Leita í fréttum mbl.is

Dagur íslenskrar tungu

Ţađ er greinilega kominn Dagur íslenskrar tungu. Konur á Akureyri eru komnar saman til ađ gera laufabrauđ. Ţćr "gerđu ekki hvorki meira né minna en 2500 kökur í gćr" alveg tćpitungulaust. Ég sem hélt ađ ţetta vćru brauđ en ekki kökur.

Vel má vera ađ menn "geri pizzu og hamborgara", en laufabrauđ eru bökuđ eđa steikt og slátur tekin, annađ er steikt, bakađ, sođiđ og svo framvegis. Svo er nú alveg hćgt ađ búa hlutina til án ţess ađ ofgera hlutunum.

Íslenska tungan er greinilega ekki ađ gera ţađ gott. Hún er ekki eins lipur og oft áđur, en ţađ er auđvitađ annađ mál. Oft verđur tunga fjötur um fót, eins og einhver sagđi, ef hún snýst ţá ekki alveg um hálsinn á manni.


mbl.is Steiktu 2500 laufabrauđskökur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Amma mín sem var fćdd 1912 í Axarfirđi (hennar beyging) hefđi veriđ fyllilega sátt viđ ţetta orđalag. Annađ hvort ţekkti hún ekki nógu vel til íslenskrar tungu og notkunar hennar í laufabrauđsgerđ eđa ađ ţú hefur rangt fyrir ţér. Ég veđja ađ amma hafi haft rétt fyrir sér.

Óli Gneisti (IP-tala skráđ) 16.11.2008 kl. 12:37

2 identicon

Ţar sem viđ erum ađ rćđa dag íslenskrar tungu, ţá heitir ţađ "hvorki meira né minna"... ;)

Sigurrós (IP-tala skráđ) 16.11.2008 kl. 12:41

3 identicon

Laufabrauđ er gert og endar laufabrauđsgerđin á ţví kökurnar eru steiktar.

Aldrei ţessu vant hefur ţví mbl.is alveg hárrétt fyrir sér hvađ málfar varđar og grunar mig ađ ţađ sé af ţví ađ fréttin sé skrifuđ norđan heiđa en ekki í höfuđstöđvunum mistćku.

Bjorn Fridgeir Bjornsson (IP-tala skráđ) 16.11.2008 kl. 12:47

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sigurrós, mađur ćtti greinilega ekki ađ vera kasta laufabrauđi í glerhús ţegar ađrir gera ţađ betur. Mađur gćti gert á sig. En er hvorki/né ekki gömul afdanska? Ég er ţó búinn ađ breyta ţessu, svo brauđiđ standi ekki í hálsinum á einhverjum.

Menn sem gera laufabrauđ og hamborgara í Axarfirđi eru líklega ađ gera góđa hluti og gera ţá vel. Ég er tilbúinn ađ kyngja ţví og viđurkenna axarsköft mín ef orđabókin stađfestir ađ konur geti gert laufabrauđ.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 16.11.2008 kl. 12:58

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Bjarni, nú fer ég alveg í köku. Ég hélt ađ ég gćti sigrast á Norđlendingum. En ţetta virđist dagur hinna löngu tungna. Ég rúlla minni bara í munninn aftur og "geri" nokkur brauđ fyrir kvöldmatinn, sem ég baka sem kökur. Bölvađ kex.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 16.11.2008 kl. 13:05

6 identicon

Hvađa hroki og dónaskapur er ţetta Vilhjálmur? Tala um ađ gera hamborgara? Í Axarfirđi? Bara af ţví ađ ţú ert leiđréttur?  Svo eru hér tveir karlmenn búnir ađ benda ţér á ađ ţetta er íslensk málvenja og ţú tuđar um orđabók og klykkir síđan út međ ađ 'konur geti gert laufabrauđ'? Sárt ţykir ţér ađ viđurkenna ósigur.

Og ekki ađ ég trúi ekki Mbl.is til ţess ađ hafa breytt greininni, en eins og hún stendur núna er setninging svona " Í gćr gerđu ţćr 2500 kökur sem ađ mestu voru seldar fyrirfram." og kemur hvorki fram í greininni 'ekki meira né minna' né 'hvorki meira né minna'. Var ţér ekki kennt í doktorsnámi ađ vitna rétt til ţegar setningar eru hafđar innan gćsalappa?

Og ég heiti Björn.

Björn Friđgeir (IP-tala skráđ) 16.11.2008 kl. 13:15

7 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ég biđst afsökunar Björn minn! Ég ćtlađi ekki ađ gera svona mikiđ mál úr ţessu, og ţetta var ekki meint sem hroki. En nú er búiđ skera í mig, steikja mig og pressa mig eins og nýsteikta laufabrauđsköku. Mér líđur eins og asnabjána og viđvanginshálfgrćđingi. Ég er ekki heldur međ doktorspróf í laufabrauđskökugerđ og -sođsteikingum. Laufabrauđakökur og brauđtertur eru tvöfalt konfekt fyrir mig og ég tel ţví best ađ ég tjái mig ekkert meira um slíkan mat. Ég fć bara brjóstsviđa og illar tungur fara ađ tala norđan heiđa. En hvernig selur mađur laufabrauđ fyrirfram, bara fyrir forvitni?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 16.11.2008 kl. 13:49

8 identicon

Blessađur hafđu ekki áhyggjur af ţessu, Vilhjálmur :) Öllum frjálst ađ pćla í orđalagi og ég get ekki lesiđ neinn hroka út úr ţessu hjá ţér, ţó ađ ég sé kona og tali sjálf um laufabrauđskökur.

Fáđu ţér bara laufabrauđ og njóttu sunnudagskvöldsins ;)

Sigurrós (IP-tala skráđ) 16.11.2008 kl. 18:22

9 Smámynd: Rebekka

Aaaah, mér hlýnar alltaf smá um hjartarćturnar ţegar ég les varnargreinar um íslenskt mál.  Gćtum ţess bara ađ láta hana ekki stađna, ţví ţađ er sjálfsagt eđli allra lifandi tungumála ađ breytast og ţróast.

Mig langar í laufabrauđ!

Rebekka, 18.11.2008 kl. 15:51

10 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Loksins kom skynsöm rödd

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 18.11.2008 kl. 16:37

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband