Leita í fréttum mbl.is

Yom haShoah

  Börn bíđa dauđa síns

Í maí 1944, mánuđi áđur en Íslendingar lýstu yfir sjálfstćđi sínu og urđu fullvalda ţjóđ, var veriđ ađ slátra gyđingum á fullu í útrýmingarbúđum og fangabúđum um gjörvalla Austur-Evrópu.

Myndin, sem SS menn tóku í Auschwitz, sýnir börn og konur frá ungverska hluta Úkraínu, sem valin höfđu veriđ til útrýmingar bíđa örlaga sinna. Ţetta gerđist mánuđi áđur en Íslendingar fengu sjálfstćđi sitt (án ţess ađ úthella svo miklu sem einum blóđdropa). Nokkrum tímum eftir ađ mynd ţessi hafđi veriđ tekin, var ţetta fólk dáiđ. Sumir Íslendingar töldu land sitt hertekiđ, ađrir höfđu frekar viljađ fá Ţjóđverja yfir sig en Breta og Bandaríkjamenn.

Áriđ 1948 varđ Ísrael líka af sjálfstćđu ríki, sem fjöldi annarra ríkja og skósveina ţeirra hafa viljađ feigt allar götur síđan. Mikiđ fjári eru Íslendingar nú heppin ţjóđ.

Í dag halda gyđingar minningardag um Helförina, Yom haShoah, og í Ísrael minnast menn hennar međ tveggja mínútna ţögn kl. 10 ađ morgni. Menn stöđva alla vinnu og akstur og standa og halda andagt.

Ísraelsríki varđ međal annars til vegna ţeirar miklu brennifórnar sem Evrópumenn ákváđu ađ framkvćma á gyđingum á síđustu öld.

Ţađ er ţví enginn gyđingur sem getur tekiđ ţá Evrópumenn alvarlega, og minnst af öllu Íslendinga, sem styđja öfgasamtök sem hafa útrýmingu gyđinga og Ísraelsríkis á stefnuskrá sinni.

Mađur lćtur ekki bjóđa sér sama óţverrann tvisvar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband