17.6.2008 | 19:30
Mortuus est ursus albus secundus
Undur og stórmerki gerast enn á Íslandi. Hvítibjörn felldur í annađ sinni, og Ţórarinn Eldjárn orđinn borgarlistamađur. Líka í annađ sinn en í ţetta skipti í alvöru. Af hverju var hann bara ekki skotinn líka, í stađ ţess ađ deyfa hann međ styrk? Ţađ hefđi veriđ gustuk, og ekki hefđi veriđ neitt af ţví ađ ţynna dálítiđ út í stétt íslenskra blađamanna og láta bangsann á Hrauni éta nokkra ţeirra.
Eins og flestir vita voru hvítabirnir einu sinni mikilvćg útflutningsvara og allmargar heimildir eru til um útflutning dýra frá Íslandi á söguöld og miđöldum. Ekki ţurftu forfeđur vorir ađ ná í dýrahirđi frá Kaupmannahöfn til ađ vita hvađ ţeir áttu ađ gera viđ bangsa. Menn tömdu hvítabirni, alibirni hvíta, á Íslandi á ţjóđveldisöld. Í Grágás eru ákvćđi um tamda hvítabirni, sem ekki mátti drepa nema ţeir réđust á fólk. (Ekkert var ţar sagt um blađamenn). Ţađ gerđu hvítabirnir hins vegar gegnum aldirnar og annálar greina t.d. frá ţví, ađ áriđ 1321 hafi hvítabjörn veriđ felldur Norđvestanlands eftir ađ hann hafđi drepiđ átta manns og étiđ einhverja ţeirra.
Ţótt heimildir séu til um hvítan björn, sem teymdur var um strćti Alexandríu áriđ 285 f. Kr. hefur ţađ vćntanlega veriđ albínóabjörn.
Adam af Brimum, sá fróđi Guđs mađur, var sá fyrsti sem skrifar um "ursos... albos...qui sub aqua vivunt", ţ.e. birnir, hvítir sem lifa í vatni."
Löngu áđur en Adam sagđi fréttir af ţessari skepnu, voru menn á Íslandi og Grćnlandi ađ taka hvítabirni međ sér út í heim sem gjafir handa konungum. Í Vatnsdćlu er greint frá ţví ađ landnámsmađurinn Ingimundur gamli hafi fundiđ birnu međ tvo húna. Húnana hafđi hann međ sér til Noregs og gaf Haraldi Hárfagra ţá ađ gjöf og Landnámubókarhöfundur einn bćtir viđ; ekki höfđu menn í Nóregi áđr sét hvítabjörnu.
í Auđunar ţćtti vestfirska má lesa skemmtilega sögu um Auđun og hvítabjörn sem hann seldi Sveini Ástríđarsyni (Estridsen/Úlfsson). Ég er kominn af Auđuni ţessum í ca. 25 liđ. Gaman vćri, ef einhvern tíma fyndust hvítabjarnarbein viđ fornleifauppgröft í Danmörku. Ţađ hefur enn ekki gerst.
Fram á ţrettándu öld hafa bjarndýr frá Íslandi, og sér í lagi frá Grćnlandi, veriđ send til konunga og fyrirmann víđa um Evrópu. Haraldur Harđráđi fékk bangsa frá Grćnlandi eins og getiđ er um í Króka-Refs sögu. Sigurđur Jórsalafari og Haraldur Gilli fengu dýr áriđ 1125 og 1133 segir höfundur Grćnlendinga ţáttar okkur. Áriđ 1059 mun Sveinn Ástríđarson Danakonungur hafa fegniđ sér hvítabjörn samkvćmt Sögu Haraldar Harđráđa. Sunnar í álfunni ţótti furstum fínt ađ hafa slík dýr í furđudýrasafni sínu. Ţýski keisarinn Heinrich III fékk dýr frá Ísleifi Gizurarsyni biskup áriđ 1054 og sagđi "Vielen Dank", og Friedrich II fékk dýr áriđ 1230.
Skemmtilegar eru upplýsingar um hvítabjörninn sem egypski súltaninn Malik al-Kamil (sem var Kúrdi ađ uppruna) fékk frá Friđriki II keisara og konungi Sikileyjar. Dýriđ kom til Damaskus áriđ 1233 eđa 1234 samkvćmt annálaritaranum Kitab al-Wafi, sem einnig var kallađur Safadi. Fyrir hvítabjörninn fékk keisarinn gíraffa. Súltaninn á Egyptalandi hafđi í byrjun 13. aldar fengiđ forláta skinn af hvítabjörnum samkvćmt Ibn Said al Maghribi.
Heinrekur III Englandskonungur átti líka hvítabjörn samkvćmt heimildum góđum sem Hákon IV Noregskonungur mun hafa gefiđ honum. Hákon gaf líka Friđriki II keisara björn. Heinrekur III tjóđrađi björninn í Tower of London og á tyllidögum fékk björninn ađ synda í Thamesá og veiđa sér fisk. Henrý var mikill dýravinur og átti líka fíl.
Oftast hefur nú hvítabjörninn ferđast sem feldur frekar en á fćti. En ef menn hafa veriđ ađ sigla međ fullvaxta dýr í grindum (búrum), hefur međferđin á ţeim vćntanlega veriđ í stíl viđ ţann níđingshátt sem menn sýna enn bjarndýrum víđa um heim. Húnarnir hafa líklegast veriđ međfćrilegri.
Flokkur: Menning og listir | Breytt 5.4.2009 kl. 10:07 | Facebook
Bćkur
Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafrćđi
FORNLEIFUR -
Ţrćlasalar í Norđurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri fćrsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveđskapur -
: Flóttamađurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmćlum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyđingar á Grćnlandi
Fyrri fćrsla og tenging viđ grein eftir mig á dönsku um gyđinga á Grćnlandi -
Flogiđ hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri fćrsla
Líkţráir Íslendingar -
: Lesiđ hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri fćrsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri fćrsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forđum
Fćrsla um óeirđir og lćti í ćsku minni -
Fyrri fćrsla
Ţegar Gúttó varđ samkunduhús gyđinga -
Fyrri fćrsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Fćrsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferđir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblađsins 28.águst 1999. -
Fyrri fćrsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri fćrsla
Pabbi Ţórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um ţjóđarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríđsglćpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyđinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á ađ hafa veriđ potturinn og pannan viđ björgun gyđinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerđ grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfrćđingar hafa gleymt ađ rannsaka. Hlutverk Duckwitz verđur nú ađ endurskođa. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifađ töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er međhöfundur ađ einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jřdiske flygtningeskćbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um međferđ danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu fćrslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síđan í síđustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niđurstađan: KiSS or Bćjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verđur í Fćreyjum nćstu dagana
- Sjúklega svćsinn gyđingahatari er vinsćll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svćsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráđur eins og lús á feldi
- Utanríkisráđherra eyđir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óbođlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 86
- Frá upphafi: 1352301
Annađ
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 56
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri fćrslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Ţakkir fyrir fróđlega og bráđskemmtilega fćrslu!
Auđvitađ eigum viđ ađ koma upp skiptiprógrammi á hvítabjörnum og gíröffum. Tengsl utanríkisráđherra viđ Afríkusambandiđ kćmu ţar ađ góđum notum og ţannig mćti leysa hvítabjarnavána í eitt skipti fyrir öll. Ţađ hlýtur ađ vera tignarleg sjón ađ sjá gíraffahjarđirnar líđa yfir Melrakkasléttu í leit ađ trjám og á eftir ţeim hersingu frá Umhverfisstofu í leit ađ viđbragđsáćtlun vegna ţeirra.
Brotiđ af Íslandskortinu er skemmtilegt, bćđi vegna skjaldarmerkjanna og dýranna, sem inn á Ísland eru dregin. Ekki ađeins hefur kortagerđarmađurinn áttađ sig á ţví ađ hvítabirnir gerđu sig hér heimkomna, heldur einnig fundiđ skýringuna á ţví hve hvítir hrafnar eru sjaldgćfir. Ţađ er auđvitađ vegna ţess ađ ţeir eiga heimkynni á Íslandi!
Andrés Magnússon, 17.6.2008 kl. 23:52
Sćll Andrés, Gíraffainnflutningur á Melrakkasléttu gćti riđiđ ţjóđarbúinu ađ fullu. Gíraffar eru kvefsćkin dýr og fá gjarna 2 metra hálsbólgu. Lyfjakostnađur, lćknakostnađur - nei viđ ćttum ađ geta fengiđ nokkra dropa af olíu fyrir hvítabirni á fćti.
Carta marina et Descriptio septemtrionalium terrarum ac mirabilium rerum in eis contentarum, diligentissime elaborata Annon Domini 1539 Veneciis liberalitate Reverendissimi Domini Ieronimi Quirini sem Ólafur Magnússon Uppsalabiskup lét gera er frábćrt kort, sem mađur getur skođa og dáđst ađ tímum saman http://bell.lib.umn.edu/map/OLAUS/TOUR/indext.html
Hvítabirnir sjást einnig á Íslandskorti Abrahams Orteliusar frá 1587. Á ţessu eintaki, eru ţeir ţví miđur málađir međ brúnum lit en Langanesiđ er grćnt. Ţađ eru engir gíraffar á ţví korti.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 18.6.2008 kl. 09:00
Engar úrtölur Vilhjálmur góđur. Ţetta er afbragđshugmynd međ gíraffana. Hefur ţá ekki einmitt alltaf vantađ í landslagiđ á Sléttunni ţegar betur er ađ gáđ? Ćtli ţeir vćru ţar ekki barasta ef Ortelíus hefđi nennt ađ teikna ţá? Novator myndi ábyggilega láta Umhverfis(slysa)stofnun hafa aur fyrir galdralćkni frá Kongó til ađ sćra úr ţeim hálsbólguna fyrst hann ţurfti ekki ađ punga út međ pillur í Hraunsbirnu og „den danske medicinmand“ varđ ađ fara bangsalaus heim. Svo er náttúrlega hćgt ađ fá hérna ţessa fínu ullartrefla eins og ţú mannst ábyggilega eftir. Ţeir ţóttu góđir í Sovétinu og seldust ţangađ grimmt međ síldinni. En ólukkans kapítalisminn hremmdi Rússana sem eru orđnir „modebevidste“ og vilja ekki sjá sauđarliti lengur. Svo ţú sérđ ađ ţessir löngu hálsar gćtu orđiđ geysilega atvinnuskapandi.
Brúnu „hvítabirnirnir“. Eru ţađ ekki skógarbirnir? Eđa ţá ryđgađir hvítabirnir?
Pax. K.S.
Kristján Sveinsson (IP-tala skráđ) 18.6.2008 kl. 11:54
"Gustuk", gustukarverk.
Er ţađ ekki Guđsverk? Miskunnarverk?
Miskunn ađ drepa Ţórarinn Eldjárn?
Er ekki allt í lagi Vilhjálmur?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.6.2008 kl. 13:04
Heimir, ég bý ekki í Reykjavík nćsta áriđ, svo Ţórarinn getur veriđ alveg rólegur. Stórar styrkveitingar deyfa grimma listamenn. Ţađ á ađ tína í menn hundrađkalla, ţá yrkja ţeir best. Blús, ţú skilur?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 18.6.2008 kl. 13:52
Ekki eru ţessi orđ ţér til sóma Vilhjálmur Örn.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.6.2008 kl. 15:39
Ég er heldur ekki borgarlistamađur. Ég hélt bara ađ Tóti gćti lifađ af án styrkja.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 18.6.2008 kl. 17:14
Anna Karlsdóttir, 18.6.2008 kl. 18:09
Friđur sé međ ţér Kristján, ég held ađ brúnir hvítabirnir séu hvítabirnir sem eru ţungt haldnir af tríkínum, innanormum sem nú hafa fundist í fyrri ísbirninum.
Ég man ekki eftir treflunum til USSR, en gaffalbitunum, sem voru horfnir ţegar dósirnar voru opnađar var stórkostuleg uppfinning. Hugsađur ţér Múrmansk, 1971, tólgarkerti og vodka á borđum, revolutionary dinner party í ađsigi, dósin hefur veriđ hituđ í brúnkolaeldavélinni og svo vúptí, engin íslensk síld. Ţađ er ekki nema von ađ Glasnostiđ hafi veriđ óumflýjanlegt.
Eitt sinn las ég í endurminningum dansks diplómata (ţú veist hvađa), ađ hann hafđi talađ viđ kollega sinn sem hann hitti í Svíţjóđ. Sá sagđi ađ Rússar keyptu allt sem ţeir gćtu af Íslendingum, og ađ Bandaríkjamenn hefđu ákveđiđ ađ gera ţađ sama til ađ minnka áhrif Rússa á Íslandi. Er nema von ađ forseti vor segi ađ Ísland gegni hlutverki á međal ţjóđanna.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 18.6.2008 kl. 21:06
Gamli minn.
Ég man eftir gaffalbitunum. Ţeir voru svo djöfullegir ađ meira ađ segja soltnir Rússar gátu ekki svćtl ţeim í sig. Já, og svo hurfu ţeir stundum hreinlega eins og ţú lýsir og ekki var annađ í dósunum en daunillt gas. Gamall kunningi (nokkru eldri en viđ) vann viđ framleiđslu á ófögnuđinum í skúr hérna í Súđarvoginum á ţeim árunum. Og hugkvćmdist einhverntímann ađ éta nokkra bita ţví hann hafđi gleymt nestinu sínu. Var međ steinsmugu svo dögum skipti. Já, hlutverk vort međal ţjóđanna, ekki verđur á ţađ logiđ.
Verslunarstefnan var ábyggilega eins og vinur okkar diplómatinn lýsti. Nema Rússarnir keyptu af ţví ađ ţeir urđu en Kanar af ţví ađ ţeir vildu. Sovétbransinn var ábyggilega ađ mörgu leyti hagstćđur fyrir Íslendinga, einkanlega olíukaupin á sinni tíđ. Framleiđsluvaran sem frá ţeim kom hingađ (bílar og svoleiđis) var ţó yfirleitt dćmalaust skran.
Volgo–Balt skipaskurđurinn hafđi talsverđ áhrif á Sovét-Íslands viđskipti sýnist mér. Kíkjum á ţađ viđ tćkifćri.
Njótum stundarinnar.
Kristján Sveinsson (IP-tala skráđ) 19.6.2008 kl. 10:00
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.