9.11.2008 | 18:43
Auschwitz-teikningar fundnar
Ekki held ég að til séu til margir Íslendingar sem eru í vafa um að Helförin hafi átt sér stað með gasklefum, brennsluofnum og hvaðeina. En þarna úti á meðal ykkar eru samt nokkrar sjúkar sálir, sem draga þetta allt í efa í einhverri forpúlaðri, trúarlegri andagift. Nokkrir þessa aðila eru einnig á fullu í samsæriskenningum um Twin Towers og öðru kukli. Slíku fólki er víst ekki við bjargandi.
Nú fá vantrúarmenn (nei, ég meina ekki þig Matti antikræst) eitthvað að hugsa og búa til samsæriskenningar um. Nú hafa nefnilega fundist nokkrar uppmælingar af elsta hluta búðanna í Auschwitz. Uppmælingar þessar voru teiknaðar á árunum 1941 - 1943 og sumar hverjar af föngum í búðunum eftir að viðbætur og ný hús höfðu verið byggð við gömlu herbúðirnar í Auschwitz. Sjá einnig hér.
Á sumar teikningarnar hefur hinn litli, ljóti Heinrich Himmler meira að segja skrifað nafn sitt og lagt blessun sína yfir verkið. En það sem er áhugaverðast er, er að hlutverk bygginganna er einnig ritað inn á teikningarnar. Þar kemur því greinilega fram hvaða bygging í búðunum hafi verið gasklefi (sjá mynd), hvar líkkjallarinn hafi verið, og allt auðvitað með þýskri nákvæmni.
Sérfræðingur hjá Bundesarchiv, Ríkisskjalasafni Þýskalands, hefur þegar lýst þessum uppmælingum sem mikilvægum fundi, svo ég býst við að ekki sé þarna um hrekk eða fölsun að ræða.
Í dag eru líka 70 ár frá því að Þjóðverjar gengu berserksgang gegn gyðingum á Kristalnóttinni. Þjóðverjar minnast margir þessa svarta bletts á sögu sinni með mikilli andargift og virðingu. Ekki er hægt að segja það um aðrar þjóðir. Litháar, sem margir hverjir stunduðu gyðingamorðin grimmt, hafa hingað til ekki fengist til að draga einn einasta litháískan nasistaböðul fyrir dómara. En nú vilja þeir hins vegar ólmir draga þrjú gamalmenni fyrir dóm. Þetta eru gyðingar, sem börðust með kommúnistum gegn nasistum og skósveinum þeirra. Litháar telja þremenningana vera stríðsglæpamenn.
Mér þykir alltaf gott að koma til Litháen og þar býr margt gott fólk. En þjóðin þarf að taka sig mikið á ef taka á hana alvarlega. Lágkúrulegt gyðingahatur er enn mjög almennt í landinu. Mótmælið áformum litháískra ráðamanna hér.
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Trumpur Eyjajarl
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 215
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 165
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Þetta er nú voða cheap hvernig þú spyrðir alla sem spyrja gagnrýnna spurninga saman í einn hóp og þeim sé ekki viðbjargandi.
Það neitar ekki nokkur sem vill taka sig alvarlega að Helförin hafi farið fram. Þó tölur látinna séu á reiki þá voru búðirnar og flutningar skjalfestir með vísindalegri nákvæmni af nazistum sjálfum.
Þú setur þá sem efast um skýringar stjórnvalda á 9/11 undir sama hatt og einhverja vitleysinga. Þrátt fyrir það eru ýmsir mjög virtir fræðimenn eru í fararbroddi hreyfingarinnar í BNA. http://911scholars.org/
Sjálfur er ég sagnfræðinemi og þakka fyrir einkar áhugaverðan tengil á þessi Auschwitz-skjöl. Vona að þú forðist framvegis að setja alla sem hafa öðruvísi skoðanir undir sama hatt, stundum þarf að greina kjarnann frá hisminu.
Gangi þér vel með síðuna.
Kjartan Másson (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 22:37
Ekkiefast ég um helförina, en finnst sjálfsagt að opið sé á skoðanaskipti um þetta skelfilega mál, svo setja megi niður íllkynjaðar þjóðsögur og þagga niður í vænisjúkum neonasistum með þeim hætti. Þ.e. fyrir opnum tjöldum. Ég held að meginorsök fyrir að samsæriskenningar eru svo lífseigar, eru höft á tjáningafrelsi varðandi þennan einangraða þátt mannkynssögunnar.
Jafnvel gyðingar sjálfir eru uggandi og efins um slíkar uppgötvanir af þessum sökum, svo tortryggning heltekur báða póla eins og þessi athugasemd sýnir.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2008 kl. 23:07
Ég held að enginn heilvita maður með réttu ráði efist um að helförin hafi átt sér stað.
Í þeim hópi sem ég var í síðastliðið vor og heimsótti helfararsafnið í Jerúsalem, var ekki einn sem kom ósnortinn út. Myndirnar þar sýna svo ekki sé um villst hvað átti sér stað þarna.
Það þarf ekki að vera með neinar "háspekilegar" vangaveltur yfir þessum atburðum. Teikningarnar vitna um það sem gerðist.
Marinó Óskar Gíslason, 10.11.2008 kl. 11:54
Dálítið ruglingslegur texti sem þú Vilhjálmur ættir endilega að endurskoða.
Allar nýframkomnar upplýsingar um all sem máli skiptir í sögulegum rannsóknum eru mjög kærkomnar. Akkur væri að fá upplýst nánar frá þessum skjalafundi.
Varðandi þessa hræðilegu atburði þá er óskandi að mannkynið geti dregið einhvern lærdóm af þessu. Er ekki því miður verið að brjóta á mannréttindum? Okkur Íslendingum finnst ansi hart að liggja undir þungum ásökunum Gordons Brown að hann hafi beitt lagaheimildum um hermdarverk gagnvart friðsamri og vopnlausri þjóð?
Eitt sinn var fursti reyndar þjóðhöfðingi heillrar þjóðar sem Ívan hét. Hann var þekktur fyrir óvenjulega grimmd og sýndi andstæðingum sínum enga minnstu miskunn. Rússar gáfu honum viðurnefnið grimmi: Ívan grimmi. Sjálfsagt mætti yfirfæra það yfir fleiri sálarlausar en mikilvægar persónur.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 10.11.2008 kl. 12:26
BBC gerði fyrir nokkru heimildamyndaflokk um Auschwitz búðirnar. Vandaðir þættir eins og BBC er von og vísa. Það sem að kom mér á óvart voru viðtölin, ekki við fanga heldur fangaverði. Þar kom margt athyglisvert í ljós. Einn viðmælandanna var ennþá harður á því að þetta hefði allt átt bullandi rétt á sér og meira en það, þetta hefði hreinlega verið heilög skylda.
Athyglisvert viðhorf það. Svona svipað athyglisvert og að þræta fyrir þennan viðurstyggilega blett á mannkynssögunni - sem nota bene sér ekki fyrir endann á. Aðrar heimsálfur, aðrir kynþættir, aðrar aðferðir - sama niðurstaða.
Ef tekið er viðtal við menn sem voru fangaverðir í Auschwitz, dæmdir fyrir það og viðurkenna að hafa verið fangaverðir í Auschwitz þá er nú grunninum kippt undan þeim sem að halda því fram að þetta hafi aldrei átt sér stað.
Kannski ég komi með eigin pistil um þetta við tækifæri.
Heimir Tómasson, 11.11.2008 kl. 02:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.