Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, desember 2009

Til hamingju međ nasistaverđlaunin Andri Snćr

Ljósmynd af Andra Snć, sem í upphafi prýddi ţessa fćrslu, hefur veriđ fjarlćgđ ađ ósk ađila sem hafa haft samband viđ www.mbl.is. Ég hef rćtt viđ ljósmyndarann sem reyndist eiga myndina, en ekki hafđi hann samband viđ Morgunblađiđ og heldur ekki rit ţađ, gefiđ út af Iceland Express, sem keypt hefur myndina af honum (en ekki einkaréttinn). Greinilegt er ađ fćrsla mín hefur fariđ fyrir brjóstiđ á einhverjum. Ţessum "einhverjum", sem eru búnir ađ skíta í leđurbuxurnar, og Andra Snć til heiđurs birti ég nú mynd af ekta ţýskum náttúruverndarmanni sem er ekki ósvipađur Andra í Draumalandinu: Ljósmyndin er einnig notuđ í leyfisleysi af Alfred Töpfer Stiftung.

 

lederhosen

Andri Snćr hefur fengiđ KAIROS-verđlaunin frá Töpfer Stiftung i Hamborg. Er ekki óborganlegt ađ forystumađur landverndar á Íslandi ţiggi bitling úr sjóđ sem fjöldi manns hefur afţakkađ verđlaunin frá?

Og vitiđ ţiđ af hverju:

Nazi Toepfer

Alfred Töpfer(1894-1993) var illrćmdur nasisti. Hann var félagi í SS. Hann var m.a. foringi í gagnnjósnadeild í París. Hann komst í álnir vegna starfa sinna fyrir SS. Starf hans var ađ rćna. Hann stórgrćddi á stríđinu. Seldi međal annars kalk til Lodz gettósins, sem notađ var til ađ hella yfir líkhrúgurnar. Eftir stríđ hafđi hann í ţjónustu sinni stríđsglćpamenn eins og  Edmund Veesenmeyer sem vann međ Adolf Eichmann viđ morđ á 400.000 ungverskum gyđingum. Hjá honum starfađi einnig Hans-Joachim Riecke, sem var viđriđin útrýmingu á rússneskum föngum.  Allt fram til 1970 studdi Töpfer nasistann Thies Christoffersen fjárhagslega, (Christoffersen bjó um tíma bjó í Danmörku), Christoffersen gaf síđar út ritiđ "Lygarnar Um Auschwitz" (Die Auschwitzlüge).

Til hamingju Andri Snćr. Ţú ert greinilega kominn í góđan félagsskap!

Ţađ er ekki nema von ađ fanatísk umhverfisvernd minni mig stundum á nasisma.

Íslenska ţjóđin og ţeir sem fagna verđlaunum Andra Snćs, ćtlar einfeldnin aldrei ađ yfirgefa ykkur?

Sjá frekari upplýsingar hér


Gleđileg nasistajól

187

Ţađ eru ekki allar bókakápur eins fallegar og vel fótósjoppađar og kápa Viggu forseta. Bókaútgáfan Skrudda auglýsir stíft endurútgáfu bókarinnar Berlínarblús. Rađmyndaauglýsing fyrir ţessa skruddu á visir.is. er bćđir ljót og nasísk. Í auglýsingunni er hćgt ađ sjá son fyrrverandi forseta lýđveldisins í SS-úníform, hakakrossfána Ţriđja ríkisins og ţýska örninn. Mađur gćti haldiđ ađ ţađ vćri komiđ stríđ. Ţetta er frekar ósmekkleg og ćsingsleg auglýsing. Kannski er ţetta taliđ nauđsynlegt til ađ selja vöruna? Mađur verđur ađ vona ađ hin háaríska söluherferđ á bókinni Berlínarblús beri árangur. Ég bíđ ţó međ ađ kaupa hana ţangađ til ađ ég veit ađ hún inniheldur eitthvađ verulega nýtt.

Mađur leyfir sér einnig ađ vona ađ ţessi endurbćtta útgáfa Ágústs Guđmundssonar á bókinni Berlínarblús, sem fyrst kom út áriđ 1996, innihaldi t.d. leyfi frá Rigsarkivet (Ţjóđskalasafninu) í Danmörku fyrir birtingu skjala, sem Ágúst birti í algeru leyfisleysi áriđ 1996. T.d. skjöl um mann, íslenskan nasista í Danmörku, sem ekki var látinn, ţegar skjöl um hann birtust í bókinni. Slíkt er brot á dönskum lögum og er víst hćgt ađ dćma menn í fangelsi fyrri ţađ. Flest ţau skjöl sem Ágúst birti úr Rigsarkivet fékk hann aldrei  leyfi til ađ birta. Hann fékk leyfi til ađ rannsaka ţau (aktadgang), en ekki til ađ birta ţau. Ţađ er tvennt ólíkt í dönskum skjalalögum.

Ýmislegt nýtt er komiđ út um Íslending í Noregi, sem er söguhetja í bók Ágústs. Mađur ţessi, Ólafur Pétursson, var valdur ađ dauđa norđmanna og jafnvel fangelsun og fangabúđavist Íslendinga. Arnfinn Haga gaf áriđ 2007 út bókina Angiveren, sem fjallar um Ólaf, sem eftir "afrek" sín í Noregi, bjó á Íslandi og starfađi viđ endurskođun. Vćntanlega er ţađ allt međ í nýrri útgáfu Berlínarblúss. Bókin fjallar annars mest um Saklausa Sveitastráka, sem af ýmsum ástćđum urđu nasistar.

Mikiđ af villum var í fyrstu útgáfunni af Berlínarblús og hef ég hér á blogginu sýnt fram á nokkrar í tengslum viđ Jón Leifs og Halldór Laxness. En sá síđastnefndi var af einhverjum óskiljanlegum ástćđum međ í bók Ágústs (ţá líklega sem fórnarlamb) og Jón var nú ekki eiginlegur nasisti eins og mađurinn á forsíđu Bókarinnar. Ég skrifađi um ţađ Berlínarboogie.

Ţrátt fyrir galla er engin ástćđa til ađ banna bókina, líkt og var í tísku í DDR og nú HÍ.  En sagnfrćđingar verđa ţó ađ fylgja ţeim reglum sem settar eru. Einnig í öđrum löndum. Ţeim ber ţó ekki ađ fylgja duttlungum einhverra prívatpersóna sem heimta lögbann.

Ekki er nóg međ ađ bókaútgáfan Skrudda selji Berlínarblús međ glóandi hakakrossi og undir ásjónu SS-liđa. Útgáfan markađssetur einnig skáldsögu Elíasar Snćlands Jónssonar, Rúnagaldur, sem líka er mjög nasísk í allri hönnun.  

Heil jól lesendur góđir!

200_180

« Fyrri síđa

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband