
Ísrael lokar landmærum, en það gera Svíar einnig
Í gær þurfti ég að fara til tannlæknisins míns í Málmhaugum (Malmö). Eins og menn vita eru Svíar búnir að loka landamærum sínum fyrir óæskilegu fólki. Fólki, sem flest er að reyna að bjarga sér undan villidýrum.
Í gær fór ég með lest og vissi að vegna lokana Svía lengdist ferðatíminn til Malmö til muna. Ég steig á lestina á aðalbrautastöðinni í Kaupmannahöfn og þegar ég kom 15. mínútum og seint til flugvallarins í Kastrup, þurfti maður að flytja sig um set og fara yfir á brautarpall 1 þar sem fór fram skoðun á skilríkjum sem dönsk yfirvöld hafa falið illa menntuðu fólki og dónalegu frá Securitas að framkvæma. Ég sýndi íslenskt ökuskírteini og það hafði blessuð konan sem skoðaði mig aldrei séð, svo hún notaði drjúgan tíma til að skoða það áður en hún tók mynd af því á gemsa. Ég sá að hinir starfsmennirnir tóku myndir af öllum skýrteinum. Ég komst með lestinni sem beið og ákvað að taka ljósmynd með gemsanum mínum af starfsfólki Securitas þar sem það var að eftirliti fyrir dönsk yfirvöld. Þegar ég hef tekið eina mynd ræðst að mér lestarstarfsmaður af balkönskum uppruna og segir að ég mætti ekki taka ljósmyndir á "hans lest" . Ég spyr hvaða reglur hann hafi um það og bið hann um þær, þar sem þær seú ekki í lestinni á lestarstöðinni né á miða mínum. Þá fer hann að hóta mér að ég megi ekki fara með lestinni. Ég bendi honum á að þegar sænsk lest sé í Danmörku gildi dönsk lög og dönsk lög banni ekki að maður taki ljósmyndir út um dyr á lest. Ég bendi honum vinsamlegast á að ef hann hóti mér frekar muni ég kalla á danska lögreglu. Þá hætti kauði (sem sést á myndinni efst) og lög hans og starfskonu Securtias danskrar sem var farin að skipta sér að voru skyndilega fallin úr gildi.
Þegar til Svíþjóðar var komið var lestin stöðvuð á lestarstöðinni í Hylie og þar gengu um borð 12 vopnaðir, sænskir lögreglumenn sem einnig vildu sjá skilríki. Ekki voru þeir betur samræmdir en svo að þegar betjent Mårtensson, var nýbúinn að skoða skilríkin í þeim hluta vagnsins sem ég sat, þá komu tvær lögreglukonur af þeirri gerð sem ekki stíga í vitið. Þegar þær báðu aftur um skilríki benti hálfdrukkin Svíi sem greinilega var að koma úr safarífríi í Afríku, lögreglukonunum á þess ofvirkni. Kallaði hún þá á Mårtensson, sem staðfesti að hann væri búinn að skoða skírteinin.
Enn þurftum við að bíða drykklanga stund vegna ákvörðunar Svía um að loka landamærum sínum fyrir flóttafólki og öðrum óæskilegum ferðalöngum. Utan lestarinnar sá ég fréttaskjá á brautarpallinum, þar sem fárast var yfir lokun Ísraelsríkis á landamærum sínum. Ég hló innra með mér og hugsaði: "Nu er du i Forbudssverige i det feuderale EU, Vilhjálmsson". Komu lestarinnar til Malmö seinkaði um meira en 30 mínútur miðað við áætlaðan tíma. Brautarstöðin í Malmö var full af vopnuðum varðmönnum og lögreglu. Þegar út var komið tók sænskur veruleiki við. Betlarar frá Rúmeníu á hverju götuhorni sem gefa jafnvel hinum nískustu Svíum samviskubit eftir að þeir komust í gegnum nálaraugað.
Ég fór til tannlæknisins míns sem er gyðingur sem flýði ungur Pólland þegar stjórn Gomulka ofsótti gyðinga árið 1968. Við ræðum ekki flóttamannamál, ég og tannlæknirinn minn. Við þekkjum löndin sem við búum í.
En af hverju fárast sumir íslendingar yfir ósk ísraelsks forsætisráðherra um að vernda ríki sitt (sjá hér), þegar vart heyrist neitt í fólki yfir "verndarstefnu" Svía?
Svarið er einfalt. GYÐINGAHATUR.
Forsætisráðherra Ísraelsríkis talar um villidýrin sem hann vill loka á. Það fer líka fyrir brjóstið á sumum Íslendingum. En veit fólk ekki að í einu nágrannaríkja Ísraelsríki er ISIS að fremja þjóðarmorð og í öðrum nágrannaríkjum Ísraels er fólk sem hvetur til þjóðarmorðs á gyðingum í Ísrael.
Það eru eru kannski engin villidýr á Íslandi. En villidýr myrtu 6 milljónir gyðinga í Síðari heimsstyrjöld í Evrópu. Þá var í aðalhlutverki verki siðmenntuð þjóð, sama þjóðin sem engill flóttafólksins, Angela Merkel, tilheyrir. Villidýrin leynast víða. Svíar lokuðu einnig þá landamærum sínum á gyðinga og opnuðu þau ekki fyrr en þeir leyfðu gyðingum frá Danmörku að komast til Svíþjóðar árið 1943, vel að merkja fyrst eftir að eftir að C.A.C.Brun fyrrverandi sendiráðunautur í Reykjavík, sem þá var í Washington tilkynnti Svíum að Danir myndu borga allan kostnað af veru gyðinganna í Svíþjóð (Sjá bók mína Medaljens Bagside).
Mikið eru Íslendingar heppnir að hafa engin landamæri! Á Íslandi er ekki laust við að Íslendingar séu sjálfir verstu villidýrin, þótt flestir séu sauðameinlausir.
19.11.2015 | 07:08
Ja, vi elsker dette landet
Eitt ríkasta land í heimi hefur ekki ráð á því að bjarga ólánsömum þegn sínum!
Þetta er sama landið sem ætlaði sér að stinga fjármunum myrtra, norskra gyðinga í vasann (ríkiskassann) hér um árið. Eignir gyðinga, sem á stríðárunum létu lífið í útrýmingarbúðum nasista, þangað sem þeir voru sendir með dyggri hjálp fjölmargra Norðmanna, voru þó loks notaðir í málefni sem tengjast starfi gyðinga í Noregi og til að fræða fólk um helförina, en það var nú alls ekki ætlun norska ríkisins og ríkistjórnar landsins, þar sem Lútherstrú er þjóðtrú.
Forsætisráðherra Noregs tekur skakka hæð í pólinn, þegar hún heldur því fram að IS samtökin byggi ekki hugmyndafræði sína á trúarbrögðum. Þótt flestir sem sækja í þessar morðsveitir séu smákrimmar og margir með mikilmennskubrjálæði, líkt og þeir Norðmenn sem gengu í Waffen-SS, þá hefur IS trúarráðgjafa, lærða múslíma í fræðum Íslams, sem er undirstaða hugmyndafræði Ríkis Íslams. Trúin gefur þessum glæpalýð ástæðu og afsökun til að þeir geti framið ódæðisverk sín.
Þetta eru trúaðir hryðjuverkamenn og þeir eru líka "geðveikir" - ja - ekkert síður en Breivik, (sem reyndar er geðveikur þótt norsk yfirvöld afneiti því harðlega). Þannig er nú hin norska firring.
Hámark mannfyrirlitningarinnar er þegar fólk er drepið vegna nísku og veruleikaflótta stjórnmálamanna í einu ríkasta landi heims til að friðþægja afneitun á meðal múslíma (og margra annarra). Afstaða Norðmanna til borgara sinna er til skammar. Sérhvert mannslíf er heilagt, sama hvað það kostar.
Á hverju halda hryðjuverkamenn IS, Hamas, Hisbullah, etc? Ekki er það síðasa heftið af Andrés Önd, svo mikið er víst.
Norðmaðurinn líklega látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
16.11.2015 | 20:05
The big-Cocked anti-Semitic Satire of Iceland ejaculates again
Former Foreign Minister of Iceland, Jón Baldvin Hannibalsson, rides on a wave of conceited fame, as the Icelandic politician who stood up for the Baltic States when they announced independence from the Soviet Union. However, and as a matter of fact, the idea for Iceland's political support for the new Baltic states didn´t originate in Mr. Hannibalsson head. Due to Mr. Hannibalsson flair for timing, Iceland has been honoured with a renaming of a street in the city centre of Vilnius the capital of Lithuania.
Since the hay days of his political career, Mr. Hannibalsson´s star has fallen very low in the far horizon. His strange statements and quirky sexual conduct has most likely prevented a "Hannibalsson Street" in the Baltic.
After a self-inflected blow to his career, Mr. Hannibalsson is mostly famous for his hateful verbal attacks on Israel in the Icelandic media. In 2011 he compared Israel with Nazi Germany. Now he compares the IS-terrorists in Paris to Israel.
Let us put the record straight, now when the ambassador of Israel to Iceland, Mr. Raphael Schutz has protested. It is really an honour that Mr. Hannibalsson shows the world his raging anti-Semitism. This is the man who described him self as a "horny and big-cocked goat below the waste" and as a "Satyricon" (meaning a Satire), in letters he wrote to an underage girl, a family member of his wife. These fantasies took the better of Hannibalsson when he was Iceland's ambassador in Washington. He wrote his sexual harassing letters on the letterhead of the Icelandic Embassy. The upper half of this big-cocked goat is a human being, who uses the eve of his life to spread venomous hate. What do we call such a strange animal? A Low Grade European Politican.
One of Mr. Hannibalsson's erotomaniac letters to a young Icelandic girl.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 5
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 75
- Frá upphafi: 1352816
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 59
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007