4.5.2008 | 19:19
Lögbann á Jesúsmynd
Fyrir nokkrum mínútum síðan hafði Egill Bjarki Jónsson ljósmyndari samband við mig. Hann krefst þess að ég fjarlægi mynd hans af Véstein Valgarðssyni, sem ég hafði sett við síðustu færslu mína. Ef ég geri það ekki, segist Egill að hafa samband við Myndstef.
Ég fann þessa frábæru mynd Egils á Flickr http://flickr.com/photos/egillbjarki/474886008/in/photostream/
Ég hef ekki notað myndina til að gera mér féþúfu af henni, enda er þetta ekki fallegasti Jesús sem ég hef séð.
Egill skrifar þetta um mynd sína:
"This is my good friend Vésteinn. We worked together at a mental hospital in Iceland. Vésteinn is a very special man, he has many strange hobbies and a very differant view on the world that we live in compared to the rest of us. I made this picture for him to use in a message forum for people against the government funding the church. If you understand Icelandic, here is the page :
http://www.vantru.is/ "
Á þessum síðustu og verstu tímum þegar bannað er að birta myndir af Múhameð, furðar það mig ekki að bannað sé að birta myndir af "Jesús Valgarðsyni".
Ég fjarlægi auðvitað myndina af Jesús, sem notuð var á vantru.is
Það er greinilegt að Jesús Valgarðsson hefur einkaréttinn á myndinni til að storka þjóðkirkjunni með ásjónu sinni (mér finnst annars þessi Jesús mest líkur Katrínu Fjeldsted), og hefur sárnað að trúmaður eins og ég hafi sett myndina af honum á blogg mitt.
Voða er nú lítill munur á Vantrúarfólki og öfgamúslímum. En það var nú ekki nein ný uppgötvun hjá mér.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:31 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 89
- Frá upphafi: 1352318
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 58
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Mér finnst afskaplega sérkennilegt, að setja mynd á Netið þar sem allur heimurinn á aðgang að henni og ætlast til að henni sé hlíft við afritun. Ég hef litið svo á, að myndbirting á Netinu sé tilboð til allra Netverja að nota myndina.
Ef Egill Bjarki Jónsson er ekki þessarar skoðunar, ætti hann að fjarlægja sínar myndir hið snarasta !
Hvernig hefur Egill annars ætlað sér að sækja einkarétt sinn til Kína ?
Loftur Altice Þorsteinsson, 4.5.2008 kl. 19:52
Sæll Loftur, þeir virðast lifa í einhverjum sér heimi þessir ungu, vanstilltu vantrúarmenn.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.5.2008 kl. 19:58
Sæll Vilhjálmur Ö . Hvar stendur þú svona c.a í trúmálum ?
Með Gyðingum, og á móti Kristi t.d ?
conwoy (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 20:00
Conwoy, ertu glímumaður? Ég er meira að minna með gyðingum, þar með talið Kristi. Ef það hefur farið fram hjá þér, var hann gyðingur. En hann er í mínum augum ekki Messías.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.5.2008 kl. 20:17
Það gleður mig annars að þér skuli líka myndin af mér
Þetta skrifað Vésteinn Valgarðsson í færslunni hér á undan.
Ljósmyndarinn hafði tekið myndina til að gefa vini sínum VéVa til notkunar á Vantrú.
Mér sýnist að VéVa hafi glaðst yfir því að mér þætti myndin góð og hann gerir ekki neinar athugasemdir við notkunina.Af hverju í ósköpunum hefur ljósmyndarinn þá eitthvað á móti því að ég noti myndina?
Hefur hann eitthvað á móti mér?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.5.2008 kl. 20:30
Ég er að glíma við menn um trúmál sérstaklega . Fannst þessi mynd sýna þann ham sem ég er í, er ég tek fyrir viss mál . Ég er frekar ósáttur við þá staðhæfingu þína, að Jónas hafi verið "Gyðingahatari" Ég held að hann hafi bara hatað þá sem báru út þá lygi, að Gyðingar væru að fara til svæðis er þeir áttu tilkall til . Réttur þeirra til þessa svæðis var byggður á röngum forsendum, og svo voru þeir ekki einu sinni af þessum Gyðinga-kynstofni ( nema örfá % ) Eina sem þeir höfðu til að geta kallast Gyðingar, var þeirra trú . Sjálfur er ég ekkert á móti Gyðingum ( Nema þeir fari að beita sér fyrir afkristnun hér á landi ) Reyndar hafði Jónas sterkar vísbendingar um eðli þeirra í þá átt . Svo ekki er skrýtið að hann talaði á móti þeim .
conwoy (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 20:33
Konni, nú er ég búinn að sjá það sem ég þurfti til að skilja af hverju þú ert nafnleysingi.
Fyrir þá sem koma af fjöllum er Konni ekki ekki trédúkka með höndina á Baldri í rassinum, heldur glímumaður Drottins, og hann er að tala um Jónas Guðmundsson, sem ég skrifaði um fyrir nokkrum færslum síðan. Jónas þessi var krati, og Alþingismaður, og hafði dálítið skrítnar kenndir, sem Konni virðist hafa stúderað sérstaklega.
Það kemur mér svo sannarlega á óvart að gyðingar hafi verið að stunda afkristnun á Íslandi. Mér sýnist að það séu frekar kommar og jafnvel prelátar sjálfir sem ekki geta haldið um rétta róðu.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.5.2008 kl. 20:58
lítill munur á [öfga]Vantrúarfólki og öfgamúslímum
Öfgar verða oftast öfgum líkir.
Bestu kveðjur.
Jakob (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 21:07
Gyðingar hafa víða um heim (ekki allstaðar)staðið fyrir afkristnun . Ekki svo halda að öll mín þekking komi frá Jónasi gamla .
Auðvitað fór ég á alvefinn til að sjá hvort Jónasinn hefði eitthvað til síns máls . Og fann sennilega meira en hann sjálfur fann á sínum tíma .
Er ekki Hope knudson hjá siðmennt Gyðingur ? Sem stendur fyrir "borgarlegri fermingu" ágætis byrjun á afkristnun sýnist mér .
conwoy (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 21:08
Konni, þú verður að spyrja Hope um það sjálfa. Ég er ekki meðlimur í Siðmennt. Hún afkristnar ekki neinn með því að vera hlynnt borgaralegri fermingu. Ekki get ég ímyndað mér það. Líklegra þykir mér að hún hafði ekki átt annarra kosta völ með barn/börn sín, sem hafa átt erfitt með að vera gyðingar á Íslandi.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.5.2008 kl. 21:21
Hún afkristnar með því að "ferma" börnin, án þess að fá þau til að meðtaka Jésu . Mjög lúmskuleg afkristnun hér í gangi sýnist mér .
conwoy (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 21:27
Börn eru venjulega ekki fullfær um að ákveða eitt eða neitt á miðju gelgjuskeiðinu. En ég held nú að þú oftúlkir mátt Hope og markmið. Hún er alls ekki að vinna á vegum Gyðingsdóms gegn íslenskum fermingum.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.5.2008 kl. 21:44
Þú hefur kannski ekki tekið eftir þessu á flickr-síðunni: "© All rights reserved". Fólk sem setur inn myndir á flickr hefur val um að höfundarréttarmerkja þær eða ekki. Það hefur greinilega verið gert hér.
Ég er með flickr-síðu sjálf og hef líka valið að vernda þær með þessari merkingu. Þótt ég vilji leyfa öðrum að nóta myndanna með mér er ekki þar með sagt að ég sé að leyfa hverjum sem er að stela þeim.
Lára Hanna Einarsdóttir, 4.5.2008 kl. 21:56
Veistu hvað, Lára, ég sá bara alls ekki þetta merki fyrr en þú bentir mér á það og ég fór inn á síðuna aftur.
Ef menn væna mig um stuld eftir að ég hef innan klukkustundar farið af óskum listamannsins, þá er kannski ráð að fara yfir í einhver önnur stef en Myndstef.
Ég leyfi mér að benda á að listamaðurinn tók þessa mynd til að Vésteinn Valgarðsson gæti notað hana í Vantrúarerindum. Vésteinn hefur lýst því yfir að honum þætti vænt um að mér þætti myndin góð. En svo hefur hann líklega vælt í Egil og Egill er svo að veifa einhverju c með hring utan um, Myndstefi og öðru sýmbólum.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.5.2008 kl. 22:32
Ætli að manni sé óhætt að hala myndina inn í myndkerfið hjá sér?
Mér sýnist þetta bara vera hinn myndarlegasti maður.
Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 22:49
Mér finnst þessi mynd skemmtileg og er ánægður ef öðrum finnst það líka, en hún er eftir sem áður höfundarréttarvarinn.
Vésteinn Valgarðsson, 4.5.2008 kl. 23:47
Gættu þín Skúli minn, svo að þú fáir ekki fleirri kærur frá músalimunum !
Ég verð að játa að ég tók ekki eftir þessu C-merki. Hins vegar tók ég eftir að myndin er merkt "EGILL Bjarki" og því getur ekki orðið um stuld að ræða. Láru Hönnu verð ég að ráðleggja hið sama og Agli. Þú ættir að fjarlægja þínar myndir hið snarasta.
Annars stendur einnig við mynd Egils: This photo is public ! Hvað er það annað en boð um að nota myndina ?
Loftur Altice Þorsteinsson, 4.5.2008 kl. 23:59
Í tilefni orða trúglímumannsins, þá er réttur Gyðinga til hins fyrirheitna lands fenginn frá almættinu sjálfu eftir fjörtíu ára flakk Móse og félaga um Sínaískagann, þar sem almættið virtist í einhverjum valkvíða með hverju hann tímdi undir þá. Þeir spasseruði í vitlausa átt frá Egyptalandi um það leyti sem eyjan Santoríni sprakk í loft upp, enduðu á Sínaífjalli og ráfuðu síðan til baka yfir auðnir og klungur til að setjast að á þessu kjörlendi, sem var í engu frábrugðið öðru klungri og auðnum, sem þeir höfðu klöngrast um.
Afsalið hefur ekki enn fundist, en við verðum að taka orð Gyðinga trúanlega, fyrst þeir segja svo.
Jón Steinar Ragnarsson, 5.5.2008 kl. 00:13
Þessi Jesú fór nú bara alveg framhjá mér eins og fyrri daginn. Andskotinn!
Sigurður Þór Guðjónsson, 5.5.2008 kl. 00:40
Líklegast birtir þú ekki athugasemdir mínar, en ég vil minna þig á að ég hef ekkert Gyðingahatur í huga, eins og þú gefur svo oft í skyn, heldur er ég að benda á fallvaltleika þessarar hugmyndar um geitslega fasteignamiðlun. Það að aðrir en Gyðingar taki sér orðið Gyðingur í munn, þýðir ekki óvild eða fordæmingu. Mér virðist þó oft sem að svipað logmál gildi um þetta og orðið nigger, sem er tamt blökkumönnum að nota á hvorn annan en nánast dauðasök að taka sér í munn, sé maður af öðrum hörundslit. Þetta er þó eldfimara orð og bundnara fordæmingu, enda uppnefni.
Gyðingdómur er trúarleg skilgreining í mínum haus og vandséð hvernig menn um allar jarðir geti haldið saman ættartölu sinni yfir 6-7000 ár og gefið sér etnískan grunn samkvæmt því. Það getur þó verið della. Þetta með að Jesú hafi verið Gyðingur, er rétt samkvæmt trúarskilgreiningunni, hann var sannarlega Gyðingtrúar. Ættatala hans og konunglegur ættleggur er æði vafasamur, þar sem hún er rakin í gegnum fátækann og barnmargann fósturföður hans Jósef.
Aldrei sé ég kristna hvá við þessu. Sem er nokkuð skondið, eins og margar þversagnir, þýðingavillur og misskilningur, sem er grunnur að hjákátlegu kristnu ritúali.
Ég gleymdi í samantekt minni um herleiðinguna að benda á þá undarlegu tilviljun að Almæættið kallaði Morðingjann Móse til á sömu stundu og honum var ekki vært í Egyptalandi vegna glæpsins, auk þess sem allt var að fara til fjandans þarna vegna eldgoss og sprengingar í Santorini ef að líkum lætur.
En...vegir Guðs eru jú órannsakanlegir, svo hvað er ég svosem að vilja upp á dekk.
Jón Steinar Ragnarsson, 5.5.2008 kl. 01:58
Vésteinn, það er búið að fjarlæga myndina af Jesus Valgarðssyni, svo þið vinir getið vel við unað. Ég hélt að þú hefðir haft samband við Egill og sagt "ecce homo". Nú verður Egill að lögsækja alla þá sem notað hafa myndina af þér í langan tíma.
Það hlýtur að vera í lagi að senda forsvarsmönnum ráðstefnunnar í Caíró (Múslímabræðralaginu) link til myndarinnar, svo þeir sjái hvaða "karakter" þú leikur í frítíma þínum. Spámaðurinn Jesús er í miklu uppáhaldi hjá þeim bræðrum og ofsækja þeir illilega kristna minnihlutann í Egyptalandi og annars staðar við botn Miðjarðarhafs. Ég skal segja þeim um leið að þú sért haldinn Vantrú - en það eru þeir náttúrulega ekki.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.5.2008 kl. 05:12
Sigurður, og þetta var meira að segja copyright Christ. Djöfull ertu eitthvað á eftir tískunni, mér er næst að halda að þú sért púkó. Ertu ekki örugglega copyright?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.5.2008 kl. 05:22
Skúli Skúla, þú ert allt of hættulegur hér, ég gæti risikerað að vinir Vésteins Fjeldsteds í Múslímabræðralaginu ráðist á síðu mína með eldi og steinkasti, og jafnvel með nýjustu tækni og særingaþulum þeirra sem ekkert þola. Hvernig líður þér utan hins heilaga samfélags?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.5.2008 kl. 05:24
Jón Steinar, vertu velkominn, ef þetta er hinn eini sanni Jón Steinar. Jón Steinar, margt er enn á reiki um aldur gossins á Theru.
Eins og við fornleifafræðingar vitum og ég hef skrifað mikið um, eru viss vandamál með aldursgreininguna. Ef Móses hefur leitt lýðin til Kananslands þegar gosið varð, þá er það kallað "Good timing".
En ekki kenna gyðingum um það gos. Það er nóg að þeim hafi verið kennt um stóra skjálfta og flóðbyglju í Suðaustur-Asíu nýverið.
Mikið er nú skrítið að Íslam, sem hefur rænt svo ríkulega úr Gyðingdómi, hafi ekki fengið eignarétt gyðinga á landinu helga með í bækur sínar. Ætli þeir hafi brotið copyright-lög fornaldar?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.5.2008 kl. 05:42
Blessaður, sendu Múslimabræðralaginu línu um að ég sé í Vantrú og láttu myndina fylgja með. Til að espa þá ennþá meira skaltu líka senda þeim enska þýðingu á grein minni "Myndbirting Jyllandsposten og öskureiðir múslimar" -- ég hef að vísu skipt um skoðun síðan hún birtist og er mótfallinn birtingu myndanna núna, en þú þarft ekkert að láta það fylgja frekar en þú vilt. Tilgangurinn helgar jú meðalið, er það ekki? Þú getur látið eitthvað fleira krassandi fylgja ef þú vilt; þér leggst örugglega eitthvað til.
Vésteinn Valgarðsson, 5.5.2008 kl. 06:03
Loftur segir: "
Mér finnst afskaplega sérkennilegt, að setja mynd á Netið þar sem allur heimurinn á aðgang að henni og ætlast til að henni sé hlíft við afritun. Ég hef litið svo á, að myndbirting á Netinu sé tilboð til allra Netverja að nota myndina.
Ef Egill Bjarki Jónsson er ekki þessarar skoðunar, ætti hann að fjarlægja sínar myndir hið snarasta !
Hvernig hefur Egill annars ætlað sér að sækja einkarétt sinn til Kína ?"
Nú má alveg ræða ágæti höfundarréttar yfirleitt en miðað við rök Lofts gæti ég allt eins dreift, skammarlaust, diskum með tónlist ýmissa listamanna sem hafa þegar dreift henni. Mér þætti áhugavert að vita, hvort Loftur myndi benda STEFi, þegar þeir stefna mér, á að þeir geti ekki sótt rétt sinn í Kína svo þeir ættu bara að sleppa þessu.
Kalli (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 09:09
Walla habibi, ég held bara að þeir hefðu gaman að lesa þetta eftir þig. En nú er það einu sinni svo að Bandalagið vill mig líka feigan, svo þú sleppur í þetta sinn. Hef heldur ekki tíma í slíkan kjánaskap. Mér finnst að allar Kristmyndir og Múhameðsásjónur eigi að vera "free domain" og birtast á sem flestum stöðum. En þeir sem vilja gera sér þúfu fjár úr blond Jesús með gaddavír á háu, gáfulegu enninu, eru örugglega að hugsa annað.
Vona ég svo að þú skiptir brátt um skoðun um ágæti ferðar þinnar til Kaíró, líkt og þú skiptir um skoðun varðandi grein þína um Múhameðsmyndirnar.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.5.2008 kl. 09:22
Alveg lágmark að virða höfundarétt ef menn ætla að vera að setja upp heimasíður. Höfundaréttur hefur ekkert með trú að gera.
Guðjón Jónsson (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 09:26
Kalli, Loftur verður að svara þessu. Ég virði copyright Egils og hann hefur þakkað mér fyrir það og lofað að senda ekki fógeta á mig. En mér finnst, eins og ég segi iðulega, einkennilegt að það sé bannað að nota birtar Jesúsmyndir. Jesús gefur svo mikla ánægju, segja mér fróðir menn, og Múhameð jafnvel líka.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.5.2008 kl. 09:34
úff það er eitthvað sjúkt í gangi þegar fólk tekur nærri sér myndbirtingar af spámönnum eða umber og hillir slíka viðkvæmni hjá öðrum en segir ekki múkk við sjálfsmorðsárásum eða hryllilegu ofbeldi í nafni trúarbragða
halkatla, 5.5.2008 kl. 09:48
Guðjón Jónsson, höfundarréttur hefur meira með trú að gera en þú heldur. Leyft er að nota Jesús Valgeirsson á www.vantru.is, en ekki á mínu bloggi. Jesús er sameiginleg eign allra Kristinna, og jafnvel spámaður múslíma. Ekki var bannað, síðast þegar ég vissi, að birta ásjónu Krists. Þess vegna er alls endis út í hött að ljósmyndari taki "stereotýpu" Jesús og geri hann að sinni eign.
En nú fór ég strax að skipunum listamannsins og vona að hann sé glaður yfir því að fá svo margar heimsóknir á Flickrið sitt eins og hann fær nú. Ég er nú að safna þeim sem birt hafa myndina án þess að borga. Egill gæti orðið mjög ríkur, en ætli Myndstef geti rekið málið fyrir hann í Japan?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.5.2008 kl. 09:58
Ég verð að viðurkenna, að ég hef enga reynslu af höfundar-réttar-lögum og það hefur vonandi séðst á athugasemd minni. Kalla er því frjálst að gera grín að mér varðandi innheimtu STEF-gjalda í Kína.
Ef um ritaðan texta er að ræða, hef ég nokkra reynslu. Ekki teldst stuldur að endurbirta texta, enda sé höfundar rækilega getið. Er ástæða til að gera ljósmyndum hærra undir höfði ? Við erum í báðum tilvikum að ræða um efni sem höfundur hefur sjálfur komið á framfæri og þar með gert að "almannaeign" (public domain).
Það skiptir líka öllu, hvort notandi efnis hefur að notunum hagnað eða ekki. Það er því mín skoðun, að allt það efni sem höfundar setja á Netið sé þar með "almannaeign", svo framarlega sem höfunda er rækilega getið og það er ekki notað til fjárhagslegs ávinnings. Þetta á líka við um tónlist ! (En hver hefur ekki brotið lög og reglur varðandi rétta meðferð efnis ?).
Loftur Altice Þorsteinsson, 5.5.2008 kl. 11:02
Loftur, í fyrsta lagi sé ég ekki að það gildi annað um að birta efni á netinu en til dæmis í útvarpi. Þegar útvarpsstöð spilar tónlist sem er varin af höfundarrétti greiðir hún stefgjald fyrir. Það eitt að lagið hafi verið spilað í útvarpi þýðir ekki að þú megir taka það upp og endurflytja opinberlega án endurgjalds.
Höfundarréttarlög eins og við höfum á Íslandi leyfa ekki birtingu texta sem höfundarréttur er á í heild sinni án leyfis. Það að vitna í texta eins og þykir eðlilegt er ekki það sama og að birta ljósmynd, sem er í höfundarrétti, í heild sinni.
Hvað varðar muninn á "birtu efni" og public domain varðar þú hlýtur þér að vera ljóst að það að birta efni er ekki það sama og að setja það í almannaeign. Hvort það er gert á netinu, þar sem auðveldara er að stela því og nota ólöglega, eða annars staðar skiptir engu máli.
Kalli (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 14:23
Loftur: munurinn á 'public' og 'private' í þessum skilningi gengur einungis út á að skilgreina hverjir megi skoða myndirnar. Ef stillt er á 'private' þá getur enginn utan við eigandann (og hvern sem hann skilgreinir sem 'vin' eða álíka) skoðað myndirnar; ef þær eru 'public', þá getur hver sem er skoðað allar myndir.
Hinsvegar er almennt séð ekki leyfilegt að hægri-klikka og vista myndirnar á eigin tölvu nema að þú hafir leyfi höfundar. Sama gildir með að birta þær annars staðar. Nú og ef þú notar myndina sjálfa sem link inn á upprunalegan hýsingarstað (hotlinking), sem er ein versta synd sem hægt er að fremja á netinu ;)
Það eru undantekningar á þessari reglu (svokölluð 'fair use' klausa, fer ekki nánar út í þá romsu) ef myndin er notuð fyrir paródíu eða satíru. Þetta er samt flókið mál þegar þangað er komið, og ýmsar hatrammar deilur hafa átt sér stað á umræðuvefum.
Það er á annað borð rétt hjá þér að töluverðu máli skiptir um hvort 'þjófurinn' hagnast á því að endur-birta myndirnar eða ekki. Þá er maður kominn á ansi hálan ís! Nú eða þeir sem stela list annara og halda því fram að hún sé þeirra eigin, það er versta pakkið.
Best er bara að hýsa allar sínar myndir sjálfur á eigin vef, og smella inn í kóðann lítilli java-skipun sem gerir fólki ókleift að hægri-klikk-seiva. Þá þarf viðkomandi að hafa samband við þig beint ef hann/hún vill nálgast myndirnar. Ef það er ekki hægt, þá að reyna eftir bestu getu að LESA ALLTAF skilmálana (terms of service) vel og vandlega til að vita nákvæmlega hvað má og hvað ekki.
kiza, 5.5.2008 kl. 16:07
Varðandi umræðuefnið, þá man ég að Jón Valur Jesúítaagent hótaði DoctorE bannfæringu og málsókn fyrir að birta sömu mynd af honum og hann er með á blogginu í skoplegu samhengi.
Jón Valur er því væntanlega á sama stalli og Múhameð hvað þetta varðar. Allavega telur hann sér trú um slíkt, eins og fleiru ennþá meira absúrd í dogmanu hans.
Hér er hrópað á lögbann í hvert skipti, sem Jessi er settur í skoplegt samhengi og heilög hneykslan heimtar útskúfun og refsingu. Má ekki segja að þetta sé allt saman sami grautur í sömu skál.
Gyðingar hafa hinsvegar lítið tilefni til slíkra uppþota, þar sem átrúnaður þeirra er ekki jarðneskur og það er innbyggt í trúarbrögð þeirra að gera sér ekki myndir af því sem ekki á sér form né stað. (sem er náttlega ómögulegt) Maður er jú þakklátur þeim fyrir það. Nóg er nú samt.
Jón Steinar Ragnarsson, 5.5.2008 kl. 17:24
Það hlaut að koma að því, að Jóni Vali yrði kennt um allt saman. Það þykir mér ódrengilegt. Jón hefur aldrei haldið því fram að hann ætti copyright. Verk mannanna eru Guðs, því þeir voru skapaðir í hans mynd.
Ég leyfi mér að benda þér á Jón Steinar, að Múhameð bannaði ekki neinum að birta myndir af sér. En skv. skilgreiningu copyréttarmanna hefur Jón Valur væntanlega copyright af myndinni af sér líkt og Egill ljósmyndari á einkarétt á Vésteini Valgarðssyni í Kristpóseringu.
Mér sýnist að þú sért smátt og smátt að sjá lausn vandans. Ef allir gerast gyðingar hverfur öfundsýkin.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.5.2008 kl. 17:48
Ég vissi ekki að það væru svo margir sérfræðingar í public og private á Íslandi. Ég hélt alltaf að Íslendingar teldu allt sameign. Þeir halda því að minnsta kosti fram um margt. En sumir skrapa meiru til sín en aðrir.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.5.2008 kl. 17:51
Fésið á mér breytist nú ekki í "ásjónu Krists" þótt ég klæði mig í lak og setji gaddavírskórónu á hausinn. Og blond? Ég hef nú ekki verið það síðan ég var smákrakki.
Ferð mín til Cairo var mjög athyglisverð, fróðleg og gagnleg. Ég neita því ekki að kynni mín af Bræðralagi múslima eiga þátt í því. Ég get nú ekki beint sagt að ég hafi heillast af þeim, en hins vegar held ég að þeir séu ekki eins hættulegir og maður gæti haldið af fréttaflutningi hér á Vesturlöndum. Ég var reyndar smeykari við bílstjórana þarna í Cairo.
Vésteinn Valgarðsson, 6.5.2008 kl. 16:11
Hvert er málið?
A birtir mynd. B biður A um að fjarlægja myndina vegna þess að það liggur vafi á réttmæti hennar. A fjarlægir ekki myndina en allt í einu er B orðinn sökudólgurinn!
Já, múslimar og vantrúarmenn eru greinilega öfgamennirnir, það fer ekki á milli mála! Þvílíkt rugl!
Ekki það, það sem ég skil ekki er hvernig í ósköpunum kristni og gyðingdómur er ennþá stundaður í nútímanum. Þetta er einhvað sagnasafn sem var búið til af fólki sem hafði takmarkaða þekkingu á umheiminum og varð að búa til skýringar á þeim furðulegu hlutum sem náttúran bryddar upp á.
Svo ýktist þetta með tíð, mönnum og eftir því sem hentaði að nota þetta til að stýra lýðnum. Fyrir utan það að þetta er ekki einu sinnu samkvæmt sjálfu sér (sbr. að ættir Jesú eru taldar upp til Davíðs í gegnum Jósef - sem var ekki faðir hans skv. útgáfunni sem varð til í kringum 400) þá er búið finna skýringar á (sbr. náttúruhamfarirnar sem orökuðu flóðið sem Nói sá að stefndi í) eða hreint og afsanna flest af því sem kemur fram í sagnabálkinum (sbr. sköpunarsöguna og miðpunkt alheimsins)
Verst er samt hvernig fólk velur sér hvað hentar í þessu - það hefur andstygð á þeim sem, tja, skv. þeirra skilgreiningu, þessi blessaði drottinn þeirra hefur skapað þannig að það fellur hug til fólks af sama kyni, en horfir alveg framhjá því að sama rit leyfir að dætur séu seldar í þrældóm og segir fyrir að fólk skuli líflátið fyrir að vinna á hvíldardaginn (sem menn koma sér svo ekki saman um hver er...)
Múslimarnir hafa það sér þó til afsökunar að þeirra menningarstig virðist vera einhverjum 100 árum á eftir okkar.
Steingrímur Jónsson (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 16:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.