Leita í fréttum mbl.is

Ari Jón stal peningunum mínum frá Skaupþingi

Bankabækur Arions

Við val á nafni á banka, ber að varast að nota nafn á grísku skáldi sem samdi drykkjuvísur. Það er ekki traustvekjandi. Þegar þekktasta afurðin á markaðinum sem ber heitið ARION er hundafóður, og nafnið er tengt lélegum hótelum í Eyjahafi, grunar mann hvað Arion Bank muni standa fyrir. 

Þegar menn gleyma, að ein tegund lindýra, skógarsniglar, ganga und heitinu Arion, er hugsanlega líka verið að senda út röng skilaboð. Morðsnigillin Arion Lucitanicus er nafni þessa nýja banka okkar. Arion Islandicus, er það sjálfsmorðssnigillinn?

Arion rufus
Arion veitir aðhald. Sigurður skógræktarstjóri brenndi sig illilega á því.

 

Tímarit um klassísk fræði í Bandaríkjunnum heitir líka Arion. Íslenska er vissulega einnig klassísk, en nokkrum dögum eftir Dag Tungunnar fæðist banki með nafnskrípið Arion.

Hvar er málagestapóið. Mannanafnanefnd bannar stúlkum á Íslandi að heita Aisha (Aisha var sú sex ára stúlka sem gefin var Múhammað spámanni). Spáið í það, hægt er að skíra banka Arion í Mammonskirkjunni.

Nú á ég tvo tóma reikninga í Arion. Kaupthing Banki, sem nú er dauður, var ekki að hafa fyrir því að senda mér tölvupóst um að hann myndi fæðast á ný sem Arion. Algjört Skaupþing.

In memoriam

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég held að nafnið sé í hausinn Ara Edwald og Jóni Ásgeiri.  Allavega eitthvað slíkt djók í gangi. 

Ari Jón, er ansi alþýðlegt nafn á svona banka. Þetta er eins og að endurskíra Titanic, Skelina eða eitthvað álíka. 

Jón Steinar Ragnarsson, 22.11.2009 kl. 11:30

2 Smámynd: Eygló

Það undarlega er að vörsludeild KB var slitið út úr honum og stofnuð ný eining. Þar kom hugmynd deildarstjóra/sviðstjóra að nefna það Arion. Svo sem ágætt m.t.t. að þjónustan er að miklu leyti við erlendinga.

Svo er leitað til "almennings" um tillögur að nafni. Alls bárust 300-400 tillögur!!! Svo valið nafn dótturfyrirtækisins??? Sérkennilegt.

Ræddi þetta við dóttur mína. Sagði henni að myndi ég skíta upp á bak í fjármálum, ætlaði ég að taka upp nafn hennar!!!

Annars er ég ósátt við "Skaupþings" nafnið hér. Árshátíðin og blað útgefið að því til efni hét "Skaupþing" og þar og þá var með eindæmum skemmtilegt. Þá voru held ég fæstir búnir að þróa með sér útrásarfíknina að fullu.

Eygló, 22.11.2009 kl. 13:16

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Eygló, ég hef aldrei heyrt um þessa Árshátið. Mér var ekki boðið. En ég mun hafa snúið káinu í Kaupþingi í bros:

http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/924216/

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 22.11.2009 kl. 16:53

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér finnst skelfingarsvipurinn á fyrra merkinu meira lýsand Villi. Nema að þetta sé svona Sardónískt glott.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.11.2009 kl. 17:07

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þetta er eitrað bros, en hárið er minnisstæðilegt. En er brosið á Ara og Jóni ekki nokkurn veginn svona.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 22.11.2009 kl. 17:16

6 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 22.11.2009 kl. 17:16

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jú líklega. Virkar eins og skeifa en kemur miklu betur út núna þegar þeir eru á haus.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.11.2009 kl. 17:41

8 Smámynd: Eygló

 Ágæti, ég skrifaði... "ég ósátt", ekki að þú ættir að vera það. MÉR var nefnilega boðið tíu sinnum í Skaupþing, hið eldra. 

Eygló, 22.11.2009 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband