Leita í fréttum mbl.is

Tvennir tónleikar á árinu

Ég hef fariđ á tvenna tónleika í ár. Menningarlegri en ţađ er ég nú ekki. Ég hlusta á YouTube, kaupi tónlist á iTunes og sit í mínum eigin tónleikasal á fremsta bekk viđ hliđina á forsetanum - međ poppkorn.

Báđir tónleikarnir sem ég sótti voru frábćrir. Fyrst segir af ţeim síđari. Hann var í samkunduhúsi gyđinga í Kaupmannahöfn ţann 25. október. Ţar spilađi King of Kletzmer, klarínettumeistarinn Giora Feidman (f. 1936). 750 manns voru í samkunduhúsinu. Ţađ var aldrei ţessu vant trođfullt. Feidman, lék guđdómlega og hafđi til liđs viđ sig tvo frábćra, ţýska hljóđfćraleikara á kontrabassa og gítar og einn tyrkneskan trymbil, Murat Coskun, sem galdrađi ótrúlegustu hljóđ úr trommu sinni. Ţađ var bćđi heilagleiki og óbeisluđ gleđi á ţessum tónleikum, sem stóđ í yfir ţrjá klukkutíma. Og í hléinu talađi Feidmann viđ alla og seldi geisladiska í fordyri samkunduhússins eins og götusali í Bessarabíu. Ţetta var eftirminnilegt sunnudagskvöld.

 

Hinir tónleikarnir voru í ađalsýnagógunni í Reykjavík, Háskólabíói, ţann 28. maí. Góđur vinur bauđ mér á Listahátíđ. Frábćr sćti á besta stađ. Mađur getur ekki sagt nei viđ ţví. Tvö flaggskip rússnesks tónlistalífs, hjónin Gennadíj Rosdestvenskíj (f. 1931) og Viktoría Postnikova (f. 1944) frömdu list sína. Mikla list, vel ađ merkja. Postnikova lék píanókonsert nr. 24 í C-moll eftir Mozart međ kadensu eftir Brahms. Hún spilađi eins og flugmóđurskip rússneska flotans, sem siglir um höfin á góđum degi án ţess ađ bifast í ölduróti. Hún hafđi ekkert fyrir ţessu og enn sú innlifun! .. ţađ ţyrfti 30 japanska píanóleikara, međ grettur og krampa í öllum limum, til ađ fá sömu innlifun í konsert Mozarts. En Postnikova sat bara ţarna og spilađi eins og í hún vćri ađ syngja börnin sín í svefn, róleg og glćsileg. Grćnleitur kjóll dívunnar var ađeins of ţröngur og mikill hárhnúturinn á hnakkanum lyfti ţungu andlitinu og augnlokum ţessarar fjallmyndalegu konu.

Postnikova leikur Prokofjef undir stjórn Gennadíjs fyrir 39 árum í Moskvu

Kallinn hennar er saga út af fyrir sig, alveg eins útlítandi og pabbi hans, Nikolaj Anosov, sem var líka mikill stjórnandi í Sovétinu. Herđabreiđari mann en Gennadíj Rosdestvenskíj er vart hćgt ađ finna. Hann skyggđi nćr á sinfóníuna, ţótt hún vćri í útvíkkađri hátíđaútgáfu til ađ get leikiđ sinfóníu Sjostakovítsj nr. 7 í C dúr, Leníngrad sinfóníuna. Frábćrt, frábćrt og aftur frábćrt! Gennadíj var eins og sigursćll hersöfđingi í Rauđa Hernum, sem sagđi frá stríđinu međ virđingu. Pákuleikari sinfóníunnar, Eggert Pálsson, var ţarna í essinu sínu. Ég veit ekki hve mörgum fallbyssuskotum hann skaut út í salinn. Ţau voru mörg. Salurinn var í rúst, en hlustendur voru í sjöunda himni, fórnarlömb hinnar stóru listar, sem er svo sjaldgćf á Íslandi. Flutningurinn var allt annar en hjá t.d. meistara Leonard Bernstein, sem Hollywoodađi Leningrad-sinfóníuna (heyr). Kapítalisminn eyđileggur margt.

Jónas Sen tjáđi sig um tónleikana í einhverjum fjölmiđli fáeinum dögum síđar, ţegar hann, og viđ hin dauđlegu fórnarlömb listanna, vorum nokkurn veginn búin ađ jafna okkur eftir sprengingar Eggerts, sem var skólabróđir minn og góđur vinur í ćsku. Jónas taldi öruggt ađ ţetta hefđi líklega veriđ besti konsert Sinfóníunnar frá upphafi. Ég get ekki sagt til um ţađ, en ég er enn í bombusjokki.

Ég skrökva ţví reyndar, ađ ég hafi ađeins veriđ á tveimur tónleikum á árinu. Sonur minn, Ruben (7 ára), lék á morguntónleikum tónlistaskólans í heimabć okkar í síđustu viku. Hann lék "Old McDonald had a Farm, í ć í ć ó" á harmónikku međ mikilli innlifun. Algjör senuţjófur drengurinn.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband