Leita í fréttum mbl.is

Sagan endurtekur sig - stundum

A classic handbook

 

Ríkisútvarpiđ skýrđi frá ţví um daginn, á sinn hátt, hvernig Bandaríkjamenn hefđu notađ kínverskar pyntingarađferđir viđ yfirheyrslur á föngum í Guantanamo. RÚV hefur ţetta eftir New York Times  og segir: Sérfrćđingar Bandaríkjahers í harkalegum yfirheyrslum og pyntingum fanga í Guantanamo búđunum lćrđu tćkni sína af yfirlitsblađi sem var orđrétt lýsing á hrottaskap sem Kínverjar beittu bandaríska stríđsfanga í Kóreustríđinu.

Ţetta ţótti mér afar fyndiđ, ţví áriđ 1965, nánar tiltekiđ 10. mars, gerđi Ţjóđviljinn grín af bćklingi sem sagđi frá ţessum lýsingum á ađferđum Kínverja og gerđu kommar ţá lítiđ úr pyntingum vinanna í austri.

Áhugavert finnst mér, ađ vinstri menn á RÚV í dag telji ađ yfirheyrsluađferđir gegn meintum hryđjuverkamönnum í Guantanamo séu alvarlegri en Ţjóđviljakommarnir gerđu áriđ 1965. Hafa menn lćrt eitthvađ, eđa er bara ekki sama hver notar ađferđina?

Ţjóđviljinn hafđi ţetta ađ segja í grein sem kölluđ var Ađvörun til Varđbergsmanna og myndin hér ađ ofan skreytti hana:

Fyrir nokkru barst inn á blađiđ ágćtur bćklingur og nefnist [hann] Siđareglur hermannsins eđa "The Fighting Man's Code". Bókin er ađ sjálfsögđu ćtluđ lýđrćđishetjunum á Keflavíkurvelli og er sú skýring gefin á samningu ritsins, ađ nokkuđ hafi boriđ á ţví í Kóreustríđinu, ađ handteknir Bandaríkjamenn ţćttu ekki sýna siđferđisţrek sem skyldi. Kommaskammirnar beittu ţá öllu illu, ógnunum, sígarettuleysi og pyndingum, en ţó tók út yfir ţjófabálkinn ţegar saklausir westanvérar [sic] voru látnir lesa ţá Marx og Lenín og biđu tjón á sálu sinni. - Vegna ţeirra fjölmörgu Varđbergsmanna, sem hafa í hyggju ađ gerast sjálfbođaliđar í bandaríska hernum og verja međ honum lýđrćđiđ, birtum viđ hér fjórar myndir úr bókinni ţar sem ţví er á snilldarlegan hátt lýst, á hverju ţeir mega eiga von, ef ţeir falla í óvinahendur. Don't do it boys!

Ţađ er greinilega ekki sama fyrir suma Íslendinga hverjir pynta. Bandarískar pyntingar á meintum hryđjuverkamönnum eru forkastanlegar, en Ţjóđviljamenn, held ég, hafi ekki trúađ ţví fyrr en seint og síđar meir, upp á trúbrćđur sína í Kína og Kóreu, ađ ţeir gćtu gert flugu mein.

Nú vilja gamlir kommar og ađrar einfaldar sálir helst ekki trúa öđru en ađ allir fangar á Guantanamo hafi veriđ skátar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband