Leita í fréttum mbl.is

Í byltingarfötin

ESB og EVRA og DAVÍÐ BURT 

Ef ég hefði haft ráð á því, þá hefði ég verið á Austurvelli í gær. Ég hefði farið í gömlu byltingarfötin og tekið þátt í Íslensku Nóvemberbyltingunni í 10 stiga gaddi og norðanroki.

Fyrir utan eggjakast og analisma (klósettpappír og súkkulaðisósu) hefði verið gaman að vera einn af þúsundum með þunga brún, sem hugsuðu valdsmönnum þegjandi þörfina meðan hlustað var á trúbadúra, skáld og einhverja ung-Lenínista.  Það er enginn vafi, yfirvöld eru nú orðin hrædd við fólkið.  En ekki nógu hrædd, því þau vita að það sem fólk hrópar á, evrur og aðild í Efnahagssambandi Evrópu, er tálsýn sem ekki getur orði að veruleika í bráð. Efnahagslaus lönd eru ekki velkomin í ESB. Fatta menn það ekki?

Mótmælastöður eru ekki nægilegar til breytinga. Hugarfarsbyltingar er þörf. Það verður aldrei aftur sem áður var á Íslandi, þrátt fyrir lán og bitlinga frá öðrum þjóðum. Óskin um að halda uppi uppteknum hætti, sömu neysluvenjum, sömu velmeguninni fyrir suma, er út í hött.  ESB er óraunhæf lausn. Sjáið yfirganginn, sjáið ástandið í Evrópu. Það eru ekki bara Íslendingar, sem eru á hvínandi kúpunni. Upphrópanir um að "við þurfum að fá evruna og ganga í ESB", eru rugl. Enginn vill þetta land í selskapinn. Verum því feginn. Landið tilheyrir okkur enn, sárfátækum, en ekki einhverjum hryðjuverkakapítalistum með mikilmennskubrjálaði eða embættismönnum í Brussell.  

Landið tilheyrir heldur ekki einhverjum aflóga marxistum, sem vitna í rit hugóramanna, sem notuð voru til að nauðga þjóðum í áratugi. Gamlir íslenskir kommar sjá stærsta glæpinn í því að haldið hafi verið í íslensku krónuna. Hvenær hefði verið hægt að losa sig við hana?  Gamla byltingakynslóðin hefur engar lausnir í stað vitleysunnar sem ríkt hefur.  Vitleysan deyfði þá algjörlega og þeir lifðu góðu lífi í sæluríki  sjónhverfingarkapítalistanna og þjófanna, með hlutverk á meðal þjóðanna, eins og lítil sníkjudýr, svo myndmál þeirra sjálfra sé notað. Börn sumra þeirra unnu í bönkunum, því þau höfðu svo mikla ímugust á lífinu í blokk æsku sinnar og á strætóferðum.

körfulán Leníns í Evrum
Körfulán Leníns henta ekki Íslendingum

Það  er því engin bylting í gangi og þessir útifundir á Austurvelli eru aðeins skammgóður vermir fyrir fólk í losti og góður félagsskapur fyrir Jón Sigurðsson fastan á stallinum sínum. 

"Höfuð þurfa að fljúga". Það þarf að rannsaka bankadrengina og ævintýramennina, sem eyðilögðu íslenska lýðveldið.  Þeir stálu Íslandi. Þjóðin þarf að fá landið aftur og lýðræðið.  Fyrr kemst þjóðin ekki úr lostinu og ESB-evru draumórunum.  Ríkisstjórnin þarf að segja af sér og þjóðstjórn að taka við.  Reka ber þá sem bera ábyrgð á falli lýðveldisins. Fangelsa ber þá sem stálu Íslandi. Menn hafa verið settir í steininn fyrir minna. Þeir seku eru landráðamenn og þeir eru alíslenskir. Þeir ættu að vera að leita sér að vinnu og flýja land, en ekki saklaus almenningur. Þeir kostuðu landið sjálfstæðið á allan hátt. Höfuð hafa flogið frá bol fyrir minni sakir á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Heyr, heyr! VAndinn er hinsvegar sá að enginn virðist vita hvernig eigi að bera sig að við að ná þessum glæpamönnum af stalli. Rúðubrot og lögregluróstur gera varla trikkið. Ég hefði haldið að krefja beri hryggleysingjann á Bessastöðum um að nýta vald sitt til að rjúfa þing og boða til kosninga.  Ekki mun þjóð, sem er svona klofin og vönkuð af málefnaþverginu geta sameinast um byltingarher?

Allir standa hér og gapa yfir tilboðum um quick fix, Geir lofar að fresta hækkunum á húsnæðislán og lengja í snörunni, svo þegar að gjaldaga  kemur og húsin verða tekin, þá lofar hann af rausn að leigja þeim húsin sín. Í millitíðinni ætlar hann ekki að taka lífeyrinn upp í skatta eða 75% launanna. Og fólk fagnar þessu. Fagnar því að það er ekki verið að gefa þeim neitt og minna en það. Fagnar því að það verði ekki pyntað áður en því er komið fyrir kattarnef. Allt til að reisa við gömlu spillingarmylluna og láta okkur borga fyrir vindhögg hennar.

Best finnst mér eina alvöru tilslökunin. Þessi sem lofar niðurfellingu gjalda, svo "fjölskyldurnar" geti selt bílana sína úr landi. (hljómar aðkallandi ekki satt?) Hvað fjölskydur það eru, sem hyggja á svona export er hulið. Mig grunar þó að elítan og vinir hennar sjái sér hag í þessu við að losna við Range Roverana og sportbílana, sem eru orðin svo pínleg eign að sjá í öllu þessu.

Við erum hér hálf ráðalaus með einræði á höndum. Klofningur ógnarstjórnarinnar er úr sögunni í bili eftir slepjulegustu hrossakaup í íslenskri pólitík, þar sem Geir lofar að bakradda ESB sönginn með Sollu í skiptum fyrir að Solla leyfi Davíð að sulla meira í seðlabankasúpunni.

Kannski þurfum við menn eins og þig Villi, sem sér þetta utanfrá og er vel að þér í byltingarúrræðum í sögunni (grínlaust). Hér virðist enginn vita hvernig á að bera sig að. Eigum við að sammælast um að hætta að borga nokkurn hlut, þar til þeir stíga niður? Eigum við að kveikja í þinghúsinu? Taka allt út úr bönkunum og setja þetta á hausinn?

Ég er of vitlaus líka til að leysa þennan gideonshnút.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.11.2008 kl. 09:43

2 Smámynd: Heidi Strand

Það er einmitt það sem við viljum. Rannsókn og það er ekki  hægt að láta þá  rannsaka sjálft sig. Krafan er burt með spillingunni. Við viljum Ríkisstjórnina, Seðlabankastjórn, Stjórn Fjármálaeftirlit burt, kosningar í vor, og þjóðstjórn fram á kosningum. Við viljum nýtt lýðveldi. Við viljum ekki halda áfram á sömu braut og undanfarna ára.

Ekki var minnst á ESB aðild á útifundinn en einn maður af um 8 þusund manns var með ESB fána.. Það er innan veggjar Alþingis sem óskað er eftir ESB aðild og þess er krafist.
Ég var á fundinn í gær og hef ég meira trú á þessu aðferð í baráttunni fyrir breytt ástand, en að sitja og tuða og móðga fólk á blogginu.

Heidi Strand, 16.11.2008 kl. 09:55

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sæl Heidi, ég sá marga á myndum frá fundinum, sem á bloggum sínum hafa kyrjað ESB-sönginn. Og af hverju að bíða til vors með kosningar? Ég held að Jón Steinar og þeir sem vilja þjóðstjórn séu með betri lausn. En þorir Ólafur Ragnar að taka til höndunum? Ég vona að hann geri það og að hann fái stuðning meirihluta þingmanna og þjóðarinnar í atkvæðagreiðslu á netinu. En verður tekið mark á því ef meira en helmingur þjóðarinnar skrifar undir slíka kröfu? Ég hélt að þegar menn væru farnir að bera salernisrúllur, sósur og skyr á Alþingi og kasta í húsið hænueggjum, að þá væri næg ástæða fyrir forseta Lýðveldisins að grípa inn í. Hver eða hvað ætli hafi sett á Ólaf handjárn, þumalskrúfur og hóflása?

Fyrirgefðu, Jón Steinar, ég er algerlega ópóltískur maður og álíka vitlaus og þú, svo ekki býst ég við því að ég geti hjálpað, jafnvel þótt ég fengi gamlan Range Róver til að skutlast í á milli funda. Ég leyfði mér bara að viðra frústrasjónir mínar á þessum blessaða sunnudagsmorgni, því vikan sem leið var ein sú ömurlegasta síðan land byggðist.

Ég er líka sammála þér Jón, um að loforð stjórnarinnar nú eru innantómt gaul, sem serðir helstu nautnir almennings fram að næstu gusu.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 16.11.2008 kl. 10:40

4 identicon

Ég er alveg sammála því að það þarf róttækari aðgerðir en mótmælastöðu á Austurvelli. Ég fæ hinsvegar hroll þegar fólk sem er ekki einu sinni á Austurvell, hvað þá að það sé að skipuleggja eitthvað merkilegra, tekur upp á að predika yfir þeim sem þó eru að reyna.

Gerðu eitthvað róttækara en að tuða á blogginu þínu sjálfur gæskur. Þá hefðurðu kannski efni á að drulla yfir þessa aflóga marxista.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 11:23

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Eva Hauksdóttir, ég reyndi kukl í mörg ár, en ekkert gekk. Það er of langt frá Danmörku á Austurvöll til að eitthvað svoleiðis virki. En átt þú ekki einhverja kristalla, ilmsölt eða te við þessu, eða jafnvel eitthvað eiturseyði, kannski eitthvað við getuleysi stjórnmálamanna, eða er nornabransinn líka illa staddur í líkbrókum og innflutningshöftum?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 16.11.2008 kl. 11:30

6 identicon

Neinei, það er ekkert of langt frá Danmörku á Austurvöll. Þú hefur líklega bara ekki sýnt sjálfum þér næga þolinmæði í denn. Galdur krefst æfingar eins og allt annað.

Ég framdi seið á Austurvelli fyrir rúmu ári, kallaði þá bölvun yfir bæði stóriðjustefnuna og alþingi og lagði svo á að ofurkapítalistar þessa lands kæmu rækilega upp um sviksemi sína, lygamakk og óráðssíu, yrðu gjaldþrota og féllu af stalli sínum með skömm. Þetta hefur nú sannarlega gengið eftir en því miður voru þeir þá þegar búnir að steypa efnahag landins í ógöngur og koma því svo fyrir að almenningur þarf að borga fyrir gjaldþrotið þeirra. (Reyndar lagði ég einnig á þá gyllinæð, flatlús og annan ófögnuð sem ég hef ekki enn fengið staðfest að hafi gengið eftir en það skiptir nú minna máli.)

Svar Nornabúðarinnar við þeim ósóma að ætla almenningi að borga brúsann eru litlu kreppukarlarnir, galdrabrúður handa þeim sem vilja gefa útrás í jólagjöf eða fá útrás sjálfir. Kreppukarlarnir eru af fjórum gerðum; seðlabankastjórinn, fjármálaeftirlitsmaðurinn, útrásarvíkingurinn og ráðherrann. Ef vel tekst til má ætla að galdurinn hafi þau áhrif að kreppukarlarnir þurfi að axla ábyrgð á gjörðum sínum.

Ég get sent þér kreppukarl í póstkröfu til Danmerkur ef þú vilt en þú verður sennilega að útvega þér lífsýniúr drullusokknum eftir öðrum leiðum til að ná verulega góðum árangri. 

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 12:00

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hmm..þá er sökudólgurinn loksins fundinn. Við erum undir álögum í boði Nornabúðarinnar. Eva mín, viltu vera svo væn að losa takið, reiði þín er að bitna á vitlausum hóp.

Annars er ég líka ó flokksbundinn Villi og hef alltaf verið. Eins og þú veist þá er mér meinilla við trúarbrögð af hverju tagi og kannski er skynsemi þeirrar afstöðu að skýrast vel núna. Flokkspólitíkin gerir ekki ráð fyrir sveigjanleika og að mið sé tekið af aðstæðum hverju sinni.  Flokkspólitík teflir sér líka gegn annarri flokkspólitík og hafnar gildum á báða bóga, sem í sjálfu sér eiga rétt á sér í ljósi sérstakara kringumstæðna en ekki sem galdramantra eða dogma, sem aldrei má hnika frá.

Nú sannast best hvernig þetta virkar. Allt er að fara fjandans til og þá er tækifærið notað til að agitera fyrir trúarbrögðum EU, án þess að skortur á aðild þar hafi nokkru ráðið um hvernig fór, né að nein rök liggi fyrir hvernig það á að leysa vandamál morgundagsins. Quick fix dóparans er á oddinum en í sprautunni er vítisóti. Það að aelja landið og sjalfstæðið frekar en að ómaka sig við að drepa í vindlinum, standa upp úr Chesterfieldinum og óhreinka á sér hendurnar. Það er af og frá.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.11.2008 kl. 12:34

8 identicon

Það sem er að bitna á almenningi er ekki reiði mín heldur gengdarlaus gróðahyggja. Galdurinn varð hinsvegar til þess að þeir sem bera mesta ábyrgð komu upp um sig og eru búnir að missa það traust og virðingu sem þeir nutu áður (og eru vonandi komnir með flatlús líka).

Það er til mjög einföld leið sem almenningur getur farið til að létta af sér þeim illu álögum ríkisstjórnarinnar að þurfa að borga fyrir svikamyllur auðmanna, vanrækslu fjármálaeftirlitsins, spillinguna í stjórn Seðlabankans og ruglið í ráðherrum. Sú leið krefst að vísu samstöðu en mun líka gera okkur fært að ná algerum tökum á efnahagslífinu aftur. Það eina sem þarf er allsherjar greiðslustöðvun. Þ.e.a.s. við hættum öll að borga af húsnæðislánum, námslánum og bankalánum þar til búið er að afnema verðtryggingu, reka stjórn Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins, kjósa fagmenn í ráðherrastöður og selja helstu útrásarvíkinga í refafóður.

Þegar þessum markmiðum er náð getum við svo byrjað að byggja upp samfélag sem hefur hófsemi og sanngirni að leiðarljósi og lítur ekki á viðskiptafrelsi sem umboð til að falsa verðgildi fyrirtækja. 

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 13:10

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Semsagt leggja allt í óafturkræfa rúst. Hvar lærðir þú hagfræði? Í Hogwath?

Jón Steinar Ragnarsson, 16.11.2008 kl. 19:35

10 identicon

Það ER allt í óafturkræfri rúst. Þetta er bara spurning um að nýta þessar kjöraðstæður til að fremja byltingu. Hagfræði kann ég ekki. Geir Haarde er hinsvegar hagfræðingur og við sjáum nú bara hverju hans speki hefur skilað.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband