Leita í fréttum mbl.is

Ríkislygavarpið

 

Í fréttum var þetta helst

Í fréttum var þetta helst: "Ísraelsmenn gerðu sér árás á land þeirra að átyllu til að hefja stríð"

 

Fréttamenn RÚV eru annað hvort afar illa gefnir eða erindrekar öfgahópa á Íslandi, svo sem Hamas og Hizbollah, nema hvortveggja sé og ég hallast nú mest að því síðasta.

RÚV lýsir þessu yfir í dag:

"Hezbollah skæruliðasamtökin í Líbanon ætla að sleppa tveimur ísraelskum hermönnum í fangaskiptum við Ísrael. Hermönnunum var rænt 2006 og Ísraelar notuðu það sem átyllu til þess að hefja stríð gegn Líbanon sem stóð í mánuð. Samkomulag um fangaskiptin sem verða í næstu viku, hefur náðst í samningaviðræðum í Þýskalandi. Ekki er vitað hvort hermennirnir séu lífs eða liðnir en vitað er þeir særðust alvarlega þegar þeim var rænt."

Þegar RÚVverjar hefja sögufalsanir tæpum tveimur árum eftir að atburðurinn sem þeir falsa átti sér stað, sýnir hvað auðvelt er að heilaþvo fólk.

Hizbollah réðst á tvo brynvarða vagna Ísraelshers innan landamæra Ísraels, drap þrjá hermenn, særði þrjá og tók tvo gísla, Ehud Goldwasser og Eldad Regev. Hizballah hóf stríðið.

Villimönnunum sem réðust inn í Ísrael var veitt eftirför, sem ekki tókst betur en svo að skriðdreki, sem veitti Hizbollah hryðjuverkamönnunum eftirför, var sprengdur og fjórir hermenn um borð voru drepnir.  Hermaður, sem reyndi að bjarga félögum sínum í skriðdrekanum, var einnig drepinn af Hizbollah.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem RÚV hallar á Ísrael í fréttaflutningi og stundar fréttafalsanir, enda vita menn hvers konar lið baulandi framsóknarmanna og vælandi vinstrimanna hefur safnast saman á fréttastofu ríkisbáknsins í gegnum árin, með örfáum undantekningum þó. 

Á fréttastofu RÚV er það alltaf Ísrael sem er skúrkurinn. Það er víst óumflýjanleg staðreynd. Því það má endalaust ráðast á Ísraelsríki án þess að kalla það stríð, en ef Ísraelsríki svarar er það næstum því heimsstyrjöld samkvæmt sérfræðingum lygavarpsins í Efstaleiti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

Gömul saga og ný.  Mér skilst reyndar að einn sem var amk að "þýða" fréttir á RUV hljóðvarpi hafi viðurkennt að hafa "breytt" fréttum þannig að þær líti verr út fyrir Ísrael en ella. Veit ekki til að hann hafi fengið svo mikið sem "skammastu þín".

..."enda vita menn hvers konar lið baulandi framsóknarmanna og vælandi vinstrimanna hefur safnast saman á fréttastofu ríkisbáknsins í gegnum árin...". Ein besta lýsing sem ég hef séð lengi á fréttastofu Útvarpsins amk.

Snorri Bergz, 16.6.2008 kl. 15:52

2 identicon

Allt satt og rétt hjá þér.

Bæði ísrael og palestína eru full af vangefnu fólki sem er tilbúið að deyja fyrir trú. En þótt rúv halli alltaf á ísraela, sem er augljóst þá eru þeir samt sömu skíthælarnir og arabarnir.

Ekki gleyma því.

Örn Johnson ´67 (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 17:21

3 Smámynd: Rauða Ljónið

 

     Sæll. Vilhjálmur.

· ,, Fréttamenn RÚV eru annað hvort afar illa gefnir eða erindrekar öfgahópa á Íslandi, svo sem Hamas og Hizbollah, nema hvortveggja sé og ég hallast nú mest að því síðasta”.

·         Ég ætla ekki að dæmu um það hvaða öfgahópa fréttamenn RÚV styðja.

·         En eins og dæmin sönnuðu og sanna af frétta flutningi RÚV af stóriðju og þegar rangt var og er farið með og leiðréttingar beði var og er því aldrei sinnt og sama fréttin flutt aftur og aftur þó röng sé við sem þekkum til fréttastofu RÚV og höfum lært af reynslunni og tökum hana ekki trúanlega.     

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 16.6.2008 kl. 18:29

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hæl Örn

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 16.6.2008 kl. 18:40

5 identicon

Gott kvöld strákar mínir,

Þið verðið nú að hafa smá samúð með Rúv.  Þegar öllu er á botninn hvolft þá hafa þeir þjáðst af illkynjaðri tilvistarkreppu allt frá því að Sovíettið féll.

Þeir eru bara að reyna að rétta smávegis úr andlitinu með því að ljúga öllu mögulegu upp á Ísrael. Það er svo vinsælt nú til dags og helst að hafa Bush í meðlæti.

Skúli Skúlason 

Sk. Sk. (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband