24.10.2009 | 16:15
Hættulegasta dýrið í skóginum
Eftir að ég heyrði landlækni lýsa skógarmítilssýkingum frekar yfirborðslega í gær í útvarpinu (RÚV), verð ég að taka undir með Erling Ólafssyni skordýrafræðingi, og spyrja hvort íslenskir læknar séu yfirleitt í stakk búnir um að greina sjúkdóminn og einkenni sem koma í ljós þegar fólk hefur verið bitið af skógarmítli og fengið borreliosis-smit.
Ég hef nokkra reynslu" og þekkingu af þessum sjúkdómi og get staðfest, að jafnvel læknar í Danmörku, þar sem sjúkdómurinn hefur verið landlægur síðan elstu menn muna, eru ekki færir um að sjá hvers kyns er. Tengdamóðir mín var nær dauða en lífi í fyrrasumar vegna þess að sjúkdómurinn lagðist á taugakerfi hennar og hún fékk lömun í andlið og aðra kvilla og verki sem læknast mjög hægt. Læknamistök! Læknarnir sáu ekki í upphafi hvaða einkenni hún var með og meðferðin var ekki nægileg í byrjun.
Þegar sonur minn var tveggja ára var hann líka bitinn af skógarmítli. Hann fékk allt í einu rauðan flekk á lærið, sem stækkaði og varð hringlaga með blett í miðju.Við fórum til læknis og þrátt fyrir hið einkenndandi hringlaga útlit útbrotsins á lærinu taldi læknirinn að þetta væri um hringormur (sveppasýking) í húð og gaf kortísónsmyrsl. Áburðurinn gerði ekkert gagn og flekkurinn stækkaði og minnkaði á víxl. Ég fór upphaflega til læknisins með þann grun að sonur minn hefði verið bitinn af skógarmítli og að hringurinn væri Erythema migrans, hringur sem myndast út frá skógarmítilssmiti. Læknirinn hló og sagði að það væri af og frá. Konan mín og börn höfðu einmitt farið í skógarferð með öðrum síðsumars og tjaldað í skóginum. Ég hafði skoðað myndir af útbrotum á húð á netinu og komist að þeirri niðurstöðu, að útbrotið á syni mínum væri líkust útbroti vegna skógarmítilsbakteríu. En þýðir að deila við lækninn, frekar en dómarann?
Eftir tvær ferðir til heimilislæknisins og 2-3 túbur af kortisónkremi, var enga breytingu að sjá. Hringútbrotið stækkaði. Ég var á leið til Íslands í stutta vinnuferð og sonur minn var einn morgunn mjög slappur og með hita. Þá tók ég þá ákvörðun að fara til húðlæknis, sem maður þarf annars að fá tilvísun til frá heimilislækni. Fyrst vildu þeir ekki gera neitt fyrir okkur, þar sem ég var ekki með tilvísun, en þegar ég sagði að ég teldi að læknirinn minn hefði ekki kattarvit á því hvað sonur minn væri með og hótaði að kæra stofuna, þá var sóttur læknir og hún kallaði okkur inn á stofu: Þú hefur fullkomlega á réttu að standa, þetta er engin hringormssýking, þetta er skógarmítlabit", sagði læknirinn. Læknirinn var mjög hissa á heimilislækninum, en sagði að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem hún sæi til lækna sem greindu hið hættulega bit skógamítla sem hringorm í húð. Sonur minn var sendur í blóðprufu (sem síðar staðfesti að hann væri með Borreliosis/Borrelia Burgdorferi) og hann var strax settur á strangan sýklalyfjakúr. Eftir stuttan tíma hvarf hringurinn af læri hans, eftir að hann var búinn að vera með hann í rúma tvo mánuði.
Ég vona að íslenskir læknar setji sig vel inn í einkenni borreliosi-sýkinga og hagi sér ekki eins og danskir læknar í þeim tilvikum sem ég þekki til í tengslum við fjölskyldu mína. Eftir eftir hálft annað ár er tengdamóðir mín enn mjög hrjáð af lömun og verkjum og þarf daglega að taka lyf.
Borreliosis er lífshættulegur sjúkdómur og verður ekki læknaður með kortísónkremi. Menn verða að athuga að bakterían þarf ekki endilega að valda hringlaga útbroti. Bakterían er lúmsk, og maður er ekki aðeins bitinn af skógarmítli í skógum. Lið- og vöðvaverkir, hiti og höfuðverkur geta líka verið einkenni sem menn ættu að taka eftir.
Þess ber að geta, að ein færasti sérfræðingur í Danmörku í skógarmítlasýkingum er auðvitað Íslendingur, dr. Sigurður Skarphéðinsson í Óðinsvéum.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Fornleifur hinn heppni var með málið um daginn...
- Íslenska lokalausnin - hakakross málaður á bænhús rússnesku r...
- Lýst eftir Haremssögum á Cóviðtímum
- Questo Dottore
- Þrískipting valdsins
- Stjórnarþankar - Tvö ráðuneyti vantar árið 2021
- Ókeypis jólabók - Jólagjöf Fornleifs til þjóðarinnar
- Laxness viðbætur
- Ókeypis bók um Laxness í smíðum á Fornleifi
- Engin sátt í sjónmáli á milli ASÍ og Play
- RÚV á Evrusjón
- Er Brynjar nú orðinn varamaður?
- Siginn Skattman og S-Kata eru vel kæst í rauðbláu sóssunni
- Finnst ykkur góð skata?
- Læknadólgurinn og yfirvöld sem brugðust íslensku þjóðinni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.6.): 13
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 135
- Frá upphafi: 1324534
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 116
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Ekki gleði fréttir að þessi óþverri sé farinn að þrífast hér á landi......
Gott að opna umræðuna.....
http://en.wikipedia.org/wiki/Lyme_disease
Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 17:36
Kannast vel við þessa skepnu frá Flórida, en minnist ekki þessarar þungu umræðu um sýkingarhættu, þótt kvikindið væri talið hættulegt. Hundar og börn voru vanlega yfirfarin eftir skógartúra og glóandi sígarettur lagðar að kvikindinu til að losa tak þess á fórnarlambinu.
Á þeim tíma yfirgnæfði umræðan um skaðsemi sígaretta allt annað. Tick, eins og óargadýrið var kallað þar var mun neðar á listanum.
Ragnhildur Kolka, 24.10.2009 kl. 20:43
"vandlega" skal það vera
Ragnhildur Kolka, 24.10.2009 kl. 20:44
fékk svona bit þegar ég var að veiða á aðdal 2008 fékk hita og þetta bara stækkaði
fór á læknavaktina 6 dögum seinna enga hugmynd hafði Doksi en setti mig á síklalyf þannig mér fór batnandi eftir það enþá má sáj smá merki um þenna viðbjóð
Bubbi (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 08:55
Þakka ykkur öllum fyrir innlit og afsakið síðbúið svar, sem verður í stuttu lagi. Útrýmum skógarmítlum á Íslandi í stað þess að vera að eltast við frjálsar fjallakindur.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 28.10.2009 kl. 23:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.