Leita í fréttum mbl.is

Eyđur Eiđs

  sagan segir

Nýlega leyfđi ég mér, eins og ađrir afglapar sem leyfa sér ađ hafa skođun, ađ hafa skođun á ţví ađ norskur sendiherra gćfi skýrslur um rćđur forseta Íslands, sem umsvifalaust léku út í fjölmiđla á Norđurlöndunum.

Nú, nokkrum mánuđum síđar, kemur svo Eiđur Guđnason, sem ég var alveg búinn ađ steingleyma, fram á sjónarsviđiđ eins og skrattinn úr sauđaleggnum og segist vita allt um máliđ.

Ţađ sem hann skrifar í Morgunblađiđ er ţó ekki mergjađ né merkilegt.

„Sá sem ţetta skrifar hefur ekki lesiđ frásögn norska sendiherrans, sem kveikti ţessa umrćđu í fjölmiđlum. Hann hefur hinsvegar lesiđ frásögn annars sendiherra af ţessum hádegisverđarfundi. Sú frásögn stađfestir, ađ norski sendiherrann og norska dagblađiđ Klassekampen fóru rétt međ um ţađ, sem fram fór á ţessum fundi".

Ţetta er nú kjarni ţess sem Eiđur Guđnason fyrrv. fréttamađur og sendiherra hefur til málanna ađ leggja, ţegar hann ásakar forseta Íslands um ađ fara međ ósannindi.

Eiđur Guđnason er greinilega ekki sagnfrćđingur, svo mikiđ er ljóst. Sagnfrćđingur myndi spyrja hvernig Eiđur veit ađ ţađ sem hann hefur lesiđ í skýrslu ónafngreinds sendiherra hafi ekki byggt á, eđa veriđ undir áhrifum frá ţví, sem norski sendiherrann eđa samstarfsmenn hennar hafi lekiđ í fjölmiđla.

Eiđur Guđnason verđur ađ gefa upp heimildamann sinn og dagsetningu skýrslu hans, ef hann vill vera tekinn trúarlegur.

Nóg er nú samt um vantrú ţjóđarinnar á forseta vorum, sem gasprar og blađrar út um víđa völlu. Hann ćtti barasta ađ byrja ađ blogga.

Véfréttamenn eru líka margir á Íslandi, en Eiđur Guđnason verđur ađ leysa frá skjóđunni, nema ađ hann vilji vera kallađur blađurskjóđa.

Ţú átt leik, Eiđur. Fylltu í eyđurnar. Engar hálfkveđnar vísur!


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Auđvitađ á Eiđur ekki ađ koma fram međ ţetta nema hann viti til ţess ađ heimildamađurinn vilji láta ţetta spyrjast út og verđa borinn fyrir fréttinni. Sé um ađ rćđa starfandi sendimann erlends ríkis á Íslandi, ţá er ţarna afskaplega óvarlega fariđ af karríer diplómat ađ leka ummćlum sem eru merkt "eyes only"!

Véfréttir eru margar, mikiđ um "uppljóstranir" sem allar eru nafnlausar og gagnalausar. "Ég hef heyrt ađ ..." eđa "Ţađ eru allir ađ segja ađ ..." er inngangurinn og svo hella menn úr skálum reiđi sinnar á grunvelli hviksagna. Nöfn og tölur á pappír er ţađ sem ţarf!  

Flosi Kristjánsson, 16.2.2009 kl. 16:40

2 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Ţađ skildi ţó ekki vera ađ ţiđ vćruđ á vinstrikant stjórnmálanna

Ragnar Gunnlaugsson, 16.2.2009 kl. 21:31

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ragnar, ég er ekki á kanti né í stjórnmálum. Mér leiđast stjórnmál, bćđi til hćgri og vinstri enda gera ţau okkur misjafnlega lítiđ gang.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 16.2.2009 kl. 23:31

4 Smámynd: Ari Guđmar Hallgrímsson

Ef Ragnar telur ađ ţeir sem vilja vita sannleika svona sagna, ţá er örugglega stór hluti ţjóđarinnar vinstri sinnađur. Höfum í heiđri ţađ sem nafni minn Ari fróđi taldi öllum fyrir bestu, ađ hafa heldur ţađ sem sannara reynist Gróusögur og fleipur hefur aldrei gefist vel.

Kveđja.

Ari Guđmar Hallgrímsson, 17.2.2009 kl. 08:13

5 identicon

Ţetta er satt hjá Ara og Flosa.

EE elle

EE (IP-tala skráđ) 17.2.2009 kl. 10:11

6 identicon

Ólafur Ragnar hefur lengi fariđ í taugarnar á Eiđi Guđnasyni (og fleiri fyrrverandi Alţýđuflokksmönnum) og ţeir sem muna svolítiđ aftur í tímann rekur kannski minni til ţess.

Kannski er ţetta síđan ţeir unnu saman í Sjónvarpinu.

Alltént eru ţetta frekar vafasöm skrif hjá honum. Og ţótt mér finnist ađ Ólafur Ragnar ćtti á stundum ađ segja minna eđa af meiri varkárni, ţá er hann nú bara ,,svona" forseti, sem hreinlega verđur ađ tjá sig. Sumum finnst ţađ verra, öđrum ekki, en ţađ verđur gaman ađ fylgjast međ ţróun mála á stjórnlagaţingi og í hverju breytingar á stjórnarskránni verđa fólgnar.

kveđja ađ vestan   

Gústaf Gústafsson (IP-tala skráđ) 17.2.2009 kl. 10:22

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband