5.7.2008 | 09:21
Nú verður Johnny rannsakaður
Kæri ríkissaksóknari,
Nýlega lokaði http://www.mbl.is/á blogg manns sem notar dulnefnið Johnny. Lögfræðingur Morgunblaðsins tilkynnti Johnny ákvörðum fjölmiðilsins. Morgunblaðið sá sér ekki fært að leyfa Johnny að halda úti bloggi á blog.is vegna skoðana hans, sem taldar eru varða við hegninarlög (sjá hér )
Johnny er enn að http://semaspeaks.blog.is/blog/semaspeaks/entry/584226/ og afneitar hvarfi 6000.000 manna sem myrtir voru 1940-45. Johnny heldur því m.a. fram að gyðingar hafi skipulega stuðlað að mengum kynstofns og "blóðlínu" hans. Hann talar opinberlega um aðrar þjóðir, þjóðarbrot og íslenska einstaklinga á þann hátt, að ég er ekki í vafa um að ummæli hans varða við ákvæði í íslenskum hegningarlögum.
Háttvirtur saksóknari ætti að sjá brýna ástæðu til að hefja rannsókn á því hver Johnny er, og draga hann fyrir dómstóla fyrir ummæli sín. Ég býst við því að embætti Saksóknara rannsaki ummæli Johnnys og taki þetta erindi mjög alvarlega, nema að embættið telji Helfararafneitun og kynþáttahatur ásættanlegt tjáningarform í opinberum miðlum á Íslandi.
Erindi þetta verður sömuleiðis sent Dómsmálaráðherra og Ríkislögreglustjóra og birt á bloggi undirritaðs
Virðingarfyllst,
Dr. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
TAKK fyrir þetta innlegg Vilhjálmur. Það hafði áhrif á mig. Ég las pistilinn hennar Selmu og sá hvað um hana var skrifað. Þetta eru hrein og klár ærumeiðindi um þá stúlku af hálfu þessa johnny rebel og er sá maður alvarlega sjúkur hugleysingi að láta svona út úr sér. Ef það er einhverjir sem ég vildi vísa héðan úr landi... þá væru það miklu frekar jafn óvægir rasistar og hann fremur en stúlka sem hefur ekki gert neitt af sér annað en þora að hafa skoðannir.
Brynjar Jóhannsson, 5.7.2008 kl. 13:34
Sæll kæri dr. Vilhjálmur Örn. Þetta er subbuskapur af verstu tegund sem þessi Johnny lætur frá sér og hér er vitnað í. Ég tek undir það að það er full ástæða að Saksóknari skoði þetta mál.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.7.2008 kl. 15:52
Er þetta ekki full hart í árina tekið Vilhjálmur? Ég sé fyrir mér að þetta verði blásið upp sem vindur í segl skoðanabræðra hans og hefji þennan rugludall upp í píslarvottastatus sem einhverja málfrelsishetju.
Jakob (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 21:23
Þetta er held ég mál sem ég verð að tjá mig um :)
Nú reyndar hef ég ekki heyrt af þessum bloggara fyrr en nú í kvöld,
enda er ég ekki beint aktívur bloggari.
En nú er ég svona jahh .. nálægt því að vera þokkalega normal ? 25 ára
einstaklingur úti á landi. Og reyndar langar að taka það strax fram að mín skoðun á þessum Johnny er ekki uppá marga fiska.. Fór aðeins fyrir það hvað hann skrifaði á bloggið hjá stelpunni og eina sem ég gat hugsað var "bleah .. þessi tappi er nú fína fíflið". Og ég tek í sama mál og Einar hér á undan .. Það bara getur ekki verið að einhver taki félagann alvarlega.
En sko, ég er kannski ekki að taka undir það sem Johnny segir, því ég
hef ekkert á móti svertingjum, asíubúum eða neitt svoleiðis, ég lýt á okkur öll sem sama dótið .. Öll Toyotur , bara mismunandi á litinn.
En ég hef hinsvegar mjög harðar skoðanir á þessum innflutning á austur-evrópu búum hingað .. Pólverjum, Litháum, Rússum osfv.. Ég
ætla ekkert að skafa af því, en mikið af þessu fólki er bara hyski! Og það virðist ekki vera nokkur einasta eftirlit með því hverskonar fólk er að setjast að hérna.. Gott dæmi var nú bara um daginn þegar þeir tóku pólverjann hér sem var eftirlýstur þar í landi fyrir að búta niður fólk ?
Ég hef reyndar ekki mikið kannski farið ofaní kjölinn á því hvað er að angra þetta þjóðfélag okkar þessa dagana.. Krónan í döðlum og hálvitarnir hjá ísl. ríkinu að sjá til þess að menn sem Ísland ætti að vera virkilega stollt af vilji nú ekki vera hér lengur ( og þá er ég að tala um Jón Ásgeir og þess rugl meðferð á honum ) og nú ættum við ekki að þurfa bíða lengi þar til þeir reynda fá Björgólf í burtu..
Er það stefnan á Íslandi í dag ?
Reka burt gaurana úr landinu sem ættu að mínu mati að stjórna því,
og fara að safna að okkur frekar glæpamönnum frá austur evrópu?
gfs, 6.7.2008 kl. 00:33
Ég vona að afneitun helfararinnar sé nú ekki orðin glæpur á Íslandi ?
Hvað ætli sé þá næst ? Afneita móðuharðindunum ?
Fólk virðist stundum gleyma því að erfiðustu tímabil í mannkynssögunni voru þegar ríkjandi öfl bönnuðu óþægilega umræðu.
Af hverju ætti umræðan um helförina að vera óþægileg á Íslandi ?
Fransman (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 08:24
Fransmann, er eitthvað að? Umræða um helförina sem þú talar um í síðustu setningu er ekki það sama og afneitun helfararinnar. Enginn hefur heldur afneitað Móðuharðindunum, sem ekki voru afleiðingar útrýmingar manna á 6000.000 gyðingum, heldur tímabil sem lék Íslendinga grátt vegna náttúruhamfara. Samlíkingin er heldur klén.
Jafnan eða samlíkingin hjá þér passar ekki alveg. Kannski hefur Fransman ekki verið að hugsa nógu djúpt í dag.
Afneitun Helfararinnar er heldur ekki umræða. Þeir sem afneita eru sjúkir menn, sem halda hlutunum fram án þess að skoða allar hliðar, og taka ekki sönsum, vegna þess að hatrið og samsæriskenningarnar hjá þeim eru orðnar að trú.
Voilla!
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.7.2008 kl. 12:40
Fólk virðist alveg vera búið að gleyma því að í lýðræðisþjóðfélagi þarf að sætta sig við að aðrir hafi réttindi líka.
Hvað með það þó svo að einhverju fólki þyki umræðan óþægileg ?
Ef ég fer og heimsæki Auswitch og sé þar eitthvað sem passar ekki við þær hugmyndir sem hefur verið haldið að mér allt mitt líf um helförina, má ég þá ekki minnast á það og efast um að sagan sé eins og hún er kennd í skólum ?
Hvar á að stoppa það að banna óþægilega umræðu, getur einhver svarað því ?
Fransman (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 15:57
Umræðan sem þetta bréf átti upptök sín á byrjaði á því að snúast um innflytjendur á Íslandi og þeirra rétt hér. Hvort sem þau eru fædd hér eður ei.
Það er ekki hægt að dæma heilu þjóðflokkana á nokkrum svörtum sauðum. Eins og hann gfs er að benda á þá var einn pólverji tekinn hérna fyrir að vera eftirlýstur í heimalandi sínu. Það þýðir ekki að allir Pólverjar, Litháar, o.s.fr. séu raðmorðingjar eða innbrotsþjófar eða hvað sem þið kjósið að trúa að þau séu.
Ég er aðeins tæplega tvítug og hef ekki skoðun á öllu. En mér er þó illa við það þegar fólk byrjar að alhæfa. Ég meina er ekki eru allir Ameríkanar heimskir þó að Bush geti virst vera það. Ekki eru allir Þjóðverjar gyðingahatarar, grænmetisætur og harðstjórar bara af því að Hitler var það. Þó að þjóðir séu mest þekktar fyrir eitthvað þýðir ekki að alhæfa að það eigi við um alla þjóðina!
Það væri eins og að segja að allir sem trúa á Guð séu ofstækistrúarmenn bara af því að það ber mest á þeim sem eru það.
Ég er ekki á móti útlendingum og ég fer ekki að hafa áhyggjur af innflutningi fólks hingað til lands fyrr en það fer að verða áhyggjuefni. Þá er ég að tala um atvinnu, húsnæði(sem er kannski þegar orðið smávægis vandamál) og slíkt!
Anna Margrét (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 03:55
Viðhorf Vilhjálms til tjáningarfrelsis koma skýrt og greinilega fram í athugasemdakerfinu á þessari síðu. Ef við virðum tjáningarfrelsi þá neyðumst við til þess að sætta okkur við að ýmsir lýsi skoðunum sem okkur þykja ógeðfelldar og heimskulegar - En það þýðir ekki að við séum þeim sammála.Vilhjálmur, það sem Fransman var einfaldlega að benda á var það að takmarkanir á tjáningarfrelsi geta byrjað á því að reynt er að hindra eitthvað sem allir fyrirlíta og eru sammála um að banna. En síðan færa yfirvöld sig upp á skaftið og banna stöðugt smávægilegri "yfirsjónir". Þetta var merkingin í analógíunni milli helfararinnar og móðuharðindanna. Merkingin var ekki sú að (eins og þú sakaðir Fransman um) að halda því fram að fyrirbærin væru á einhvern hátt jafngild, hann átti augljóslega við að þau væru það ekki. En þetta eru einmitt aðferðirnar sem talsmenn takmarkana tjáningarfrelsis þurfa að beita - útúrsnúningar og bjögun á raunveruleikanum.Þessi viðhorf Vilhjálms komu skýrt fram í svörum hans við athugasemd minni við færslu hans um strákinn frá Haifa. Ég benti á nokkrar staðreyndir varðandi Ísrael og Palestínu og þá sakaði hann mig um "hatursskítkast". Ástæðan fyrir að ég bar saman Nasista-Þýskaland og Ísrael var sú að í báðum tilfellum er um að ræða öflugt og skipulegt RÍKISVALD sem beitir ofbeldi og kúgun - með öllum þeim eyðileggingarmætti sem því fylgir. Í þessari staðhæfingu felst alls ekki að Ísrel "sé eins" og nasistaveldið og þaðan af síður að Ísraelsmönnum eða gyðingum sé líkt við nasista. Samt hélt Vilhjálmur því blákalt fram að þetta hefði verið það sem ég átti við og þar ritaði hann gegn betri vitund. Þessi framantöldu atriði auk þess að þú, Vilhjálmur, ert elskur að þeirri útvötnun á stjórnarskrárvörðum réttindum landans sem okkar merkilegu löggjafarsamkundu hefur þóknast að setja í hegningarlög staðfesta það að þú ert ekki áhugamaður um tjáningarfrelsi. Persónuárásir þínar, dylgjur og útúrsnúningar upplýsa enn betur um þetta.
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 11:49
Allir eiga rétt á tjáningarelsi þú gerir gyðingum engan greiða með því að ýta undir samsæriskenningar Johnny Rebels sem þú gerir með þessu.
Af hverju er nýnasismi svona stór í Þýskalandi þegar Þýskaland hefur einhver ströngustu lög við nýnasisma í heiminum en Bandaríkinn hafa nánast engan og fyrir því hefur Bandaríkjinn frjálsustu löggjöfina í heiminum í sambandi við tjáningarfrelsi.
Alexander Kristófer Gústafsson, 12.7.2008 kl. 17:22
"Ástæðan fyrir að ég bar saman Nasista-Þýskaland og Ísrael var sú að í báðum tilfellum er um að ræða öflugt og skipulegt RÍKISVALD sem beitir ofbeldi og kúgun - með öllum þeim eyðileggingarmætti sem því fylgir. Í þessari staðhæfingu felst alls ekki að Ísrel "sé eins" og nasistaveldið og þaðan af síður að Ísraelsmönnum eða gyðingum sé líkt við nasista"
Þetta skrifar Þorgeir Ragnarsson sem líka skrifaði
" Ef líkja á atburðum á þessu svæði við ríki nasista þá hlýtur analógían að vera fyrst og fremst milli Þriðja ríkisins og Ísraelsríkis (þó sú líking sé mjög ófullkomin) enda í báðum tilfellum um að ástand þar sem ríkisvald beitir varnarlítinn hóp rasísku ofbeldi."
Þorgeir, fyrst þú ert svona hrifinn af samlíkingum þínum, gerðu þér þann greiða að setja þig betur inn í efnið sem þú ert að skrifa um. Palestínumenn eru ekki varnarlítill hópur. Þeir hafa stundað hryðjuverk um allan heim, myrt og limlest saklaust fólk og lýst yfir ósk sinni um að útrýma gyðingum - um allan heim, líka Dönum og öðrum.
Ég bið þig að líkja ekki saman ástandi því sem Palestínumenn hafa að ýmsu leyti skapað fyrir sjálfa sig, og útrýmingu frænda þinna í Þýskalandi á gyðingum Evrópu. Þú ert haldinn alvarlegri siðblindu ef þú heldur því til streitu að það sé eitthvað svipað.
Alexander Kristófer Gústafsson. Johnny Rebel á rétt á því sem hann heldur að hann eigi rétt á. En hann verður líka að geta svarað fyrir gerðir sínar og orð. Það er kostnaðurinn við málfrelsið. Það eru auðvitað takmörk fyrir málfrelsinu eins og öllu öðru. Engin bannar honum að tala nema hann sjálfur, því hann myrðir og limlestir með hatri sínu. Hann hótar, hann lýsir ánægu sinni yfir útrýmingu manna. Hann er að mínu mati sjúkur maður. Slíkur maður verður að svara á einhvern hátt fyrir gerðir sínar. Hugsanlega þarf hann á meðferð að halda. Nýnasistar eru sendir í meðferð í ýmsum löndum Evrópu. Sjúklegt hatur er hægt að lækna.
Nýnasisminn er til á Íslandi sökum þess að svo margir Íslendingar eru greinilega rasistar og gyðingahatarar. Það er ekki vegna þess að einn maður (ég) og Mogginn hafa skrúfað niður í kjaftæði Johnny Rebels (Nonna Ræfils).
Mikið dómadagsrugl er annar í þér maður. Nasistaflokkar í BNA eru jafn margir og í Þýskalandi. Nasistar í Þýskalandi leita svo til annarra vitleysinga á sömu bylgjulengd í öðrum löndum þar sem þeir eru leyfðir. Nasisminn er ríkur í Þjóðverjum. Það er vandamál sem Þjóðverjar taka alvarlega, og rétt á, að mínu mati.
Leyfi mér að minna þig á að kona ein góð af slekti Thorsara á Íslandi var gift leiðtoga bandarískra nýnasista á 7. áratugi síðustu aldar. Þá var enginn opinber nýnasistaflokkur í Þýskalandi. Thors -ættinni þótt brýn ástæða til að vera ekki að minnast á þennan vafasama tengdason í hinni ágætu ættarsögu, sem Guðmundur Magnússon skrifaði fyrir nokkrum árum. - Það var ritskoðun! Það munu hafa verið upplýsingar um þetta ófarsæla hjónaband í fyrstu gerð bókarinnar. Henni var komið fyrir kattarnef og annar sannleikur settur í bókabúðirnar. Bókin er frábær. Hún hefði verið heilsteypt ef þessar upplýsingar hefðu verið með. Thorsarar gera nefnilega líka mistök.
Saksóknari verður nú að rannsaka mál Jóns Ræfils. Því verður haldið til streitu af mér og ég mun vekja máls á því erlendis ef ekkert verður gert.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 12.7.2008 kl. 18:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.