Leita í fréttum mbl.is

Myndir á sýningu

Blomsterlandet

Ég fór á ferniseringu í dag. Eggert málari Pétursson opnađi sýningu á blómamyndum sínum á jarđhćđ Nordatlantiske Brygge á Christianshavn í Kaupmannahöfn. Hann sýnir ţar lyng svo litrík, ađ ég hef aldrei séđ neitt eins blómlegt nema í garđi móđur minnar. Myndirnar voru svo krćsilegar, ađ mann langađi hálfpartinn ađ leggjast í berjalautir og sortulyng Eggerts, umvafinn íslenskum mó- og skógarplöntum, ljónslöppum og fíflum ... ţangađ til mađur fann línolíulyktina, sem var enn megn af sumum myndunum. Sumar voru alveg frískar úr fabrikkunni. Ţarna var ekki annar stíll hjá Eggert en á fyrri  blómamyndum hans og stundum fćr mađur á tilfinninguna ađ hann haldi mikiđ upp á Kjarval. En ţađ var meiri litadýrđ en áđur. Sumar myndirnar minntu jafnvel á teppi frá Isfahan.  

Mannavaliđ á sýningunni var nú líka fjölbreytt flóra. Vinir vors og blóma, íslenskar og íturvaxnar grćnlenskar blómarósir, íslenskir kúlturnjólar og Sveinn Einarsson fyrrverandi ţjóđleikhússtjóri var ţarna líka og gamall kennari minn í listasögu í MH, Halldór Björn Runólfsson. Eggert málari var einna litminnstur fyrir utan mann međ sólgeraugu, áttpensarahatt og menningarvömb sem gekk ţarna um og ţefađi af myndunum. Ţarna var líka mćttur bókaútgefandi međ ţungan lykil da Vincis um hálsinn. En flest átti ţetta fólk ţađ sameiginlegt ađ ađ vera ćttađ úr afdölum á Íslandi, ţar sem gróđinn getur aldrei orđiđ eins yfirgengilegur og í myndum Eggerts. En ţetta er ekta íslenskur gróđi hjá Eggert, ekki neinar útrásavíkingafalsanir.  

Sonur minn 6 ára sýndi ekki myndlist hinn minnsta áhuga frekar en fyrri daginn. Blóm hvaaaaađ? Hann drakk í stađinn 4 glös af appelsíni og var međ mannalćti viđ yngri snáđa sem voru ţarna líka međ foreldrum sínum.

Svo ţegar búiđ var ađ dásama fallegar myndir og velta ţví fyrir sér hvađ ţćr myndu kosta og hvađ ţćr pössuđu vel á veggnum heima, var haustsólin sleikt viđ kajann.  Ţegar hún var byrjuđ ađ stinga ţćgilega í húđina var hugsađ til heimferđar. Hver kemur ekki ţá ekki ríđandi í hlađ á blökkum járnfák. Jú sjálfur sendiherrann. Sá sem var framlengdur fyrir afrek sín í ICESAVE málinu? Já, sá sem var framlengdur. En ţađ var sko enginn framlengdur Trabant sem hann var á, heldur hápunktur ţýsks ofurkapítalisma. Hann ók dólgslega og snarhemlađi fyrir framan íslenska sendiráđiđ og setti silfurgráa frúna af, og ók síđan drossíunni á sinn stađ bak viđ pakkhúsiđ. Ég sleppti ţví ađ sjá sirkusinn sem fylgdi. Ég er ekki fyrir óţarfa framlengingar. Svavar hefur örugglega keypt mynd, ekki trúi ég öđru.  

Ţađ er hćgt ađ mćla međ ţví ađ fara á Nordatlantens Brygge og sjá sýningu Eggerts, Blomsterlandet. Mađur fćr heimţrá og löngun til ađ fara í gönguferđ út í íslenska náttúruna til ađ sannreyna hvort ţađ sem hann er međ á striganum sé ţar í raun og veru. Ţađ er engin kreppa í litum Eggerts.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Eggert er snillingur. Takk fyrir líflega frásögn, doktor, nema hvađ sleppa hefđi mátt Svavari – raunar sleppa honum líka úr opinberri ţjónustu fyrir löngu, eins og alţjóđ veit.

Jón Valur Jensson, 17.9.2009 kl. 02:06

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ţakka ţér líka Jón Valur. Ef sá framlengdi á fína bílnum hefđi náđ ţví ađ koma ţarna á sýninguna međan ég var ţar, hefđi ţađ líklega orđiđ til ţess ađ lýsingin á fólkinu sem ég sá hefđi orđiđ öđruvísi og myndirnar reynst fölari í minningunni. En einhvers stađar verđa vondir ađ vera. Kannski málar Eggert ESB-mynd fulla af erlendum arfa og illgresi, kryddađa gervirósum, ryki úr nýsprengdri gorkúlu og hampplöntum undir stolinni gervilýsingu.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 17.9.2009 kl. 06:49

3 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Skemmtileg lesning og örugglega skemmtileg sýning sem ţú segir frá.

Marta Gunnarsdóttir, 17.9.2009 kl. 21:48

4 Smámynd: Baugur,hrossarćktarfélag

Engar allsberar tjellingar á myndunum?

Baugur,hrossarćktarfélag, 17.9.2009 kl. 22:00

5 Smámynd: Hörđur Finnbogason

Berin eru ófrosin enn og ég hlakka til ađ fara nú um helgina í hestaréttir og anda ađ mér fersku fjallalofti og tína nokkur ber í munn.  Ţakka ţér fyrir skemmtilega frásögn..

Hörđur Finnbogason, 17.9.2009 kl. 22:28

6 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Marta, sýningin var falleg og skemmtileg, en salurinn, ég gleymdi ađ segja frá honum. Hann er hrein hörmung.

Baugur, engin ástćđa fyrir ţig ađ sjá sýninguna. Eggert var međ öll ber nema rassber. Haltu bara áfram ađ horfa á vídeóin ţín.

Hörđur, öfund er ljót kennd, en ég öfunda ţig af ţessu, nema ţađ rigni. Ég get ađeins fariđ út í Nettó og keypt mér frosin risabláber, full af mengun frá ESB.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 18.9.2009 kl. 08:27

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband