Leita í fréttum mbl.is

Skýrslan sem Íslendingar geta ekki lesið

Icecriminal

... kannski mega þeir það heldur ekki.

Ég skrifaði um daginn hr. Johan Barnard yfirsamningamanni Hollendinga í Icesave-málinu. Í dag fékk ég frá honum skýrslu tveggja prófessora við háskólann í Amsterdam, sem einnig munu hafa verið send íslenskum yfirvöldum, sem greinilega hafa ekki lesið hana eða skilið, þar sem hana er ekki að finna í  þeim skjölum sem íslensk yfirvöld telja óhætt að Íslendingar lesi. Kannski er hún eitt af þeim 24 skjölum sem Íslendingar mega ekki sjá skv. www.Island.is. Kannski eru 70 blaðsíður á hollensku of mikið.

Í skýrslu þessari er meginniðurstaðan sú, að Seðlabanki Hollands (DNB) hafi ekki haft lagalegar heimildir til að bregðast við óeðlilegum vexti Icesave á markaði í Hollandi. Sú ábyrgð hafi að sögn Hollendinga legið hjá Landsbankanum einum og eftirlitsaðila hans, FME.  

Eigum við að sætta okkur við þessa skýringu að órannsökuðu máli? Hvað segir Svavar sendiherra?

Mér þykir sérstaklega athyglisvert að sjá tímatöfluna (22 bls. excellskrá sem er fylgiskjal við skýrslu hinna lærðu prófessora í Amsturdammi) yfir samskipti og bréfaviðskipti Íslendinga og Hollendinga varðandi Icesave. Þau bréf og upplýsingar, sem hollenskir prófessorar hafa haft aðgang að, er ekki að finna í bréfasafni því sem ríkisstjórninni þótti hætt að láta Íslendinga sjá (http://www.island.is/).  

Ég hafði samband við fjármálaráðuneytið og forsætisráðuneytið. Indriði samningamaður var á fundi en Kristján Kristjánsson upplýsingafulltrúi í Forsætisráðuneytinu þekkti ekki þessa viðamiklu hollensku skýrslu og gat ekki skýrt af hverju hún hafði ekki verið kynnt fyrir Íslendingum.

Það er skrýtið, því Johan Barard var viss um að hún hefði verið send Íslenskum yfirvöldum.  Morgunblaðið greindi eimitt frá henni á þjóðhátíðardaginn og þar kemur fram, að aðilar í Hollandi hafi talið afskipti hollenskra aðila af Icesave i Hollandi óeðlileg afskipti. Ég er nú ekki viss um  að það standist lagalega athugun, ef þeir hafa vitað hvert stefndi.

Hvað var það sem gat aftrað Hollendingum frá því að segja „Hér og ekki lengra" við Icesave svindlarana? 

En Hollendingar hafa á hinn bóginn nóg þol  til að segja Íslendingum að ábyrgjast afglöp íslenskra glæpamanna sem enginn þorði að segja neitt við í Hollandi. Þetta er hlægilega mótsagnakennt.

Johan Barnard sagði í sjónvarpsfréttum í gær að margir Hollendingar hefðu misst allt. Margir hollendingar misstu líka allt í síðari heimsstyrjöld.  Ég man ekki eftir því að Hollendingar hafi gert alla Þjóðverja ábyrga fyrir því sem þýsk og austurísk illmenni og fjölmargir íslenskir hollenskir meðreiðarsveinar þeirra frömdu af glæpum í Hollandi. En nú vilja hollendingar ólmir herða að íslensku þjóðinni vegna þess að einhverjir fávitar í hollandi trúðu því að íslenskir bankar gætu gefið betri ávöxtun en hollenskir bankar, sem hingað til hafa verið taldir til 1. deildar banka í heiminum.

Perron van Vucht

Höfundar hollensku skýrslunnar du Perron og de Moor-van Vucht. Myndin efst er hins vegar af formanni íslensku Icesave samninganefndarinnar, Gestssyni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir þetta framtak. Þjóðinni er ætlað að borga eða taka afleiðingunum ef hún borgar ekki. Samt má þjóðin ekki sjá gögnin eða verðmiðann. Makalaust rugl!

Sigurður Þórðarson, 3.7.2009 kl. 15:39

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Það var dálítið skemmtilegt, en líklega er það bara tilviljun, að þegar ég var búinn að kvarta yfir vöntun á skjölum í "skjalasafnið um Icesave" á www.island.is, sem íslenska ríkisstjórnin er að gauka að okkur, eftir að ég hafði talað við Kristján Kristjánsson í Forsætisráðuneytinu og hringt í Johan Barnard, að

Steingrímur J. kemur út á tröppur Stjórnaráðsins og viðurkennir að það vanti enn skjöl í skjalamöppu fólksins. (Skv. sjónvarpsfrétt Moggans kl. 14:55)

Þetta verður komið á mánudaginn, lofar Steingrímur. Og svo er að vanda sig...og segja satt.

T.d. verðum við að fá eitthvað um fundinn heima hjá Svavari Gestssyni þann 15.6.2009.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 3.7.2009 kl. 17:28

3 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Flott framtak :)

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 4.7.2009 kl. 07:22

4 identicon

Ég tel nú að þú hafið svarað ágætlega sjálfur þar sem þú segir "Kannski eru 70 blaðsíður á hollensku of mikið." Ég veit svosem ekki hver Hollensku-kunnátta íslendinga er eða hvað þá innan stjórnkerfisins, en sé miðað við afleita enskukunnáttu margra íslenskra stjórnmálamanna þá á ég ekki von á góðu í þeim efnum.

Annars sýnist mér sem hver höndin sé á móti annarri og margur embættismaðurinn reyni að skara að eld að eign köku og því er kannski ekki mikil von um samræmdar og rökrænar aðgerðir.

Tómas (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 12:37

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Takk fyrir þetta glæsilega framtak. Það má ekki líðast að eitt einasta skjal sem þessu máli tengist sé hulið leyndarhjúpi.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.7.2009 kl. 12:27

6 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Guðjón og allir aðrir sem hafa notað tíma til að svara mér: Þessi skýrsla kemur bæði Steingrími J. og hollenskum stjórnvöldum illa. Þess vegna hefur hún farið svo leynt. En enginn hefur líklega skilið hana hér á landi, enda enn aðeins til á Hollensku.  Johan Barnard er búinn að lofa að hún verði þýdd yfir á ensku.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.7.2009 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband