27.6.2008 | 21:20
Burt með þessa ríkisstjórn
Nú er tími til kominn að hugsa til kosninga. Núverandi ríkisstjórn er ekki starfi sínu vaxin. Sumir ráðherranna eiga erfitt með að uppfylla lýðræðislegar skyldur sínar og einn er í eilífðar utanlandsreisu, að sögn til að koma Íslandi í Öryggisráðið.
Fósturjörðin og landsins lýður eru greinilega ekki nógu skemmtileg viðfangsefni fyrir ríkisstjórn Íslands. Og ef t.d. utanríkisráðherran hefur ekki hendurnar fullar upp í endanum á hryðjuverkamönnum í sólarlöndum, er hún að vasast í málefni annarra ráðuneyta. Þetta er óþolandi ástand.
Öryggið er sprungið á Íslandi. En farfuglarnir í ríkisstjórninni hafa ekki tíma til þess að sinna því. Stór hluti þjóðarinnar er farinn að lepja dauðann úr skel - bókstaflega. Hinir geta ekki hætt eyðsluleiknum. Menn kunna sér ekki hóf og kommarnir eru verstir.
En fram úr hófi keyrði í gær þegar vinstripakkið, sem því miður stýrir landinu með Sjálfstæðismönnum, er farið að hindra fréttaflutning.
Þegar skrifað var undir viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, Alcoa og Norðurþings í Iðnaðarráðuneytinu í gærmorgunn var ljósmyndara Fréttablaðsins meinaður aðgangur.
Visir.is ræddi við hækju Össurar Skarphéðinssonar, Einar Karl Haraldsson, sem var úrillur og hreytti þessu í blaðamenn: ,,Hvaða andskotans máli skiptir einhver undirskrift?"
Einar Karl Haraldsson, sem forðum daga var kommísar á Þjóðviljanum (svo ekki sé minnst á fréttastofu RÚV), er aðstoðarmaður ráðherra sem greinilega þykir starf sitt svo leiðinlegt að hann segir alheiminum að undirskriftir við Alþjóðafyrirtæki séu eitthvað sem ekki skiptir þjóðina neinu máli.
Ef þetta samkomulag reynist happadráttur fyrir þjóðina, munu menn ekki geta sýnt hina sögulegu stund á mynd. Þetta er nú meiri lágkúran. Össur er ekki annað en framsóknarmannagrey - sauður í úlfagæru.
Þórunn Sveinbjarnardóttir hindraði hér um daginn aðgang ljósmyndara að hræi ísbjarnar "vegna þess að slíkar myndir gætu skaðað ímynd landsins". Nokkrar myndir af hræi geta vart skaðað ímynd ríkisstjórnarinnar meira en komið er. Ætli umheiminum sé ekki nokkurn veginn alveg sama hvort ísbjörn sé skotinn í grennd við Norðurpólinn. Naflaskoðunin enn á fullu.
Ríkisstjórnin, og sér í lagi vinstri helmingurinn, er illa leikið hræ, sem ætti að fara í Total Make-Over sem allra fyrst. Læpósökk, tannréttingu, hárígræðslu og brjóstalyftingu, fitusog úr rasskinnum og ekki síst vangstýfingu fyrir Ingibjörgu víðförlu. Leyfi ég mér að mæla með góðri kosningu. Fólkið í landinu, sem er búið að hamfletta og fitusjúga of lengi, á nú leikinn. Endurreisn andans, nýja ríkisstjórn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.6.2008 kl. 14:33 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Trumpur Eyjajarl
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 7
- Sl. sólarhring: 24
- Sl. viku: 222
- Frá upphafi: 1353022
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 173
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Við fáum það yfir okkur sem við kjósum yfir okkur. það er svo einfalt.Ég hef í raun aldrei skilið hvers vegna sjálfstæðisflokkurinn hefur verið svo sterkur sem raun ber vitni því hann verndar þá sem peninganna hafa og hefur alla tíð gert ,en fólk lætur blekkjast .Þá á það ekki skilið betra þetta er ekki flóknara en það .
Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 28.6.2008 kl. 00:19
Sæll vertu.
Já það er einmitt, afar fróðlegt að vita að ritskoðun skuli vera til staðar varðandi aðkomu stjórnvalda að stjórnaraðgerðum og tilefni til þess að vekja athygli á.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 28.6.2008 kl. 02:36
Sæll Bjarni Líndal Gestsson, mikil óskapleg vitleysa var það fyrir "krata" að ganga í eina sæng með íhaldinu. Ég held barasta að kratarnir séu orðnir enn siðspilltari, siðblindaðri og forheimskaðri en þeir voru fyrir. Ingibjörg og Össur er reyndar ekki "kratar" í mínum bókum. Ólýðræðissinnaðir tækifærissinnar er betri skilgreining á þessum ágætis alþýðuleiðtogum, sem þú virðist treysta fyrir atkvæði þínu.
Guðmundur Eyjólfur, sæll. Menn fá því miður ekki alltaf það sem þeir kjósa yfir sig. Kratarnir virðast svíkja öll lofort til sinna manna, bara til þess eins að sitja í Ríkisstjórn, sem það að auki er óstarfhæf vegna landshornaflakks ráðherra og hirða þeirra.
Þakka ykkur hin, og hrósið.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 28.6.2008 kl. 10:46
Það vantar að setja lög um hversu lengi alþingismenn/ráðherrar geta setið lengi á þingi, ég held að 2 kjörtímabil sé mjög passlegt. Þannig nær alþingi að endurnýja mannskap, nýtt blóð og ferskar hugmyndir. Eins og þetta er í dag þá er þetta vinapot og spilling, flest öllum á hinu háa alþingi er sléttsama um alla nema sig og sína vini og maka krókinn sem mest það má og getur.
Sævar Einarsson, 28.6.2008 kl. 11:53
Heyr! Heyr!
Flokkur sem er jafn lengi við völd hlýtur að byrja að rotna - slíkt er nú eðli valdsins. Og stjórn með svo mikinn þingmeirihluta er ansi hætt við að falla beint í pytt sjálfhverfninnar. Semsagt: við stjórn Íslands í dag eru hálfdauðir égarar sem nenna ekki einu sinni að blaðra á þjóðina - HVAÐ ÞÁ AÐ HLUSTA Á HANA!
En Íslands óhamingju verður allt að vopni: Stjórnarandstaðan virðist ekki heldur vera af þessum heimi. HVAÐ ER ÞÁ TIL RÁÐA?
Alexander litli (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 13:07
Sammála
Kjartan Pétur Sigurðsson, 28.6.2008 kl. 13:19
Snilldarpistill. Tek undir með Hippópótamus eða eitthvað svoleiðis :)
Snorri Bergz, 28.6.2008 kl. 13:32
Snilldarpistill! Tek undir með Sævari hérna að ofan! Vinir, frændur og frænku pólitíkinn er gjörsamlega búin að eyðileggja alla heilbrigða stjórnarhætti.
það skeður eitthvað undarlegt í höfðinu á "atvinnupólitíkusum"sem monta sig síðan af því hvað þeir eru búnir að "stjórna lengi"! ...eitthvað verulega slæmt er í gangi hjá Ríkissjórninni...líklegast ólæknandi..
Óskar Arnórsson, 5.7.2008 kl. 21:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.