Leita í fréttum mbl.is

Víkingar komu viđ á Hawaii á leiđ til Ástralíu

Viking on Lesbos

RÚViđ heldur áfram lélegum vinnubrögđum. Í gćr greindi Rúviđ frá víkingum í Síberíu og ţađ án heimilda. Danska dagblađiđ Berlingske Tidende greindi líka í gćr frá grein eftir rússneskan sagnfrćđing, Svetlönu Wolder, sem búiđ hefur í Danmörku í 14 ár. Sú skrifar harla undarlega grein í tímaritiđ Siden Saxo, ţar sem hún geriđ ţví skóna ađ "víkingar" hafi fariđ langtum austar en hingađ til hefur veriđ taliđ.

RÚV vitnar rangt í heimildir og greinir frá fornleifafundi á eyjunni "Valgatz", sem er skrítiđ ţegar eyjan er kölluđ Vaigatz af Svetlönu Wolder, en er ţekktust undir nafninu Vaygach (Ostrov Vaygach).

Ţegar Svetlana ţessi Wolder er spurđ, hvort ţađ ţurfi endilega ađ vera norrćnir menn sem hafi átt gripi ţá sem fundist hafa í Vaygach og sem hún telur norrćna, upplýsir hún, ađ hún hafi miklu fleiri upplýsingar en hún er međ í grein sinni.

Ó já, var ţađ ekki eins og gamla manninn grunađi. Svetlana Wolder er ein af ţessum merku frćđimönnum sem eru međ miklu fleiri rök heima hjá sér en ţau sem ţeir birta. Slíkir vísindamenn eru ekki hátt skrifađir hjá ţeim fornleifafrćđingi sem ţetta skrifar.

Mér lýst ekki á blikuna. Ćtli Svetlana ţessi viti ađ Samar breiddu út norrćna gripi og gripi međ norrćnum stílbrigđum, ţeir voru góđir smiđir. Samar og ćttingjar ţeirra gćtu auđvitađ hafa selt einhverjum manni víkingarusl, sem sá gaf öđrum, sem síđar geymdi ţađ áđur en barnabarn hans álpađist út eyjuna Vaygach og tíndi ţví.  Hlutir án nokkurs samhengis segja lítiđ eđa ekkert um fólkiđ sem átti ţá.

Djöf... er ég orđinn ţreyttur á endalausu víkingarugli.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mikiđ hjartanlega get ég tekiđ undir ţetta niđurlag.

Rússar eru nú ţekktir af allskonar Sudosaynkayum  Vayzgayum á vísindasviđinu og eru bćkur ţeirra vinsćlar á samsćrissíđum. Einn ţessara virtu manna hefur tildćmis uppi kenningu um ađ allt okkar tímatal og saga, sé fölsunin ein og ađ mannkyn sé ekki meira en ca. 1000 ára. Hann selur bćkur í gámavís. Líklega úr sömu akademíu og Wolger. 

Anars virđist ţetta fariđ ađ verđa einhver trend ţessi athyglissýki undirmálsmanna í vísindum. Ef menn eru nógu andskoti banal, ţá hljóta ţeir skjótan frama eins og Kristnu vísindamennir nir hjá Discovery Institude.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.11.2009 kl. 18:20

2 identicon

Fannst ekki rómversk mynt í Herjólfsdal? Ćtli fyrsta sjoppan í Eyjum hafi ekki veriđ "Caesar's" 

Annars var ţađ nú svo međ blessađa víkingana, ađ ţeir ţvćldust víđa. Viđ vitum ekki hve langt ţeir komust, og ţađ hefur jú smámsaman veriđ ađ koma í ljós ađ ţeir fóru líklega lengra en áđur var taliđ. Viđ vitum ekki einu sinni hvernig ţeir rötuđu svona vel, en ţađ er nú ekki einstakt, ţar sem ţađ á líka viđ um mun eldri siđmenningar og ţeirra áhöld til útreikninga.

Gaman vćri ađ vita meira um hina óleystu gátu ţar sem í 1000 ára gamalli gröf nćrri gamalli kirkju í Noregi, fundust 3 beinagrindur. Ţćr höfđu allar sama erfđagallann, sem er stađbundinn í Vestanverđri S-Ameríku, og var bundinn viđ Inka. (ţetta er fyrir ţeirra tíma).

Jón Logi (IP-tala skráđ) 4.11.2009 kl. 09:17

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ţetta var jafn órćđ og ógrunduđ "stađreynd" hjá Jóni Loga og leyndar sannanir Wolger.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.11.2009 kl. 12:36

4 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

En hvađ segir fornleifafrćđingurinn um ţađ nýjasta frá Páli Theódórssyni ađ landnámiđ hafi orđiđ fyrir landnám? Ég gapi alveg upp í ţitt álit. Er ég ţó yfirleitt harđlega samanbitinn og ţumbaralegur mjög. 

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 5.11.2009 kl. 18:03

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ég sinni svo mörgum gyđinglegum skyldum ţessa dagana, ađ ég má varla vera ađ ţví ađ líta á blogg, ţarf međal ađ koma út tímaritinu RAMBAM, sem er ekki síđra en Skírnir, sem Páll vinur minn skrifar í. Svo er ég ađra daga ađ selja merkar bćkur til Tyrklands og hins siđmenntađa heims kringum Danmörku, sem ég tel ekki til siđmenntađs lands.

Ég er auđvitađ búinn ađ skrifa grein um grein Páls, án ţess ađ hafa lesiđ Skírni.

Hún kemur og ţú munt gapa enn meira. Ísland var upphaflega numiđ af ....... eintómum vitleysingum sem héldu ađ allt vćri hćgt og settu svo allt á hausinn.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.11.2009 kl. 23:07

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband