Leita í fréttum mbl.is

Biblían er fjári góð heimild

Fyrsta fræðigreinin sem ég skrifaði í miðaldafornleifafræði fjallaði um innsigli. Hana skrifaði ég að beiðni Kristjáns Eldjárns í Árbók hins íslenzka Fornleifafélags 1980.

Ég hef ekki misst áhugann á innsiglafræðinni og les yfirleitt allt sem ég sé um forn innsigli, í hvaða landi sem er. Þetta voru undirskriftir manna og eru mjög merkilegir gripir og geta sagt mikla sögu ef maður kann að lesa á þau.

Yehuchal ben Shelemayahu

Nýlega hafa fundist við fornleifauppgröft í Jerúsalem innsiglismyndir á leir. Ein þeirra tilheyrði Gedalía ben Pashur, þ.e. Gedalíu syni Pashurs. Maður þessi nefndur í Jeremíasarbók, 38:1. Í sama kafla hjá Jeremíasi spámanni er nefndur til sögunnar Yehuchal ben Shelemayahu. Svo vel vill til, að innsigli hans (sjá mynd hér að ofan) fannst ekki langt frá innsigli Gedalíu árið 2005. Báðir voru þessir menn uppi fyrir 2600 árum og voru ráðherrar í stjórn konungs sem hét Zedekiah. 

Zedkías, sem upphaflega hét Mattaníahu (eðe Mattanías), var merkur kóngur fyrir margt. Spámaðurinn Jeremías var einmitt rágjafi hans. Upphaflega var Zedekía smákóngur gyðinga undir Nebúkadnessar Babýloníukonungi. En fljótt urðu þeir miklir fjandmenn og voru ráð Jeremíasar og ef til vill innsigliseigendanna góð. Herir Nebúkadnessars réðust á Jerúsalemborg 589 fyrir byrjun okkar tímatals og eftir 18 mánaða umsátur gjöreyddi hann og herforingi hans borginni. Zedekías flýði með sonum sínum en var tekinn höndum. Hann þurfti að horfa upp á syni sína drepna áður en augun voru stungin úr honum og hann færður í hlekkjum til Babýloníu.

Fyrir utan innsigli Gedalíu og Jehuchals, fannst í fyrra innsiglisstimpill Temechs fjölskyldunnar, sem voru musterisþjónar í fyrsta musterinu í Jerúsalem áður en villimenn frá Babýloníu eyðulögðu það og ætt Temechs var hneppt í þrældóm í Babýloníu.

Temech Seal

Nú er við sama uppgröftinn í Jerúsalem búið að finna innsigli tveggja manna og einnar ættar, sem voru við hirð Zedekíasar konungs. Íslenskir fornleifafræðingar eru á meðan að leita að fjársjóðum Musterisriddara fyrir ítalska ævintýramenn.

Mikið hefði ég nú gaman að heyra frá eins og einum af þessum reiðu ungu andtrúarfasistum, sem afneita biblíunni sem húmbukki og hindurvitnum og eru með skítkast á trúað og siðmenntað fólk.

Þess má geta að faðir Dorritar Moussaieff forsetafrúar okkar, hann Shlomo, á eitt stærsta og merkilegast safn innsigla fornra gyðingakonunga og embættismanna. Er ekki kominn tími til að sýna eitthvað af því á Íslandi? Út hafa komið bækur um biblíuinnsigli Shlomos. Ég gæti vel tekið það að mér að sjá um slíka sýningu á Þjóðminjasafninu eða í Þjóðmenningarhúsi. Ég rakst nýverið á þetta blogg, sem er eins konar nútímainnsigli fyrir Moussaieff fjölskylduna.

 

Moussaieff innsigli
Bók um innsigli Shlomo ben Rehavia Mousahef. Faðir Shlomos, Rehavia, henti Shlomo út 11 ára gömlum, þar sem snáðinn neitaði að fara með bænirnar sínar. Hann sagðist ekki vera trúaður. Í nokkur ár bjó hann í hellum og safnaði og rændi fornminjum. Eitt sinn var hann rekinn úr skóla fyrir að hafa rænt forna gröf. Nú mun hann vera hinn mesti trúmaður.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Mikið hefði ég nú gaman að heyra frá eins og einum af þessum reiðu ungu andtrúarfasistum, sem afneita biblíunni sem húmbukki og hindurvitnum og eru með skítkast á trúað og siðmenntað fólk.
Er þetta ekki skítkast Vilhjálmur?

Matthías Ásgeirsson, 19.8.2008 kl. 15:18

2 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Svo ég haldi áfram, meðan þú tekur þér góðan tíma í að samþykkja svarið mitt.

Síðan hvenær hefur einhver "andtrúarfasisti" haldið því fram að allt í Biblíunni sé rangt?

Ég verð að segja að mér þykir notkun þín á hugtakinu fasismi varla sæmandi manni sem sífellt vælir undan því þegar aðrir líkja einhverju við nasisma.

Matthías Ásgeirsson, 19.8.2008 kl. 15:26

3 Smámynd: Mofi

Ég myndi nú ekki segja "fjári" góð heimild  :)   Ég myndi samt segja mjög áreiðanleg heimild og takk fyrir mjög forvitnilega blogg grein. 

Mofi, 19.8.2008 kl. 15:33

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Mattyahoo spámáður Vantrúarmanna bara strax kominn á staðinn. Ertu með leitarvél í gangi sem snapar hvert einasta vantrúarkomment sem kemur á Internetinu? Ja, ég er farinn að halda það.

Skítkast? Nei, grein um innsigli og dálítið um föður forsetafrúarinnar sem ég hef miklar mætur á. Ekki vottur af mykjukasti í því.

Gott að heyra að Matthías Ásgeirsson telji að eitthvað í Biblíunni geti verið verið gott og blessað.

Halldór, ég setti "fjári" inn eftir á, til að stríða og til að setja dálítið jús í fyrirsögnina. Auðvitað er þetta príma heimild. Þær gerast ekki betri.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.8.2008 kl. 16:10

5 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ertu með leitarvél í gangi sem snapar hvert einasta vantrúarkomment sem kemur á Internetinu? Ja, ég er farinn að halda það.
Sæll Vilhjálmur, má ég kynna þig fyrir blogggáttinni.
skítkast? Nei, grein um innsigli og dálítið um föður forsetafrúarinnar sem ég hef miklar mætur á. Ekki vottur af mykjukasti í því.

Finnst þér ekkert skítkast fólgið í því að kalla fólk fasista?

Gott að heyra að Matthías Ásgeirsson telji að eitthvað í Biblíunni geti verið verið gott og blessað.

Ég tel svo reyndar vera en sagði ekkert slíkt í athugasemd minni.  Bók sem talar um menn sem eru "eins hreðurmiklir og asnar og gusan úr þeim sem úr stóðhestum"er varla alslæm þó megnið af innihaldi hennar sé húmbúkk og hindurvitni eins og þú orðar svo skemmtilega.

Matthías Ásgeirsson, 19.8.2008 kl. 16:19

6 identicon

Þarna eru við nú komin inn á tíma þar sem "sagnfræði" Gamla testamentisins er upp á sitt besta. Það þarf ekki að fara mikið lengra aftur þar sem fornleifafræði og Gt eru gjörsamlega ósamræmanleg.

Gengur annars vel að finna leifar risanna, syni guðs, sem voru alkunnir hér í gamla dag? Höfum við kannski DNA þeirra í nútíma mönnum sem eru væntanlega komnir af þeim dætrum mannanna sem þeir höfðu samfarir við? En þetta er svo sem meira ætlað Mofa en Vilhjálmi.

Vilhjálmur hefði hins vegar getað, á sínum tíma, svarað gagnrýni minni á austurrísku gyðingana sem hann var með vafasamar fullyrðingar um.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 16:28

7 identicon

Mikið held ég að þessi Matthías Ásgeirsson eigi verulega bágt !

Stefán (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 16:47

8 identicon

Strákar! Passa sig að segja ekki "Fjári". Maður getur lent í helvíti. og þar ágætu menn, kveljast menn um alla eilífið.

Vilhjálmur!. Þú ættir að breyta titlinum. Hannn er allt í senn móðgandi, særandi og gæti komið þér í klandur eftir dauðann.

Teitur Atlason (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 17:25

9 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Teitur, ég fer í sjöunda himinn þegar ég dey, það er hæðin fyrir ofan.  Er helvíti nú til dags bara fyrir bankamenn?

Mattiyahoo ben Daqonai, ég skrifaði vantrúarfasistarog meinti þar með mjög öfgafulla menn (asna) sem eru svo hreðurmiklir að gusan úr þeim er eins og úr stóðhestum. Vona ekki að þú hafir ekki tekið það til þín Matti, því ég meinti ekki þig.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.8.2008 kl. 17:52

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fyrir utan fyrirsögnina er þetta hin ágætasta grein, fróðlegar fregnir og góðar, og þökk fyrir þær, doktor. Ég hef einmitt verið að lesa mikið í Jeremía nýlega og finnst þetta gott sem bakgrunnur og staðfesting, sem ég þurfti þó ekki á að halda, því að það má alveg vera ljóst þeim, sem les Jer., að það er ekki verið að búa til skáldsögu eftir á.

Vantrúarforinginn virðist farinn að átta sig á, að ýmislegt stenzt í Biblíunni, en þeir eru vissulega til, sem "afneita biblíunni sem húmbúkki og hindurvitnum" einberum. Hve oft hafið þið ekki séð í athugasemdum og skrifum manna hér á Moggablogginu, að þeir kalli Bibliuna "2000 ára skáldskap" og þar fram eftir götunum? Matthías veit þó betur en slíkir vanþekkingarmenn: hann neitar því vart, að a.m.k. eitthvað af spámannaritunum o.fl. bókum Gamla testamentisins sé samtímaheimildir, og þess vegna bregður honum ekkert í brún (skyldi maður ætla), þegar hann fréttir hér af þessum fundi innsiglanna frá nafngreindum samtímamönnum hins mikla spámanns Jeremía.

Jón Valur Jensson, 19.8.2008 kl. 18:26

11 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

ég skrifaði vantrúarfasistar

Nei, þú skrifaðir "andtrúarfasistar".

Stefán, auðvitað á ég verulega mikið bágt, það segir sig sjálft.  En þú?

Matthías Ásgeirsson, 19.8.2008 kl. 19:32

12 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Óli Gneisti, er örugglega að vitna í að ég hafi skrifað um fornleifar sem fundust í Austurríki http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/481371/ Ekki man ég að Óli hafi gert athugasemd við það á bloggi mínu.

Hins vegar sé ég að hann hefur gert það á síðu bloggsíðu sinni http://truflun.net/oligneisti/2008/03/22/gy%c3%b0ingar-i-austurriki-a-%c3%beri%c3%b0ju-old/#comments og greinilega mikið niðri fyrir að heyra að gyðingar hafi verið í Austurríki áður en forfeður Hitlers komu voru búnir að panta miðana þangað.

Röksemdafærsla Óla Neista ristir ekki djúpt. Óli má þó vita, að Guð gyðinga var ekki vinsæll meðal Rómverja og þegar þeir gerðust kristnir varð hann enn óvinsælli. Rómverjar dýrkuðu ekki Guð gyðinga, vissu afar lítið um hann og gyðingdóm líkt og Íslendingar  og töldu trú þeirra vera óæðri flestum trúarbrögðum. Gyðingar veifuðu ekki trúrbrögðum sínum og reyndu að abbast upp á aðra með þeim. Trúarjátning gyðinga hefur því var verið þekkt af Rómverjum eða verið borin um hálsinn í nisti af þeim.

Nistið og áletrunin, sem ég ritaði um í bloggi mín gæti í versta falli hafa verið ránsfengur, ruplað af rangeygum riddara sem reið inn í Rómarborg

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.8.2008 kl. 19:47

13 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Óli, ef þú hefðir lesið greinar þær sem ég vísaði í við færslu mína um nistið, gætir þú ef til vill líka hafa velt því fyrir þér hvort þarna hefðu verið þrælar á ferðinni. En Gyðingar fengu líka borgararéttindi í Róm árið 212 en misstu síðan þegar kristni var lögleidd á 4. öld.

En af hverju er svo mikill glæpur að gyðingar hafi verið í Austurríki á 3. öld, þegar þeir voru í Frakklandi (Lyon og Vienne) á 1. öld?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.8.2008 kl. 20:14

14 Smámynd: Mofi

Óli Gneisti
Gengur annars vel að finna leifar risanna, syni guðs, sem voru alkunnir hér í gamla dag? Höfum við kannski DNA þeirra í nútíma mönnum sem eru væntanlega komnir af þeim dætrum mannanna sem þeir höfðu samfarir við? En þetta er svo sem meira ætlað Mofa en Vilhjálmi.

Það eru til nóg af sögum af risum víðsvegar um heiminn að það er engin ástæða til að efast um að það hafi verið menn sem við í dag myndum kalla risa.  Sömuleiðis höfum við risastór mannvirki sem við í dag ættum í gífurlegum vandræðum að byggja sem styður enn frekar tilvist fólks sem var stærra og líklega gáfaðra en við erum í dag.

Mofi, 19.8.2008 kl. 20:18

15 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

... og þar sem nistið fannst í gröf barns, gæti hugsast að það hafi verið barn rómversk gyðings sem gegndi herþjónustu. Eftir 212 þegar Caracalla gaf gyðingum og mörgum öðrum minnihlutahópum borgararéttindi var mjög algengt að gyðingar risu til metorða í rómverska hernum. Það að nistið fannst í gröf barns bendir óneitanlega ekki til þess að barnið hafi verið búið að kynna sér gyðingdóm sem það lagði stund á meðfram trú á guð og gákn Rómverja.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.8.2008 kl. 20:29

16 Smámynd: Arafat í sparifötunum

Hvað með Hittítana ? frá þeim er greint í Biblíuni og enginn vildi viðurkenna tilvist þeirra þar til í lok 19 aldar þegar fornleifafræði opnaði dásamlega veröld þeirra. Ég skrifaði einmitt ritgerð í fornleifafræði um Hittíta og heilaga ritningu sem heimild í fornleifafræði. Merkilegt hvað vantrúaðir eru alltaf fljótir upp á afturfæturnar.

Frábær grein vilhjálmur !!

Arafat í sparifötunum, 19.8.2008 kl. 20:30

17 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Leyfi mér að biðja Óla risa og Mofa tröll að rökræða hér aðeins um þær kempur sem gyðingar kölluðust, en þeir áttu það til eins og allar þjóðir að ýkja um stærð og lengd. Það er til gott gamalt jiddískt orð um það sem ég er búinn að gleyma. Á bankamali heitir það yfirdráttur og kemur það mönnum alltaf í koll, sama hve stórir og hreðurmiklir eins og asnar Mattiyahoos vantrúarmanns. Enga risaumræðu hér, please!

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.8.2008 kl. 20:42

18 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég las færsluna og fannst hún athyglisverð, en svo kom þetta skot á einhverja fasista og ég varð fyrir vonbrigðum. Það skemmdi greinina. Svo sá ég rifrildi um trúmál í athugasemdunum.

Glatað tækifæri, held ég bara.

Villi Asgeirsson, 19.8.2008 kl. 20:57

19 Smámynd: MacGyver

Fyrsta Harry Potter bókin er fjári góð heimild einnig. Þegar ég kíkti í atlasinn minn uppgötvaði ég að ýmsir staðir nefndir í bókinni eru til! Búlgaria, London, sumar frægar persónur etc.!

MacGyver, 19.8.2008 kl. 22:40

20 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, dampurinn heldur farið niður að sumu leyti, eins og þetta er þó gott efni í greininni, en svo kom þó þessi Arafat í sparifötunum, hver er hann? Vill hann ekki deila með okkur fræðum sínum eða á sinni eigin vefsíðu?

Jón Valur Jensson, 20.8.2008 kl. 00:56

21 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Bíðum eftir að þeir finni innsigli Salomóns og Davíðs. Margir staðir og nöfn hafa verið staðfest og er enginn að halda því fram að allt sé húmbúkk. Þetta segir þó ekkert um önnur "sannindi biblíunnar" eins og bara fæðingu heimsins, nóaflóð, glímu manna við engla, sýnir og vitranir og öfundarrétt guðs á öllu klabbinu, hvað þá fasteignamiðlun hans. Nú eða stórborgina Jerúsalem á tímumSalomóns, flóttann frá egyptalandi og þrælahald á gyðingum þar.

Þetta eru ósköp barnalegar alhæfingar um þá sem setja sig gegn trúarhírakíinu og þeirri fabúlu, sem það byggir á.

Jeremía er uppi um svipað leyti eða rétt áður en skruddan er fyrst sett saman í rit, svo nokkuð er víst að hann hefur verið á meðal manna. Annars er tímalínan snarrugluð í þessum ritum og oft með vilja. ´Spádómar Daníels eru t.d. flestir tengdir atburðum, sem þegar voru liðnir er hann reit þá. Þeir sem að samtíma og framtíð laut frá hans dögum voru ekki áræðanlegri eða réttari en lélegt meðalár hjá völvu vikunnar. Annars ganga spádómarnir yfirleitt út á bitra óskhyggju eða þá yfilýsingar, sem menn reyndu síðan að uppfylla eða leika eftir til að sýna fram á spádómsgildið. Kristligar eru gott dæmi, með tilvitnunum um forspár að komu krists.  Herkonungurinn, sem spáð var fyrir gyðingum Messías, er ókominn...

Auðvitað er þetta allt saman tóm þvæla Vilhjálmur. Hómerskviður urðu ekki sannleikur við það að menn fundu Tróju eða aðra staði nefnda í þeim ritum. Það dettur engum í hug að halda því fram. Þú reynir samt hér með tröllasögurnar þínar.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.8.2008 kl. 00:56

22 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Sæll Vilhjálmur.

Biblían er ágætis heimild, að mörgu leyti, nema þær bækur sem lýsa ætluðum atburðum sem áttu að hafa gerst löngu fyrir daga þeirra sem rituðu bækurnar. Skrif spámannanna eru góð til að fá upplýsingar um þeirra samtíma. Ég man að bókin "The Bible Unearthed", staðfesti að Biblían væri góð heimild frá og með vissum tímapunkti nokkuð hundruð árum fyrir okkar tímatal. (en hafnaði svo að mestu sagnfræði gildi frásagna um atburði sem gerðust fyrr)

Þú talar um reiðu andtrúar fasistana sem eru með skítkast á trúað og siðmenntað fólk. Ég man nú ekki betur en að þú hafir gert færslu um það einhvertímann að Nasaret hafi ekki verið til á dögum Jesú. Það er amk hægt líta á slík skirf sem árás á trú sumra kristinna manna, held ég bara. En má skilja orð þín um þá sem gera árásir á "trúað og siðmenntað fólk" svo að þú teljir að aðeins þeir trúuðu séu siðmenntaðir?

Sindri Guðjónsson, 20.8.2008 kl. 00:58

23 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvort telur þú Íslendingasögurnar sagnfræði eða fantasíur um forna frægð til að púrra upp einingu meðal ritjulegra og stefnulausra  landleysingja og hokrara með hor með lága sjálfsvirðingu ?

Ef smámenni ljúga til um fortíð sína og afrek til að sýnast meiri og öðlast tillit annarra. Hversu líklegt er ekki að heilu þjóðirnar geri það?  Er það ekki að henda í okkars samtíma?  Kína? Sovét? USofA?

Prinsippið er: Ávallt skal hafa það sem flottara reynist.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.8.2008 kl. 01:11

24 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

MacGyver, rétt athugað hjá þér en Biblían hefur aldrei verið kvikmynduð öll eins og Harry Potter verður og höfundur Harry Potters græðir á tá og fingri. Ekki veit ég til þess að Biblíuskrif hafi verið annað en hugsjón fátækra manna (með hjálp Guðs).

Sindri, ég las The Bible Unearthed þegar þú bentir mér á hana og ég meðtek boðskapinn. En það er alltaf leiðinlegt að lesa skrif fornleifafræðinga, sem útiloka allt.  En þeir staðfesta ekki neitt frekar en Biblían. Ekki taka feil á fornleifafræðingum. Fornleifafræðin er relatív fræðigrein og það þarf mjög mikla vissu til að slá nokkur föstu.

Sindri, Jólafærsla mín um Nasaret afskrifaði Nasaret á þeim stað sem hún er í dag. Ég greindi frá kenningum manna um að Nasaret hafi verið annars staðar, sem léttir til muna alla röksemdafærslur og mótsagnir í Nýja Testamentinu.  -  Ég skrifaði "trúað og siðmenntað fólk" ekki trúað fólk sem er siðmenntað. Og nei Sindri, siðmenntað fólk þarf ekki að vera trúað né trúað fólk siðmenntað. Horfðu út í heim og þú munt sjá og líttu á Mattiyahoo. Mér finnst hann ekki alltaf siðmenntaður þótt hann trúi ekki. Líttu á Bina Laden, hann er ekki siðmenntaður þótt hann trúi. En trú getur gert menn siðmenntaða, ef boðskapurinn í henni er góður og er ekki misnotaður til ódæðisverka.

Jón Valur, Arafat (Margrét) í sparifötunum er upprennandi stjarna á fornleifafræðihimninum. Hún mun vonandi segja okkur meira af Hittítum á sínu fornleifabloggi. Ég las fyrst almennilega um Hittíta, Húrría, Persa, Eþíópímenn, Araba, Amoríta, Assýríumenn, Kananíta, Egypta, Móabíta, Edómíta, Egypta, Fönikíumenn, Babýloníumenn Kaldeumenn og Aramamea, jú og Filistea, sem ekki eru forfeður Palestínumanna nútímans,  í hinni merku bók The Peoples of Old Testament Times, ritstýrðri af D.J. Wiseman. Bókina keypti faðir minn handa mér 1972 eða 1973 þegar hún var nýútkomin í Oxford og hann var þar að heimsækja gamlan skólafélaga frá Amsterdam prae 1940.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.8.2008 kl. 05:33

25 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Jón Steinar, ég sagði að Biblían væri fjári góð heimild, ekki að hún væri sagnfræðirit! Ég skrifaði einnig að gyðingar hafi átt það til  eins og allar þjóðir að ýkja um stærð og lengd.

Íslendingasögurnar eru að sjálfsögðu að miklum hluta til bölvað rugl,  vitleysa og ýkjur þjóðar sem vantað hefur stærð og lengd. Höfundar Íslendingasagna, sem vafalaust hafa álitið að Biblían væri eintóm skáldsaga, þó þeim væri sagt að trúa henni, ætluðu að bæta um betur þegar þeir skrifuðu Íslendingasögur. Biblían var innspírasjónin, smæðin og fæðin á milli fjallanna var minnimáttarkenndin, sem oft fær menn til að skrifa stór orð um sjálfa sig og aðra. Þú ert dæmigerður Íslendingur Jón.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.8.2008 kl. 05:52

26 Smámynd: Mofi

Jón Steinar
Bíðum eftir að þeir finni innsigli Salomóns og Davíðs.

Við höfum fornleyfa uppgvötanir frá öðrum þjóðum sem segja að Davíð var konungur gyðinga á þeim tímum sem Biblían talar um.

The House of David Inscription

Mofi, 20.8.2008 kl. 10:13

27 identicon

Á sínum tíma las ég vel og vandlega greinarnar sem þú vísaðir í og reyndar fleiri til. Þú hefur í engu hrakið rök mín en tekur þess í stað upp á að uppnefna mig. Það kemur voðalega lítið á óvart að þú sért útlagi frá íslenskri fornleifafræði.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 10:33

28 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Óli Gneisti, fyrirgefðu að mér varð á að kalla þig Neista. Gneisti og Neisti eru nöfn sem ég þekki best af hestum. En mikið hross ertu að vera svo hársár út af einum bókstaf. Ég gerði þetta ekki viljandi.

Rök þín varðandi gnistið með Shema eru ekki rök. Þú hafðir t.d. ekki tekið eftir því að gröfin sem nistið fannst í var gröf barns. Ef barnið hefur átt það, eru litla líkur á því að þú hafir rétt fyrir þér. Varst þú kristinn, búddatrúarmaður og gyðingur á 8. ári Gneisti?

Ég hef séð svipuð rök frá þér varðandi fornleifafundi sem tengjast sögu Gyðinga. Þeir fara greinilega mjög í taugarnar á þér? Gröf Heródesar t.d. Hvað er vandamál þitt?

Er ég útlagi úr íslenskri fornleifafræði? Þú segir mér fréttir. En það er auðvitað handahófskennt þvaður eins og svo margt sem þú virðist skrifa um og eiga við. Það er ekki nema von að þú sért félagi í Vantrú.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.8.2008 kl. 11:17

29 identicon

Innsigli segir akkúrat ekkert strákar, eftir 2000 ár gæti einhver grafið niður á sjónvarpstöðina Omega og fundið eitthvað þar sem segði að þetta og hitt hafi verið raunverulegt.
Þið getið grafið allan fjárann upp sem segir hitt og þetta úr biblíusögunum en það breytir engu.... það eina sem sannar eitthvað er að guðinn komi og sýni sig, geri eitthvað stórkostlegt

Ef ég er fasisti fyrir það að segja að biblían sé ævintýri... hvað eruð þið þá þegar þið segið hana raunverulega, seljið ykkur og þessa sögu... trúarsölufasistar?

DoctorE (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 11:32

30 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Il doctore, hvað er þetta, ertu orðinn trúaður?

Þú biður um það sama og þeir heittrúuðu, að guðinn komi og sýni sig , stingi svo fingrinum í sárið þitt og geri eitthvað stórkostulegt.

Eins og þú veist mætavel, doctore, er ég ekki sérstaklega trúaður maður. En eftir að þú komst frá á ritvöll bloggheima, varð ég alveg fullviss um að Guð væri til. Svona gáfaðan mann og vísan getur Guð einn sent Íslendingum á 500 ára fresti.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.8.2008 kl. 11:41

31 Smámynd: Mofi

Gaman að vita hve margir urðu kristnir vegna Dokksa hérna :)  

Mofi, 20.8.2008 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband