16.2.2009 | 08:54
El Dictador
Það er furðulegt að sjá fólk á Íslandi, t.d. úr röðum vinstri grænna, lofsyngja þennan frumstæða einræðisherra. Við höfum séð ýmis dæmi þess.
Þingframbjóðandi VG, Hlynur Hallsson, skrifaði árið 2007 blogg sem hann kallaði Hugo Chaves er lang flottastur. Ég skrifaði athugasemd við færslu Hlyns um óvild Chavez í garð gyðinga í Venesúela og samvinnu hans við Muhameð Amajinidad í Íran, sem vill útrýma Ísrael. Hlynur fjarlægði athugasemd mína fljótlega. Líkt og Hugo Chavez fjarlægir gagnrýnendur sína. Þeir eru keyrðir út á flugvöll og sendir burt með fyrstu flugvél, ef þeir eru ekki einfaldlega drepnir.
Nýlega skrifaði ég um ofósknir gegn gyðingum í Venesúela, landi sem hýst hefur stríðsglæpamenn frá Eistlandi, líkt og Ísland. Það kallaði líka á ankannaleg viðbrögð Íslendinga á vinstri vængnum, sem virðast aðhyllast einræði.
Áður hafði ég skrifað um ráðstefnu í Kaíró, þar sem íslenskir stuðningsmenn haturs gegn Ísrael og BNA voru mættir og lofsungu m.a. Hugo Chavez. Þetta er sama fólkið, sem hefur staðið og öskra fyrir framan Alþingishúsið í nokkurn tíma. Vill það fólk einræði?
Ég er hræddur um að ef Íslandi verður stýrt af fólki úr flokki sem lætur heillast af þóttafullum einræðisherrum, þá sé það sem Íslendingar fái, ef þeir kjósa VG og Samfylkinguna.
Því má við bæta, að hrifning manna á Chavez er ekki aðeins bundinn við VG. Össur Skarphéðinsson hefur lýst Hugo sem litríkum karakter. Kannski gæti Össur hugsað sér að sitja á valdastóli þar sem eftir er, eins og Húgó?
Hugo Chavez lét breyta sólarganginum hér um árið. Hann seinkaði klukkunni um hálftíma. Með því sagðist hann veita þegnum sínum réttlátari dreifingu sólargeislanna á ríka og fátæka. Hector Navarro, vísindaráðherra Venesúela, sagði fréttastofu Reuters að fátæk börn sem þurfa að fara á fætur fyrir sólarupprás til þess að reyna að afla einhverra tekna. Með því að seinka klukkunni um hálftíma vildi Hugo veita fátækum börnum tíma til að njóta geisla morgunsólarinnar.
Nú bíð ég eftir seinkun klukkunnar á Íslandi. Hálftími er þó ekki nógur tími fyrir börn íslensku byltingarinnar.
![]() |
Chávez getur verið forseti áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:57 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Fornleifur hinn heppni var með málið um daginn...
- Íslenska lokalausnin - hakakross málaður á bænhús rússnesku r...
- Lýst eftir Haremssögum á Cóviðtímum
- Questo Dottore
- Þrískipting valdsins
- Stjórnarþankar - Tvö ráðuneyti vantar árið 2021
- Ókeypis jólabók - Jólagjöf Fornleifs til þjóðarinnar
- Laxness viðbætur
- Ókeypis bók um Laxness í smíðum á Fornleifi
- Engin sátt í sjónmáli á milli ASÍ og Play
- RÚV á Evrusjón
- Er Brynjar nú orðinn varamaður?
- Siginn Skattman og S-Kata eru vel kæst í rauðbláu sóssunni
- Finnst ykkur góð skata?
- Læknadólgurinn og yfirvöld sem brugðust íslensku þjóðinni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.6.): 15
- Sl. sólarhring: 21
- Sl. viku: 112
- Frá upphafi: 1324610
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 104
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Í viðsjálum heimi verða menn
við vandræði stór að glíma,
Því þurfa Chaves og Oddsson enn
örlítið meiri tíma.
Jón Ingvar Jónsson, 16.2.2009 kl. 10:12
Hvernig geturðu fullyrt þetta alltsaman? Veist þú nákvæmar skoðanir, viðhorf og fordóma allra sem öskra fyrir framan alþingi?
Svo hefur sósíalismi EKKERT með gyðingahatur að gera, þó svo að einstaka sósíalisti (þó valdamikill sé) er lítt hrifinn að framgöngu ísraelska hersins þá þýðir það ekki að allir þeir sem aðhyllast sósíalisma séu gyðingahatrarar.
Í raun tel ég líka að fáir stundi raunverulega persónudýrkun á Chávez, flestir vinstri menn aðhyllast að því hvernig hann bylti stjórnarfarinu frá fastri kapítalískri stéttaskiptingu yfir í jafnræði með því að skipta náttúruauðlindum landsins jafnt milli fólks óháð stétt, á meðan forverar hans voru vanir að gefa einungis þeim ríku allt sem Guð hafði skapað í náttúru landsins.
Það má alveg hrósa Chávez fyrir kostina hans án þess að sjálfkrafa aðhyllast löstin.
Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 10:44
Sama hvað þér kann svosem að finnast um þennan gæja, þá er hann litríkur karakter. Lét seinka klukkunni!
Allt var þjóðnýtt - svo auðvitað þora útlend fyrirtæki ekki að koma þangað. Allir vinir hans eru á lúxusjeppum. Fullt af spillingu - en hann heldur kjósendum sínum (ofsalega fátæku fólki) ánægðum með smá aðgerðum fyrir þá.
Bíddu smá stund. Hann setur allt landið á hausinn. Þá getur þú bent á stuðningsmenn hans og hlegið af 2 ástæðum: Venezuela er á hausnum, og stuðningsmenn hans neita að sjá það.
Ásgrímur Hartmannsson, 16.2.2009 kl. 11:35
Hvað sem mönnum finnst um aðferðir Chavez þá er því ekki að neita að meirihluti almennings í Venezuela hefur það miklu betur en áður en hann komst til valda. Auðvitað hefur yfirstéttin misst spón úr aski sínum og því biðlar það lið sífellt til USA um að koma og hjálpa sér að kollvarpa Chavez. CIA rændi honum nú einu sinni en kallinn slapp úr haldi á ótrúlegan hátt!
Svokölluð "þjóðnýting" olíunnar í VZ hefur gert þetta að verkum. Hvernig þætti ykkur ef orkuöflun á Íslandi væri algjörlega í höndum stórra erlendra "Enron" líkra fyrirtækja og þar með allur ágóði af slíkri starfsemi. Með því að færa auðlindir þjóðar sinnar aftur í þjóðareign hefur Chavez tekist að koma í veg fyrir þjóðararðrán! Auðvitað er kallinn einræðisherra, en því miður virðist það vera að hefðbundar lýðræðislegar aðferðir virka ekki alltaf best í 3-heims löndum. Sjáiði Írak í dag!!!
Ólafur (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 15:50
Ólafur virðist veikur fyrir einræðishugmyndinni og telur lýðræðislegar aðferðir ekki virka í þriðja heiminum. En var rétt af honum að taka Írak sem dæmi?
Vissulega hafa fjölmiðlar hér á Íslandi ekki kosið að flytja annað en neikvæðar fréttir frá Írak, en það er svo margt sem íslenskir fjölmiðlar láta framhjá sér fara. Ólafi til upplýsingar má geta þessa að héraðskosningar fóru fram í Írak fyrir hálfum mánuði. Samsteypustjórn Nuri al-Maliki vann sigur í 9 af 14 héruðum. Stjórnarandstaðan, sem samanstendur af sveitum klerksins Moqtada al-Sadr og ýmsum öfgahópum Sunni ættbálka, galt afhroð. Fylgi al-Sadr fór úr 14% í 3 og mátti þakka fyrir.
Eftirlitssveit frá Arababandalaginu gaf kosningaframkvæmd topp einkunn; taldi þær hafa einkennst af trúverðugleika og gegnsæi. Fólkið valdi veraldarhyggju umfram trúarofstæki.
Íran tapaði stórt.
Ragnhildur Kolka, 16.2.2009 kl. 23:19
Ég hef algjöra óbeit á Húgó Chavez.
Ég skrifaði eftirfarandi grein þann 1. mars árið 2006. Ég myndi kannski skrifa rólegri grein í dag, auk þess sem ég hafði greinilega vefritið Múrinn sérstaklega á hornum mér þarna fyrir rétt tæpum tveimur árum. Talsvert er um óþarfa gífuryrði þarna, en ég held að það hafi samt veirð eitthvað til í þessu hjá mér. Hér kemur greinin:
Konan mín er þeirrar ,,gæfu” aðnjótandi að fá sent til sín blað BSRB. Ég man eftir að hafa lesið þar grein aftarlega í blaðinu um vinstri múgsefjunarsamkomu í landinu rauða – Venúsúela – þar sem einræðisherrann Chavez var varinn hægri vinstri, eða aðallega vinstri. Það kemur nú kannski ekkert á óvart ef ritstjórn blaðs BSRB er í takt við formann sinn sem lengi hefur verið hrifinn af roðanum í austri (og nú kannski í suðri líka).
Chavez og góðvinur hans Castro, sem bannar þegnum sínum hér um bil allt milli himins og jarðar, eru miklir dýrlingar meðal róttækra vinstrimanna hérlendis. Þeir á Múrnum eru ekki hrifnir af hinum kristilega hægri væng repúblikanaflokksins. Einnig fyrirlýta þeir alla kynþáttafordóma. Róttækir vinstrimenn eru ekki trúaröfgamenn og ekki rasistar, annað en íhaldssamir “far-right” fanatíkusar.
En hlustum aðeins á Hugo Chavez:
,,Afkomendur þeirra sem krossfestu Krist (gyðingar) hafa hrifsað til sín auð jarðarinnar, minnihluti hefur tekið sér eignarrétt yfir gulli heimsins, og silvrinu, og jarðefnunum, vatninu, góðu jörðunum, olíunni, auðæfunum, og þeir hafa látið auðinn í hendur fárra útvaldra.”
Já, þetta er allt þessum gyðingunum að kenna! Það er megin inntak ræðu sem Huga Chavez flutti á aðfangadag jóla.
Svona málflutningur er í anda Hitlers, KKK og fleiri. Ræða Chavez hefði sómað sér vel í málgangi nasista, í dagblöðum þriðjaríkisins, og annarsstaðar þar sem gyðingafordómar hafa blómstrað.
Chavez er greinilega gagntekinn af gyðingahatri, og beitir fyrir sig trúarlegum tilfinningarökum. Hvað ætli hentistefnu málgagnið Múrinn segi um þetta? Líklega ekki neitt.
http://www.hexia.net/faces/blog/entry.do?id=7538&entry=24532&calendardate=200901
Sindri Guðjónsson, 17.2.2009 kl. 18:06
Seyðfirðingar vildu flýta klukkunni um klukkustund og vera þar með tvo tíma á undan sólinni eða meira. Þeir héldu borgarafund og allt. En svo varð ekkert og enginn minnist á þetta meira.
Sigurður Þór Guðjónsson, 17.2.2009 kl. 18:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.