24.8.2009 | 10:23
Knut Hamsun er mælikvarði á siðferði
Þótt Norðmenn haldi upp á dæmdan landráðamann, sem var aðdáandi gyðingamorðingjans Hitler, er þá nokkur hæfa fyrir Íslendinga að gera það sama? Hamsun á sér þó greinilega einvala lið aðdáenda á Íslandi.
Kannski gerir Avigdor Liberman, umdeildur utanríkisráðherra Ísraels, sér ekki grein fyrir því, að frændur Norðmanna, sumir Íslendingar, eru líklegast ekki minni gyðingahatarar en Norðmenn. Sjáið til dæmis skrif sumra þeirra manna, sem lagt hafa orð í belg í umræðunni við þessa frétt Morgunblaðsins.
Einn þeirra segir, að maður sé ekki gyðingahatari þótt maður sé nasisti. Þessi maður, sem hefur greinilega farið illa út úr íslenska skólakerfinu, hefur hér á blogginu gert það að köllun sinni að vara við "Villa í Köben" (þ.e.a.s. mér), í bloggkynningu á sjálfum sér, vegna þess að ég ver málstað Ísraels og segi stundum sögu gyðinga á bloggi mínu. Menn geta þó líka verið gyðingahatarar, þó þeir séu ekki nasistar.
Jú, nasistar eru allir gyðinghatarar og gyðingahatur er stoðarsteinn nasismans. Nasisminn í Þýskalandi var drifinn áfram af gyðingahatri. Gyðingahatur er líka helsta iðja nýnasista. Og nú hafa vinstri menn bæst í hópinn, eftir að fasistaríkin, sem þeir studdu austantjalds, voru afhjúpuð. Gyðingahatur kommúnistaríkja var ofsafengið og flótti gyðinga frá Póllandi á 7. áratugnum, sem og mikill fjöldi gyðinga í Gúlagi Sovétsins er til marks um það.
Hamsum, sem hataði Breta, og sem hyllti Hilter, var gyðingahatari per exelance. Nóbelsverðlaunin, sem hann fékk árið 1920, eru ekki bólusetning við gyðingahatri. Arafat fékk eins og allir vita friðarverðlaun. Hvenær var hann friðarsinni? Hamsun gaf Göbbels Nóbelsmedalíuna sína í hrifningu yfir nasismanum.
Frá því ég byrjaði að blogga, hef ég öðru hvoru bent mönnum á, að skrif þeirra flokkist undir gyðingahatur. Flokkunina sem ég nota er skilgreind af t.d. Evrópuráðinu og stofnunum ESB. Flestir þeirra sem ég hef gangrýnt sjá ekki galla sína og telja að þeim sé heimilt að skrifa sora og ærumeiðingar um gyðinga. En Það er bannað samkvæmt íslenskum hegningarlögum. Vegna spillingar í íslensku þjóðfélagi, sem er algjör, þar sem ættmenn þeirra sem sendu gyðinga úr landi á Íslandi á 4. áratug síðustu aldar, hafa t.d. gengt stöðu saksóknara, finnst enginn sem vill taka á gróðrarstíu gyðingahaturs á Íslandi. Gyðingahatur er því miður orðin lenska á Íslandi.
Jón Valur Jensson, mikill baráttumaður fyrir frelsi, sem nýlega bað um að gerast bloggvinur minn, segist ekki kannast við gyðingahatur Hamsuns. Maður, sem í ræðu á stríðsárunum lýsir Roosvelt Bandaríkjaforseta á þennan hátt: "Gyðingur í þjónustu Gyðinga", er kannski ekki gyðingahatari? Hvað finnst þér Jón Valur?
Þó svo að sumir Norðmenn verji glósur Hamsuns um gyðinga á þann hátt að þær hafi verið "til siðs" á þessum tíma, þá eru þessar glósur jafnt sem áður, GYÐINGAHATUR. Þetta var hatur sem tíðkaðist fyrir þann tíma að brjálæðingur nokkur í Þýskalandi, sem Hamsun dýrkaði, kom því í kring að 6 milljónir gyðinga voru myrtar, meðan mestur hluti heimsins horfði á án þess að segja nokkuð eða gera. Þó svo að Hamsun hafi grenjað á vitleysingahælinu þegar hann heyrði um örlög gyðinganna, þá breytir það ekki því að hann var stuðningsmaður morðingjanna sem myrtu þá.
Stundum hvarflar það að mér, að það sem var til siðs að segja um gyðinga á tímum Hamsuns, sé komið aftur í tísku, eins og Hamsun.
Hér fáið þið minningarorð Hamsuns um Hitler:
Jeg er ikke verdig til at tale høirøstet om Adolf Hitler, og til nogen sentimental Rørelse indbyder hans Liv og Gjerning ikke.
Han var en Kriger, en Kriger for Menneskeheden og en Forkynder av Evangeliet om Ret for alle Nasjoner. Han var en reformatorisk Skikkelse av høieste Rang, og hans historiske skjebne var den, at han virket i en Tid av eksempelløseste Raahet, som tilslut fældte ham.
Slik tør den almindelige Vesteuropæer se på Adolf Hitler. Og vi, hans nære tilhengere, bøier nu vaare hoder ved hans død.
Knut Hamsun
Þetta var birt í Aftenposten 07. 05. 1945. Nú er Aftenposten að ráðast á ríki Gyðinga. Lengi lifir í gömlum glæðum.
Ef íslensk skítseyði vilja hylla slíka norskan föðurlandssvikara, sem lýsir Hitler eins og hetju, þá er kannski kominn tími til að hafa samband við "Villa öfgamann í Köben", til að láta hann stinga gyðingahatursmælinum í afturendann á ykkur. Þið eru að minnsta kosti með verulegan hita. Svínainflúensu er auðvitað ekki hægt að útiloka, en siðferðið er að minnsta kosti bágt.
Ætli Íslendingar muni halda upp á afmæli landráðamannanna sem settu íslensku þjóðina á hausinn? Nei, ég held ekki að Íslendingar séu eins vitlausir og Norðmenn, enda flýðu þeir Noreg fyrir 1100 árum. Hver vill láta skipa sér í sveit með þjóð, sem telur að makríllinn tali norsku?
Segir Norðmenn hata gyðinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Gyðingdómur, Helförin, Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 11:47 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Trumpur Eyjajarl
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 7
- Sl. sólarhring: 24
- Sl. viku: 222
- Frá upphafi: 1353022
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 173
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Sagan geymir hliðstæður við skrif Hamsuns um Hitler.
Ég man eftir stríðsletri Þjóðviljans þegar Stalín var allur og blaðið hyllti lífsstarf þessa mesta mannvinar og göfugmennis samtímans.
Þá bjuggu þeir sem trúðu á Stalín enn að skýrslu Laxness um réttarhöldin yfir þeim sem Stalín útrýmdi, þegar hann lét taka af lífi megnið af blóma yfirmanna sovéska hersins í einhverjum mestu útrýmingarréttarhöldum sem sagan kanna að greina frá.
Laxness skrifaði að hann hefði dáðst að því hvað Búkharin var forhertur þegar hann neitaði sök, fannst með ólíkindum hve óforskammaður hann væri.
Skefjalaus trúnaður á göfgi Stalíns og sovétkommúnismans var alger hjá kommúnistum þessa tíma.
Nokkrum árum eftir lát Stalíns afhjúpaði Krúsjoff glæpaverk hans í leyniræðu og Laxness gerði iðrun og yfirbót nokkrum árum eftir það.
Svona erum við mennirnir nú ófullkomnir og oft trúgjarnir og barnalegir.
Ómar Ragnarsson, 24.8.2009 kl. 14:54
Heimsótti ekki Gunnar Gunnarsson Foringjann á sínum tíma ?
Finnur Bárðarson, 24.8.2009 kl. 17:28
Knut Hamsun er auðvitað Laxness Noregs. Það er óþarfi að blanda stjórnmálum við listaverk og afrek þessarra manna. Það er augljóst að listir og stjórnmál eiga ekki vel saman, þó stjórnmálamenn kunni að nýta sér listamennina.
Sultur eftir Knut Hamsun er einstakt listaverk og á erindi til allra, ekki síst núna.
Að formaður gyðinga skuli andmæla einstökum afrakstri Knut Hamsun í listum, er alveg út í hött. Þetta er bara eitthvað stjórnmála-stönt sem er alls ekki við hæfi á nokkrum bæ.
nicejerk (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 17:47
Það má telja upp villuráfandi listamenn í í stjórnmálum. John Steinbeck studdi Víetnam stríðið með ráð og dáð. En enginn dregur í efa hæfileka hans sem rithöfundar.
Finnur Bárðarson, 24.8.2009 kl. 17:52
Farðu rétt með, dr. Vihjálmur. Ég sagði: "Gyðingahatur þekki ég ekki í bókum míns elskaða Hamsuns," og ekki nefnir þú neitt dæmi um slíkt í skáldsögum hans. Þar að auki hef ég oft varið Gyðinga/Ísraelsmenn í skrifum mínum, t.d. í annarri grein minni frá í nótt, fáeinum stundum á undan Hamsun-greininni: Carl Bildt bregzt þeim fáu og smáu, en er sjálfur lítill karl í sniðum gagnvart þeim stóru, en sú grein tekur á níðskrifunum um meinta líffæraflutninga Ísraelsmanna úr palestínsku fólki. – M.b.kv.,
Jón Valur Jensson, 24.8.2009 kl. 18:00
"Þetta var birt í Aftenposten 07. 05. 1945. Nú er Aftenposten að ráðast á ríki Gyðinga. Lengi lifir í gömlum glæðum."
Ha?
Var það ekki Aftonbladet í nasíska gyðingahatararíkinu Svíþjóð en ekki Aftenposten í nasíska gyðingahatararíkinu Noregi? Er ég að ruglast á gyðingahataralöndum? Hvað var Aftenposten að gera af sér? Kannski eitthvað sem hvetur ríkisstjórn Ísraels til að grípa til sömu ráðstafana við að reisa skorður við tjáningarfrelsi og múslímaríki beittu Danmörku í kjölfar skopmyndamálsins?
Kristján B. Jónasson, 24.8.2009 kl. 22:44
Kristján, skopteikning af Jesús og Múhameð er eitt. Vegna þeirra brennan menn heiminn.
En að væna núlifandi þjóð og trúarbrögð um líffærastuld er ekki skopmynd. Það er hluti af útrýmingarhatri múslíma gegn gyðingum, hatri sem kristnir stunduðu á fullu, þangað til litlum kaþólikka, Adólf Hitler, og hans kumpánum tókst að myrða 6 milljónir þeirra.
Eins og þú tekur eftir fara ekki fram brennur á sendiráðum Svíþjóðar og Noregs. Það er verið að benda Norðmönnum á að þeir eru að hilla landráðamann sem var stuðningsmaður manns sem lét myrða 6 milljónir þeirra sem gangrýna. Það er verið að benda Svíum á að þeir eru erindrekar þeirra, sem í dag vilja myrða gyðinga og útrýma Ísraelsríki.
ÞAÐ ER MUNURINN. Samlíking þín á Ísrael og gyðingum við múslímaríki er því út í hött. En hún sýnir þína smásál.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 25.8.2009 kl. 05:41
Sæll cand. theol. Jón Valur, ég fer rétt með. Þú kannast sýnilega ekki við gyðingafordóma Hamsuns í færslu þinni. Þú nefndir aðeins bækur, en ekki annað sem Nóbelsskáldið lét hafa eftir sér. Maður, sem fagnaði innrás Þjóðverja í Noreg, innrás sem olli dauða þúsunda landsmanna hans, er ekki fínn pappír að mínu mati.
Ég efast ekki um stuðning þinn við Ísrael og ég hef ekkert á móti áliti þínu á ritverkum Hamsuns. Hamsun var mikið skáld, sem því miður sverti ímynd sína með trú á morðsveitir.
En er ekki eitthvað að þjóð, sem hyllir mann sem hún dæmdi sem landráðamann og þar sem fjármálaráðherrann tekur þátt í mótmælagöngum þar sem skríllinn hrópar "Dauði yfir Gyðingana"? Er ekki mikið að í landi, þar sem nýnasistar trampa niður minnisvarða um fallna Norðmenn, þar sem ríkisvaldið reyndi að komast hjá því að endurgreiða þær fjárhæðir sem þeir höfðu tekið af norskum gyðingum, sem sendir voru til Auschwitz?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 25.8.2009 kl. 06:27
Finnur, Gunnar Gunnarsson fékk ekki Nóbelsverðlaunin. Sumir segja að hann hafi átt að fá þau, en að menn hafi lagst gegn því vegna þess að hann var stuðningsmaður og aðdáandi Hitlers.
Hamsun fékk verðlauni árið 1920. Ef hann hefði ekki verið meðreiðarsveinn Hitlers, hefði hann verið hetja. Bækur hans hafa verið gefnar út í Ísrael og þar fer enginn bókabrenna fram á verkum hans, eins og þegar kristnir menn (nasistar) brenndu bækur gyðinga, og eins og þegar múslímar brenna allt það sem þeim þykir óheilagt.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 25.8.2009 kl. 06:37
Einar Hansson, miðað við þær alhæfingar sem Ísrael og gyðingar hafa þurft að þola í norskum, sænskum og jafnvel dönskum fjölmiðlum (Information), þá eru orð Libermans að harla norrænni fyrirmynd. Hann gangrýnir alveg eins og Svíi. Hann gerið það sama og Svíar gera, þegar þeir bera við tjáningarfrelsi, þegar þeir þurfa að væna Ísraelsmenn um líffærastuld. En Libermann er aðeins að segja sannleikann. Hann lýgur ekki í nafni prentfrelsisins. Norðmenn hylla nasista sem var meðreiðarsveinn Hitlers og sem var dæmdur fyrir landráð.
Liberman er að gera það sem vinstri menn á Vesturlöndum gera á hverjum degi. Einhæf, klisjukennd árás á þjóðina Ísrael og íbúa hennar er stunduð á fullum krafti af sumum blaðamönnum á Íslandi, sérstaklega á RÚV. Þar hafa menn í fjölda ára talað um "varnir frelsissamtaka Palestínumanna" en það eru alltaf "árásir Ísraelsmanna". Sérstaklega má nefna fréttamanninn Þorvald Friðriksson, sem er áhugamaður um skrímsli. Hann er eins konar skrímsli í mannsmynd, þegar kemur að rangfærslum og höllum fréttflutningi frá Miðausturlöndum.
Stundum kemur eitthvað úr hinni áttinni. Gyðingar eru hættir að láta leiða sig til slátrunar. Vona að þú hafir tekið eftir því.
Gyðingum er nokk sama þótt 1 eða 5% Norðmanna eru gyðingahatarar. Því fjöldi þeirra sem hatast út í Ísrael er miklu meiri. Sjáðu fylgi vinstri manna og þú sér næstum því fjölda þeirra sem þola ekki Ísrael og geta ekki unnað gyðingum sjálfstæðu lýðræðisríki mitt inni í þvögu ófærandi einræðisríkja.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 25.8.2009 kl. 06:52
Ómar Ragnarsson, þakka þér fyrir gott innlegg. Menn aðhyllast ýmsan fjanda. Stuðningur við Ísraelsríki er ekki það versta. Það er nauðsyn. Stuðningur við herra eins og Stalín og Hitler er hins vegar lúxusvandamál. Ef menn gera sér ekki grein fyrir því að þeir á vissan hátt meðsekir eftir að í ljós er komið að kempurnar áttu sök í dauð tugmilljóna manna.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 25.8.2009 kl. 07:00
Spyrja má hvort þessi umræða væri yfir höfuð í gangi ef Hitler hefði náð að klára það sem hann byrjaði á? Í það minnsta hefði VÖV orðið að finna sér annað áhugamál.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.8.2009 kl. 18:56
Vilhjálmur minn, þú sagðir orðrétt í pistlinum: "Jón Valur Jensson, mikill baráttumaður fyrir frelsi, sem nýlega bað um að gerast bloggvinur minn, segist ekki kannast við gyðingahatur Hamsuns." – Ég svaraði (og fór þar rétt með): "Gyðingahatur þekki ég ekki í bókum míns elskaða Hamsuns." – Það er munur á þessu. Ég viðurkenni, að ég hef ekki lagt mig eftir ýmsum ummælum hans annars staðar en í bókunum. Ég neita því ekki, að lítilsvirðing gagnvart Gyðingum leynist í Roosevelt-setningu hans (sem ég hafði aldrei heyrt né séð), en kannski ekki af nazista-taginu (með hatri sem vílar ekki fyrir sér dráp); kannski var þetta einfaldlega tal byggt á fordómum um Gyðinga sem ósvífna kaupahéðna. En þú veizt þetta örugglega betur en ég.
Jón Valur Jensson, 25.8.2009 kl. 20:33
Axel Hallgrímsson, mikið áttu bágt.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 26.8.2009 kl. 09:15
Jón Valur, þakka þér fyrir athugasemdina. Við erum enn að mestu sammála og mér þykir leitt að ég hafi ekki tíma, ráð og getu til að komast heim til að mótmæla með þér fyrir framan Ölþingishúsið.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 26.8.2009 kl. 09:16
Ég fékk tölvupóst frá ágætum manni er vinnur við menningarstofnun:
Sæll Vilhjálmur.Ég svaraði þessu eins og sönnum æsingamanni sæmir:
Sæll N.N.,
ég er ósammála þér í þeirri ályktun þinni, að menn geti verið nasistar án þess að vera gyðingahatarar. Gyðingahatur var, og er, kjarni nasismans. Gyðingurinn er einn hinna ímynduðu óvina, sem "verður að vinna á", áður en Þúsund Ára Ríki, Rómarríki eða Kalíföt fasista (nasista, kommúnista og þvílíkra) rís. Gyðingahatrið var óeðli, sem tekið var að láni úr Kristindómi, og fært í nýjan og enn hættulegri búning.
Knut Pedersen Hamsun reit: "Han var en Kriger, en Kriger for Menneskeheden og en Forkynder av Evangeliet om Ret for alle Nasjoner. Han var en reformatorisk Skikkelse av høieste Rang, og hans historiske skjebne var den, at han virket i en Tid av eksempelløseste Raahet, som tilslut fældte ham."
Hvenær hefur nokkur maður ollið dauða jafnmargra meðlima mannkyns og Hitler og hans fylgismenn? Hvaða guðspjall fyrir réttindi fyrir allar þjóðir var Hamsun að tala um? Ekki voru Gyðingar þar á meðal; Sumir unna þeim ekki einu sinni þjóðríki í dag? Hamsun hefur lítið fylgst með á 4. áratugnum, og fyrr, ef hann hefur ekki tekið eftir því að það "guðspjall" innhélt ekki þjóð Gyðinganna. Hann var sjálfur þess valdandi að tími sá sem hann lifði á, varð tími fordæmalausasta kaldhrana sem sést hefur.
Hitler skaut sjálfan sig í hausinn. Hann féll eingöngu fyrir eigin hendi, en með honum féllu allir þeir sem hylltu hann, sama hver gæði ritverka þeirra voru, sama hvaða snillingar þeir voru. Snilligáfa þeirra var ekki meiri en svo, að þeir veðjuðu á "Guðspjallamanninn" Hitler.
Ég hef gefið dæmi um gyðingahatur Hamsuns. Hann skrifaði einnig röð greina, þar sem hann hyllti fasisma, sem ég veit ekki hvort er með í nýrri ævisögu um hann. Menn, sem studdu Hitler sem guðspjallamann og voru fylgnir meistara sínum sem boðaði svæsnasta gyðingahatur sem sögur fara af, eru og voru gyðingahatarar. Þar með talinn Knut Pedersen Hamsun.
Hamsun mætti hafa vitað hvað gerðist með þá 792 gyðinga sem sendir voru með hjálp Norðmanna til Auschwitz. Norðmenn höfðu heyrt um ógnir nasismans. Þó hann hefði ekki vitað af útrýmingu gyðinga, þá vissi hann að gyðingum og öðrum hafði verið smalað í fangabúðir í Þýskalandi frá því á miðjum 4. áratugnum. Þar voru menn barðir til dauða og til óbóta. Hamsun mótmælti ekki þeirri dauðaför. Ef hann hefði gert það, værum við að tala um allt annan mann. En hann lét sér nægja að mótmælta framferði sumra hermanna Hitlers i Noregi. Hann var siðblindur, og snillingur ef þú villt. Alvarlega siðblindur snillingur.
Virðingarfyllst
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, Ph.D.
fornleifafræðingur og ritstjóri
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 27.8.2009 kl. 13:52
Eru einhversstaðar til ritaðar heimildir um það að Hamsun hafi vitað af og blessað útrýmingarbúðir Þjóðverja á gyðingum ? Trúlega vissi Laxnes ekki um grimmdarverk Stalíns þegar hann hrósaði honum.
Ég tek undir það sem hér hefur komið fram að Ísrael og gyðingar fara offari í því að stimpla þá gyðingahatara eða óvini Ísraels ef viðkomandi hefur gagnrýna skoðun á framferði Ísraelsríkis. Ég tek undir það sem Einar Hansson skrifar "Ég held að það séu til betri aðferðir við það að berjast á móti hatri á því ókunnuga, en útbreiðsla meiri haturs. Sama hvað trúarbrögðin heita."
Gísli Gíslason, 29.8.2009 kl. 13:13
Gydingahatur glymur úr fjölmidlum araba ,dag út og dag inn. Íranir láta heldur ekki sitt eftir liggja. Álíka sögusagnir um líffaerastuld er sent í sjónvarpi thar sem framhaldssaga.
Ég held ad svo lengi sem heilathvottur eins og myndbandid hér sýnir vidgengst, sé varla mikil von um frid. Rúmlega thriggja ára stúlka lýsir thví hvernig gydingar eru.
http://www.youtube.com/watch?v=UXz_-MHHOHU
S.H. (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 14:29
Vilhjálmur, ég þakka þér svar þitt 26.8. kl. 9:16, þótt seint geri ég það, enda verið afar upptekinn við mínar þríþættu mótmælaaðgerðir í liðinni viku.
Ég man nú ekki lengur, hvort gamli maðurinn var í lokaverki sínum Grónum götum að ræða neitt um fregnir sem honum hefðu borizt af fjöldamorðum nazista á Gyðingum og þvo hendur sínar af þeim höfðuglæpum eða segjast ekki trúa þeim, en ég þykist viss um, að hann hafi hvergi lýst sig samþykkan þeim pg þa fremur fordæmt þá, hafi hann fengið vitneskju um þá. Raunar fóru nazistar afar illa með fjölda Norðmanna líka, eins og alræmt er orðið. Alþekkt og hörmulegt hlutskipti hins íslenzka Leifs Möller var dæmigert um meðferðina á afar stórum fangahópi Norðmanna.
Með góðri kveðju,
Jón Valur Jensson, 30.8.2009 kl. 08:36
Svona fer nú fyrir stafsetningunni, þegar maður les ekki innleggin yfir, áður en maður póstar þau!
Jón Valur Jensson, 30.8.2009 kl. 08:40
Ég held að flestir þeir er studdu Hitler í stríðinu í Noregi og annarsstaðar, höfðu ekki hugmynd um útrýmingarbúðir Þjóðverja og það hafi komið þeim í opna skjöldu éftir stríð að sú mannvonnska hafði viðgengist.
Gísli Gíslason, 30.8.2009 kl. 09:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.