16.1.2009 | 12:26
Deyr barn tvisvar á Gaza?
Heimildir Al Jazeera eru athyglisverðar. Samkvæmt einum heilagasta bloggara moggabloggsins, Birgittu Jónsdóttur, hefur Al Jazeera birt lista yfir börnin sem hafa misst líf sitt á Gaza.
CNN og norski læknirinn Mads Gilbert héldu því fram, að þann 7. janúar hefði bróður kvikmyndatökumanns á Gaza látist í árás Ísraelsmanna. Sjá http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/766468/ (bæði á íslensku og ensku).
Þessi drengur var nefndur á nafn í fréttinni og við sáum þegar hann dó og þegar verið var að greftra hann. Skoðið það aftur. Þetta átti að gerast miðvikudaginn 7. Janúar 2009.
Þann 7. 1. 2009 er Mahmoud Mashharawi (drengurinn sem dó) ekki á þessum lista, sem Al Jazeera hefur nú birt!
Það er hins vegar drengur sem heitir Mahmoud Khalil Al-Mashharawi á listanum þann 1.1.2009.
Samkvæmt fréttinni á CNN var Mahmoud drepinn þann 7.1.2009. Samkvæmt CNN og kvikmynd um dauða drengsins, dó hann 7.1. 2009. En samkvæmt Al Jazeera, dó drengur með þetta nafn þann 1.1. 2009.
Undur og stórmerki. Ég skil ekkert í þessu! Annað hvort er eitthvað að fréttinni frá CNN, eða það er eitthvað að fréttinni frá Al Jazeera og hjá Birgittu. Kannski er líka eitthvað að Mads Gilbert, hinum frækna norska lækni.
Hvernig væri að ræða þetta á fundinum á Háskólabíói næsta sunnudagskvöld? Hvernig geta börn dáið/verið myrt tvisvar á Gaza?
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:04 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 47
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Hjúkked. Ég sem var svo hræddum um að það væri eitthvað skelfilegt að gerast á Gaza. Mikið er ég feginn að þú skulir afhjúpa þetta samsæri gegn orðspori hinnar friðelskandi útvöldu þjóðar.
Sigurður Ingi Jónsson, 16.1.2009 kl. 12:39
Vilhjálmur, þú ættir allavega að vera ánægður með að það er þó búið að myrða drenginn.
Steini (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 13:24
Þú ert svo sálardrepandi bloggari að ég fæ óbragð í munninn í hvert sinn sem ég sé nafnið þitt.
Billi bilaði, 16.1.2009 kl. 13:35
Tjah, hvenær drepur maður barn, og hvenær drepur maður ekki barn? Það væri örugglega hægt að týna sér lengi í þessum pælingum, ef maður er siðblindur á annað borð.
Vilhjálmur Þorsteinsson, 16.1.2009 kl. 13:55
Þér finnst e.t.v. í lagi að þjóð, sem er umkring múrvegg og hátækniher, þurfi að tvítelja og leggjast flöt fyrir her, sem hikar ekki við að skjóta á og drepa sjúkraflutningafólk, kveikja í matvælageymslum SÞ, spítölum, skólum og notar fjöleyðingarvopn verri en Napalm (=fósfór) til að teppaleggja íbúðarsvæði með eldi.
Í raun og veru finnst mér óhóf Ísraelshers minna mig óþyrmilega á bæði loftárasir síðara stríðs og eyðingu gettósins í Warsjá. Hvort tveggja stríðsglæpir, sama hver fremur. Hví ætti Ísraelsríki að skera sig úr, mætti spyrja?
En ekkert af þessu er réttlætanlegt. Ekkert!
Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 13:57
Nafnar, hgugsanlega ?
Morten Lange, 16.1.2009 kl. 14:05
Birgitta þessi hefur margsinnis lyst yfir stuðningi sinum við logbrot motmælenda Harðar Torfa eins og t.d. eggjakasti. Þegar einhver hefur gagnrynt hana hefur hun bannað þvi folki að tja sig a siðu sinni.
Þvi kemur mer ekkert a ovart að slik kona skuli styðja lyð sem er ekkert heilagt eins og islomsku hryðjuverkamennina sem voru svo osvifnir að þeir skutu a Israelska borgara ur skrifstofum Sameinuðu Þjoðanna.
Halldor (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 14:24
Vill enginn ræða það sem ég set fram á vitrænum nótum.
Síra Carlos Ferrer, Gaza er ekki umlukið múrvegg! Er ekki kominn tími til að þú skoðir landið helga aðeins betur og sjáir hlutina með eigin augum. Hefur þú nokkurn tíma komið þangað?
Billi bilaði, leyfðu nú líka hinum á Kleppi að komast að, og læknunum líka. Verður hópferð á fundinn í Háskólabíó á sunnudag.
Vilhjálmur Þorsteinsson,ásökun mín fyrir siðblindni gerir ekkert gagn. Getur þú skýrt þetta sem ég skrifa um. Þú ert talinn svo klár. Það hlýtur að vera skýring á þessu. Hvenær skrifaðir þú um blessuð börnin sem drepin hafa verið í Darfúr?
Steini, ég gleðst yfir þessu ósamræmi í reikningum öfgamannanna, því það er mögulegt að drengurinn sem við sáum í CNN fréttinni sé enn á lífi.
EN ÞIÐ, SIÐAÐA FÓLK (-Halldór, sem hefur lesið óritskoðaðar fréttir) HYLLIÐ DAUÐA BARNIÐ!
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 16.1.2009 kl. 15:55
Voðalega er fólk, svart hvítt í hugsun, ég hélt að flestir gerðu sér grein fyrir því að ekki er alltaf allt eins og það sýnist. Ég verð alltaf svo hissa þegar fólk er svona stíft. Ég hef sagt, að ég syrgi hvern einasta sakleysing á Gaza, en ekki einn Hamas liða, þeir eru ekkert annað en djöflar í mansmynd, og hvernig þeir hafa farið með sitt eigið fólk, ég ætla sko ekki einu sinni að byrja á þeim ósköpum. En hér fyrir neðan her hlekkur á vid af ungri stúlku á Gaza...
http://www.youtube.com/watch?v=fLIdxF-GHWw
Linda, 16.1.2009 kl. 16:01
Þetta er hið dularfyllsta mál og mikill léttir að Vilhjálmur Örn hafi nú komið upp um þessi ótrúlegu vinnubrögð í fréttaflutningi. Þetta er ugglaust mikilvægasta fréttin af ástandinu á Gaza til þessa og legg ég til að Vilhjálmi verði veittur stórriddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir þetta afrek sitt í rannsóknarblaðamennsku.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 16:16
Ertu í alvöru að gera veður út af hugsanlegum skráningarmistökum eins og um eitthvert meiriháttar samsæri sé um að ræða?
Haukur Nikulásson, 16.1.2009 kl. 16:23
Mjálm.
Georg P Sveinbjörnsson, 16.1.2009 kl. 16:23
Eva Hauksdóttir, Stórriddarakross með Davíðsstjörnu. En getur nornin skýrt talnagaldurinn frá Gaza?
Haukur Nikulásson, skráningarmistök. Nú skil ég hvernig allt fór á hausinn á Íslandi: Sáningarmistök!
Goggi: Gazalegt gól er þetta í þér.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 16.1.2009 kl. 16:30
Vilhjálmur. Þú hefðir sómt þér vel í SS búningi fyrir 65 árum. Hugarfarið sem þú sýnir í skrifum þínum hér sýnir það svart á hvítu.
Ég bara trúi því varla að þú skulir vera sagnfræðingur að mennt, þú sýnir svo mikinn skort á gagnrýnni hugsun og hlutlægni, að ég tali nú ekki um skortinn á mannúð.
Steini (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 16:45
Steini Ó, mér hefði ekki verið hleypt inn í SS. En Hamas, sem t.d. ESB skilgreinir sem hryðjuverkasamtök, hefur morð á gyðingum á stefnuskrá sinni. Það eru því Hamas og aðhlæjendur þeirra á Íslandi sem eru nasistarnir og SS mennirnir. Hamas hefur heimsyfirráð á stefnuskrá sinni og sérstaklega útrýmingu gyðinga.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 16.1.2009 kl. 16:56
Ég held að það sé rangt að agnúast útí Birgittu hún segir á heimasíðu sinni "ég styð ekki Hamas og hef aldrei gert". Listinn sem hún birtir hefur birst á nokkrum fréttastofum þ.m.t CNN og einnig verið sendur hér í Bretlandi sem dreifipóstur á milli háskólanema. Googlið eitthvert nafnanna og þið fáið slatta af heimasíðum. Mér finnst ekki vera hægt að kenna henni um. Hinsvegar sýnir þetta vinnubrögð fjölmiðla. Það er alvanalegt að sjá fjölmiðla apa upp eftir hverjum öðrum og minni á umfjöllunina um Söru Palin fyrrum varaforseta efni.
Tómas (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 18:02
Málið er einfalt - fyrst myrða þeir sálina, svo líkamann.
Ásgeir Kristinn Lárusson, 16.1.2009 kl. 18:40
Já Ásgeir, Hamas eru morðsveitir! Þeir vilja myrða heilu þjóðirnar.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 16.1.2009 kl. 18:44
Heimsyfirráð!!! Ég vona að þú sért að grínast, af öllum heimskulegustu samsæriskenningum sem ég hef heyrt þá er þessi ein sú heimskulegasta. Ef engum hefur tekist það ennþá finnst mér afar ólíklegt að nokkrir Hamasliðar með heimatilbúin flugskeyti séu einhver ógn. Hef meiri áhyggjur af síónísku sadistunum við völd í Ísrael sem halda því fram að þeir hafi leyfi til þess frá guði að drepa þá sem standa í vegi fyrir þeim. Og ertu í alvörunni að reyna að halda því fram að fréttaflutningur af Gaza svæðinu sé allur lygi og hluti af þessari heimsyfirráðastefnu Hamas? Occams razor, mistök við skráningu, sem ég skil ekki alveg hvað hefur með gjaldþrot á Íslandi að gera.
Arnór (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 20:07
Asskotans nagli er Vilhjálmur!
Ég skora á þig að senda þessar bloggfærslur þínar til danskra fjölmiðla.
Miklu nær fyrir þig að að sýna skrif þín þar. Fleiri að ná til!
Gætir örugglega snúið mörgum manninum sem gagnrýnt hefur og mótmælt þjóðarmorði Israela á Palestínumönnum.
Danir yrðu þér væntanlega þakklátir fyrir að benda þeim á þennan ósóma sem fram fer í Palestínu. Þarf að drepa sama krakkann tvisvar - svei attann -
Alma Jenny Guðmundsdóttir, 16.1.2009 kl. 23:15
Vilja þeir nokkuð myrða fleiri þjóðir en Ísraelsmenn? Og er einhver hissa þótt þeir vilji myrða þá? Ég hugsa nú að flestir eðlilegir menn væru tilbúnir til að myrða þá sem hafa svipt fjölskylduna heimili sínu og atvinnu, gert hluta henna landflótta, lokað suma inni í fangelsi og pyntað þá, hneppt aðra í átthagafjötra og sallað enn aðra niður með kúlnahríð jarðsprengjum og efnavopnum.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 00:05
Eva Hauksdóttir, þeir vilja myrða Ísraelsmenn og útrýma öllum gyðingum. Þeir tala um að gera það sama við Bandaríkjamenn og Dani. Þú ert ekkert hissa? En það er líklega vegna þess að þú ert blindur stuðningsmaður Hamas, sem líka myrðir aðra Palestínuaraba og börn. Morðhótanirnar hefur Hamas haft í frammi síðan 1987. Ef þú blandar líka öllu saman þegar þú ert að galdra, tel ég víst að þú skaðir sjálfa þig á kuklinu.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 17.1.2009 kl. 00:42
Hvernig getur barn dáið mörgum sinnum? Ég vill fullyrða að í augum foreldra þess dó þetta barn nokkur hundruð sinnum:
http://www.islamonline.net/servlet/Satellite?c=Article_C&cid=1231760488574&pagename=Zone-English-News/NWELayout
"The emergency doctor could not believe himself seeing the remains of what was days back Shahd, a full-fleshed 4-year-old Palestinian girl.
She died when an Israeli shell was fired at the backyard of her home in the Jabalya refugee camp northern Gaza strip, where she was playing.
When her parents attempted to rush to the rescue of their kid, who fell to the ground amid a pool of her blood, rains of Israeli bullets kept them a distance.
For the next five days Shahd's which was left lying in the open left for dogs to tear out."
Hörður Þórðarson, 17.1.2009 kl. 07:45
Hörður, Í fyrsta lagi vitnar þú í vefsíðu sem styður Íslamisma og aðrar öfgar s.s. grýtingar og hengingar, og sem getur aldrei talist góð heimild. Þar er talað um stúlku sem ber nafn, Shahd. "A full-fleshed 4-year-old" eins og ógeðin skrifa.
"The emergency doctor could not believe himself seeing the remains of what was days back Shahd, a full-fleshed 4-year-old Palestinian girl"
Farðu svo á Al Jazeera eða til Sankti Birgittu Jónsdóttur og skoðaðu listann yfir fallin börn á Gaza, sem ég verð að telja mjög óáreiðanlegan. Þar finnur þú eina Shahd, 15 ára. Þín Shahd komst því ekki á listann, Hún var 4. ára "full fleshed Palestinian girl".
Því miðu Hörður. Þú og vinir þínir eru í vondum málum.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 17.1.2009 kl. 09:45
Þú ert eins og allir aðrir zíonistar blindur á staðreyndir. hamas gera miklu meira en að ráðast á ísrael, þeir vinna þrekvirki á Gaza, Samtökin Council on foreign relations segja að hamas noti 90% af fjármagni sínu til að reka heilsugæslustöðvar, skóla og aðra félagslega þjónustu. hamas eru vissulega með eyðingu ísraels á stefnuskránni og styð ég það vel, samt er ég ekki íslamisti. Staðreyndin er sú að í dag fyrirfinnst varla palestínumaður sem ekki hefur misst náin ættingja af völdum hryðjuverka zíonista. Átökin byrjuðu ekki í gær þau eru búin að standa í meira en 60 ár! 60 ár! samt situr gamall zíonista leppur við tölvuna sína á íslandi og bloggar af ákafa um hvað hamas séu vondir menn, en um leið lítur þú algerlega fram hjá þeim staðreyndum að tug þúsundir palestínumanna hafa verið myrtir af sama afli og þú reynir nú að verja. Þú ert ekki góð manneskja, þú ert siðblindur og tekur þau atriði sem henta þínum málstað en lítur fram hjá meirihluta ástæðnanna fyrir þessum átökum, ég ætla ekki að munnhöggvast við þig, þú ert eins og allir aðrir zíonistar, trúir blint á augu fyrir auga, tennur fyrir tönn! Ef það er til guð og hann dæmir okkur, þá vildi ég ekki vera þú!
Óskar Steinn Gestsson, 17.1.2009 kl. 15:27
Guðmundur Jónsson, 17.1.2009 kl. 15:54
Vilhjálmur ég held að þú þurfir að leita þér hjálpar,það er ekkert sem réttlætir þessi dráp á saklausu fólki,á hvorn vegin sem er,menn sem halda öðru fram hljóta að vera verulega veikir að geta réttlæt þvílíkan viðbjóð er sjúkt.
Hafþór (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 17:20
Vilhjálmur Örn
Hvers vegna ert þú hér með þekkta mynd af Talmud-isku Ritual barna drápi? Nú og afhverju ertu ekki með eitthvað meira um þessi barna dráp Zionista? Eða var Mahmoud Mashharawi (drengurinn sem dó) á lista yfir börn sem átti að fórna eftir Talmud-iskum Rituali Zionista?
Jewish Ritual Murders - Part 1
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 18:57
Enn enginn sem getur tekið þátt í málefnalegri umræðu og svarað þeim spurningum sem settar eru fram:
Óskar Steinn, af hverju ertu að álpast hingað fyrst þú fyrirlítur mig svo mikið?
Guðmundur Jónsson: Gott að sjá að forn kveðskapur er aðgengilegur á netinu. En hvað kemur hann þessari færslu við. Skýrir hann svikamyllu Hamas og stuðningsmanna þeirra. Skýrir hann gyðingahatur.
Hafþór, vertu ekki að gera mér upp skoðanir. Getur þú skýrt af hverju drengurinn Mahmoud er ekki á lista Al Jazeera eða stúlkan sem Hörður Þórðarson er með miður kræsilegar lýsingar á hér að ofan?
Þorsteinn Scheving Thorsteinsson: Ég hef alltaf gaman af því að sjá þegar "fínar" ættir enda í rugli og innrækt. Stungan sem er við færslu mína er ekki af "Talmúdísku barnadrápi", því slík barnadráp hafa aldrei verið til. Þau eru hugarburður sjúks fólks. Þetta er mynd af trylltum og hatursfullum hugarheimi miðaldarklerksins. Þetta hatur er greinilega enn til á Íslandi. Þessi teikning er við færslu mína, því það er enn verið að kenna gyðingum um barnamorð sem þeir fremja ekki. Hamas er ábyrgt fyrir þeim börnum sem missa líf á Gaza.
Ekki útiloka ég að fjöldi barna hafi misst lífið á Gaza. En miðað við ósamræmi í heimildum og hvernig Hamas hefur áður starfað, vona ég að þau séu færri en þessi listi Al Jaszeera gefur til kynna.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 17.1.2009 kl. 20:03
Vilhjálmur Örn
Þú getur ekki neita staðreyndum sem liggja fyrir
Jewish Woman Admits To Sacraficing a Baby on Oprah!
Jewish Ritual Murder Revisited
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 21:53
Vilhjálmur
Þetta er ekki hugaburður, heldur hafa þessi Talmud-isk Ritual barnadráp átt sér stað
Ritual satanic killings
Í Russlandi 2006 http://www.nogw.com/download/2006_ru_ritual_murder.pdf
og einnig http://judicial-inc.biz/ridtual_murder.htm
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 22:05
Réttlætir barnamorð og biður svo um málefnalega umræðu. Þú ert virkilega veruleikafirrtur maður. Getur ekki verið að þetta eina dæmi sem þú talar um sé skráningarvilla? Getur sýnt fram á fleiri misræmi?
Arnór (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 14:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.