Leita í fréttum mbl.is

Burt með þessa ríkisstjórn

  Fallegt gamalt borð og rotin ríkisstjórn

Nú er tími til kominn að hugsa til kosninga. Núverandi ríkisstjórn er ekki starfi sínu vaxin. Sumir ráðherranna eiga erfitt með að uppfylla lýðræðislegar skyldur sínar og einn er í eilífðar utanlandsreisu, að sögn til að koma Íslandi í Öryggisráðið. 

Fósturjörðin og landsins lýður eru greinilega ekki nógu skemmtileg viðfangsefni fyrir ríkisstjórn Íslands. Og ef t.d. utanríkisráðherran hefur ekki hendurnar fullar upp í endanum á hryðjuverkamönnum í sólarlöndum, er hún að vasast í málefni annarra ráðuneyta. Þetta er óþolandi ástand.

Öryggið er sprungið á Íslandi. En farfuglarnir í ríkisstjórninni hafa ekki tíma til þess að sinna því. Stór hluti þjóðarinnar er farinn að lepja dauðann úr skel - bókstaflega. Hinir geta ekki hætt eyðsluleiknum. Menn kunna sér ekki hóf og kommarnir eru verstir.

En fram úr hófi keyrði í gær þegar vinstripakkið, sem því miður stýrir landinu með Sjálfstæðismönnum, er farið að hindra fréttaflutning.

Þegar skrifað var undir viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, Alcoa og Norðurþings í Iðnaðarráðuneytinu í gærmorgunn var ljósmyndara Fréttablaðsins meinaður aðgangur.

Visir.is ræddi við hækju Össurar Skarphéðinssonar, Einar Karl Haraldsson, sem var úrillur og hreytti þessu í blaðamenn: ,,Hvaða andskotans máli skiptir einhver undirskrift?"

Einar Karl Haraldsson, sem forðum daga var kommísar á Þjóðviljanum (svo ekki sé minnst á fréttastofu RÚV), er aðstoðarmaður ráðherra sem greinilega þykir starf sitt svo leiðinlegt að hann segir alheiminum að undirskriftir við Alþjóðafyrirtæki séu eitthvað sem ekki skiptir þjóðina neinu máli.

Ef þetta samkomulag reynist happadráttur fyrir þjóðina, munu menn ekki geta sýnt hina sögulegu stund á mynd. Þetta er nú meiri lágkúran. Össur er ekki annað en framsóknarmannagrey - sauður í úlfagæru.

Þórunn Sveinbjarnardóttir hindraði hér um daginn aðgang ljósmyndara að hræi ísbjarnar "vegna þess að slíkar myndir gætu skaðað ímynd landsins". Nokkrar myndir af hræi geta vart skaðað ímynd ríkisstjórnarinnar meira en komið er. Ætli umheiminum sé ekki nokkurn veginn alveg sama hvort ísbjörn sé skotinn í grennd við Norðurpólinn. Naflaskoðunin enn á fullu.

Ríkisstjórnin, og sér í lagi vinstri helmingurinn, er illa leikið hræ, sem ætti að fara í Total Make-Over sem allra fyrst. Læpósökk, tannréttingu, hárígræðslu og brjóstalyftingu, fitusog úr rasskinnum og ekki síst vangstýfingu fyrir Ingibjörgu víðförlu. Leyfi ég mér að mæla með góðri kosningu. Fólkið í landinu, sem er búið að hamfletta og fitusjúga of lengi, á nú leikinn. Endurreisn andans, nýja ríkisstjórn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Við fáum það yfir okkur sem við kjósum yfir okkur. það er svo einfalt.Ég hef í raun aldrei skilið hvers vegna sjálfstæðisflokkurinn hefur verið svo sterkur sem raun ber vitni því hann verndar þá sem peninganna hafa og hefur alla tíð gert ,en fólk lætur blekkjast .Þá á það ekki skilið betra þetta er ekki flóknara en það . 

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 28.6.2008 kl. 00:19

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll vertu.

Já það er einmitt, afar fróðlegt að vita að ritskoðun skuli vera til staðar varðandi aðkomu stjórnvalda að stjórnaraðgerðum og tilefni til þess að vekja athygli á.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.6.2008 kl. 02:36

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sæll Bjarni Líndal Gestsson, mikil óskapleg vitleysa var það fyrir "krata" að ganga í eina sæng með íhaldinu. Ég held barasta að kratarnir séu orðnir enn siðspilltari, siðblindaðri og forheimskaðri en þeir voru fyrir. Ingibjörg og Össur er reyndar ekki "kratar" í mínum bókum. Ólýðræðissinnaðir tækifærissinnar er betri skilgreining á þessum ágætis alþýðuleiðtogum, sem þú virðist treysta fyrir atkvæði þínu.

Guðmundur Eyjólfur, sæll. Menn fá því miður ekki alltaf það sem þeir kjósa yfir sig. Kratarnir virðast svíkja öll lofort til sinna manna, bara til þess eins að sitja í Ríkisstjórn, sem það að auki er óstarfhæf vegna landshornaflakks ráðherra og hirða þeirra.

Þakka ykkur hin, og hrósið.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 28.6.2008 kl. 10:46

4 Smámynd: Sævar Einarsson

Það vantar að setja lög um hversu lengi alþingismenn/ráðherrar geta setið lengi á þingi, ég held að 2 kjörtímabil sé mjög passlegt. Þannig nær alþingi að endurnýja mannskap, nýtt blóð og ferskar hugmyndir. Eins og þetta er í dag þá er þetta vinapot og spilling, flest öllum á hinu háa alþingi er sléttsama um alla nema sig og sína vini og maka krókinn sem mest það má og getur.

Sævar Einarsson, 28.6.2008 kl. 11:53

5 identicon

Heyr! Heyr!

Flokkur sem er jafn lengi við völd hlýtur að byrja að rotna - slíkt er nú eðli valdsins. Og stjórn með svo mikinn þingmeirihluta er ansi hætt við að falla beint í pytt sjálfhverfninnar. Semsagt: við stjórn Íslands í dag eru hálfdauðir égarar sem nenna ekki einu sinni að blaðra á þjóðina - HVAÐ ÞÁ AÐ HLUSTA Á HANA!

En Íslands óhamingju verður allt að vopni: Stjórnarandstaðan virðist ekki heldur vera af þessum heimi. HVAÐ ER ÞÁ TIL RÁÐA?

Alexander litli (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 13:07

6 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sammála

Kjartan Pétur Sigurðsson, 28.6.2008 kl. 13:19

7 Smámynd: Snorri Bergz

Snilldarpistill. Tek undir með Hippópótamus eða eitthvað svoleiðis :)

Snorri Bergz, 28.6.2008 kl. 13:32

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

Snilldarpistill! Tek undir með Sævari hérna að ofan! Vinir, frændur og frænku pólitíkinn er gjörsamlega búin að eyðileggja alla heilbrigða stjórnarhætti.

það skeður eitthvað undarlegt í höfðinu á "atvinnupólitíkusum"sem monta sig síðan af því hvað þeir eru búnir að "stjórna lengi"! ...eitthvað verulega slæmt er í gangi hjá Ríkissjórninni...líklegast ólæknandi..

Óskar Arnórsson, 5.7.2008 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband