25.5.2008 | 09:18
Ljóshærða hommaveislan í Belgrad
Ég tek það bara strax fram, að ég hef ekkert á móti hommum eða ljóshærðu fólki, en ég hata Melódígrandprixið. Þar sem aðeins eitt sjónvarpstæki er á mínu heimili, var ég neyddur til að hlusta á ófögnuðinn með öðru eyranu. Ég settist auðvitað fyrir framan altarið þegar leyst var um "Lífstykkið" frá Íslandi, og svo hertók ég sófann í allri lengd minni og horfði á restina með fjölskyldunni með einu auga.
Atkvæðagreiðsla söngvakeppninnar hefur mér hins vegar um árabil þótt hin besta skemmtun. T.d. að sjá hvernig hægt er að strika línu gegnum Evrópu hvað varðar tónlistasmekk, sem t.d. sameinar forna fjendur, sem gefa hver öðrum 12. stig.
Annað, sem greinilega sameinaði fólk í ár, að minnsta kosti þá sem kynntu niðurstöður var að "Blondes have more fun". Úr þeim stóra hópi kynna, sem sýndi perlutennur og lélega tungumálakunnáttu, voru aðeins örfáar brúnkur. Allir hinir voru blond, nema ein keltnesk rauðka frá Írlandi. Flestir þeirra ljósærðu voru auðvitað ekki "natural blonde" og einhverjir afkomendur Júrís og Svetlönu, sem lengi stýrðu atkvæðagreiðslunni í ráðsstjórnartíðinni, voru greinilega búnir að komast í klórínfötur mæðra sinna.
"Hommaveisluna" verð ég auðvitað að skýra, svo ég fái ekki heimsókn af fullt af reiðum drengjum í leðurfötum (ég er bara að grínast). Einhvers staðar hef ég lesið að þessi mikla hátíð heilli mjög samkynhneigða menn. Það er glamúr á fullu. Þegar maður sér close up á milli laga af þeim karlmönnum sem standa og flagga á fremsta bekk, um leið og þeir benda á strákinn við hliðina á sér, má lesa þetta á varir þeirra: "Hæ mamma, þetta er kærastan mín!". Meðal listamannanna flögraði maður frá fjarlægu landi, sem ég vissi varla að væri til. Hann bar vængi búna til úr reittum hænsnafjöðrum. Ljóshærður kynnir niðurstöðva í Þýskalandi var líka búinn að fá sér slíkt flugfiður. Fiðraðir menn eru fallnir englar.
Mikið er spekúlerað á netinu um kynhneigð sigurvegarans Dima Bilan (sem upphaflega hét Viktor Belan). Hann ólst í Tatarstan, þar sem margir Tatarar búa. Ekki mun Bilan þó vera Tatari. Bilan er heldur ekki ljóshærður, en bætti það upp með því að láta ljóshærða skautadrottningu sveima kringum sig á sviðinu í gær. Það sýnir kannski ekki neitt, nema ef til vill lélegan smekk. En aumingja Bilan er fyrir utan að syngja fyrir Rússland og vera grunaður um að vera gay, gyðingur og stuðningsmaður Ísraels. Getur það orðið verra?
Ég læt því flakka mynd af Bilan með konu upp á vangann og hálsmen sem gefur trúhneigð hans til kynna. Hér fyrir neðan er kvikmynd frá heimsókn Bilans í Ísrael árið 2006, þar sem hann talar við rabbína og dáta og fitlar aðeins við Grátmúrinn. Og þessi mynd, sem móðir Bilans hefur sett á YouTube, sýnir að Bilan á vissulega líka margar vinkonur - enda er hann sætur! Þið verðið að viðurkenna það, þótt hann sé ekki ljóshærður.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkur: Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 17:22 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Viðreisnarklappstýran
- Tapað-fundið á DV
- Ekki fleiri sokka frá Íslandi, TAKK.
- Trumpur Eyjajarl
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 224
- Frá upphafi: 1354501
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 189
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Janúar 2025
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Nú er Bílan þá ekki Aríi?
Aðalbjörn Leifsson, 25.5.2008 kl. 19:16
Hann getur sungið aríur, enda með klassíska menntun.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 25.5.2008 kl. 19:47
Snilldar pisstill hjá þér Vilhjálmur...skil ekki þessa ofdýrkun á ljósu hári...ég er sannfærð um að það er meira stuð hjá keltnesku rauðkum eins og mér en túbulituðum blondínum sem eiga lögheimili i ljósabekk...
Arafat í sparifötunum, 25.5.2008 kl. 22:35
þú hefur væntanlega haldið með Ísrael?
halkatla, 26.5.2008 kl. 21:00
Nei, nei Anna Karen, ég hélt ekki með neinum. Ég trúi að lýðræðislegar kosningar meirihlutans. T.d. veit ég að Tyrkir fá alltaf mörg atkvæði í Þýskalandi, vegna þess að Tyrkir þar í landi eru öflugi áhorfendur Júrúvisjónsins. Mér þótt breska lagið þægilegt að hlusta á í bílnum og og norska lagið hefði ég kosið ef ég kynni að SMSa.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 27.5.2008 kl. 05:04
mér fannst Israel þriðja besta lagið, það voru bara 3 góð. Þú hefðir sko ekki þurft að skammast þín neitt fyrir það
halkatla, 27.5.2008 kl. 12:26
Skemtileg færsla.
Sigurbjörg Sigurðardóttir, 27.5.2008 kl. 14:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.