Leita í fréttum mbl.is

Konungleg list

 
Kóngafólk á kamrinum

 

Á ţessum síđustu og heilögustu dögum eru reiđir menn í Langtíburtustan farnir ađ skipa fólki til og og segjast annars vilja brenna allt og bramla, ef ekki er dansađ eftir ţeirra höfđi.

Dönum er ljóst ađ veiđitíminn á ţá hefur veriđ stađfestur í nafni Allah. Ţađ er hćttulegt ađ bera danskt vegabréf í sumum heimshlutum.

Danir kippa sér hins vegar örugglega ekkert upp viđ ţetta skemmtilega málverk sem vann til verđlauna í Ástralíu í nótt. Listamađurinn, James Brennan fékk 5000 ástralska dali fyrir lystisemdirnar. Verđlaunin kallast Bald Archy Prize. Lesiđ meira hér

Nú verđa Danir ađ reyna ađ fá ţessa glćsilegu mynd í myndasafn konunganna í Danmörku. Ţetta er einstaklega sócíalrealístísk mynd. Prins Friđrik heldur á Carlsberg, sem eins og auglýsingin segir, er líklega besti bjórinn í heimi (en ţađ er nú ekki rétt). Ég hef ţó eina athugasemd. Ég held ekki ađ Mary sé međ svona bústin lćri. Auđvitađ hef ég ekki séđ ţau, en ég ímynda mér ađ ađ ţau séu spengilegri.

Nú verđur ađ styđja viđ bakiđ á ţessum merka listamanni í Ástralíu. Hvađ međ málverk af Ólafi og Dorrit í svipađri póseringu? Ohh, ég sé ţađ fyrir mér, međ Esjuna í bakgrunninum!

Međ ţví ađ klikka tvisvar á myndina er hćgt ađ njóta hennar til fullnustu.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Sveinsson

Gamli minn. 

Ţetta er stórmerkileg mynd. En karlinn er ekki vitund líkur Friđrik erfđaprinsi. Ţetta er einhver allt annar. Er ţetta ekki bara Múhameđ međ Carlsberg? (Sem er annars drykkur fyrir Framsóknarmenn, hef ég heyrt.)  Ekki er ég kunnugri lćrunum á Mary en ţú, en ţetta eru alveg vođalega sósíalrealískir drumbar sem viđ sjáum ţarna. Helvíti miklar júfertur eiginlega. Eigum viđ ađ trúa ţessu? Kannski ţykja bosmamikil lćri flott í Ástralíu eins og stórar bjórflöskur. Ţeir eru nú ekki ađ kvotla í sig úr einum litlum framsóknarcarlsberg ţar. Hefurđu rannskakađ skinniđ? Er ţetta Tasmaníuhundur eđa bara röndóttur refur? Kvikindiđ er ađ minnsta kosti hvorki sérlega sósíal eđa realístískt. Könnum enn.

Vertu svo vel kvaddur.  

Kristján Sveinsson, 10.3.2008 kl. 15:37

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Margblessađur Kristján, ţorir ţú inn á dómein gamla öfgamannsins. Mér ţykir ţú kaldur.

Ég er ekki frá ţví ađ ţessi Brennan hafi veriđ stífur af Guinness, ţannig ađ Friđrik lítur út eins og ađ hann sé međ vatnshaus og Mary er eins og einhver međalhlussa frá Brisbein.

Stór lćri ţykja örugglega flott down under, og hafa ţótt ţađ frá örófi alda, sbr. kengúrulćri. Skinniđ ţótti mér líka illa málađ. Brennan hefur veriđ ađ flýta sér. Mér telst til ađ ţetta eigi ađ vera tasmaníudjöfull eđa tasmaníutígrisdýr, eđa kannski er ţetta bara röndóttur framsóknarmađur sem hefur drukkiđ of marga Carlsberg, sem skýrir hve ósósíalt ţađ er.

Ţakka fyrir innlitiđ, ég slć á ţráđinn innan skamms.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.3.2008 kl. 16:48

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Kćri dr. Vilhjálmur Örn. Get ekki stilltmig um ađ benda ţér á grein sem nefnd er

Israel OK with Muslims destroying its history?
 

http://worldnetdaily.com/index.php?fa=PAGE.view&pageId=58460

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 11.3.2008 kl. 02:16

4 identicon

Ha, ha, ha   ha ha .... ţiđ eruđ góđir  .... en ég er óánćgđust međ andlitiđ á Friđriki, ţrátt fyrir ađ ég sjái smá svip og svo held ég reyndar ekki ađ hann sé međ neina bumbu ???   Ég er líka nokkuđ sannfćrđ um ađ lćrin og kálfarnir á Mary séu mun betur formuđ en myndin sýnir    Kćr kv. E.

Edda (IP-tala skráđ) 11.3.2008 kl. 02:20

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband