Leita í fréttum mbl.is

Biblían er fjári góđ heimild

Fyrsta frćđigreinin sem ég skrifađi í miđaldafornleifafrćđi fjallađi um innsigli. Hana skrifađi ég ađ beiđni Kristjáns Eldjárns í Árbók hins íslenzka Fornleifafélags 1980.

Ég hef ekki misst áhugann á innsiglafrćđinni og les yfirleitt allt sem ég sé um forn innsigli, í hvađa landi sem er. Ţetta voru undirskriftir manna og eru mjög merkilegir gripir og geta sagt mikla sögu ef mađur kann ađ lesa á ţau.

Yehuchal ben Shelemayahu

Nýlega hafa fundist viđ fornleifauppgröft í Jerúsalem innsiglismyndir á leir. Ein ţeirra tilheyrđi Gedalía ben Pashur, ţ.e. Gedalíu syni Pashurs. Mađur ţessi nefndur í Jeremíasarbók, 38:1. Í sama kafla hjá Jeremíasi spámanni er nefndur til sögunnar Yehuchal ben Shelemayahu. Svo vel vill til, ađ innsigli hans (sjá mynd hér ađ ofan) fannst ekki langt frá innsigli Gedalíu áriđ 2005. Báđir voru ţessir menn uppi fyrir 2600 árum og voru ráđherrar í stjórn konungs sem hét Zedekiah. 

Zedkías, sem upphaflega hét Mattaníahu (eđe Mattanías), var merkur kóngur fyrir margt. Spámađurinn Jeremías var einmitt rágjafi hans. Upphaflega var Zedekía smákóngur gyđinga undir Nebúkadnessar Babýloníukonungi. En fljótt urđu ţeir miklir fjandmenn og voru ráđ Jeremíasar og ef til vill innsigliseigendanna góđ. Herir Nebúkadnessars réđust á Jerúsalemborg 589 fyrir byrjun okkar tímatals og eftir 18 mánađa umsátur gjöreyddi hann og herforingi hans borginni. Zedekías flýđi međ sonum sínum en var tekinn höndum. Hann ţurfti ađ horfa upp á syni sína drepna áđur en augun voru stungin úr honum og hann fćrđur í hlekkjum til Babýloníu.

Fyrir utan innsigli Gedalíu og Jehuchals, fannst í fyrra innsiglisstimpill Temechs fjölskyldunnar, sem voru musterisţjónar í fyrsta musterinu í Jerúsalem áđur en villimenn frá Babýloníu eyđulögđu ţađ og ćtt Temechs var hneppt í ţrćldóm í Babýloníu.

Temech Seal

Nú er viđ sama uppgröftinn í Jerúsalem búiđ ađ finna innsigli tveggja manna og einnar ćttar, sem voru viđ hirđ Zedekíasar konungs. Íslenskir fornleifafrćđingar eru á međan ađ leita ađ fjársjóđum Musterisriddara fyrir ítalska ćvintýramenn.

Mikiđ hefđi ég nú gaman ađ heyra frá eins og einum af ţessum reiđu ungu andtrúarfasistum, sem afneita biblíunni sem húmbukki og hindurvitnum og eru međ skítkast á trúađ og siđmenntađ fólk.

Ţess má geta ađ fađir Dorritar Moussaieff forsetafrúar okkar, hann Shlomo, á eitt stćrsta og merkilegast safn innsigla fornra gyđingakonunga og embćttismanna. Er ekki kominn tími til ađ sýna eitthvađ af ţví á Íslandi? Út hafa komiđ bćkur um biblíuinnsigli Shlomos. Ég gćti vel tekiđ ţađ ađ mér ađ sjá um slíka sýningu á Ţjóđminjasafninu eđa í Ţjóđmenningarhúsi. Ég rakst nýveriđ á ţetta blogg, sem er eins konar nútímainnsigli fyrir Moussaieff fjölskylduna.

 

Moussaieff innsigli
Bók um innsigli Shlomo ben Rehavia Mousahef. Fađir Shlomos, Rehavia, henti Shlomo út 11 ára gömlum, ţar sem snáđinn neitađi ađ fara međ bćnirnar sínar. Hann sagđist ekki vera trúađur. Í nokkur ár bjó hann í hellum og safnađi og rćndi fornminjum. Eitt sinn var hann rekinn úr skóla fyrir ađ hafa rćnt forna gröf. Nú mun hann vera hinn mesti trúmađur.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Mikiđ hefđi ég nú gaman ađ heyra frá eins og einum af ţessum reiđu ungu andtrúarfasistum, sem afneita biblíunni sem húmbukki og hindurvitnum og eru međ skítkast á trúađ og siđmenntađ fólk.
Er ţetta ekki skítkast Vilhjálmur?

Matthías Ásgeirsson, 19.8.2008 kl. 15:18

2 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Svo ég haldi áfram, međan ţú tekur ţér góđan tíma í ađ samţykkja svariđ mitt.

Síđan hvenćr hefur einhver "andtrúarfasisti" haldiđ ţví fram ađ allt í Biblíunni sé rangt?

Ég verđ ađ segja ađ mér ţykir notkun ţín á hugtakinu fasismi varla sćmandi manni sem sífellt vćlir undan ţví ţegar ađrir líkja einhverju viđ nasisma.

Matthías Ásgeirsson, 19.8.2008 kl. 15:26

3 Smámynd: Mofi

Ég myndi nú ekki segja "fjári" góđ heimild  :)   Ég myndi samt segja mjög áreiđanleg heimild og takk fyrir mjög forvitnilega blogg grein. 

Mofi, 19.8.2008 kl. 15:33

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Mattyahoo spámáđur Vantrúarmanna bara strax kominn á stađinn. Ertu međ leitarvél í gangi sem snapar hvert einasta vantrúarkomment sem kemur á Internetinu? Ja, ég er farinn ađ halda ţađ.

Skítkast? Nei, grein um innsigli og dálítiđ um föđur forsetafrúarinnar sem ég hef miklar mćtur á. Ekki vottur af mykjukasti í ţví.

Gott ađ heyra ađ Matthías Ásgeirsson telji ađ eitthvađ í Biblíunni geti veriđ veriđ gott og blessađ.

Halldór, ég setti "fjári" inn eftir á, til ađ stríđa og til ađ setja dálítiđ jús í fyrirsögnina. Auđvitađ er ţetta príma heimild. Ţćr gerast ekki betri.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.8.2008 kl. 16:10

5 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ertu međ leitarvél í gangi sem snapar hvert einasta vantrúarkomment sem kemur á Internetinu? Ja, ég er farinn ađ halda ţađ.
Sćll Vilhjálmur, má ég kynna ţig fyrir blogggáttinni.
skítkast? Nei, grein um innsigli og dálítiđ um föđur forsetafrúarinnar sem ég hef miklar mćtur á. Ekki vottur af mykjukasti í ţví.

Finnst ţér ekkert skítkast fólgiđ í ţví ađ kalla fólk fasista?

Gott ađ heyra ađ Matthías Ásgeirsson telji ađ eitthvađ í Biblíunni geti veriđ veriđ gott og blessađ.

Ég tel svo reyndar vera en sagđi ekkert slíkt í athugasemd minni.  Bók sem talar um menn sem eru "eins hređurmiklir og asnar og gusan úr ţeim sem úr stóđhestum"er varla alslćm ţó megniđ af innihaldi hennar sé húmbúkk og hindurvitni eins og ţú orđar svo skemmtilega.

Matthías Ásgeirsson, 19.8.2008 kl. 16:19

6 identicon

Ţarna eru viđ nú komin inn á tíma ţar sem "sagnfrćđi" Gamla testamentisins er upp á sitt besta. Ţađ ţarf ekki ađ fara mikiđ lengra aftur ţar sem fornleifafrćđi og Gt eru gjörsamlega ósamrćmanleg.

Gengur annars vel ađ finna leifar risanna, syni guđs, sem voru alkunnir hér í gamla dag? Höfum viđ kannski DNA ţeirra í nútíma mönnum sem eru vćntanlega komnir af ţeim dćtrum mannanna sem ţeir höfđu samfarir viđ? En ţetta er svo sem meira ćtlađ Mofa en Vilhjálmi.

Vilhjálmur hefđi hins vegar getađ, á sínum tíma, svarađ gagnrýni minni á austurrísku gyđingana sem hann var međ vafasamar fullyrđingar um.

Óli Gneisti (IP-tala skráđ) 19.8.2008 kl. 16:28

7 identicon

Mikiđ held ég ađ ţessi Matthías Ásgeirsson eigi verulega bágt !

Stefán (IP-tala skráđ) 19.8.2008 kl. 16:47

8 identicon

Strákar! Passa sig ađ segja ekki "Fjári". Mađur getur lent í helvíti. og ţar ágćtu menn, kveljast menn um alla eilífiđ.

Vilhjálmur!. Ţú ćttir ađ breyta titlinum. Hannn er allt í senn móđgandi, sćrandi og gćti komiđ ţér í klandur eftir dauđann.

Teitur Atlason (IP-tala skráđ) 19.8.2008 kl. 17:25

9 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Teitur, ég fer í sjöunda himinn ţegar ég dey, ţađ er hćđin fyrir ofan.  Er helvíti nú til dags bara fyrir bankamenn?

Mattiyahoo ben Daqonai, ég skrifađi vantrúarfasistarog meinti ţar međ mjög öfgafulla menn (asna) sem eru svo hređurmiklir ađ gusan úr ţeim er eins og úr stóđhestum. Vona ekki ađ ţú hafir ekki tekiđ ţađ til ţín Matti, ţví ég meinti ekki ţig.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.8.2008 kl. 17:52

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fyrir utan fyrirsögnina er ţetta hin ágćtasta grein, fróđlegar fregnir og góđar, og ţökk fyrir ţćr, doktor. Ég hef einmitt veriđ ađ lesa mikiđ í Jeremía nýlega og finnst ţetta gott sem bakgrunnur og stađfesting, sem ég ţurfti ţó ekki á ađ halda, ţví ađ ţađ má alveg vera ljóst ţeim, sem les Jer., ađ ţađ er ekki veriđ ađ búa til skáldsögu eftir á.

Vantrúarforinginn virđist farinn ađ átta sig á, ađ ýmislegt stenzt í Biblíunni, en ţeir eru vissulega til, sem "afneita biblíunni sem húmbúkki og hindurvitnum" einberum. Hve oft hafiđ ţiđ ekki séđ í athugasemdum og skrifum manna hér á Moggablogginu, ađ ţeir kalli Bibliuna "2000 ára skáldskap" og ţar fram eftir götunum? Matthías veit ţó betur en slíkir vanţekkingarmenn: hann neitar ţví vart, ađ a.m.k. eitthvađ af spámannaritunum o.fl. bókum Gamla testamentisins sé samtímaheimildir, og ţess vegna bregđur honum ekkert í brún (skyldi mađur ćtla), ţegar hann fréttir hér af ţessum fundi innsiglanna frá nafngreindum samtímamönnum hins mikla spámanns Jeremía.

Jón Valur Jensson, 19.8.2008 kl. 18:26

11 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

ég skrifađi vantrúarfasistar

Nei, ţú skrifađir "andtrúarfasistar".

Stefán, auđvitađ á ég verulega mikiđ bágt, ţađ segir sig sjálft.  En ţú?

Matthías Ásgeirsson, 19.8.2008 kl. 19:32

12 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Óli Gneisti, er örugglega ađ vitna í ađ ég hafi skrifađ um fornleifar sem fundust í Austurríki http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/481371/ Ekki man ég ađ Óli hafi gert athugasemd viđ ţađ á bloggi mínu.

Hins vegar sé ég ađ hann hefur gert ţađ á síđu bloggsíđu sinni http://truflun.net/oligneisti/2008/03/22/gy%c3%b0ingar-i-austurriki-a-%c3%beri%c3%b0ju-old/#comments og greinilega mikiđ niđri fyrir ađ heyra ađ gyđingar hafi veriđ í Austurríki áđur en forfeđur Hitlers komu voru búnir ađ panta miđana ţangađ.

Röksemdafćrsla Óla Neista ristir ekki djúpt. Óli má ţó vita, ađ Guđ gyđinga var ekki vinsćll međal Rómverja og ţegar ţeir gerđust kristnir varđ hann enn óvinsćlli. Rómverjar dýrkuđu ekki Guđ gyđinga, vissu afar lítiđ um hann og gyđingdóm líkt og Íslendingar  og töldu trú ţeirra vera óćđri flestum trúarbrögđum. Gyđingar veifuđu ekki trúrbrögđum sínum og reyndu ađ abbast upp á ađra međ ţeim. Trúarjátning gyđinga hefur ţví var veriđ ţekkt af Rómverjum eđa veriđ borin um hálsinn í nisti af ţeim.

Nistiđ og áletrunin, sem ég ritađi um í bloggi mín gćti í versta falli hafa veriđ ránsfengur, ruplađ af rangeygum riddara sem reiđ inn í Rómarborg

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.8.2008 kl. 19:47

13 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Óli, ef ţú hefđir lesiđ greinar ţćr sem ég vísađi í viđ fćrslu mína um nistiđ, gćtir ţú ef til vill líka hafa velt ţví fyrir ţér hvort ţarna hefđu veriđ ţrćlar á ferđinni. En Gyđingar fengu líka borgararéttindi í Róm áriđ 212 en misstu síđan ţegar kristni var lögleidd á 4. öld.

En af hverju er svo mikill glćpur ađ gyđingar hafi veriđ í Austurríki á 3. öld, ţegar ţeir voru í Frakklandi (Lyon og Vienne) á 1. öld?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.8.2008 kl. 20:14

14 Smámynd: Mofi

Óli Gneisti
Gengur annars vel ađ finna leifar risanna, syni guđs, sem voru alkunnir hér í gamla dag? Höfum viđ kannski DNA ţeirra í nútíma mönnum sem eru vćntanlega komnir af ţeim dćtrum mannanna sem ţeir höfđu samfarir viđ? En ţetta er svo sem meira ćtlađ Mofa en Vilhjálmi.

Ţađ eru til nóg af sögum af risum víđsvegar um heiminn ađ ţađ er engin ástćđa til ađ efast um ađ ţađ hafi veriđ menn sem viđ í dag myndum kalla risa.  Sömuleiđis höfum viđ risastór mannvirki sem viđ í dag ćttum í gífurlegum vandrćđum ađ byggja sem styđur enn frekar tilvist fólks sem var stćrra og líklega gáfađra en viđ erum í dag.

Mofi, 19.8.2008 kl. 20:18

15 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

... og ţar sem nistiđ fannst í gröf barns, gćti hugsast ađ ţađ hafi veriđ barn rómversk gyđings sem gegndi herţjónustu. Eftir 212 ţegar Caracalla gaf gyđingum og mörgum öđrum minnihlutahópum borgararéttindi var mjög algengt ađ gyđingar risu til metorđa í rómverska hernum. Ţađ ađ nistiđ fannst í gröf barns bendir óneitanlega ekki til ţess ađ barniđ hafi veriđ búiđ ađ kynna sér gyđingdóm sem ţađ lagđi stund á međfram trú á guđ og gákn Rómverja.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.8.2008 kl. 20:29

16 Smámynd: Arafat í sparifötunum

Hvađ međ Hittítana ? frá ţeim er greint í Biblíuni og enginn vildi viđurkenna tilvist ţeirra ţar til í lok 19 aldar ţegar fornleifafrćđi opnađi dásamlega veröld ţeirra. Ég skrifađi einmitt ritgerđ í fornleifafrćđi um Hittíta og heilaga ritningu sem heimild í fornleifafrćđi. Merkilegt hvađ vantrúađir eru alltaf fljótir upp á afturfćturnar.

Frábćr grein vilhjálmur !!

Arafat í sparifötunum, 19.8.2008 kl. 20:30

17 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Leyfi mér ađ biđja Óla risa og Mofa tröll ađ rökrćđa hér ađeins um ţćr kempur sem gyđingar kölluđust, en ţeir áttu ţađ til eins og allar ţjóđir ađ ýkja um stćrđ og lengd. Ţađ er til gott gamalt jiddískt orđ um ţađ sem ég er búinn ađ gleyma. Á bankamali heitir ţađ yfirdráttur og kemur ţađ mönnum alltaf í koll, sama hve stórir og hređurmiklir eins og asnar Mattiyahoos vantrúarmanns. Enga risaumrćđu hér, please!

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.8.2008 kl. 20:42

18 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég las fćrsluna og fannst hún athyglisverđ, en svo kom ţetta skot á einhverja fasista og ég varđ fyrir vonbrigđum. Ţađ skemmdi greinina. Svo sá ég rifrildi um trúmál í athugasemdunum.

Glatađ tćkifćri, held ég bara.

Villi Asgeirsson, 19.8.2008 kl. 20:57

19 Smámynd: MacGyver

Fyrsta Harry Potter bókin er fjári góđ heimild einnig. Ţegar ég kíkti í atlasinn minn uppgötvađi ég ađ ýmsir stađir nefndir í bókinni eru til! Búlgaria, London, sumar frćgar persónur etc.!

MacGyver, 19.8.2008 kl. 22:40

20 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, dampurinn heldur fariđ niđur ađ sumu leyti, eins og ţetta er ţó gott efni í greininni, en svo kom ţó ţessi Arafat í sparifötunum, hver er hann? Vill hann ekki deila međ okkur frćđum sínum eđa á sinni eigin vefsíđu?

Jón Valur Jensson, 20.8.2008 kl. 00:56

21 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Bíđum eftir ađ ţeir finni innsigli Salomóns og Davíđs. Margir stađir og nöfn hafa veriđ stađfest og er enginn ađ halda ţví fram ađ allt sé húmbúkk. Ţetta segir ţó ekkert um önnur "sannindi biblíunnar" eins og bara fćđingu heimsins, nóaflóđ, glímu manna viđ engla, sýnir og vitranir og öfundarrétt guđs á öllu klabbinu, hvađ ţá fasteignamiđlun hans. Nú eđa stórborgina Jerúsalem á tímumSalomóns, flóttann frá egyptalandi og ţrćlahald á gyđingum ţar.

Ţetta eru ósköp barnalegar alhćfingar um ţá sem setja sig gegn trúarhírakíinu og ţeirri fabúlu, sem ţađ byggir á.

Jeremía er uppi um svipađ leyti eđa rétt áđur en skruddan er fyrst sett saman í rit, svo nokkuđ er víst ađ hann hefur veriđ á međal manna. Annars er tímalínan snarrugluđ í ţessum ritum og oft međ vilja. ´Spádómar Daníels eru t.d. flestir tengdir atburđum, sem ţegar voru liđnir er hann reit ţá. Ţeir sem ađ samtíma og framtíđ laut frá hans dögum voru ekki árćđanlegri eđa réttari en lélegt međalár hjá völvu vikunnar. Annars ganga spádómarnir yfirleitt út á bitra óskhyggju eđa ţá yfilýsingar, sem menn reyndu síđan ađ uppfylla eđa leika eftir til ađ sýna fram á spádómsgildiđ. Kristligar eru gott dćmi, međ tilvitnunum um forspár ađ komu krists.  Herkonungurinn, sem spáđ var fyrir gyđingum Messías, er ókominn...

Auđvitađ er ţetta allt saman tóm ţvćla Vilhjálmur. Hómerskviđur urđu ekki sannleikur viđ ţađ ađ menn fundu Tróju eđa ađra stađi nefnda í ţeim ritum. Ţađ dettur engum í hug ađ halda ţví fram. Ţú reynir samt hér međ tröllasögurnar ţínar.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.8.2008 kl. 00:56

22 Smámynd: Sindri Guđjónsson

Sćll Vilhjálmur.

Biblían er ágćtis heimild, ađ mörgu leyti, nema ţćr bćkur sem lýsa ćtluđum atburđum sem áttu ađ hafa gerst löngu fyrir daga ţeirra sem rituđu bćkurnar. Skrif spámannanna eru góđ til ađ fá upplýsingar um ţeirra samtíma. Ég man ađ bókin "The Bible Unearthed", stađfesti ađ Biblían vćri góđ heimild frá og međ vissum tímapunkti nokkuđ hundruđ árum fyrir okkar tímatal. (en hafnađi svo ađ mestu sagnfrćđi gildi frásagna um atburđi sem gerđust fyrr)

Ţú talar um reiđu andtrúar fasistana sem eru međ skítkast á trúađ og siđmenntađ fólk. Ég man nú ekki betur en ađ ţú hafir gert fćrslu um ţađ einhvertímann ađ Nasaret hafi ekki veriđ til á dögum Jesú. Ţađ er amk hćgt líta á slík skirf sem árás á trú sumra kristinna manna, held ég bara. En má skilja orđ ţín um ţá sem gera árásir á "trúađ og siđmenntađ fólk" svo ađ ţú teljir ađ ađeins ţeir trúuđu séu siđmenntađir?

Sindri Guđjónsson, 20.8.2008 kl. 00:58

23 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvort telur ţú Íslendingasögurnar sagnfrćđi eđa fantasíur um forna frćgđ til ađ púrra upp einingu međal ritjulegra og stefnulausra  landleysingja og hokrara međ hor međ lága sjálfsvirđingu ?

Ef smámenni ljúga til um fortíđ sína og afrek til ađ sýnast meiri og öđlast tillit annarra. Hversu líklegt er ekki ađ heilu ţjóđirnar geri ţađ?  Er ţađ ekki ađ henda í okkars samtíma?  Kína? Sovét? USofA?

Prinsippiđ er: Ávallt skal hafa ţađ sem flottara reynist.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.8.2008 kl. 01:11

24 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

MacGyver, rétt athugađ hjá ţér en Biblían hefur aldrei veriđ kvikmynduđ öll eins og Harry Potter verđur og höfundur Harry Potters grćđir á tá og fingri. Ekki veit ég til ţess ađ Biblíuskrif hafi veriđ annađ en hugsjón fátćkra manna (međ hjálp Guđs).

Sindri, ég las The Bible Unearthed ţegar ţú bentir mér á hana og ég međtek bođskapinn. En ţađ er alltaf leiđinlegt ađ lesa skrif fornleifafrćđinga, sem útiloka allt.  En ţeir stađfesta ekki neitt frekar en Biblían. Ekki taka feil á fornleifafrćđingum. Fornleifafrćđin er relatív frćđigrein og ţađ ţarf mjög mikla vissu til ađ slá nokkur föstu.

Sindri, Jólafćrsla mín um Nasaret afskrifađi Nasaret á ţeim stađ sem hún er í dag. Ég greindi frá kenningum manna um ađ Nasaret hafi veriđ annars stađar, sem léttir til muna alla röksemdafćrslur og mótsagnir í Nýja Testamentinu.  -  Ég skrifađi "trúađ og siđmenntađ fólk" ekki trúađ fólk sem er siđmenntađ. Og nei Sindri, siđmenntađ fólk ţarf ekki ađ vera trúađ né trúađ fólk siđmenntađ. Horfđu út í heim og ţú munt sjá og líttu á Mattiyahoo. Mér finnst hann ekki alltaf siđmenntađur ţótt hann trúi ekki. Líttu á Bina Laden, hann er ekki siđmenntađur ţótt hann trúi. En trú getur gert menn siđmenntađa, ef bođskapurinn í henni er góđur og er ekki misnotađur til ódćđisverka.

Jón Valur, Arafat (Margrét) í sparifötunum er upprennandi stjarna á fornleifafrćđihimninum. Hún mun vonandi segja okkur meira af Hittítum á sínu fornleifabloggi. Ég las fyrst almennilega um Hittíta, Húrría, Persa, Eţíópímenn, Araba, Amoríta, Assýríumenn, Kananíta, Egypta, Móabíta, Edómíta, Egypta, Fönikíumenn, Babýloníumenn Kaldeumenn og Aramamea, jú og Filistea, sem ekki eru forfeđur Palestínumanna nútímans,  í hinni merku bók The Peoples of Old Testament Times, ritstýrđri af D.J. Wiseman. Bókina keypti fađir minn handa mér 1972 eđa 1973 ţegar hún var nýútkomin í Oxford og hann var ţar ađ heimsćkja gamlan skólafélaga frá Amsterdam prae 1940.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.8.2008 kl. 05:33

25 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Jón Steinar, ég sagđi ađ Biblían vćri fjári góđ heimild, ekki ađ hún vćri sagnfrćđirit! Ég skrifađi einnig ađ gyđingar hafi átt ţađ til  eins og allar ţjóđir ađ ýkja um stćrđ og lengd.

Íslendingasögurnar eru ađ sjálfsögđu ađ miklum hluta til bölvađ rugl,  vitleysa og ýkjur ţjóđar sem vantađ hefur stćrđ og lengd. Höfundar Íslendingasagna, sem vafalaust hafa álitiđ ađ Biblían vćri eintóm skáldsaga, ţó ţeim vćri sagt ađ trúa henni, ćtluđu ađ bćta um betur ţegar ţeir skrifuđu Íslendingasögur. Biblían var innspírasjónin, smćđin og fćđin á milli fjallanna var minnimáttarkenndin, sem oft fćr menn til ađ skrifa stór orđ um sjálfa sig og ađra. Ţú ert dćmigerđur Íslendingur Jón.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.8.2008 kl. 05:52

26 Smámynd: Mofi

Jón Steinar
Bíđum eftir ađ ţeir finni innsigli Salomóns og Davíđs.

Viđ höfum fornleyfa uppgvötanir frá öđrum ţjóđum sem segja ađ Davíđ var konungur gyđinga á ţeim tímum sem Biblían talar um.

The House of David Inscription

Mofi, 20.8.2008 kl. 10:13

27 identicon

Á sínum tíma las ég vel og vandlega greinarnar sem ţú vísađir í og reyndar fleiri til. Ţú hefur í engu hrakiđ rök mín en tekur ţess í stađ upp á ađ uppnefna mig. Ţađ kemur vođalega lítiđ á óvart ađ ţú sért útlagi frá íslenskri fornleifafrćđi.

Óli Gneisti (IP-tala skráđ) 20.8.2008 kl. 10:33

28 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Óli Gneisti, fyrirgefđu ađ mér varđ á ađ kalla ţig Neista. Gneisti og Neisti eru nöfn sem ég ţekki best af hestum. En mikiđ hross ertu ađ vera svo hársár út af einum bókstaf. Ég gerđi ţetta ekki viljandi.

Rök ţín varđandi gnistiđ međ Shema eru ekki rök. Ţú hafđir t.d. ekki tekiđ eftir ţví ađ gröfin sem nistiđ fannst í var gröf barns. Ef barniđ hefur átt ţađ, eru litla líkur á ţví ađ ţú hafir rétt fyrir ţér. Varst ţú kristinn, búddatrúarmađur og gyđingur á 8. ári Gneisti?

Ég hef séđ svipuđ rök frá ţér varđandi fornleifafundi sem tengjast sögu Gyđinga. Ţeir fara greinilega mjög í taugarnar á ţér? Gröf Heródesar t.d. Hvađ er vandamál ţitt?

Er ég útlagi úr íslenskri fornleifafrćđi? Ţú segir mér fréttir. En ţađ er auđvitađ handahófskennt ţvađur eins og svo margt sem ţú virđist skrifa um og eiga viđ. Ţađ er ekki nema von ađ ţú sért félagi í Vantrú.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.8.2008 kl. 11:17

29 identicon

Innsigli segir akkúrat ekkert strákar, eftir 2000 ár gćti einhver grafiđ niđur á sjónvarpstöđina Omega og fundiđ eitthvađ ţar sem segđi ađ ţetta og hitt hafi veriđ raunverulegt.
Ţiđ getiđ grafiđ allan fjárann upp sem segir hitt og ţetta úr biblíusögunum en ţađ breytir engu.... ţađ eina sem sannar eitthvađ er ađ guđinn komi og sýni sig, geri eitthvađ stórkostlegt

Ef ég er fasisti fyrir ţađ ađ segja ađ biblían sé ćvintýri... hvađ eruđ ţiđ ţá ţegar ţiđ segiđ hana raunverulega, seljiđ ykkur og ţessa sögu... trúarsölufasistar?

DoctorE (IP-tala skráđ) 20.8.2008 kl. 11:32

30 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Il doctore, hvađ er ţetta, ertu orđinn trúađur?

Ţú biđur um ţađ sama og ţeir heittrúuđu, ađ guđinn komi og sýni sig , stingi svo fingrinum í sáriđ ţitt og geri eitthvađ stórkostulegt.

Eins og ţú veist mćtavel, doctore, er ég ekki sérstaklega trúađur mađur. En eftir ađ ţú komst frá á ritvöll bloggheima, varđ ég alveg fullviss um ađ Guđ vćri til. Svona gáfađan mann og vísan getur Guđ einn sent Íslendingum á 500 ára fresti.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.8.2008 kl. 11:41

31 Smámynd: Mofi

Gaman ađ vita hve margir urđu kristnir vegna Dokksa hérna :)  

Mofi, 20.8.2008 kl. 12:01

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband