Leita í fréttum mbl.is

Skjaldarmerki Íslands, gamalt og splunkunýtt

 
Fáni Konungs

Hiđ konunglega skjaldarmerki Íslands, fálki međ kórónu á bláum grunni, var ákveđiđ međ konunglegum úrskurđi áriđ 1920  Ţetta merki var víst aldrei notađ nema viđ konungskomuna áriđ 1921.

Konungskoman áriđ 1921 var alltaf mjög spennandi fyrir mig ţegar ég var barn á 7. áratug 20. aldar. Hann afi minn, Vilhelm Árni Ingimar Kristinsson sem var í ÍR á ţeim árum, stökk yfir hest og lék listir á tvíslá fyrir Kristján konung tíunda og fékk medalíu fyrir. Nú á ég ţessa medalíu og ljósmyndina af ţví mannavali sem sýndi konungi ađ Íslendingar voru enn fimir eins og Gunnar á Hlíđarenda.

Ekki var fálkinn međ kórónuna notađur á Íslandi nema í tengslum viđ konungskomuna 1921. En merkiđ var notađ í öđru samhengi og óhollara.

Eins og hćgt er ađ sjá í nćstu fćrslu, ţá kom oft mikill fróđleikur út úr reykingum manna á fyrri hluta 20 aldar.  

Skjaldarmerki konungsins yfir Íslandi var stundum ađ finna í sígarettupökkum sem seldir voru í Hollandi og Belgíu á 4. áratugnum.

Nú finnst mér ţađ eđlilegt, ţegar evran verđur kannski ađ gjaldmiđli Íslendinga og Imba Sólargeisli kemst í öryggisráđiđ hjá samtvinnuđu ţjóđunum, ađ ţá verđi búiđ til nýtt skjaldarmerki fyrir Íslendinga.

Ég legg einfaldlega til geirfugl [eđa bölvađa álku] á bláum grunni međ Evrópugeislabaug yfir höfđi. Ég hef ţegar hannađ ţađ. Hvernig líst mönnum á, eđa ţeim fáu sem nú lesa ţetta blogg eftir ráđstafanir Morgunblađsbloggsins í mars 2008 [sjá skýringu á ţessu hér], sem gert hefur ađ ţetta verđur örugglega ekki lesiđ af nema 5 sálum?

Skjaldamerki Evrópuríkisins Íslands ha ha
Skjaldarmerki Evrópusambandsríkisins Íslands

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Björgvin

Sćll. Sennilegast er ég sá sjötti sem les ţetta. Legg til útópíubrimbretti i viđbót á nýja skjaldarmerkiđ. Sé álkuna fyrir mér svífandi á hrađri ferđ niđur í óvissuna eins og hver annar nýríkur brimbrettagaur.

Pétur Björgvin, 29.3.2008 kl. 13:59

2 identicon

Lesandi nr. 7 hér.

Ţú týnist nú ekkert ţótt ađ ţú sért ekki ađ bođa sama sannleika og Mogginn, ég var nefnilega búinn ađ setja á ţig bókarmerki!

Mér hefur alltaf líkađ best viđ útflöttu ţorskana ţrjá (viđ lifum jú ennţá á ţeim og nú ćttu útgerđirnar ađ fara ađ hressast međ fallandi gengi) og ţar sem Íslendingar eiga ekkert skjaldarmerki (skjaldbera og fána eigum viđ en ekkert skjaldarmerki, ţađ er ţađ sem skjaldberarnir eiga ađ halda á) ţá legg ég til ađ ţorskarnir verđi endurvaktir. Ţiđ getiđ svo stráđ evrustjörnum yfir ţá ef ykkur svo sýnist.

 Sigvaldi

Sigvaldi Eggertsson (IP-tala skráđ) 29.3.2008 kl. 21:23

3 Smámynd: Sif Gylfadóttir

Eg er nú ekki sátt viđ ađ Mogginn sé ađ flokka fólk eftir "réttum" skođunum, og er međ ţig á bókamerki til ađ geta lesiđ ţitt mjög svo fróđlega blogg .  Kv.Sif

Sif Gylfadóttir, 30.3.2008 kl. 03:40

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Góđir gestir, ţakka ykkur fyrir góđar tilgátur um skjaldarmerkiđ!

Álka á útópíubrimbretti gćti veriđ góđ hugmynd. Mjög nútímaleg.

Hvađ međ Ţorskflak međ Evrópustjörnum? Mér hefur líka alltaf ţótt ţetta svokallađa skjaldarmerki okkar og forveri ţess međ kórónunni dálítiđ hallćrislegt.

Ţetta međ falliđ niđur í ţriđju deild hefur veriđ lagađ og ég er aftur kominn í "snobbhill" moggabloggara. Eitthvađ tćknilegt hefur gerst, en hefur ţví nú veriđ kippt í liđinn af liđlegum stjórnendum bloggsins.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 30.3.2008 kl. 06:06

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband