Leita í fréttum mbl.is

Ljóshærða hommaveislan í Belgrad

  Bilan Jewish

Ég tek það bara strax fram, að ég hef ekkert á móti hommum eða ljóshærðu fólki, en ég hata Melódígrandprixið. Þar sem aðeins eitt sjónvarpstæki er á mínu heimili, var ég neyddur til að hlusta á ófögnuðinn með öðru eyranu. Ég settist auðvitað fyrir framan altarið þegar leyst var um "Lífstykkið" frá Íslandi, og svo hertók ég sófann í allri lengd minni og horfði á restina með fjölskyldunni með einu auga.

Atkvæðagreiðsla söngvakeppninnar hefur mér hins vegar um árabil þótt hin besta skemmtun. T.d. að sjá hvernig hægt er að strika línu gegnum Evrópu hvað varðar tónlistasmekk, sem t.d. sameinar forna fjendur, sem gefa hver öðrum 12. stig.

Annað, sem greinilega sameinaði fólk í ár, að minnsta kosti þá sem kynntu niðurstöður var að "Blondes have more fun". Úr þeim stóra hópi kynna, sem sýndi perlutennur og lélega tungumálakunnáttu, voru aðeins örfáar brúnkur. Allir hinir voru blond, nema ein keltnesk rauðka frá Írlandi. Flestir þeirra ljósærðu voru auðvitað ekki "natural blonde" og einhverjir afkomendur Júrís og Svetlönu, sem lengi stýrðu atkvæðagreiðslunni í ráðsstjórnartíðinni, voru greinilega búnir að komast í klórínfötur mæðra sinna.  

"Hommaveisluna" verð ég auðvitað að skýra, svo ég fái ekki heimsókn af fullt af reiðum drengjum í leðurfötum (ég er bara að grínast). Einhvers staðar hef ég lesið að þessi mikla hátíð heilli mjög samkynhneigða menn. Það er glamúr á fullu. Þegar maður sér close up á milli laga af þeim karlmönnum sem standa og flagga á fremsta bekk, um leið og þeir benda á strákinn við hliðina á sér, má lesa þetta á varir þeirra: "Hæ mamma, þetta er kærastan mín!". Meðal listamannanna flögraði maður frá fjarlægu landi, sem ég vissi varla að væri til. Hann bar vængi búna til úr reittum hænsnafjöðrum. Ljóshærður kynnir niðurstöðva í Þýskalandi var líka búinn að fá sér slíkt flugfiður. Fiðraðir menn eru fallnir englar.

Mikið er spekúlerað á netinu um kynhneigð sigurvegarans Dima Bilan (sem upphaflega hét Viktor Belan). Hann ólst í Tatarstan, þar sem margir Tatarar búa. Ekki mun Bilan þó vera Tatari. Bilan er heldur ekki ljóshærður, en bætti það upp með því að láta ljóshærða skautadrottningu sveima kringum sig á sviðinu í gær. Það sýnir kannski ekki neitt, nema ef til vill lélegan smekk. En aumingja Bilan er fyrir utan að syngja fyrir Rússland og vera grunaður um að vera gay, gyðingur og stuðningsmaður Ísraels. Getur það orðið verra?

Ég læt því flakka mynd af Bilan með konu upp á vangann og hálsmen sem gefur trúhneigð hans til kynna. Hér fyrir neðan er kvikmynd frá heimsókn Bilans í Ísrael árið 2006, þar sem hann talar við rabbína og dáta og fitlar aðeins við Grátmúrinn. Og þessi mynd, sem móðir Bilans hefur sett á YouTube, sýnir að Bilan á vissulega líka margar vinkonur - enda er hann sætur! Þið verðið að viðurkenna það, þótt hann sé ekki ljóshærður.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Nú er Bílan þá ekki Aríi?

Aðalbjörn Leifsson, 25.5.2008 kl. 19:16

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hann getur sungið aríur, enda með klassíska menntun.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 25.5.2008 kl. 19:47

3 Smámynd: Arafat í sparifötunum

Snilldar pisstill hjá þér Vilhjálmur...skil ekki þessa ofdýrkun á ljósu hári...ég er sannfærð um að það er meira stuð hjá keltnesku rauðkum eins og mér en túbulituðum blondínum sem eiga lögheimili i ljósabekk...

Arafat í sparifötunum, 25.5.2008 kl. 22:35

4 Smámynd: halkatla

þú hefur væntanlega haldið með Ísrael?

halkatla, 26.5.2008 kl. 21:00

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Nei, nei Anna Karen, ég hélt ekki með neinum. Ég trúi að lýðræðislegar kosningar meirihlutans. T.d. veit ég að Tyrkir fá alltaf mörg atkvæði í Þýskalandi, vegna þess að Tyrkir þar í landi eru öflugi áhorfendur Júrúvisjónsins. Mér þótt breska lagið þægilegt að hlusta á í bílnum og og norska lagið hefði ég kosið ef ég kynni að SMSa.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 27.5.2008 kl. 05:04

6 Smámynd: halkatla

mér fannst Israel þriðja besta lagið, það voru bara 3 góð. Þú hefðir sko ekki þurft að skammast þín neitt fyrir það

halkatla, 27.5.2008 kl. 12:26

7 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Skemtileg færsla.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 27.5.2008 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband