31.5.2008 | 14:14
Á tímum hinna löngu kuta
Hér fyrir nokkrum kvöldum voru tveir Íslendingar á ferð í Kaupmannahöfn. Þessir kappar komu sér ískyggilega í vandræði, því erindi sem þeir áttu í sjoppu, Bobbys Kiosk nærri Istedgade, endaði með því að annar þeirra kom út úr sjoppunni án kóks og prins pólós, en með sjö djúp svöðusár.
Nú telst málið hins vegar "upplýst": Íslendingurinn mun, samkvæmt vitnum, hafa verið uppivöðslusamur í sjoppunni og kallað þá sem þar voru inni öllu illum nöfnum og var það túlkað sem kynþáttafordómar af vitnunum. Þetta mun hafa orðið til þess að 17 ára piltur sem var gestur í versluninni stakk Íslendinginn 7 sinnum með löngum, ólöglegum hníf. Københavns Politi krafðist framlengingar gæsluvarðhalds yfir hnífstungumanninum, en nú greina fjölmiðlar frá því að dómari hafi leyst hnífstungumanninn úr haldi, þar sem henni þótti sýnt að ástæðan fyrir árásinni með hnífinum væri undangenginn kynþáttahatur Íslendingsins. Greinilegt er að dómaranum hefur þótt "kynþáttafordómaákvæði" danskra hegningarlaga vega þyngra en ítrekuð hnífstunga sem gefin er í kjölfar reiði vegna þess að heiðurs 17 ára manns var misboðið vegna láta og fordóma Íslendingsins. Það er skrítinn dómur að mínu mati og einkennilegt réttarsköp!
Nú hefur það einnig komið í ljós í íslenskum fjölmiðlum, að Íslendingurinn getur trútt um talað, enda hefur hann sjálfur hlotið dóm fyrir hrottalegar líkamsárásir á Íslandi.
Óli Tynes blaðamaður kynnti sér málið og hafði meira að segja samband við góðkunningjakonu sína sem hefur selt pulsur þarna í Istedgade um langan aldur. Hún bar eiganda sjoppunnar vel söguna. Sjá hér og undraðist að svona hlutir gætu átt sér stað hjá Bobby. Óli Tynes virðist vera betur kunnugur þarna bak við járnbrautastöðina i Kaupmannahöfn en ég.
Nú gengur laus 17 ára maður sem hefndi sín á ofurölvi Íslendingi sem var með rasisma á almannafæri. Stungumaðurinn er frjáls maður þótt hann hafi reynt að myrða mann með því að stinga hann 7 sinnum. Árásarmaðurinn hljóp reyndar brott af vettvangi en var gómaður af lögreglu. Nú situr hann við kjötkatla mömmu sinnar, en hans bíður væntanlega dómur. Annað væri út í hött.
Mér lék forvitni að grafa aðeins í málið, þar sem ég á svo góðan farsíma og smá tíma aflögu. Ég hringdi í Anders Dorph, sem er lögreglusaksóknari hjá Lögreglu Kaupmannahafnar, og spurði hann nokkurra spurninga. Hann treysti sér aðeins að svara einni spurningu en lét mér hins vegar aðrar upplýsingar í té. Hann vísaði svo restinni til þeirrar deildar lögreglunnar sem hefur með rannsókn málsins að gera.
Spurningin sem ég fékk svar við hjá Anders Dorph var: 17 ára piltur stakk viðskiptavin í sjoppu 7 sinnum eftir að honum þótti hann verða fyrir aðkasti kynsþáttafordóma viðskiptavinarins. Er hægt að segja að grein hegningarlaganna um kynþáttafordóma vegi þyngra á vogaskálum réttvísinnar en brot á ákvæðum um ólöglega eign og meðferð vopna, eða alvarlegar líkamsmeiðingar og limlestingar?
Þessu svaraði lögregluassessorinn, að embætti hans hafi farið fram á framlengingu á gæsluvarðhald hnífstungumannsins, en að dómarinn í málinu, sem hann talaði um sem konu, hefði metið málsatvik þannig að leysa bæri árásamanninn þegar úr haldi, þar sem vitni sögðu Íslendinginn hafa verið með kynþáttafordóma. Dorph vildi ekki koma inn á persónulegt álit sitt á þeim dómi, og undirstrikaði að embætti hans hefði farið fram á fangelsun. Hann gat ekki gefið mér dæmi um rasisma Íslendingsins. Dorph gat heldur ekki svarað öðru spurningum mínum. Hann benti mér að tala við Henrik Andersen hjá Kaupmannalögreglunni. Meira um það síðar.
Uppi stendur, að dómari hefur ákveðið, að maður sem veitir 7 svöðusár vegna þess að hann ærðist út í fullan "öfgamann" frá Íslandi, megi ganga laus, þó svo að hann hafi brotið allmörg ákvæði hegningarlaga í tengslum við að hann réðst á Íslendinginn í Istedgade með hnífi.
Vægast sagt þykir mér þetta undarlegur dómur og ekki tel ég að öll kurl séu komin til grafar í málinu. Nokkrar spurningar mínar til Anders Dorph, sem hann gat ekki svarað, setti hann hljóðan í smá stund. En hann gat ekki deilt við dómarann, þó að hanni sæi helst árásarmanninn bak við lás og slá þar til dómur hefur fallið í máli hans.
Mér þykir líklegt að málalyktir verði að hinn 17 ára árásarmaður "sleppi billega", og að "tekið verði tillit" til rasisma Íslendingsins, sem ef til vill verður ekki dæmdur fyrir rasisma, þar sem hann "særðist" sjö stungusárum vegna reiði unglings. Rökrétt, ekki satt?
Hvað gerðist ef ráðist yrði með hnífi á ferðamann frá múslímalandi í Kaupmannahöfn? Hingað til hefur það ekki gerst, og nú orðið eru árásir danskra múslíma á ekki-múslíma algengari. Leyfi ég mér að minna á morðið á Antonio Curra, ungum Ítala sem myrtur var á fjölförnu götuhorni í Kaupmannahöfn árið 2003. Mestu mótmælin í sambandi við það mál komu að mínu mati er ódæðismennirnir hlutu útvísunardóma i framhaldi af fangelsisvist.
Lögreglan fann t.d. aldrei arabana sem fyrir nokkrum árum lögðu til bandarísk gyðings með hnífi, og sprettu upp nös hans. Bandaríkjamaðurinn var túristi í hópi sem nýkominn var út úr kosher-café sem er að finna í kjallara safnaðarheimilis gyðinga í miðri Kaupmannahöfn.
Ég heft oft í lestum Kaupmannahafnar og almannafæri séð unga innflytjendur (nýbúa) sveifla vopnum sínum og ganga ögrandi um með bardagahunda sína. Ástandið er ekki gott.
Vandamálið er ekki nýtt af nálinni. Lesið þetta eða þetta . 12 ára hnífstingur á bókasafni. Á þetta eftir að verða verra?
Hnífavandamálið í Danmörku er stórt og hefur dómsmálaráðherra landsins og sumir flokkar i Folketinget verið mjög harðorðir. Dómarinn í borgarrétti Kaupmannahafnar virðist hins vegar ekki hafa heyrt þau aðvörunarorð stjórnmálamannanna og telur að viðeigandi sé að sleppa manni úr haldi sem stungið hefur annan mann sjö sinnum með ólöglegu vopni.
Danska lögreglan er líka sek um áhugaleysi á þeim vandræðum sem hnífaeign unglinga veldur. Sjá hér og blandar saman orsakagreiningu og ósk um fyrirbyggjandi aðgerðir við atburði líðandi stundar, sem ekki eru leystir. Hún telur ekki að bann við hnífum sé nein lausn. Kannski hefur hnífstungumaðurinn heyrt það og misskilið. Hnífur hans var nefnilega ólöglegur. Samt gengur hann laus vegna þess að dómari í Kaupmannahöfn telur að hann hafi stungið sjö sinnum vegna þess að hann særðist af orðum ölvaðs Íslendings.
Til upplýsingar, get ég greint þeim bloggvinum mínum sem sýnt hafa þessu leiðinlega máli þjóðfræðilegan áhuga og sérstaklega þeim sem íhugað hafa uppruna þess sem á sjoppuna Bobbys kiosk. Hann er upphaflega frá Pakistan og sonur eigandans, mun hafa verið í versluninni þegar hnífstungurnar áttu sér stað, og var hinn 17 ára hnífstungumaður vinur sonar eigandans.
Lok allt annað, sem reyndar kemur umræddu máli ekki við. Áhugi minn á málinu jókst til muna, þegar ég heyrði að kona hefði kveðið upp dóminn sem leysti stungumanninn úr haldi. Kona nokkur var á tíma dómari í borgarréttti Kaupmannahafnar. Ég veit reyndar ekki hvort hún vinnur þar enn eða hvort hún er sama konan sem ákvað að 7 stungur séu nein ástæða til frelsisskerðingar. Hún er dóttir dansks embættismanns, sem á stríðsárunum sendi saklausa gyðinga í dauðann í Þýskalandi, m.a. mann, Fritz Schlesinger, sem átti son með íslenskri konu. Enginn hrópaði "rasismi" þá og gyðingar stungu ekki það sem níddust á þeim með hnífum. Rasismi er lítið orð sem gyðingarnir gátu því miður ekki veifað með, eins og ungir innflytjendur gera í dag.
Í dag er ekki einu sinni hægt að biðja innflytjendaungling um að standa ekki á miðjum hjólastígum og hindra umferðina. Þá er hrópað "Racist" á eftir manni. Það er best að segja ekki neitt á móti, ef þeir eru með hníf, því lögreglunni þykir það greinilega enn allt í lagi. Þeir eru of uppteknir í að úthugsa fyrirbyggjandi aðgerðir hjá komandi kynslóðum hnífanotenda til þess að stoppa vandann.
Stundum spyr ég sjálfan mig, hvort menn séu hræddir við að taka á hlutunum í Danmörku?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.6.2008 kl. 04:53 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Trumpur Eyjajarl
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 7
- Sl. sólarhring: 24
- Sl. viku: 222
- Frá upphafi: 1353022
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 173
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Þetta er þörf umræða Vilhjálmur, og ég hvet þig til að kafa dýpra, og láta okkur vita hvers þú verður vísari.
Kveðja
Benedikt Sigurðsson (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 16:33
Ég kafa eins djúpt og ég kemst, Benedikt.
Hér fékk ég áðan athugasemd frá góðum manni, en fyrir slysni varð mér á að eyða henni. Honum þótti óviðeigandi að ég birti myndir af dreng við trúarathöfn í Íran. Mér finnst það ekki óviðeigandi. Íslam elur hjá því hjá börnum sem fullvaxta fólki að berjast beri gegn óvinum trúarinnar, vantrúuðum og heiðingjum með öllum ráðum og þeir eru tilbúnir að beita hnífum og særast í þeirri baráttu.
Gott þið hafið þjóðkirkjuna á Íslandi, ég segi bara ekki annað.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 31.5.2008 kl. 19:39
Heill og sæll.
Égg held að þú ættir frekar að koma úr kafinu. Íslenskur fyllidólgur lendir í slag og er slægður í Istedgade. Það er nú varla fréttnæmt og óþarfi að bregða brandi þess vegna. Hann hefur bara verið sauðdrukkinn og mannýgur eins og hrútur á fengitíma og sjoppustrákurinn séð hvað hann var kindarlegur þessi og ætlað að nota á hann aðferðina við páskalambið.
Eru menn ekki yfirleitt látnir lausir úr haldi þegar málavextir liggja fyrir og ekki talin hætta á að þeir spilli sakargögnum? Er þetta ekki bara það? Venjulegur réttargangur í Evrópuríki. Dómarinn taldi sjoppustrákinn hafa verið í nauðvörn gagnvart hinum og rasíski fyllidelinn fór gangandi af vettvangi. Laskaðri var hann þó ekki þrátt fyrir sárin sjö. Svo geta þeir Istedgötumenn notað „de lyse nætters tid“ til að kæra hvorn annan fyrir hnífsstungur og rasisma. Og löggan getur kært sjoppustrák fyrir ólöglegan vopnaburð og allir verða ánægðir. Eða hvað?
Kveðja góð.
K.S.
Kristján Sveinsson (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 23:04
Heill þér Kristján,
þú hlýtur að vita meira um þetta mál en ég. Rétt er það, heill gekk fyllidólgurinn út úr sjoppunni, því hann var stunginn utan sjoppunnar samkvæmt þeim upplýsingum, sem ég fékk hjá Henrik Andersen hjá Lögreglunni í Kaupmannahöfn. Á myndböndum úr sjoppunni kemur ekkert fram sem sýnir stungur hins 17 ára árásarmanns. Blóðtap var verulegt og varð það íslensku byttunni líklega til happs og ef til vill til lífs, að löggan var i nánasta nágrenni að leita að eiturmorðingjum. Sumir blaðamenn sem ég hef talað við halda því fram að vitnin í málinu séu einmitt slíkir einstaklingar og að "Bobby" þurfi að borga þeim til að halda kjafti.
Það er heldur ekki nein venja að menn séu sendir heim úr fangelsi þegar málið telst uppvíst. Lögreglan krafðist fangelsunar fyrir morðtilraun í þessu máli. Það gefur venjulega 3ja vikna varðhald til að byrja með, sem er framlengt. Þar fyrir utan var árásarmaðurinn með ólöglegt vopn, hljóp af vettvangi og reyndi að koma vopninu fyrir kattarnef, allt atriði sem venjulega gera að varðhaldi er krafist.
Dómarinn gleymdi líka að athuga hvort pilturinn stunguglaði hefði áður hlotið dóma eða verið aðili í lögreglurannsókn.
Málið endar ekki fyrr en það hefur verið rannsakað að fullu. Lögreglan í Kaupmannahöfn er nú því miður ekki þekkt fyrir að vera sú klárasta í heiminum og nú í vikunni kom í ljós að háttsettur maður þar er einn af þeim níðingum sem löggan og þjóðfélagið sækist mest eftir þessa dagana. Hann var að reyna við stúlkubarn á 13. ári á veraldarvefnum, sem reyndist vera blaðamaður á Ekstra Bladet sem var vel komin yfir fermingu. Löggan sat lengur í varðhaldi en hnífsstungumaðurinn sem særði íslensku fyllibyttuna.
Það er margur misjafn maðurinn í nágrenni Istedgade.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 1.6.2008 kl. 04:40
Sæll enn og aftur.
Nei, ég veit ekkert um þetta, annað en það litla sem hefur komið í blöðum hér. Svona mál eru það algeng að þau vekja ekki lengur eftirtekt. Þó er enn fremur sjaldgæft hér á Íslandi að vopnum sé beitt í götuslagsmálum en stundum í ránum á verslunum og sjoppum. Rasismi og útlendingahatur koma hinsvegar alloft við sögu í átökum „on the waterfront“ í Reykjavík skilst mér af frásögnum. En hefur ekki borið á góma fyrir dómstólum svo ég viti til.
Manni þykir vissulega alltaf umhugsunarefni þegar ofbeldismönnum er sleppt eftir yfirheyrslur, en það gerist alloft. A.m.k. hér á landi. Og fyrir því eru ákveðnar réttarfarslegar forsendur sem maður getur svo verið sammála eða ósammála. Ég veit að í danska réttarkerfinu hefur tíðkast að beita langri gæsluvarðhaldsvist og langri einangrunarvist þegar sakamál eru til rannsóknar. Stundum hefur gagnrýni mannréttindasamtaka beinst að þessu og dæmið um „byttuna á Bobby's kiosk“ er sannarlega ekki þess eðlis.
Ef dómarinn hefur tekið vafasaman vitnisburð gildan er það auðvitað athugunarefni. Og gæti orðið tilefni til málssóknar, býst maður við. Eins er ef mútugreiðslur koma við þessa sögu. En það sem mér finnst sérkennilegast við þetta er það að dómarinn skyldi hafna kröfu lögreglu um gæsluvarðhaldsvist vegna morðtilraunar. Dómarinn ákvað sem sagt þar og þá að atvikið væri ekki morðtilraun heldur nauðvörn. Ef allt er með felldu ætti svoleiðis niðurstaða að byggjast á traustum og ótvíræðum vitnisburði. En svo geta svona mál líka klúðrast vegna mistaka hjá lögreglu og ákæruvaldi. Ekki veit ég hvort það hefur gerst þarna.
En það skiptir alltaf máli hver réðst á hvern. Ef rasistadólgurinn átti upptökin að átökunum veikir það stöðu hans verulega og er væntanlega meginforsenda þess að um nauðvörn hafi verið að ræða hjá hinum. Svo hlýtur aldur hnífamannsins að hafa áhrif þarna. 17 ára maður telst barn að lögum er ekki svo? Málsmeðferðin hefði því alltaf orðið önnur en ef um fullorðinn einstakling hefði verið að ræða.
Og ég tek undir það með „góðum manni“ að myndbirtingin af blóðuga piltinum með sveðjuna er út í hött með umfjöllun um svona mál.
Lifðu heill og gakktu á góðum vegum en ekki Istedgade.
K.S.
Kristján Sveinsson (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 10:08
Sæll Vilhjálmur
Alltaf gaman að lesa pistlana þína! Þetta er sérkennilegt mál.
Anna Karlsdóttir, 1.6.2008 kl. 13:26
athyglisvert mál. þó finnst mér ekki rétt að tengja konuna (dómarann) við afglöp föður hennar. hún getur með engu móti borið ábyrgð á því sem hann gerði.
Brjánn Guðjónsson, 1.6.2008 kl. 14:07
Ég hef fjallað um þessa morðtilraun á bloggsíðu minni. Líklega varð umfjöllunin til þess, að Mogginn lokaði á tengingu mína við fréttir blaðsins. Að sögn lævirkjans í Hádegismóa, urðu einhverjir ótilgreindir lesendur til að mótmæla skrifum mínum og Mbl. lætur ekki spyrjast að eitthvað sé birt á þess vegum sem gæti skaðað hagsmuni nýrra eigenda blaðsins.
Að mínu mati, er eðli málsins eftirfarandi:
Ég bendi á það sem einhver nefndi einnig, að tilræðismennirnir lögðu á flótta og fóru huldu höfði. Ekki bendir slík hegðun til sjálfsvarnar, enda tel ég slík rök fáránleg.
Vilhjálmur nefnir nýlegt morð á pilti í Kaupmannahöfn og var sá stunginn sjö stungum. Nú vill svo til að heiðingjum og múslimum er talan sjö heilög, en á mjög ólíkan hátt. Með heið-ingjum (heiðurs-mönnum) tengist talan sjö kærleika, enda nafn tölunnar hið sama og nafn ástargyðjunnar Sjafnar (Sjöfn = seven = sieben). Með múslimum tengist talan Satan og gera þeir sér leik að því að kasta grjóti í táknmyndir Satans og skal kastað sjö sinnum.
Ég tel líklegt að stungurnar sjö séu táknrænar fyrir baráttu stungumannsins/mannanna gegn Satan sem hann/þeir sjá í öllum öðrum en Mújahidum í þjónustu Allah. Ef tilgáta mín er rétt, mun ekki verða lát í bráð á sjö-stungu-árásum í Danmörku.
Kristján hefur uppi skammarlegan málflutning, sem byggist einkum á að hallmæla Íslendska piltinum sem fyrir morð-árásinni varð. Tína má til nokkur miður smekkleg ummæli Kristjáns:
Ekki þarf að fara orðum um, hvar þessi Kristján Abdullah skipar sér í sveit.
Loftur Altice Þorsteinsson, 2.6.2008 kl. 20:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.