28.7.2016 | 10:52
Smá ræpa um kúka í sandkassanum og niðurgang SDG á Útvarpi Sögu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt því fram í viðtali á útvarpi Sögu í gær að George Soros stæði á bak við birtingu Panama-skjalanna (SDG lætur orð sín um Soros falla ca. 43 mínútur inn í þennan þátt).
Ósköp á nú drengurinn bágt, hugsaði ég, er ég heyrði hann halda því fram að Soros stæði á bak við fall sitt. Sigmundur Davíð telur þessa samsæriskenningu sína jafnvel efni í heilan þátt á útvarpi Sögu. Er hann með sömu veikina og Trump?, hugsaði ég með sjálfum mér.
Megi Drottinn og önnur máttarvöld varna oss frá því að slíku gjálfri verði útvarpað yfir þann hluta þjóðarinnar sem nennir að hlusta á Útvarp Sögu. En orð SDG sýna, að enn meiri ástæða er að koma í veg fyrir frekari pólitískan frama hans í næstu kosningum. Það er skylda Framsóknarflokksins að losa sig við Sigmund - ef flokkurinn ætlar sér yfirleitt að lifa af.
Nú er nýjasta gúrkan sem menn naga í, eftir að flestum er orðið ljóst að hjartaspítalinn í Mosfellsbæ er spilaborg og hollenski "fjármálameistarinn" er uppskafningur, að ræða um rasistana og "kúkana" sem trymbillin Waage finnur í sandkassanum sínum.
Gunnar Waage kúkaveiðimaður hefur ugglaust gleymt einum rasista á topp-20 veiðilista sínum og gæti sá flotið frekar ofarlega á listum að mínu mati. Það er SDG, því Sigmundur endurlífgar nú gamlar hefðir í Framsóknarflokknum, sem maður hélt að hefðu endað sitt skeið. Gyðingahatur hefur því miður löngum loðað við forsvarsmenn Framsóknarflokksins. Það er engin tilviljun að það var Hermann Jónasson sem lét vísa gyðingum úr landi á Íslandi og sonur hans sem féll fyrir áróðurstrikki Arafats (sjá hér).
Ég hef áður skrifað um (sjá t.d. hér hér og hér) áráttu sumra Íslendinga að kenna útlendingum um sínar eigin svikamyllur og ófarir, sér í lagi gyðingum. Nokkrir höfuðpauranna í íslenska hruninu (margir telja hrunið vera afleiðingar einhvers óáþreifanlegs samsærismökkurs í útlöndum) höfðu þörf á því að svína á gyðinga, þegar upp komst um glæpi íslenskra banka- og athafnamanna. Fjöldi Íslendinga tók einnig þátt í þeim ásökunum með banka- og stjórnmálamönnum. Líkt og kaþólska kirkjan forðum, einnig altarisdrengurinn Hitler og múslímar, kennir og ákveðin gerð afar vitgrannra vinstri manna nútildags gyðingum um allt milli himins og jarðar. Það er alltaf billeg lausn að kenna gyðingum um allt.
Sjálfstæðisflokkurinn var reyndar nærri því sama marki brenndur og flokkurinn varð síðar athvarf fyrir fjölda íslenskra nasista eftir stríð (sjá hér). Kannski er það þess vegna að einstaka sagnfræðingur meðal sjálfstæðismanna er svo mikið kappsmál að klína gyðinghatri á Framsókn, en gleyma ósómanum í sínum eigin flokki.
Fjöldi múslímahatara á Íslandi er einnig sama marki brenndur þegar kemur að gyðingum. "Stuðningur" þeirra við Ísraelsríki einkennist oft af tvískinnungi og kemur oft einungis til svo hægt sé að réttlæta heiftarlegt og siðlaust hatur á minnihlutahóp í samfélaginu með svínshausum og blóði. Ísraelsríki er í flestum tilfellum enginn akkur af stuðningi íslenskra múslímahatara við ríkið. Múslímahatur kemur ekki veg fyrir starfsemi Hamas og annarra hópa sem hafa morð á gyðingum á stefnuskrá sinni.
En þetta hatur er sannkallaður vítahringur. Sá minnihlutahópur sem múslímahatarar hatast út í er heldur ekki barnanna bestur, því trú hans hefur einfaldlega sjálfskiptingu og innbyggt gyðingahatur. Prelátar múslíma hvetja til morða á gyðingum og öðrum í tíma og ótíma. Við höfum svo sannarlega vör við það á síðustu vikum - ekki bara á götum Jerúsalem og Tel Aviv - heldur um heim allan.
Fólk eins og Gunnar Waage sér líklega vart rasismann hjá Sigmundi fyrir stólpanum í augunum, því rasistaexpertinn í sandkassanum er vissulega líka rasisti þegar allt kemur til alls. Hann hatar gyðingana í Ísraelríki alveg eins og vinkona hans hún Erla Sema og fjarskyldur frændi hennar á Tyrklandi, hann Erdogan.
Sjálfsímynd sú sem Íslendinga hafa þróað með sér á 20. og 21. öld er mjög naív og hefur á stundum jaðrað við rasisma. Allt er hreinast, fallegast og best - og vitaskuld hreinna, fallegra og betra en annars staðar. Íslendingar hafa sterkustu karlana, vergjörnustu konurnar, bestu bankana, hreinasta vatnið og gáfaðasta fiskinn - svo ekki sé talað um tunguna uppi í fólki og málið. Orðbragðið upp á síðkastið bendir þó til þess að hreina mjólkin sé eitthvað farið að súrna í kokinu og iðrunum á hinum sanna, skyldleikaræktaða Íslendingi.
Íslendingar, og sér í lagi menn í valdastöðum, verða að læra að bera ábyrgð á eigin gerðum. Alveg sama hvað góðir og hreinir Íslendingar þeir eru, verða þeir að gera sér grein fyrir því að í landi þar sem þjóðkirkjan jafnt sem örgustu trúleysingjar leggja blessun sína yfir andgyðinglegan kveðskap 17. aldar, þá er til langtum fleiri rasistar en þessir 20 kúkar sem Gunnars Waage hefur safnað í sandkassanum sínum. Sumir kúkarnir finnast heldur ekki vel í svörtum sandi, því þeir eru óttaleg ræpa og jafnvel bölvað prump. Þökk sé Útvari Sögu, sem leyfði þjóðinni að heyra prump SDG í beinni. Menn kjósa kannski eftir því - þegar og ef leyft verður að kjósa.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:55 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Fornleifur hinn heppni var með málið um daginn...
- Íslenska lokalausnin - hakakross málaður á bænhús rússnesku r...
- Lýst eftir Haremssögum á Cóviðtímum
- Questo Dottore
- Þrískipting valdsins
- Stjórnarþankar - Tvö ráðuneyti vantar árið 2021
- Ókeypis jólabók - Jólagjöf Fornleifs til þjóðarinnar
- Laxness viðbætur
- Ókeypis bók um Laxness í smíðum á Fornleifi
- Engin sátt í sjónmáli á milli ASÍ og Play
- RÚV á Evrusjón
- Er Brynjar nú orðinn varamaður?
- Siginn Skattman og S-Kata eru vel kæst í rauðbláu sóssunni
- Finnst ykkur góð skata?
- Læknadólgurinn og yfirvöld sem brugðust íslensku þjóðinni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.6.): 14
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 111
- Frá upphafi: 1324593
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 106
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Sannleikur?
Já, nei, en þroski minn í gær og í dag.
Hungarian PM blames Soros for fueling refugee crisis in Europe 5.4.2016 | 13:55
Var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson farinn að láta bankana greiða til baka til fólksins?
Var bankinn, fjárfestirinn aðeins að færa bókhald?
Það er kominn meiri skilningur og við komumst ekki hjá því að hætta að plata fólkið.
Spuni, gamla sagan, skírð.
000
SDG á Útvarpi Sögu
Sett á bloggið hjá: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
000
„Allt er hreinast, fallegast og best - og vitaskuld hreinna, fallegra og betra en annars staðar. Íslendingar hafa sterkustu karlana, vergjörnustu konurnar, bestu bankana, hreinasta vatnið og gáfaðasta fiskinn“
Mikið er þetta rétt hjá þér.
Það er eins með Ísrael og allar hinar þjóðirnar, allstaðar á allt að vera best.
Við verðum að hafa markmið, eða frekar aðleitunar þrá.
Þá finnum við nýjar leiðir, sem við höfum ekki látið okkur detta í hug áður.
Þarna var Jesú einn höfuð kennarinn.
Jesú boðaði vísindi, sem oftast varð að kenna okkur með dæmisögum.
Vísindin, trúin, var trú Gyðinga, og síðan kölluð Kristni til að fjarlægja þessi vísindi, þessa trú Gyðinga frá Gyðingum.
Keisarinn í Róm leyfði Rabbínaskólann, sem er þá að grunni til trú Gyðinga í dag.
Ég ætla ekki að prjóna þetta lengra, en ef við höfum aðleitunar þrá, eftir ljósinu, GUÐI?, þá eykst viskan, og allt fer að blómstra allt um kring.
Sannleikur?
Já, nei, en þroski minn í gær og í dag.
Egilsstaðir, 29.07.2016 Jónas Gunnlaugsson
000
http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/
Kristni er að grunni til trú Gyðinga 10.8.2014 | 21:50
ÍSRAEL 16.3.2012 | 18:05
Jónas Gunnlaugsson, 29.7.2016 kl. 02:05
Sæll Jónas, það sem þú eða Gunnar Rögnvaldsson setjið á ykkar blogg, er alfarið á ykkar ábyrgð.
Það hefur verið lenska hjá gyðingahöturum og nýnasistum á vefnum að kenna Soros um allt í heiminum. Þetta eigið þið reyndar sameiginlegt með fjölda vinstri manna. Ófrægingarorð fasistastjórnar í Ungverjalandi um Soros hefur ekkert vægi. Meðlimum hennar langar greinilega aftur í gyðingamorð.
SDG hefur sokkið djúpt þegar hann viðrar þessa nasistamýtu og greinilegt er að aðrir á Íslandi trúa henni líka.
Það er mikill misskilningur hjá þér að kristni sé að grunni til trú gyðinga. Slíkar yfirlýsingar sýna einungis vilja sumra kristinna manna til að útrýma gyðingdómi. Kristni og Íslam eru meira skyld ef nokkuð er. T.d. heiftin og útrýmingarvilji áhangenda þeirra trúarbragða. Það sem m.a. sannar það er að gyðingar hafa aldrei stundað fjöldamorð á kristnum eða múslímum, en kristnir og múslímar hafa stundað fjöldamorð á gyðingum.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 29.7.2016 kl. 04:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.