Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Bagaleg frétt

 
bagalega léleg mynd

Um leið og ég óska biskupi Íslands til hamingju með nýja rússneska bagalinn, þarf víst smá leiðréttingar við frá fornleifafræðingi varðandi bagalega frétt Morgunblaðsins.

Baglar þessir eru á fagmálinu kallaði Tau-baglar [borið fram "tá"] og er þetta fræðiheiti dregið af gríska bókstafnum "tau/tá" T. Tau-baglar eru ekkert sérfyrirbæri Austurkirkjunnar. Þeir baglar, sem eru líkastir baglinum sem fannst á Þingvöllum, eru reyndar úr tré og hafa fundist í Dyflinni á Írlandi. Fagurlega útskornir tau-baglar úr fílsbeini eða rostungstönn hafa fundist nokkrum löndum vestur-Evrópu. Tau-bagallinn á Þingvöllum er því ekki sönnun þess að prelátar frá Rússlandi eða Austur-kirkjunni hafi verið á Íslandi.

Tau-baglar hafa þekkst með mismunandi lagi í gjörvallri Austurkirkjunni og einnig í koptísku/eþíópísku kirkjunni. Stíll og gerð gripa geta eins og kunnugt er breiðst á milli landa og heimsálfa eins og fatatíska, en þurfa ekki endilega alltaf að gefa til kynna uppruna gripanna eða hvað þá heldur uppruna fólks sem átti þá eða notaði.

Eþíópískur bagall Eþíópískur bagall

Tau Eþíópískur munkur með tau-bagal

Ólíklegt er, að þeir "(h)ermsku" prestar, sem greint er frá í Íslendingabók, þeir Petrus, Abraham og Stephanus, hafi tapað bagli sínum á Þingvöllum. Stíll (Úrnesstíll) sá sem bagallinn frá Þingvöllum er skreyttur með, var ekki þekktur í armenskri kirkjulist og tau-baglar voru ekki notaðir í Armensku kirkjunni.

Ef maður fylgir skoðun Magnúsar Más Lárusonar um að ermskir (hermskir) prestar í íslenskum handritum hafi verið prestar frá Ermlandi (rétt austan við Gdansk) er enn fráleitara að hugsa sér að Þingavallbagallinn hafi komið hingað með þeim, því tau-baglar eru ekki þekktir á því svæði sem kallaðist Ermland. Tilgáta F. B. USPENSKIJ frá 2000 finnst mér betri. Hún gengur út á það, að þegar nefndir eru girskir og hermskir prestar í íslenskum heimildum, þá sé ekki endilega átt við uppruna manna, heldur frekar kirkju þeirra. Mér þykir vænlegast að taka mið af þeirri tilgátu og sýnir ákvæði í Grágás það líka að mínu mati. En þrátt fyrir það gæti það alveg eins verið alíslenskur pater sem tapaði  baglinum sínum á Þingvöllum.

Ég skrifaði um bagalinn frá Þingvöllum í sýningarritið From Viking to the Crusader: Scandinavia and Europe 800-1200, gripur 335, bls. 314, mynd  155 ef einhver vill kynna sér þetta nánar.

Annars er þessi bagall líklegast ekkert annað en táknræn, kristin gerð stafs Móses. Sumir álíta að prestar gyðinga, rabbíar, hafi gengið með svona staf. Stafur Móses var til í musterinu í Jerúsalem, eða svo segja fróðir menn.


mbl.is Biskup fær rússneskan biskupsstaf að gjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin nýju alheimstrúarbrögð

The essence of the new Religion

Nú er víst alveg óhætt að halda því fram, að nýr sértrúarsöfnuður sé orðinn til. Hann nær til heimbyggðarinnar allrar og slær brátt við kaþólsku. Strax í upphafi þessarar löngu ræðu, og til að fjarlægja allan misskilning, ætla ég að leyfa mér að undirstrika að hér er ekki um að ræða trúarbrögð í hefðbundnum skilningi þess orðs. Félagar í þessum sértrúarhóp eru ekki mikið fyrir helgihald og seremoníur og víst oft yfirlýstir og hatrammir guðleysingar, sem gera gys að venjulegu trúuðu fólki. Mantra þeirra er hins vegar auðskilin: Allt vont sem gerist í heiminum hefur aðrar skýringar en þær sem virðast liggja í augum uppi.

Trúarbrögð þessi greinast í tvær megingreinar. Annars vegar hreinræktaða vantrúarmenn og afneitara. Hér í flokki eru t.d. það fólk sem ekki trúir að helför gyðinga hafi átt sér stað og afneitar henni.

Hins vegar eru  þeir, sem hafa séð ósköp eiga sér stað í beinni útsendingu í sjónvarpinu og geta því ekki afneitað tilvist atburðarins. En þeir vilja ekki fyrir neina muni setja það sem þeir sáu í neitt samhengi, án þess að sjá samsæri og þveröfuga greiningu á við það sem flestir telja. Stór hópur fylgir nú þeirri kirkju sem heldur því fram og trúir, að Bush og Bandaríkjastjórn hafi komið ósköpunum þann 11. september 2001 af stað; að þeir hafi dáleitt hóp múslima, sett þá í flugvélar og komið fyrir sprengjum í háhýsum á Manhattan.

Vantrúarmenn, sem geta t.d. ekki trúað að þjóðarmorð hafi átt sér stað, án þess að kenna fórnarlömbunum um, eru upp til hópa sjúkt fólk, haldið þunglund og hatri. Hinir, sem ekki geta sætt sig við orðinn hlut, t.d. að ofstækismen geti grandað sumum af hæstu byggingum heims og þúsundum manna í nafni Allah, eru oftast tilbúnir að fullvissa aðra um að þeir séu hinir mestu mannvinir og friðarsinnar. Margir nýir liðsmenn þessa safnaðar eru gamlir og garfaðir vinstri menn. Þeir nota það jafnvel sem eins konar áreiðanleikavottorð þegar þeir kenna Bush, Bandaríkjunum og zíonistunum um stóra samsærið á bak við 9/11.

Ekki býst ég við því að margir landa minna séu svo forheimskaðir, að þeir aðhyllist þessi trúarbrögð samsæriskenninganna. Á einstaka bloggi hef ég þó séð nokkra furðukalla, (því þetta leggst mest á karlpening eins og Aspargers heilkenni), sem aðhyllast þessi trúarbrögð. Maður gæti haldið að sumir þeirra hafi nýverið brugðuð sér í flugferð með fljúgandi furðuhlut og ekki borið barr sitt eftir það.  

Hér í Danmörku er ástandið orðið slæmt. Hér er t.d. rekin vefsíðan http://www.911truth.dk/, stæling á www.911truth.org, sem með þekktum lýðskrumsaðferðum reynir að telja fólki trú um að vondi kallinn sé fluttur úr neðra upp í Hvíta Húsið í Washington til að angra saklaust fólk. Þetta trúfólk hefur ekki ímyndunarafl til að trúa öðru en að Bush og kumpánar hans séu á bak við hryðjuverkin árið 2001 og allt annað sem miður fer í heiminum, þó svo að yfirlýsing Bin Ladens í kjölfar 9/11 hryðjuverkanna sé bókfest.

Þetta er afar líkt og þegar menn á miðöldum, sem og Hitler og nokkrir arftakar hans síðan, kenndu gyðingum um allt sem miður fer í heiminum. Það er einnig bókfest að þeir sem flugu inn í World Trade Center trúðu því. En samt eru þúsundir manna um heim allan sem telja sér trú um að gyðingar hafi staðið á bak við árásirnar á Bandaríkin árið 2001. Þeir álíta að farþegar, sem voru í flugvélunum sem flogið var á turnana í New York og Pentagon, séu á lífi eða hafi aldrei verið til. Sams konar rök nota afneitunarmenn Helfararinnar. Samkvæmt þeim búa fórnarlömb Holocaust í Florida.

Varnarmálaráðherra Súdans kenndi sumarið 2007 gyðingum um þjóðarmorðin í Darfur. Nasistar kenndu gyðingum um kommúnisma og rússnesku byltinguna og helfararafneitendur kenna gyðingum um Helförina. Sjáið http://www.youtube.com/watch?v=w8tfhqmGkSw  Samsærismenn hata gyðinga.

Hvergi eru þessi afbrigðilegu nýtrúarbrögð eins sterk og í Bandaríkjunum, föðurlandi samsæriskenninganna. Það er margt víst margt sjúkara þar en húsbóndinn í Hvíta Húsinu, sem mér er bara farið að þykja vænt um þegar maður sér alla vitleysingana sem ganga lausir í BNA og trúa því að Al Quaeda hafi verið búið til af CIA.

Eitt gott dæmi til sönnunar kenningar minnar um að fylgjendur samsæriskenninga séu þunglyndissjúklingar, sem þyrftu á meðferð að halda, er þessi síða : Biblía samsæriskenninganna. Þar sem sérstök áhersla er lögð á að hata yfirvöldin í Washington

Mannskepnan á oft erfitt með að trúa. En það skrýtna er að VANTRÚ getur hæglegu orðið að sterkustu trúarbrögðunum. Af hverju vilja þúsundir manna um heim allan ekki trúa því að vitlausir Íslamistar hafi sprengt upp World Trade Towers hjálparlaust? Alveg hjálparlaust erum við víst öll á góðri leið með að bræða báða pólana og drukka í eigin skít. Er það kannski líka Bush að kenna?

Því miður er einn elsti veikleiki mannsins ástæða þess að við sjáum nú svo marga fylgismenn samsæristrúarbragðanna. Að kenna öðrum um og útnefna blóraböggul fyrir sameiginlegar syndir er frumstæð og leiðigjörn árátta. Því miður er sú kennd mjög sterk meðal íslamista og margra vinstri manna, og t.d. nasista. Þess vegna sjáum við svo margt sameiginlegt með fylgisfólki  Hitlers, Stalíns og þeim fylgismönnum Múhameðs, sem gert hafa Íslam að heimsyfirráðastefnu. Hitler, Stalín og Múhameð áttu sér líka eitt sameiginlegt. Þeir sáu alls staðar samsæri geng sér og drápu mismunarlaust alla þá sem þeir ímynduðu sér að stæðu í vegi sínum.

Ég læt Penn & Teller að skýra þetta betur út. Horfið á þetta.  Myndin efst er frá mótmælum afneitunartrúarmanna fyrir framan sendiráð BNA í London. Hún skýrir sig sjálf


Forsetinn opnar rakarastofu

  Djöfull langar mig að klippa þessa líka

Abbas Palestínuforseti hefur nú gripið til örþrifaráða. Hann ætlar að fara að klippa skegg andstæðinga sinna. Nei, ekki Ísraelsmanna, lesendur góðir, heldur skegg Hamasmanna.

Hamas klagaði beint í Ísraelsmenn ! Í viðtali við  Jerusalem Post segja þeir að Abbas sé farinn í stórrúningu á geithöfrum Hamas, sem hann hefur í réttum sínum. Frelsishetjan Arafat mun einnig hafa haft slíkar hárgreiðslustofur fyrir óþolandi Hamasmenn, sem hann snöggklippti kringum talandann.

Ef friðarferlið í Miðausturlöndum er orðið skegglaust, líst mér ekki á blikuna. Skegg eru varla verri en byssa og sprengjur, en málbyssur þeirra skeggjuðu geta oft verið hættulegar. Skeggjaðir menn eru auðvitað líka gífurlega kynæsandi.

Ég er ekki viss um að þessi nýja "Gillette-doctrine" meðal vel snyrtra Palestínumanna sé mikilvægur hlekkur í friðarferlinu eftir Annapolis.  Hvað segir Heiðar snyrtir?

Hvaða rakspíra mæla menn með fyrir Hamas? Komu þessar rakarahugmyndir nokkuð frá Ólafi rakarasyni Gríms á Íslandi?

 

Shave bin Laden
Einn af viðskiptavinum Abbas rakara?

Sænskur banki reisir hús á beinum gyðinga

 

Snipishok

Svenska Enskilda Banken, SEK, sem er víst enn stærri en flestir íslenskir bankar, þótt hann haldi ekki eins góðar veislur, er í vondum málum í Vilníus í Litháen. Þar hefur bankinn fjármagnað byggingar lúxusíbúða á uppsprengdu verði á þeim stað sem áður var helsti grafreitur gyðinga í Vilníus, sem gyðingar kölluðu Vilnu. Gyðingum var, eins og víðast annars staðar, ekki leyft að hafa grafreit sinn innan borgarmarkanna. Þess vegna var honum fundinn staður norður árinnar Neris, sem rennur norðan Vilnu. Fyrir löngu hefur borgin innlimað sveitaþorpið Snipishok, Grísatrýnisþorp, þar sem grafreiturinn var.

Grafreitur þessi hýsir, líkt og aðrir grafreitir gyðinga, jarðneskar leifar til eilífðarnóns.  Vilna var á sínum tíma háborg gyðingsdóms í Austur-Evrópu.

Fyrst myrtu nasistar og handlangarar þeirra gyðinga í tugþúsundatali í Litháen. Svo komu Sovétrússar með sinn isma og hafa líkast til ekki vitað neitt um gyðinga, þegar þeir rifu þúsundir grafsteina úr grafreitnum í Snipishok og notuðu þá í undurstöður og tröppu Íþróttarhallar sem þeir byggðu á því svæði sem grafreiturinn var og nýrri götu var gefið nafn Ólympíu (Olimpiečių skyrius). Bein frægra lærifeðra, helgra manna og menningarfrömuða hinnar jiddísku menningar austurevrópska gyðingdómsins voru rifin upp og kastað hauga mannfyrirlitningarinnar Sovétsins.

Nú ræður annar ismi i Vilníus. Sá sem kenndur hefur verið við kapítal, og virðast boðorð hans heldur ekki hlífa gyðingum. Nú er búið að bæta fleiri glerhöllum ofan á það svæði sem selt var gyðingum til ævarandi eignar.

 

SEB on the Jews

Sænski Bankinn, SEB, er með útibú á jarðhæð þessarar byggingar og reynir að selja og leigja út íbúðir á efri hæðunum. Í kjallaranum er hins vegar reimt og mun gangur mála þar ekki verða SEB til framdráttar.

Svenska Enskilda Banken og litháískir samstarfsmenn þeirra bjóða nú íbúðir til sölu eða til leigu á landi sem er ekki þeirra eign. Litháísk yfirvöld hafa ekkert gert til að hindra enn eitt ránið á arfleifð gyðinga í Vilnu. Bankinn SEB og fólskuflón í stjórnmálastétt Litháens leyfa sér að tala um fyrrverandi grafreit gyðinga í Vilníus. Það er ekkert til sem heitir fyrrverandi grafreitur gyðinga.

SEB varð til úr tveimur bönkum árið 1972 og einn þeirra banka var alfarið í eigu Wallenberg ættarinnar. Sú ætt átti mikil og góð viðskipti við Þriðja ríki nasista og keyptu illa fengið gull af þeim. Eru menn að halda áfram þar sem frá var horfið?

Hurra Sverige!

 

Ghetto Bak
Mér þótti viðeigandi að sýna hér mynd listamannsins Samuel Bak (f. 1933) sem lifði af ofsóknir í  gettóinu í Vilnu. Ég var viðstaddur opnun myndlistasýningu hans í Vilnu árið 2001.

« Fyrri síða

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband