Leita í fréttum mbl.is

Orð eru erfið

 
Heroes at the University

 

Mat manna á orðum er mismunandi, og eins og fólk gat heyrt í sjónvarpsfréttum 2. júlí, var einhver á fréttastofu Sjónvarpsins líklega ekki alveg á því að maður sá sem myrti saklaust fólk með stórri gröfu á fjölfarinni götu í Jerúsalem hafi verið hryðjuverkamaður. Tvisvar var tekið sérstaklega fram að það væru ísraelsk "Stjórnvöld sem tala um hryðjuverk" . Reyndar var ályktað að "ljóst er að ekki var um slys að ræða". 

Lengi er síðan Palestínumenn hafa verið kallaðir hryðjuverkamenn af fréttamönnum RÚV og Sjónvarps. Þeir eru jafnan "liðsmenn" eða "félagar í frelsishreyfingum". Þeir "skjóta oftast til bana" en "drepa" ekki eins og Ísraelsmenn.

Palestínumaðurinn, sem myrti fólk af handahófi í Jerúsalem, var reyndar brotamaður með sakaskrá sem m.a. innihélt þjófnað og eiturlyf. Hann hafði nauðgað Ísraelskri konu, sem hann bjó með á tíma, og fengið 2 ára fangelsi fyrir það!!! Átti þessi maður yfirleitt að vera uppi í gröfu í miðborg Jerúsalem?

Nú vandaðist málið fyrir RÚV. Gröfumaðurinn var hvorki liðsmaður né félagsmaður í frelsishreyfingum, og alls ekki hryðjuverkamaður samkvæmt skilgreiningu RÚV. Hvað svo með ótíndur morðingi og óþokki? Ætli það henti RÚVskum fréttaflutningi?

Verið þó viss um, sama hvað ódæðismaðurinn var samkvæmt íslenskum ríkisfjölmiðlum, að mynd af honum og gröfunni líka mun brátt verða sett upp á heiðursvegg píslarvættanna í BirZeit háskólann á Vesturbakkanum (sjá mynd).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú langt síðan að ég tók eftir því  að það er ekkert sem heitir hlutlaus fréttaflutningur. Svo maður tali nú ekki um frá þessu svæði, þá er flutningur mjög svo einhæfur. Alltaf þegar að eitthvað gerist í málefnum Ísraels og Palestínu er rætt við lækninn Svein Rúnar Hauksson, en aldrei við nokkurn sem ber hag Ísraels í brjósti.

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband