Leita í fréttum mbl.is

Stuðningsmenn Obama eiga skoðanabræður á Íslandi

Obamamamyman

 

Þótt Obama hafi farið til Berlínar og sagst vera súkkulaðibolla, líkt og þegar J.F. Kennedy sagðist vera "ein Berliner", er hann enn óskrifað blað fyrir mér. Hann segir eitt og annað, og æsti til dæmis ærlega vinstri menn og áhangendur hryðjuverkaliðs, þegar hann lýsti yfir stuðningi sínum við Ísrael um daginn. Ég er nú eftir að sjá þann stuðning í raun áður en ég trúi.

Líklega eru fylgismenn Obama fyrst og fremst heiðvirt fólk sem vill heilbrigðiskerfi fyrir alla og að blökkumenn í Bandaríkjunum þurfi ekki að fara verst út úr kreppunni, nú þegar margir þeirra áttu í fyrsta skipti ráð á því að kaupa sér hús.

En Obama á sér líka aðhlæjendur, sem ég vona að hann losi sig við hið fyrsta og fordæmi.

Í takt við tímann er framboð Obamas með heimasíðu, http://my.barackobama.com, þar sem mönnum gefst kostur á að rita blogg og setja fram skoðanir sínar. Á þessum vefsíðum hefur líka safnast saman mikill ruslaralýður sem tekur Obama í gíslingu, gerir honum upp skoðanir eða telur hann hafa sama innrætið og það sjálft.  Lesa má grein um þetta fólk hér. Þessir einstaklingar þrífst á hatri á gyðingum og Ísraelsríki, samsæriskenningum um 9/11 og öðrum ósóma, þar sem einni þjóð og einum trúflokki er kennt um allar ófarir heimsins.  Slíkur lýður og slíkar skoðanir er svo sannarlega líka til á Íslandi og er Morgunblaðsbloggið misnotað til þess að setja þær fram. Það sem sameinar þetta auma fólk í BNA sem og á Íslandi, er að það skilur ekki og heldur ekki að takmörk séu fyrir því hvað menn geta skrifað í nafni ritfrelsis og lýðræðis. Oft er þetta fólk sem telur sig hafa einkarétt á hreinni hugsun og hærri gildum hér í lífinu en aðrir. En hin sorglega staðreynd er að skítkast, hatur og mannvonska er helsta vopn þeirra og heimilisfangið er forarpyttur vonleysisins og mannfyrirlitningarinnar.

Þegar gagnrýnendur gerðu  Myobama.com viðvart um hatursáróðurinn sem menn reyndu á hýsa þar, brugðust stjórnendur netsins og Obama fljótt við og fjarlægðu allt hatrið sem plantað hafði verið á vef forsetaframbjóðandans.

Nú stendur bara "Error", þar sem áður var sjúklegt skítkast og bloggin hafa verið fjarlægð, eða athugsemdir eins vinsaðar út, t.d. þessi " "Burn something else besides oil...start with the Zionists". Álíka hefur nú sést á Moggablogginu, en þar er mönnum fyrst og fremst úthýst ef þeir gagnrýna trúarbrögð sem lýsa gyðingum sem svínum og öpum. Blog.is gæti lært af Barack Obama. Menn geta nefnilega ekki alltaf stýrt penna sínum og bloggið hefur sent marga aftur á steinöld, eða sýnt að lítil þróun hefur orðið í sumum ættum síðan þá.

En það er gott að sjá að Barack Obama er á sömu skoðun og ég um að árásir rugludalla á Ísrael og gyðinga eiga ekki heima í hinum siðmenntaða heimi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Vegna ómaklegra og jafnvel einkennilegra ásakanna manna sem segjast ekki mega skrifa hér athugasemdir,  eins og fram kemur hér, hér og hér, langar mig að benda á að það er einhver bilun í stjórnkerfi bloggsins, sem ég hef enga stjórn á. Bilun sem því miður hefur sett á stað bilun hjá ýmsum sem ekki finnast þeir fá nógu góðan aðgang að bloggi mínu og þeir helst vildu.

Ef þið eruð að farast yfir því að geta ekki sagt skoðun ykkar strax, hafið samband við forsvarsmenn blog.is

Af gefnu tilefni tek ég það þó fra fram, að ég skoða jafnan athugasemdir áður en ég birti þær og það er mér í sjálfsvald sett hvor ég birti þær eður ekki. Þetta geri ég vegna þess að að ég er stuðningsmaður Ísraels og zíonisti, og það tvennt getur getur greinilega gert marga íslendinga svo vonda og grimma að ég neyðist til að stilla athugasemdakerfið eins og ég geri.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.8.2008 kl. 12:11

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hann lofaði Israel 30 milljörðum dollara í hernaðaraðstoð á hallelújasamkomu AIPAC um daginn. Er það kannski fyrsta línan á óskrifuðu blaði?

Jón Steinar Ragnarsson, 10.8.2008 kl. 18:47

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sæll Jón, þú gerið þig bara heimakominn hér eins og grár köttur, eftir allt breimið í þér á bloggum annarra um að ég hafi bannað þig á báruþaki mínu.

Sástu að Sigurður Þór Nimbus varð bara um og ó á ásæld þína í mig á bloggi hans og henti þér út. Geturðu ekki bara farið í gleðigöngu í stað þess að vera alltaf að bardúsast með mig.

Nú, fyrst ég er svona interessant í augum manns við Heimskautsbaug, þá skal ég svara þér í þetta sinn.

30 milljarðar $ er vitanlega góð byrjun og alveg nauðsynleg meðan olíuríki í Miðausturlöndum eru að spá í kjarnorku eða mest í útrýmingu Ísraelsríkis. Ætli fiktið við atómin séu vegna þess að menn séu svona grænir? Þá held ég að þeir ættu nú að lækka verðið á olíutunnunni.

Það er dýrt að halda sjálfstæði sínu. Íslendingar eru aðeins heppnari en Ísraelmenn, engir nágrannar sem vilja kála okkur og mesta hættan á að Ísland fari á nauðungauppboð er ef einhver Bör Börsson tínir veskinu sínu.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.8.2008 kl. 19:22

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Biðst forláts fyrir að hafa haft þig fyrir rangri sök varðandi bannið, en ég gat því miður ekki lesið annað út úr því að skilaboðin í kommentakerfinu voru klár. "Þér er ekki heimilt að gera athugasemd við þessa færslu". Ef það er einhverjum tæknilegum mistökum að kenna, þá vona ég að þú skiljir ályktun mína.

Sigurður hefur ekki bannað mig. Hann tók út stórar myndir, sem ég setti inn í stríðni, sem ég viðurkenni að voru ekkert augnayndi. Hann hélt annars að það væri að trufla og gefa villuskilaboð á athugasemdakerfinu, svo hann tók þær út. Mér fannst það allt í lagi.

Rubert Murdock spáði því að tunnan færi niður í 20 dollara ef ráðist yrði á Írak. Klikkaði á því. Það eru kínverjar, sem hafa mest áhrif á olíuverðið með fyriramkaupum á yfirverði. 

Ekkert hefur sannast um að Íranir séu að koma sér upp kjarnorkuvopnum og þótt þeir byrjuðu í dag, þá væru þeir sennilega ekki klárir í slaginn fyrr en 2018. Það eru hinsvegar vafasamari þjóðir sem hafa slíkt á borð við Tyrki og Pakistani, svo ekki sé talað um Necrocrazyið norður Kóreu. Nú og svo hafa Ísraelsmenn gnægð sína af þeim dómsdagsvopnum líka á skjön við allar alþjóðasamþykktir, enda reyndu þeir að leyna því lengi, sem segir eitthvað um diplómatískan trúverðugleika.

Ég er alfarið á móti kjarnavopnum og tel það algera vitfirringu að beiting þeirra sé háð stjórnafari í fallvöltum herstjórnarlöndum, trúræðisríkjum eða séu í höndum hugsjónablindra tækifærissinna og sukkópata, sem víla ekki fyrir sér að drepa saklausa borgara bara til að hafa rétt fyrir sér eða undirstrika geistleg forréttindi hér á jörð.

Hugmyndin um að sprengja Íran út af kortinu er miklu eldri en þær réttlætingar, sem nú eru upp á borði fyrir því. Það veist þú mætavel. Pearlman, Rove, Wolfowich og patríarkar PNAC imperialismans, hafa viðrað þetta síðan á síðustu öld minn kæri, en vantað cutshpahið.

Ég neita að trúa því að alþjóðasamfélagið geti ekki leyst þennan hnút fyrir botni miðjarðarhafs og í miðausturlöndum yfirleitt. Ég hef meiri trú á mannkyni en að ætla annað.

Þessi vitfirrti blóð og hefndarþorsti verður aldrei laus, sama hvað verður sprengt í tætlur eða þjóðir sveltar og kúgaðar. Innrás í Íran mun hleypa öllu í bál og brand og sú heimstyrjöld mun raska svo pólitísku og efnahagslegu jafnvægi hér á jörð að við verðum báðir neyddir til að læra Kínversku innan skamms.  Ást Kínverja á Ísraelum er hinsvegar ekki í hendi, svo ég held að þú ættir að hafa sömu áhyggjur og ég af þessu öllu saman.

Sjálfstætt Ísrael, með sviðna jörð og Kjarnorkuvetur allt um kring er ekki beint mjólkur og hunangs draumurinn þinn, sem hinn geistlegi fasteignamiðlari lofaði.  En það er sá veruleiki, sem þið heimtið. 

Myndir þú flokka þessi orð mín sem gyðingahatur eða skoðanaflöt á pólitískri hugsjón, sem ég tel helstefnu, verri öllu því sem gyðingar hafa þurft að þola. Reiknaðu dæmið til enda.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.8.2008 kl. 20:05

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sjálfstæði Íslendinga er afar afstætt. Það er rétt að það hangir á bláþræði ofnum af spilafíklum bankanna. Það er ekki margt sem skilur á milli feigs og ófeigs hér og hér getur einn Bör Börson eignað sér allt með siðlausum en löglegum klækjum. Við erum sennilega á hraðleið að þeirri niðurstöðu.

Kannski er það lausnin fyrir Ísrael, að kaupa upp nágrennið í stað þess að vilja sprengja allt í tætlur og þar með framtíðarviðurværi sitt líka.  Þeir munu örugglega fá víkjandi lán til þess og ekki eru þeir svo vitlausir í business að þeim ætti að verða skotaskuld að gera slíkt gustukaver. Kannski er það annars bara enn önnur útópían og alfa/omega lausnin, sem kemur í bakið á öllum, eins og allar sósíal allsherjarlausnir fortíðarinnar.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.8.2008 kl. 20:14

6 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Mitt framlag til þessarar umræðu er hér:

http://sigurdursig.blog.is/blog/sigurdursig/entry/611519/

Sigurður Sigurðsson, 10.8.2008 kl. 21:32

7 identicon

„Ich bin ein Berliner“ merkir einfaldlega „ég er Berlínarbúi“ eða „ég er stuðningsmaður Berlínar“ enda þótt upp megi grafa nýrri merkingu þýska orðsins „Berliner“. Sú merking er til komin eftir að Kennedy viðhafði téð ummæli en er iðulega notuð honum til háðungar - af þeim sem vita ekki betur.

Hlynur Þór Magnússon (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 22:14

8 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þakka ykkur öllum stuðninginn við Ísrael.

Hlynur Þór,þetta með Berlínarbolluna og Berlínarbúann fer nú mest eftir því hve korrekta þýsku maður vill viðhafa. Þegar maður talar um uppruna og atvinnu sleppir maður greininum, og segir Ich bin Berliner eða z. B. ich bin Lehrer. En þar sem J.F.K. var ekki Berlínabúi, þá gat hann vegna þess að hann lýsti samhug sínum með Berlínarbúum, sem voru svo hrjáðir eftir þjóðarmorðin 1940-45, notað greininn. En menn heyrðust samt flissa, þegar þeir heyrðu hann segja: "Ich bin ein Berliner". Framburðurinn var líka skemmtilegur. Líkt og þegar Kani ber Nýmjók fram "Nym yolk"

Síðast þegar ég var í Berlín, fór ég oft á kaffihús og bað um ein Berliner. Þegar þeir skyldu það sem ég bað um, þar sem bollan er bara venjulega kölluð pönnukaka í Berlín, bætti ég við þegar ég tók við bollunni: "Ich bin auch EIN Berliner". Þjónsómynd ein var frá Rússlandi og sagði "Ich bin der Igor" og þá var það útrætt. Hvað hefðir þú gert Hlynur Þór?

Þar sem bollur þessar er mikið étnar á "jólahátíð" gyðinga og er kölluð sufganiot, býð ég nú eftir því að Obama komi aftur til Ísrael og segi: "Ich bin ein Sufgania".

Um leið og ég skrifa þetta hlusta ég á Sigur Rós mynd frá 2006 og held ég sé kominn með tinnitus út af skrækri geldingsrödd söngvarans og kvíða vegna einleitrar möntrustefsins í öllum lögunum. Ég hef aldrei, meðvitandi, heyrt Sigur Rós fyrr en nú. Legg ekki í það í bráð.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.8.2008 kl. 23:13

9 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Lassi fagri,við erum víst af sömu gerð. Menn vilja ekki skilja, því það er gott að hafa fjandmanninn í nógu einfalri stereotýpu svo fordómarnir haldist hreinir. Allt er kristalhreint á Íslandi.

Siggi Sig, bróðir Jóns, þakka þér fyrir innlitið. Sofnar þú ekki venjulega fyrir framan sjónvarpið kl. 19.00?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.8.2008 kl. 23:19

10 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Jón Steinar, þetta er vondur heimur sem við lifum í. Æi nú verð ég að slökkva á Sigurrósarmyndinni. Þetta er farið að fara í taugarnar á mér.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.8.2008 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband