Leita í fréttum mbl.is

Chief of European Slavery

Sucking up to Kuschner

Munið þið eftir henni Ingibjörgu, dálítið þunnhærðri konu með fortíð sem póstur í Kaupmannahöfn, sem vildi alveg óskaplega mikið komast í Öryggisráðið?  Þá voru aðrir tíma og hún full af öryggi - og Ísland með hlutverk í sirkus heimsins.

Nú langar Imbu til að verða mansalsfulltrúi ÖSE. ÖSE gerir sér vonandi grein fyrir því hvers konar snilling þeir geta fengið í þetta fulltrúastarf. Telja má víst að Imba sé tilvalin í starfið, þar sem hún hefur reynslu við það að selja fólk í ánauð. Já, heila þjóð. Þarna fer kona sem kann sitt fag - og að ota sínum tota meðan aðrir lepja dauðann úr skel. 

Dagar aflóga og duglausra pólitíkusa í bitlingaembættum ættu að vera taldir. Slíkar stöður tilheyra sama siðleysinu og tíðkaðist meðal fjárglæframanna landsins. 

post-5051-1113458248

Brjáluð og blind Bandaríki

Malik a tikking bomb

Geðveikur geðlæknir, eða kolruglaður jíhadisti. Það skiptir alls ekki máli hvað bandaríski fjöldamorðinginn Nidal Malik Hasan er. Vitað var að hann var höfundur að skrifum um sjálfsmorðssprengjuárásir á veraldarvefnum. Hann var tikkandi bomba eins og Bogi Ágústsson á RÚV kallar jafnan araba, vel að merkja þegar hann er að svína Ísrael til á kostnað íslenskra skattgreiðenda. Bandarísk yfirvöld yfirsást sú hætta sem þessi einstaklingur var og létu varhugaverðan mann starfa í hjarta stærstu herstöðvar Bandaríkjanna. Það fór eins og það fór.

Samtímis hafa Bandaríkin haft gyðing, Jonathan Pollard, í haldi í nær aldarfjórðung fyrir njósnir í þágu Ísraelsríki (sem er vinveitt ríki), þó svo að sakir þær sem bornar eru á hann séu minni en sakir annarra njósnara sem fyrir löngu hafa verið leystir úr haldi í BNA. Gyðingahatur í Bandaríkjunum er sterkara en þolgæðisháttur bandaríska forsetans gagnvart mestu ógn sem BNA hefur staðið frammi fyrir. Vanda sem á rætur í trúarofstæki, þar sem eitt aðaltakmarkið er vissulega að ná heimsyfirráðum. Gyðingur, sem á engan hátt getur stofnað öryggi BNA í hættu með úreldri vitneskju sinni um öryggi BNA, er talinn hættulegur öryggi ríkisins, meðan jíhadistar eru leystir úr haldi á Guantanamó. Þetta er RUGL.

Pólitísk rétthugsun er að kæfa BNA. Þó núverandi yfirvöld í BNA og við öll vitum, að töluverður hluti hins íslamska heims aðhyllist íslamisma og telur alheimsyfirráð múslíma eðlilegt takmark, heldur sprellikarlinn með tannkremsbrosið, sem nú er forseti BNA aftur af rökhugsun. Menn mega ekki segja sannleikann og alls ekki tala um kjarna sumra vandamála BNA, og þau eru mörg. Vonandi er að BNA opni augun sem fyrst og að forseti þessa heimsveldis þroskist. Í stað þess að hanga í vanda vandræðabarna heimsins, eins og einhver motherfucker-rappari með nóbelsverðlaunin um hálsinn í heljarins keðju, ætti hann að efla samstarf við NATÓ- og aðrar vinveittar þjóðir, og senda þangað sendiherra.

Í bandaríska hernum sá enginn í gegnum eðli morðóðs geðlæknis, sem starfaði fyrir herinn. Ef til vill þorðu menn ekki að nefna það og eiga þannig á hættu að vera reknir fyrir fordóma gegn múslímum. En FBI, brynvarðar löggur, þyrlur, heimavarnaliðið og The Terminator tóku þátt í hlægilegum eltingaleik við einhverja íslenska konu. Dæmið sjálf, ef þið þorið að sjá og hugsa sjálfstætt. Vonandi eruð þið ekki blind af fordómum. Íslensk kona á ruglingi setur allt á annan endann í BNA, en enginn sá að súpermúslíminn Nidal Malik Hasan var að fara að springa. Blindni og brjálæði.

Bandaríkin eru samansull þjóðarbrota sem ímynda sér að þau lifi í sátt og samlyndi og að allir hafi Equal opportunity. Ekki hefur nú enn borið mikið á því. En rétt undir yfirborðinu bullar kynþáttahatrið: Gyðingahatur, negrahatur, arabahatur, white-trash hatur, hispanic-hatur, hommahatur, kaþólikkahatur o.s.fr. You name it, USA's got it.  BNA er lýðræði á brauðfautum, en samt lýðræði. En stundum ganga lýðræðisþjóðir einum of langt til að verja tilverurétt öfga sem er ætlað að koma á alheimsyfirráðum frumstæðra trúarbragða, þar sem mannréttindi eru fótum troðin og öll tilveran er allt annað en lýðræði og frelsi eins og við þekkjum það.


Víkingar komu við á Hawaii á leið til Ástralíu

Viking on Lesbos

RÚVið heldur áfram lélegum vinnubrögðum. Í gær greindi Rúvið frá víkingum í Síberíu og það án heimilda. Danska dagblaðið Berlingske Tidende greindi líka í gær frá grein eftir rússneskan sagnfræðing, Svetlönu Wolder, sem búið hefur í Danmörku í 14 ár. Sú skrifar harla undarlega grein í tímaritið Siden Saxo, þar sem hún gerið því skóna að "víkingar" hafi farið langtum austar en hingað til hefur verið talið.

RÚV vitnar rangt í heimildir og greinir frá fornleifafundi á eyjunni "Valgatz", sem er skrítið þegar eyjan er kölluð Vaigatz af Svetlönu Wolder, en er þekktust undir nafninu Vaygach (Ostrov Vaygach).

Þegar Svetlana þessi Wolder er spurð, hvort það þurfi endilega að vera norrænir menn sem hafi átt gripi þá sem fundist hafa í Vaygach og sem hún telur norræna, upplýsir hún, að hún hafi miklu fleiri upplýsingar en hún er með í grein sinni.

Ó já, var það ekki eins og gamla manninn grunaði. Svetlana Wolder er ein af þessum merku fræðimönnum sem eru með miklu fleiri rök heima hjá sér en þau sem þeir birta. Slíkir vísindamenn eru ekki hátt skrifaðir hjá þeim fornleifafræðingi sem þetta skrifar.

Mér lýst ekki á blikuna. Ætli Svetlana þessi viti að Samar breiddu út norræna gripi og gripi með norrænum stílbrigðum, þeir voru góðir smiðir. Samar og ættingjar þeirra gætu auðvitað hafa selt einhverjum manni víkingarusl, sem sá gaf öðrum, sem síðar geymdi það áður en barnabarn hans álpaðist út eyjuna Vaygach og tíndi því.  Hlutir án nokkurs samhengis segja lítið eða ekkert um fólkið sem átti þá.

Djöf... er ég orðinn þreyttur á endalausu víkingarugli.


Sheep holocaust in Iceland

Rolla

Allt sem er frjálst á nú að drepa. Allt sem er villt er hættulegt. Við göngum brátt í ESB, þar sem öll villimennska er bönnuð, sér í lagi afíslenskar villiskjátur með langa leggi. Sumir Bretar fá vota drauma ef þeir sjá villt og langleggjað fé.

Villiskjátur bíta skv. grein 568 d í lagabálki sambandsins um búfé. Við fáum einfaldlega ekki lán frá AGS ef við skjótum ekki þessar rollur, svo einfalt er það. Við verðum fyrir alla muni að fá sömu velmegun og við höfðum á tímum víkinganna. ÞESS VEGNA VERÐUR AÐ ÚTRÝMA VILLISAUÐUM. Kannski, og ég segi bara kannski, eru líkur á því að Norðurlandaþjóðirnar veiti okkur lán, en ekki fyrr en allar langleggjaðar rollur og toginleitir hrútar hafa lagt upp laupana. Við getum ekki verið þekkt fyrir að sauðir gangi frjálsir og lærin séu lengri en ESB leyfir. Sauðfé getur ómögulega haft betri lífsgæði en Íslendingar.

Íslendingar eru siðmenntuð þjóð í landi með ómælanleg hlutverk á meðal þjóðanna. Þar þýðir ekkert að vera útilegukind, þegar allir sauðirnir hafa verið rúnir til blóðs og forystusauðirnir bera enga ábyrgð og eru sauðheimskir.

Ef eitthvað er hættulegra en villisauður, er það vitanlega Villigeit, svona skeggjuð og háfætt þar sem hún stendur á steini og hlær af öllum hinum.

AMEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEN


Þar dó málfrelsið og meira til

 

... og morðinginn eru S.Þ.

Amnesty International fer svo og fullkomnar þetta á Umhverfisráðstefnunni í Kaupmannahöfn í desember með því að drepa sannleikann. Amnesty stefnir á lygaáróðursherferð í Kaupmannahöfn um Ísrael. Eins og menn vita er Ísrael aðallglæponinn í heiminum og kýli á rassgatinu á heilaga hræsnispakkinu í Amnesty. Amnestið eru núna með herferð, þar sem þeir saka Ísrael um það sama og gyðingar voru sakaðir um á miðöldum, þ.e.a.s. að eyðileggja vatnsból hinna hreinu herra heimsins. Umhverfismálaráðstefnan mun greinilega snúast um verstu óvini umhverfisins, gyðingana. Vitlausu einfeldningarnir á Vesturlöndum hafa svo boðað bruna Kaupmannahafnar í ofanálag. FLOTT, heimur batnandi fer!

En hvað það var hentugt fyrir íslamista heimsins, Kína, Rússa og alla hina skítalabbana - og Obama ætlar víst ekki að mæta. Friður og friðarverðlaun séu með honum - eða er hann líka í djúpum skít.


Hvítir hanskar

Al Grimsson

Þegar forsetinn tróð upp fyrir útrásarvíkinga á undanförnum árum, passaði hann sig alltaf að bera hvíta hanska. Þá skilur maður ekki eftir sig fingraför.


KGB´s loverboy nr. 1 er naívisti

Jan Jan Rasputin KGBs greatest love machine

Nú þegar fram er komið, að sænski ”hjartaknúsarinn” og vinstrihetjan Jan Guillou var KGB-njósnari, lýsir hann roggin yfir:  ”Jag var ung og kolossalt naiv”. Vandamálið er bara að Jan Guillou er enn kolossalt naiv og styður hryðjuverkasamtök líkt og fjöldi annarra einfeldninga á Vesturlöndum.

Spurningin er, hvort Guillou hafi ekki alltaf verið kolossalt naiv? Fólk sem aðhylltist mannfyrirlitningu kommúnismans eru einfeldningar margt sekt um stuðning við glæpi. Þegar það fer að lofsyngja terrorista er maður alvarlega í vafa um geðheilsu þeirra. Ég bið að heilsa íslenskum góðvinum Jan Guillou. Þetta er mikill dándipiltur.

Hættulegasta dýrið í skóginum

zecken_15

Eftir að ég heyrði landlækni lýsa skógarmítilssýkingum frekar yfirborðslega í gær í útvarpinu (RÚV), verð ég að taka undir með Erling Ólafssyni skordýrafræðingi, og spyrja hvort íslenskir læknar séu yfirleitt í stakk búnir um að greina sjúkdóminn og einkenni sem koma í ljós þegar fólk hefur verið bitið af skógarmítli og fengið borreliosis-smit.

Ég hef nokkra „reynslu" og þekkingu af þessum sjúkdómi og get staðfest, að jafnvel læknar í Danmörku, þar sem sjúkdómurinn hefur verið landlægur síðan elstu menn muna, eru ekki færir um að sjá hvers kyns er. Tengdamóðir mín var nær dauða en lífi í fyrrasumar vegna þess að sjúkdómurinn lagðist á taugakerfi hennar og hún fékk lömun í andlið og aðra kvilla og verki sem læknast mjög hægt. Læknamistök! Læknarnir sáu ekki í upphafi hvaða einkenni hún var með og meðferðin var ekki nægileg í byrjun.

Þegar sonur minn var tveggja ára var hann líka bitinn af skógarmítli. Hann fékk allt í einu rauðan flekk á lærið, sem stækkaði og varð hringlaga með blett í miðju.Við fórum til læknis og þrátt fyrir hið einkenndandi hringlaga útlit útbrotsins á lærinu taldi læknirinn að þetta væri um hringormur (sveppasýking) í húð og gaf kortísónsmyrsl. Áburðurinn gerði ekkert gagn og flekkurinn stækkaði og minnkaði á víxl. Ég fór upphaflega til læknisins með þann grun að sonur minn hefði verið bitinn af skógarmítli og að hringurinn væri Erythema migrans, hringur sem myndast út frá skógarmítilssmiti. Læknirinn hló og sagði að það væri af og frá. Konan mín og börn höfðu einmitt farið í skógarferð með öðrum síðsumars og tjaldað í skóginum. Ég hafði skoðað myndir af útbrotum á húð á netinu og komist að þeirri niðurstöðu, að útbrotið á syni mínum væri líkust útbroti vegna skógarmítilsbakteríu. En þýðir að deila við lækninn, frekar en dómarann?

Eftir tvær ferðir til heimilislæknisins og 2-3 túbur af kortisónkremi, var enga breytingu að sjá. Hringútbrotið stækkaði. Ég var á leið til Íslands í stutta vinnuferð og sonur minn var einn morgunn mjög slappur og með hita. Þá tók ég þá ákvörðun að fara til húðlæknis, sem maður þarf annars að fá tilvísun til frá heimilislækni. Fyrst vildu þeir ekki gera neitt fyrir okkur, þar sem ég var ekki með tilvísun, en þegar ég sagði að ég teldi að læknirinn minn hefði ekki kattarvit á því hvað sonur minn væri með og hótaði að kæra stofuna, þá var sóttur læknir og hún kallaði okkur inn á stofu: „Þú hefur fullkomlega á réttu að standa, þetta er engin hringormssýking, þetta er skógarmítlabit", sagði læknirinn.  Læknirinn var mjög hissa á heimilislækninum, en sagði að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem hún sæi til lækna sem greindu hið hættulega bit skógamítla sem hringorm í húð. Sonur minn var sendur í blóðprufu (sem síðar staðfesti að hann væri með Borreliosis/Borrelia Burgdorferi) og hann var strax settur á strangan sýklalyfjakúr. Eftir stuttan tíma hvarf hringurinn af læri hans, eftir að hann var búinn að vera með hann í rúma tvo mánuði.

imagesCARWJK7M
Skógarmítill, kvendýr, fyrir og eftir blóðbarinn. Myndin af ofan sýnir munnsvip kvendýrsins. Myndin að neðan sýnir stærð mítlu áður en hún sýgur blóð fórnarlambsins.
skovflaat_img1_thumb

Ég vona að íslenskir læknar setji sig vel inn í einkenni borreliosi-sýkinga og hagi sér ekki eins og danskir læknar í þeim tilvikum sem ég þekki til í tengslum við fjölskyldu mína. Eftir eftir hálft annað ár er tengdamóðir mín enn mjög hrjáð af lömun og verkjum og þarf daglega að taka lyf.

Borreliosis er lífshættulegur sjúkdómur og verður ekki læknaður með kortísónkremi. Menn verða að athuga að bakterían þarf ekki endilega að valda hringlaga útbroti. Bakterían er lúmsk, og maður er ekki aðeins bitinn af skógarmítli í skógum. Lið- og vöðvaverkir, hiti og höfuðverkur geta líka verið einkenni sem menn ættu að taka eftir.

Þess ber að geta, að ein færasti sérfræðingur í Danmörku í skógarmítlasýkingum er auðvitað Íslendingur, dr. Sigurður Skarphéðinsson í Óðinsvéum.


Á þessum síðustu og verstu ...

ICECOLD

Dr. Johan Barnard sérlegur skottulæknir hollensku náhirðarinnar sér í Haag, lýsti því yfir í gær, að þótt að íslenski sjúklingurinn væri dauður eftir að hann skar nokkur pund úr síðu hans, þá séu þrátt fyrir það góðar líkur á því að Íslendingurinn borgi samt.

Dr. Barnard krefst þess af Alþingi, að það samþykki sáttmála þann sem hann undirritaði með  hjúunum á Allsleysu, Steingrími harðabónda og Jóhönnu þöglu, með blóði íslenskra barna, ellegar fái Íslendingar ekki ESB-gangráð eða AGS-bóluefni.


Ísland er gjaldþrota

Nederland 2050
 

Ef Ísland greiðir fyrir syndir Icesave-glæpagengisins og auðtrúa fórnarlamba þeirra, verður töluð bjöguð hollenska á Íslandi árið 2050. Farið að æfa kokhljóðin ef þið ætlið ykkur að vera þjónar nýju herranna. Ef Ísland neitar að borga, er myndin hér að ofan af Hollandi árið 2050. Við gætum veitt Hollandi  mikla aðstoð ef við höldum rétt á spöðunum.

Greining Gunnars Tómassonar hagfræðings, sem send var liðinu á Alþingi í gær, sýnir klárlega að íslenska ríkið er gjaldþrota og meira en svo. Í stað þess að taka á sig Icesave skuldir íslenskra glæpamannanna, ber yfirvöldum að viðurkenna að Ísland er gjaldþrota og lýsa því yfir sem fyrst. Alþingi er ekki stætt á öðru en að hafna þeirri ómynd, sem „nýi" Icesave-samningurinn er.

Ísland þarf ekki nein lán frá AGS með neðanmálsgreinum sem samdar hafa verið af sjúklingnum Gordon Brown og KFUM-stráklingnum Wouter Bos. Ef ESB gerir sér grein fyrir því að hlutfall erlendra skulda miðað við VÞF eru hvergi meiri í heiminum og í heimssögunni en á Íslandi, er út í hött að tala um aðild Íslands að ESB. En kratagengið á Íslandi er í afneitum. Það neitar að horfast í augu við staðreyndir. Það hentar kratagenginu í ESB vel. Þeir sjá að bræður þeirra á Íslandi eru líka frá Bakka.

Lars Christensen hjá Danske Bank var þegar kominn með þá greiningu á Ísland væri gjaldþrota  og mælti með því að íslenska ríkið lýsti sig gjaldþrota. En þess í stað setur ríkisstjórnin á svið leikrit fáránleikans, þar sem afneitun og ímyndun er aðalsöguþráðurinn. Við höfum ríkisstjórn sem ætlar sér að færa einu auðlindir Íslands á silfurfati til Hollendinga og Breta. Það er þó engin ástæða til þess. Við getum selt Hollendingum land og kennt þeim mannasiði, þegar heimshöfin flæða yfir fenin og þeir drukkna í eigin skít. Bretar hanga sjálfir á bláþræði og gaman væri að sjá hvort þeir geta líka bjargað sér sjálfir. Það geta Íslendingar, án landsölu og vændis. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband